Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.02.2003, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 01.02.2003, Qupperneq 13
13LAUGARDAGUR 1. febrúar 2003 kynslóð kom inn í fjármálalífið. Bjartsýni og uppsveifla ein- kenndu efnahagsumræðu um all- an heim. Bjartsýnin reyndist ekki öll á rökum reist og margir þurftu að glíma við afleiðingar hennar. Þegar veislan stóð sem hæst þurftu reyndir fjármála- menn stundum að heyra að þeir væru gamaldags, þegar þeir létu varnaðarorðin falla. „Þetta var mjög skemmtilegur tími,“ segir Valur. „Ég viðurkenni það að ég þurfti oft að minna fólk á að það væru líka til erfiðir dagar. Þetta voru mjög óvenjuleg ár. Tímabil mikillar hagsældar. Í kjölfarið hefur mér fundist mjög ánægju- legt að tekist hafi að koma bönd- um á verðbólguna. Það er ekki auðvelt þegar er að vaxa úr grasi kynslóð sem þekkir ekki verð- bólguna og hvaða áhrif hún hafði. Þá þurfa þeir sem muna að minna hina stöðugt á. Það hefur verið ánægjulegt að miðla til fólks reynslu og benda á hvað þurfi að varast.“ Valur segir ánægjulegt að í kjölfarið hafi niðursveiflan hér orðið minni en víða annar staðar. „Það er einhver stöðug- leiki í þessu samfélagi sem er okkar styrkur. Hér er fólk al- mennt betur upplýst og viðbrögð ekki jafn öfgakennd og víða ann- ars staðar. Viðbrögð sem eiga að hluta til rót í vanþekkingu bæði í uppsveiflu og niðursveiflu.“ Treystir sínu fólki Stjórnendur móta andrúmsloft vinnustaðarins. Íslandsbanki hef- ur rekið meðvitaða starfsmanna- stefnu. „Ég hef alltaf verið þeirr- ar skoðunar að stjórnendur nái bestum árangri ef þeir deili valdi og ábyrgð með öðrum. Ég hef því verið talsmaður valddreifðs skipulags. Mér finnst farsælast að þeir taki ákvarðanirnar sem gerst þekkja til málanna. Þegar ég byrjaði í bankakerfinu höfðu útibússtjórar ekki sjálfstæðar heimildir til útlána. Nú þykir það sjálfsagt að afgreiða flest mál einstaklinga og smærri fyrir- tækja yfir afgreiðsluborðið.“ Val- ur segir að um leið og starfsfólk- inu sé treyst sé viðskiptavinun- um betur þjónað. „Þetta hefur líka að mínu viti þau áhrif að starfsfólkinu líður betur. Það finnur að það nýtur trausts. Þetta er grunnurinn að því að vera með starfsmannastefnu. Síðan höfum við bætt við þetta. Sérstaklega fræðslu. Við erum með gríðar- lega umsvifamikla fræðslu fyrir starfsfólkið okkar í því skyni að gera það eins hæft og kostur er til að taka þær ákvarðanir sem þeim er treyst fyrir. Við höfum einnig reynt að haga hlutum þannig að starfsfólkið fái hlut- deild í góðum árangri.“ Hann segir að síðast en ekki síst hafi verið lögð áhersla á það að vinna að jafnvægi milli starfs og einka- lífs í fyrirtækinu. „Við leggjum áherslu á það að helgarnar séu fyrir fjölskyldu og áhugamál og höfum sett það í áætlanir okkar að sem minnst sé unnið um helg- ar. Þetta er dæmi um hvernig við höfum verið að búa til áhugavert og skemmtilegt starfsumhverfi.“ Valur er ekki í nokkrum vafa um sambandið milli starfsánægju og árangurs bankans. „Við höfum þá trú að því ánægðari sem starfs- mennirnir eru, því ánægðari eru viðskiptavinirnir, því þeir skynja ánægjuna og fá betri þjónustu.“ Íslandsbanki er hlutafélag. Stjórnendur bankans eiga í mikl- um samskiptum við viðskiptavini og fulltrúa eigenda bankans. Eft- ir sameiningu Íslandsbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins var mikil togstreita í hlut- hafahópnum. „Það er mín reynsla að eftir svona sameiningu verður ákveðinn óróleiki í hluthafahópn- um. Þetta gilti einnig þegar Ís- landsbanki varð til. Það tekur nokkurn tíma að það myndist festa og stöðugleiki í hluthafa- hópnum. Óróleikinn kom mér því ekki á óvart. Hann er óþægilegur og tekur tíma. Það er enginn vafi á því að slíkur óróleiki og fjöl- miðlaumræða í sambandi við hann hefur neikvæð áhrif á við- skipti bankans. Þetta tók hins vegar ekki langan tíma og hafði engin varanleg áhrif á viðskipti bankans. Þetta er eitt af því sem þarf að taka á og finna farsæla lausn.