Fréttablaðið - 01.02.2003, Qupperneq 2
2 1. febrúar 2003 LAUGARDAGUR
LÖGREGLUFRÉTTIR
LÖGREGLUFRÉTTIR
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lét af störfum borgar-
stjóra í gær. Einn af samstarfsmönnum hennar þar
til margra ára er Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar-
fulltrúi sjálfstæðismanna.
“Væntanlega ekki þar sem hún er að reyna
að elta mig á Alþingi.“
SPURNING DAGSINS
Guðlaugur, áttu eftir að
sakna Ingibjargar Sólrúnar?
SYDNEY, AP Farþegalest fór út af
sporinu í gljúfri skammt frá borg-
inni Sydney í Ástralíu með þeim af-
leiðingum að níu manns létust og 23
slösuðust alvarlega. Atvikið átti sér
stað á háannatímanum í gærmorg-
un og voru um 70 farþegar um borð
í lestinni. Margir sátu fastir í flak-
inu fram eftir degi en björgunar-
menn urðu að fara fótgandi um eins
og hálfs kílómetra leið yfir ógreið-
fært landsvæði til þess að komast á
slysstað. Læknar voru fluttir á stað-
inn í þyrlum og hertrukkum.
Aðkomunni á slysstað var líkt
við vígvöll enda höfðu vagnar lest-
arinnar oltið um koll og fjöldi far-
þega kastast út í byltunni. Fremsti
vagninn hafði auk þess lent á staur
við hlið teinanna og kramist saman.
Lögreglan hefur ekki viljað tjá
sig um tildrög slyssins en ljóst er að
lestarstjórinn var meðal hinna
látnu. Björgunarmenn telja að lest-
in hafi verið á um 80 km hraða þeg-
ar slysið varð og segja þeir að stór
hluti farþeganna hafi verið háskóla-
nemar á leið til skóla.
Lestarslys í Ástralíu:
Slysstaðnum líkt við vígvöll
Fíkniefni:
Þjóðverji
í haldi
LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur hefur
staðfest gæsluvarðhald yfir þýsk-
um ríkisborgara sem grunaður er
um aðild að fíkniefnamisferli hér-
lendis. Þjóðverjinn hefur verið bú-
settur í heimalandi sínu en sætt
rannsókn á Íslandi vegna ætlaðra
fíkniefnabrota. Hann fór úr landi
áður en honum var birt ákæra.
Maðurinn fékkst ekki framseld-
ur frá Þýskalandi þar sem þarlend
lög bann framsal þýskra ríkisborg-
ara. Hann var hins vegar handtek-
inn í Hollandi í fyrra og framseldur
til Íslands fyrir tæpum mánuði.
Gæsluvarðhald mannsins rennur
út 7. mars. ■
DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur karl-
maður úr Vestmannaeyjum á að
sitja 15 mánuði í fangelsi fyrir að
skjóta úr haglabyssu yfir höfuð
eiginkonu sinnar og gestkomandi
karlmanns sem sat með konunni í
sófa á heimili þeirra hjóna. Hann
er einnig dæmdur
fyrir að höfuð-
kúpubrjóta mann-
inn með byssu-
skeftinu.
Hjónin og
tveir karlar sem
þau hittu á
s k e m m t i s t a ð
síðla nætur í lok
október í fyrra
fóru í samkvæmi
heim til hjón-
anna. Annar gesturinn segir fé-
laga sinn hafa kysst og káfað á
húsfreyjunni þar sem þau sátu í
stofusófanum.
Eiginmaðurinn sótti við þetta
aðra af tveimur haglabyssum
sínum og skaut þremur skotum
ofan við fólkið í sófanum. Skotin
fóru í gegnum tíu sentímetra
þykkan vegginn. Mátti sjá för á
veggjum og lofti svefnherbergis
handan stofunnar. Eiginmaður-
inn sagðist hafa viljað koma
gestinum úr húsi. Sá hafi ekki
látið sér segjast við fyrsta skot-
ið. Því hafi hann ákveðið að slá
gestinn í höfuðið með byssu-
skaftinu:
„Kvaðst ákærði hins vegar
hafa þurft að tæma byssuna
með því að skjóta úr henni svo
ekki hlypi úr henni skot er byss-
an yrði notuð sem höggvopn í
væntanlegri árás. Verður sú við-
bára ákærða síður en svo talin
honum til hagsbóta þegar metin
er sök hans með tilliti til refsi-
ákvörðunar,“ segir Héraðsdóm-
ur Suðurlands.
