Fréttablaðið - 01.02.2003, Page 12

Fréttablaðið - 01.02.2003, Page 12
12 1. febrúar 2003 LAUGARDAGUR Valur Valsson, forstjóri Ís-landsbanka, stendur upp úr stól sínum á tímamótum í íslensku fjármálalífi. Valur hefur á tuttugu ára ferli sem bankastjórnandi verið rödd einkarekinna banka í íslensku fjármálakerfinu. Þegar hann tók við stjórnartaumum í Iðnaðarbankanum fyrir tveimur áratugum voru viðskiptabankarn- ir sjö, þar af þrír ríkisbankar. „Það var óhemju dýrt banka- kerfi,“ segir Valur. Nú er afskipt- um íslenska ríkisins af viðskipta- bönkunum að ljúka. Valur viður- kennir að samkeppnisstaðan gagnvart ríkisbönkunum hafi oft verið snúin. „Ég neita því ekki að það var stundum þreytandi að keppa við þá. Það var oft mjög ójöfn vígstaða. Lengi vel höfðu að- eins tveir ríkisbankar heimild til að versla með gjaldeyri. Það þýddi að viðskiptavinir okkar sem þurftu á slíkum viðskiptum að halda urðu jafnframt að skipta við þessa banka. Það eru ekki nema fimmtán ár síðan þetta breyttist. Á sama tíma var öllum ríkisfyrir- tækjum og stofnunum bannað að skipta við einkabanka. Þegar horft er til þess að ríkið var mjög umsvifamikið í atvinnurekstri á þessum tíma þótti okkur það mjög ósanngjarnt að mega ekki keppa um þessi viðskipt. Það er tímanna tákn að ég sem hef verið að keppa við ríkisbankana í þrjátíu ár stend upp á sama tíma og þeir fara úr ríkiseigu. Ég er nú samt ekki að segja að það sé mér að þakka.“ Faðir Vals, Valur Gíslason, var einn ástsælasti leikari þjóðarinn- ar. Hann var í hópi fyrstu atvinnu- leikara þjóðarinnar við stofnun Þjóðleikhússins. „Ég var sex ára þegar hann gerðist atvinnuleikari. Fram að því hafði hann, eins og aðrir leikarar þess tíma, annað lifibrauð.“ Valur Gíslason var meðal annars bankamaður í gamla Íslandsbanka. „Ég var ein- hvern tímann spurður að því hvort mér hefði ekki komið til hugar að feta í fótspor föður míns. Ég svaraði að það hefði ég einmitt gert.“ Valur segir það þó senni- lega tilviljun að bankastarfsemi varð fyrir valinu. Frá skömmtun til samkeppni Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar talað eru um banka eru peningar. Næst kemur vaxta- útreikningur og áætlanagerð. „Bankastarfsemi snýst síst um peninga. Hún snýst um fólk. Bankastarfsemi er þjónusta við viðskiptavininn; atvinnulífið, ein- staklinga og fyrirtæki. Hún bygg- ir á langtímasamskiptum við fólk.“ Staða einstaklings, atvinnu- greinar eða fyrirtækis getur verið mismunandi eftir tímabilum. Því hlýtur að reyna á samskiptin. „Það er rétt og þá reynir oft mikið á þessi samskipti. Það hefur sem betur fer oftar en ekki tekist að leysa slík mál farsællega. Ég minnist margra viðskiptavina sem hafa verið afar lengi í við- skiptum við okkur.