“ Barátta höfuðsins og hjartans Auknu frjálsræði og krafti í viðskiptalífinu fylgir harðari bar- átta og samkeppni. „Við verðum vör við umrót og gerjun sem á sér stað í atvinnulífinu. Það er hluti af því breytta þjóðfélagi sem við búum í. Það er miklu erfiðara að stunda viðskipti nú en áður. Á haftatímanum snerist þetta um að koma sér upp samböndum og fá leyfi. Nú snýst þetta um að gera eitthvað betur en keppinautarnir og það er ekkert auðvelt að vera sífellt að gera betur en keppinaut- arnir. Þetta er mjög harður heim- ur. Gerjunin sem á sér stað sýnir lífið í atvinnulífinu. Við eigum mjög mikið af hæfu fólki sem er alltaf að leita leiða til að gera enn betur.“ Valur tekur hræringum starfs- ins með ró. Hann er alinn upp á leikaraheimili og það má velta því fyrir sér hvort sá bakgrunnur hjálpi honum við að taka yfirveg- að á óróleika og sveiflum. „Ég veit ekki hvort þetta er úr leikhúsinu eða bara frá heimilinu. Faðir minn var mjög hógvær í öllu sínu starfi og það hefur kannski eitthvað skilað sér til mín. Ég hef að minnsta kosti getað tekist á við stærri og erfiðari hluti án þess að það hefði mikil áhrif á persónuna. Í leikhúsinu skynjar maður mikl- ar tilfinningar og það hefur kannski haft áhrif á mig. Í banka- heiminum þurfa menn stundum að vega saman annars vegar mannleg sjónarmið og hins vegar hagsmuni bankans. Það er ekkert auðvelt. Þá þarf maður að taka ákvarðanir bæði með höfðinu og hjartanu. Þegar þessar aðstæður koma upp gerir viðskiptavinurinn oftast þá kröfu að maður taki ákvarðanir bara með hjartanu. Hluthafarnir gera hins vegar þá kröfu að maður taki þær fyrst og fremst með höfðinu. Þetta er ekki auðvelt og okkur hefur ekki alltaf tekist þetta. Stundum tekst vel að samræma þetta, en stundum eru mál komin í slík óefni að það er ekki hægt.“ Reynslan situr eftir Valur er á besta aldri þegar hann hættir í erilsömu starfi. Hann telur sig vel undir það bú- inn. „Mér hefur sem betur fer tekist að rækta með mér fjölda áhugamála, þrátt fyrir erilsamt starf.“ Hann nefnir hesta- mennsku, veiðiskap og útivist ásamt listum, menningu og ferða- lögum. „Fram undan kvíði ég engu.“ Fyrir utan leikhúsið var mikill áhugi á myndlist á bernskuheimilinu. Fyrir ofan Val hangir kyrralífsmynd eftir Gunnlaug Scheving. Hún er ekta, segir Valur mér og verður sposk- ur á svip. Hann er maður mikill- ar reynslu. Reynslu sem bankinn vildi eflaust nýta sér lengur. „Ég verð að taka undir með Predikar- anum um að allt hefur sinn tíma. Ég hygg að allir verði að sætta sig við það að enginn er ómiss- andi. Þetta er ákjósanlegur tími fyrir mig að kveðja. Ég hef lokið ákveðnu dagsverki og er sáttur við það. Nú taka aðrir við og ég kvíði engu um það að þeim takist ekki vel upp. Reynsla mín situr eftir í því sem ég skil eftir mig hérna.“ En tæki hann upp símann ef menn hringdu til að leita í sjóð reynslunnar? „Að sjálfsögðu myndi ég gera það.“ haflidi@frettabladid.is VÆRINGAR MEÐAL HLUTHAFA „Óróleikinn kom mér ekki á óvart. Hann er óþægilegur og tekur tíma. Það er enginn vafi á því að slíkur óróleiki og fjölmiðlaum- ræða í sambandi við hann hefur neikvæð áhrif á viðskipti bankans. Þetta tók hins vegar ekki langan tíma og hafði engin var- anleg áhrif á viðskipti bankans.“ Þá þarf maður að taka ákvarðanir bæði með höfðinu og hjartanu. Þegar þessar aðstæður koma upp gerir viðskiptavinurinn oftast þá kröfu að maður taki ákvarðanir bara með hjart- anu. Hluthafarnir gera hins vegar þá kröfu að maður taki þær fyrst og fremst með höfðinu. ,,

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.