Eiginmaðurinn sagðist hafa
slegið gestinn nokkrum sinnum
með byssunni. Við það hafi byssu-
skeftið brotnað og gesturinn
vankast. Þá hafi hann gripið í
buxnastreng og hálskraga gestsins
og borið hann úr húsi „eins og
dyraverðir gera“ enda hafi hann
sjálfur starfað sem dyravörður.
„Ákærði nefndi að ástæða þess,
að hann hefði skotið svo nálægt
höfðum þeirra G (eiginkonunnar)
og H sem raun bar vitni, væri sú að
hann hafi ekki viljað skemma mál-
verk eftir sig sem héngu á vegg
fyrir aftan sófann er þau sátu í,“
segir héraðsdómur, sem telur
manninn hafa á ófyrirleitinn hátt
hafa stofnað lífi fólksins í sófanum
í stórhættu.
Skotmaðurinn, sem greiddi fyr-
ir nokkrum árum 12 þúsund króna
sekt fyrir að skjóta smáfugl úti í
garði, á að greiða gestinum höfuð-
kúpubrotna rúmar 500 þúsund
krónur í bætur.
Hjónin skildu að skiptum eftir
árásina en eiginkonan sagði þó fyr-
ir rétti að þau hefðu „í hyggju að
freista þess að taka saman á ný.“
gar@frettabladid.is
AFKOMA Hagnaður Bakkavarar
nam 2,1 milljarði fyrir skatta á síð-
asta ári. Hagnaður eftir skatta var
rúmur einn og hálfur milljarður.
Þetta er um 300% hærri hagnaður
en í fyrra og sá langmesti í sögu fé-
lagsins. Velta félagsins hefur þre-
faldast, fer úr sex milljörðum í
átján milljarða. Hagnaðurinn er í
góðu samræmi við spár fjármála-
fyrirtækja.
Þrátt fyrir mikla veltuaukningu
er eignastaðan svipuð og fyrir árið
í fyrra. Það skýrist af því að
Bakkavör keypti undir lok ársins
fyrirtækið Katsouris í Bretlandi.
Velta þess félags fór ekki að skila
sér af fullum þunga inn í rekstur-
inn fyrr en á síðasta ári.
Almennt gekk rekstur dótturfé-
laga vel nema í Póllandi. Starfsem-
in þar hefur ekki staðið undir
væntingum. Ekki er að mati
stjórnenda fyrirsjáanlegt að hún
muni uppfylla arðsemiskröfur í
náinni framtíð. Því hefur verið
ákveðið að leggja hana niður. ■
ERFITT BJÖRGUNARSTARF
Björgunarmenn unnu hörðum höndum að
því að losa fólk úr flaki lestarinnar og
koma slösuðum undir læknishendur.
Maðurinn á
að greiða
gestinum höf-
uðkúpubrotna
á sjötta hund-
rað þúsund
króna í bætur
auk máls-
kostnaðar.
Skaut að eiginkonu
og ástleitnum gesti
Maður sem skaut úr haglabyssu rétt ofan við höfuð eiginkonu sinnar og
gestkomandi manns segist hafa verið að tæma byssuna í varúðarskyni
áður en hann höfuðkúpubraut manninn með byssuskeftinu.
HELSTU TÖLUR Í AFKOMU
BAKKAVARAR Í MILLJÓNUM
KRÓNA
2001 2002
Tekjur: 6.114 18.287
Rekstrarhagnaður: 937 3.120
Hagnaður fyrir skatta: 533 2.112
Hagnaður: 382 1.556
RÍKISFANGELSIÐ LITLA-HRAUNI
„Ákærði nefndi að ástæða þess, að hann hefði skotið svo nálægt höfðum þeirra G (eigin-
konunnar) og H sem raun bar vitni, væri sú að hann hafi ekki viljað skemma málverk eftir
sig sem héngu á vegg fyrir aftan sófann er þau sátu í,“ segir Héraðsdómur Suðurlands um
eiginmanninn sem skaut fáum sentímetrum ofan við höfuð eiginkonu sinnar þar sem
hún sat ásamt gestkomandi manni í stofusófanum á heimili þeirra hjóna. Skotmannsins
bíður fimmtán mánaða fangelsisvist.