“ Breytingar á banka og fjár- málakerfi hafa verið gríðarlega örar. Ekki síst síðustu tíu árin. „Það eru liðin þrjátíu ár síðan ég hóf störf í Iðnaðarbankanum. Ég get skipt þessu tímabili niður í þrjú jafn löng skeið. Fyrstu tíu árin var tímabil stöðnunar í bankakerfinu. Þá var tími hafta og skömmtunar. Sparifé manna brann upp, lánsfé var ókeypis og eftirspurnin eftir því var óendan- leg. Annað tímabilið frá um 1980 til 1990 einkenndist af því að í upphafi tímans var verðtrygg- ingin sett á. Þá hætti lánsfé að vera ókeypis. Það hafði náttúr- lega gríðarleg áhrif á einstak- linga og atvinnurekstur sem sumhver hafði blómstrað vegna þess að lánsfé var svo ódýrt. Það var raunverulega niðurgreitt. Um miðjan áratuginn var farið að losa um höft sem varð til þess að eftir 1990 hófst tímabil hagræð- ingar.“ Íslandsbanki er stofnaður 1989 og tekur til starfa í byrjun ár 1990. „Íslandsbanki verður til þegar ríkisvaldið sleppir tökum sínum á bankaviðskiptum í þeim skilningi að það hætti að ákveða vexti og segja þeim fyrir verk- um. Bankarnir þurftu því sjálfir að ráða ráðum sínum og standa á eigin fótum. Það var hvatinn að því að bankarnir fóru að leita leiða til hagræðingar. Við vorum að því leyti til óheppin með tíma- setninguna að þá var að ganga yfir býsna erfið efnahagslægð sem stóð yfir næstu þrjú árin. Þetta gerði okkur erfitt fyrir, en við stóðum þetta af okkur og þurftum enga aðstoð. Það var nánast einsdæmi. Á öllum Norð- urlöndunum gekk yfir sams kon- ar kreppa. Þar þurfti hver bank- inn af öðrum að fá aðstoð. Við stóðum þetta af okkur á eigin for- sendum.“ Rödd einkabankans Enda þótt ríkið léti af vaxta- ákvörðunum var ekki þar með sagt að stjórnvöld hefðu ekki skoðanir á því hversu háir vextir ættu að vera. Valur var til and- svara fyrir bankakerfið. „Það hafa komið tímabil þar sem vextir hafa orðið að pólitísku deilumáli. Menn hafa haft ýmsar skoðanir á því hvort þeir ættu að vera hærri eða lægri. Ég held hins vegar að engum detti í hug að hverfa aftur til þess tíma þegar vextir og verð- lag í landinu var ákveðið af ríkis- valdinu.“ Valur hefur verið ófeim- inn við að skýra sjónarmið bank- ans þegar hann hefur orðið fyrir gagnrýni. „Mér hefur fundist mikilvægt að koma sjónarmiðum bankans á framfæri. Ég hef þurft að segja óvinsæla hluti, en ég hafði þá alltaf í huga að það væri betra að segja vondu fréttirnar strax heldur en að reyna að fela þær. Það skilaði sér til lengri tíma í meiri virðingu fyrir bankanum og því sem hann var að gera. Jafn- vel þótt ákvarðanir væru óvinsæl- ar þá stundina.“ Þegar efnahaglægðinni lauk tók við kraftmikil uppsveifla. Frjálsræði hafði aukist og ný Valur Valsson er maður tveggja tíma í íslensku viðskiptalífi. Eða þriggja eins og segir sjálfur. Tími hans í heimi viðskiptabankanna spannar tímann frá höftum og skömmtun til frjálsræðis í viðskiptum. Hann er ekki gamall, en stendur nú upp frá drjúgu dagsverki. Störf í banka snúast síst um peninga DREIFING VALDS OG ÁBYRGÐAR Einn lykilþáttur þess að skapa góðan starfsanda er að dreifa ábyrgð og valdi. Valur er sannfærður um að ánægja starfs- fólks smitist til viðskiptavinanna. REYNSLAN VERÐUR EFTIR Valur Valsson, forstjóri Íslandsbanka, er einn reynslumesti fjármálamaður landsins. Hann segir reynsluna sitja eftir í því sem hann skil- ur eftir sig í bankanum. Hann kvíðir engu og segir bankann í góðum höndum. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.