Morgunblaðið - 15.12.2005, Side 58

Morgunblaðið - 15.12.2005, Side 58
58 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ BÓKAFORLAGIÐ Veröld á nú í samn- ingaviðræðum við bandarískan kvik- myndaframleiðanda um gerð bíómyndar eftir glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Þriðja tákninu. Pétur Már Ólafsson, útgef- andi hjá Veröld, staðfesti þetta í sam- tali við Morgunblaðið í gær en vill ekki til- greina um hvaða að- ila er að ræða. Áður hefur verið gengið frá sölu á útgáfu- og sölurétti á bókinni á sautján tungumálum í yfir eitt hundrað löndum. „Innlendir og erlendir fram- leiðendur hafa falast eftir kvik- myndaréttinum á sögu Yrsu,“ segir Pétur Már, „en við höfum ákveðið að láta reyna á samninga við þennan bandaríska aðila til þrautar í fyrstu umferð. Hann setti sig í samband við okkur í sumar og höfum við verið að kasta á milli okkar hugmyndum síðan. Og ekki dró úr áhuga hans þegar ljóst var að bókin verður gefin myndarlega út í Bandaríkjunum og Bretlandi á næstu misserum.“ Pétur Már segir að fyrir liggi drög að samningi sem þessi bandaríski aðili vilji funda með honum um núna á næstunni, væntanlega milli jóla og nýárs í Reykjavík. „Í framhaldi af því verður ljóst hvort við náum saman.“ Pétur Már leggur eigi að síður áherslu á að frum- sýning í Hollywood sé ekki í sjónmáli. „Ég hef gengið frá samningum um gerð kvikmynda eftir fjölmörgum íslenskum skáldverkum á liðnum árum og fæstar þeirra hafa orðið að veru- leika. Það væri samt óneitanlega gaman að sjá Þriðja táknið verða að bíómynd.“ Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er áætlað að gerð myndarinnar kosti 10–12 millj- ónir dollara. Rætt um kvik- myndarrétt að Þriðja tákninu Yrsa Sigurðardóttir TVEIR kórar, Kvennakór Kópavogs og Karlakór Kópavogs, héldu tón- leika í Digraneskirkju á föstudags- kvöldið. Julian Hewlett stjórnaði karlakórnum en Natalía Chow Hew- lett var meðleikari. Svo skiptu þau um hlutverk þegar kvennakórinn söng. Sá síðarnefndi hóf tónleikana með laginu Singing All Together eftir Thord Gummesson. Strax á upp- hafstónunum var ljóst að hér var ekki mjög góður kór að syngja. Sópranraddirnar voru óþægilega hvassar, innkomur klaufalegar og heildarhljómurinn almennt loðinn og ófókuseraður. Verst var Ave María eftir César Franck, en ég efast um að nokkur kvennanna hafi vitað í hvaða tónteg- und hún átti að syngja. Karlakórinn var ekki miklu betri. Heppni réð því hvort hann náði efstu tónum, og yfirleitt virtist óheppnin elta þá. Sumt var beinlínis falskt og Upphefjum hróp eftir Patsy Ford Simms var með öllu óskiljanlegt. Réttara nafn á þeim söng væri Upp- hefjum neyðaróp. Hið fjörlega lag Góða tungl eftir Julian hljómaði ekki vel, en þar sungu kórarnir saman. Flutning- urinn var svo gruggugur í ríkulegri endurómun kirkjunnar að hann var eins og hver annar veislusöngur. Tvísöngur Sigríðar Sifjar Sævars- dóttur og Ingu Þórunnar Sæmunds- dóttur kom betur út, því þótt raddir þeirra séu ekki mjög skólaðar var söngurinn a.m.k. hreinn. Þau Natalía og Julian spiluðu saman Joy to the World eftir Händ- el; Natalía á orgelið en Julian á pí- anóið. Þrátt fyrir að flutningurinn hafi ekki gengið snurðulaust fyrir sig var hann í heild áheyrilegur og skemmtileg tilbreyting frá kór- söngnum. Og kannski var atriðið kórunum innblástur, því söngurinn lagaðist eftir þetta. Nokkur jólalög í flutningi kvennakórsins, og síðan fleiri slík í meðförum beggja kóranna, voru hin þokkalegustu; þau voru lífleg og söngurinn var hreinni og tærari en áður. Að vísu tók Natalía lagið í þeim síðustu, en það hefði hún betur látið ógert. Rödd hennar var skerandi og óþægileg áheyrnar, og maður hrökk við þegar hún heyrðist fyrst. Óneit- anlega kom sírenuvæl upp í hugann. Natalía virðist samt vera ágætur kórstjóri, og Julian