Góð afkoma Bakkavarar:
Met í sögu
fyrirtækisins
MÓTMÆLENDUR OG HERMENN
Um 2000 mótmælendur skutu flýjandi
Frökkum skelk í bringu.
Flokkar hermanna:
Lá við
átökum
ABIDJAN, AP Útlit var fyrir að til
skotbardaga kæmi á milli
franskra hermanna og
stjórnarhermanna á Fílabeins-
ströndinni á flugvellinum fyrir
utan Abidjan, höfuðborg landsins.
Hermennirnir voru á flugvell-
inum til að halda aftur af mótmæl-
endum sem gerðu aðsúg að
frönskum ríkisborgurum sem
voru að flýja landið vegna óeirða
sem þar hafa geisað undanfarna
daga. Frönsku hermennirnir
brugðu á það ráð að beina vopnum
sínum að mótmælendum. Við það
sneru stjórnarhermenn, sem
höfðu haldið aftur af mótmælend-
um, sér við og beindu vopnum sín-
um að frönsku hermönnunum.
Þannig liðu spennuþrungnar mín-
útur áður en hermennirnir létu
vopn sín falla. ■
Eimskipafélagið hagræðir:
Segir upp
sautján
manns
ATVINNA Eimskipafélag Íslands
hefur ráðist í skipulagsbreyting-
ar, einkum á markaðs- og rekstr-
arsviði sínu. Þessar breytingar
hafa það í för með sér að sautján
almennum skrifstofumönnum
hefur verið sagt upp. Hefur þeim
verið tilkynnt um uppsagnirnar.
Markmið breytinganna er að auka
hagræði í rekstri og gera fyrir-
tækið samkeppnisfærara og arð-
samara. Eimskip hefur fengið
ráðningarfyrirtækið Mannafl til
að aðstoða viðkomandi starfs-
menn vegna uppsagnanna. ■
DÆMDUR MAÐUR
Richard Reid taldi sig vera hermann í
heilögu stríði en dómarinn var á öðru
máli.
Skósprengjumaðurinn:
Hlaut
hámarks-
refsingu
BOSTON, AP Bretinn Richard Reid
hefur verið dæmdur í lífstíðar-
fangelsi fyrir að reyna að granda
farþegaþotu með sprengju sem
hann faldi í skósóla sínum. Reid
hlaut hámarksrefsingu enda hafði
hann ítrekað lýst yfir stuðningi
sínum við hryðjuverkasamtökin
al Kaída og fordæmt utanríkis-
stefnu Bandaríkjanna gagnvart
múslímaríkjum.
Sakborningurinn notaði tæki-
færið og öskraði svívirðingar í
garð Bandaríkjastjórnar þegar
dómurinn var kveðinn upp en
dómarinn kvað hann í kútinn. ■
25 ÁREKSTRAR Mikil árekstra-
hrina varð í Reykjavík í gærdag
þegar snöggfrysti. Frá klukkan
sjö um morgunin og til klukkan
fimm síðdegis höfðu tuttugu og
fimm árekstrar orðið. Að sögn
lögreglu var allur lögregluflotinn
vítt og breitt um bæinn í skýrslu-
gerð.
KEYRÐI Á GRINDVERK VIÐ LEIK-
SKÓLA Ökumaður missti stjórn á
bíl sínum um fjögurleytið í fyrra-
dag með þeim afleiðingum að
hann hafnaði á grindverki við úti-
vistarsvæði leikskólans Sól-
brekku á Seltjarnarnesi. Til allr-
ar hamingju voru engin börn að
leik þegar óhappið var. Að sögn
lögreglu voru börnin komin inn
og biðu þess að foreldrar sóttu
þau.
KVIKNAÐI Í VINNUSKÚR Eldur
kviknaði í vinnuskúr í Leirdal í
Kópavogi á fimmta tímanum í
gærdag. Þegar Fréttablaðið
hafði samband var ekki búið að
ganga úr skugga um hvort mikil
verðmæti hefðu verið í skúrn-
um. Slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins slökkti eldinn. Að
sögn lögreglu er skúrinn mikið
skemmdur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T