líka. Bendingar þeirra voru skýrar og nákvæmar og auðheyrt að þau höfðu lagt talsverða vinnu í tónleikana. Og þrátt fyrir tæknilegar misfellur var sönggleðin a.m.k. ríkjandi, en það er auðvitað aðalatriðið. Vonandi tekst kórstjór- unum að þjálfa fólkið sitt svo söng- urinn verði viðunandi næst. Óviðunandi söngur TÓNLIST Digraneskirkja Kvennakór Kópavogs og Karlakór Kópa- vogs fluttu lög úr ýmsum áttum. Kór- stjórar og meðleikarar: Julian Hewlett og Natalía Chow Hewlett. Föstudagur 9. desember. Kórtónleikar Jónas Sen SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Jólatónleikar Klassískt jólakonfekt úr ýmsum áttum Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Kynnir ::: Halldór Gylfason Einleikari á klarinett ::: Arngunnur Árnadóttir Einleikari á trommur ::: Ingólfur Gylfason Kór ::: Barnakórar frá Flúðum og Selfossi Kórstjórar ::: Edit Molnar og Glúmur Gylfason Dansarar ::: Nemendur úr Listdansskóla Íslands Danshöfundur ::: Anna Sigríður Guðnadóttir tónsprotinn í háskólabíói LAUGARDAGINN 17. DESEMBER KL. 14.00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 17. DESEMBER KL. 17.00* – ÖRFÁ SÆTI LAUS F í t o n / S Í A F I 0 1 5 0 2 8 *Tónleikar utan áskrifta ER BAKHJARL TÓNSPROTANS Stóra svið SALKA VALKA Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20 WOYZECK Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21 Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 21 KALLI Á ÞAKINU Má 26/12 kl. 14 Su 8/1 kl. 14 Su 15/1 kl. 14 CARMEN Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Nýja svið/Litla svið ÞRJÁR SYSTUR e. TSJEKHOV Nemendaleikhúsið, aðeins í desember Fö 16/12 kl. 20 Lau 17/12 kl. 20 Su 18/12 kl. 20 Þr 27/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20 MANNTAFL Mi 28/12 kl. 20 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 29/12 kl. 20 AUKAS. UPPSELT Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING Síðustu sýningar! SÖNGLIST Létt og skemmtilegt jólaleikrit með söngvum og dönsum. e. Erlu Rut Harðar- dóttur í leikstjórn Gunnars Helgasonar. Miðaverð 700- kr. Lau 17/12 kl. 14 og kl. 16 Su 18/12 kl. 14 og kl. 16 GJAFAKORT GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA ENDALAUST Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Fullkomið brúðkaup Fös. 16.des. kl. 20 UPPSELT Lau. 17.des. kl. 19 Örfá sæti Lau. 17.des. kl. 22 AUKASÝNING Mið. 28.des. kl. 20 UPPSELT Fim. 29.des. kl. 20 Örfá sæti Fös. 30.des. kl. 20 Örfá sæti Lau. 7.jan. kl. 19 AUKASÝNING - Í sölu núna Gjafakort í leikhúsið - góð jólagjöf! Miðasalan opin virka daga frá 13-17 og allan sólarhringinn á netinu. Snjór í fjallinu! bókasalur: Upplestur Í dag KL 12:15 Ævar Örn Jósepsson Blóðberg Blóðrauð rauðrófusúpa á veitingastofu Á MORGUN Þráinn Bertelsson Valkyrjur MEÐ FYRIRVARA UM FORFÖLL Jólaævintýri Hugleiks - gamanleikur með söngvum fyrir alla fjölskylduna. Lau. 17.12. Sun. 18.12. Fim. 29.12. Fös. 30.12. Síðustu sýningar! Sýnt í Tjarnarbíói, sýningar hefjast kl. 20.00. Miðapantanir í síma 551 2525 og á www.hugleikur.is . Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju í Langholtskirkju fös. 16. des. kl. 23.00 lau. 17. des. kl. 20.00 lau. 17. des. kl. 23.00 sun. 18. des. kl. 20.00 Kór Langholtskirkju Gradualekór Langholtskirkju Stjórnandi: Jón Stefánsson Einsöngvarar: Eivör Pálsdóttir Garðar Thór Cortes Ólöf Kolbrún Harðardóttir Úrvals hljóðfæraleikarar Ilmandi súkkulaði og piparkökur í hléi Ógleymanleg jólastemning Miðasala á midi.is og við innganginn laus sæti laus sæti laus sæti örfá sæti laus laus sæti uppselt 15.12 16.12 17.12 27.12 28.12 29.12 fim. fös. lau. þri. mið. fim. Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar. GJAFAKORT - TILVALIN JÓLAGJÖF MIÐASALA: www.midi.is og í Iðnó s. 562 9700

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.