Fréttablaðið - 01.02.2003, Qupperneq 19
19LAUGARDAGUR 1. febrúar 2003
999kr
Kauptu 4 flöskur af 2ja lítra
Coca Cola
og fáðu leður handbolta*
með á aðeinsi
*Krakka handbolti.
Hentar 6 - 12 ára krökkum
M/s Baldur:
Smíðaár: 1991, maí
Skipasmíðastöð: Vélsmiðja Seyðisfjarðar
Stærð: 64 brúttótonn
Lengd: 20,06 metrar
Breidd: 5,20 metrar
Djúprista: 1,65 metrar
Ganghraði: 12 sjómílur
V/s Týr:
Smíðaár: 1975, mars
Skipasmíðastöð: Aarhus Flydebok a/s
Stærð: 1.214 brúttótonn
Lengd: 71,15 metrar
Breidd: 10,00 metrar
Djúprista: 5,80 metrar
Ganghraði: 19 sjómílur +
Togkraftur: 56 tonn
Fallbyssa: 40 mm Bofors L60 MK 3
V/s Ægir:
Smíðaár: 1968, júní
Skipasmíðastöð: Aalborg Værft a/s
Stærð: 1.128 brúttótonn
Lengd: 69,84 metrar
Breidd: 10,00 metrar
Djúprista: 5,80 metrar
Ganghraði: 19 sjómílur +
Togkraftur: 56 tonn
Fallbyssa: 40 mm Bofors L60 MK 3V/s Óðinn:
Smíðaár: 1960, janúar
Skipasmíðastöð: Aalborg Værft a/s
Stærð: 910 brúttótonn
Lengd: 63,68 metrar
Breidd: 10,00 metrar
Djúprista: 5,40 metrar
Ganghraði: 18 sjómílur +
Togkraftur: 48 tonn áætlað
Fallbyssa: 40 mm Bofors L60 MK 3
Skipakostur
Landhelgisgæslunnar
Algjörlega
óviðunandi staða
LANDHELGISGÆSLAN Staða Landhelgis-
gæslunnar er algjörlega óvið-
unandi að mati Guðjóns A. Krist-
jánssonar, þingmanns Frjálslynda
flokksins, sem vakti athygli á mál-
efnum Gæslunnar í utandag-
skrárumræðum á Alþingi í vik-
unni.
„Mér finnst að það þurfi að
vera þrjú varðskip á sjó yfir vetr-
armánuðina,“ segir Guðjón og vís-
ar til þess að nú er löggæsla á hafi
í sögulegu lágmarki og aðeins tvö
varðskip að gæta landhelginnar.
„Látum það nú vera að það gerist
yfir sumartímann að það séu fá
skip á sjó, eða kannski bara eitt,
en að standa þannig að málum yfir
svartasta skammdegið nær ekki
nokkurri átt.“
Guðjón segir að það þyrfti að
vera eitt varðskip við Vestfirði,
eitt á Norðausturlandi og eitt fyr-
ir sunnan.
„Með þessu væri hægt að
tryggja nokkurn veginn að það
væri ekki miklu meira en átta til
tíu tíma sigling að einhverjum
slysstað. Þetta kerfi sem nú er í
gildi veitir ekki nálægt því nægj-
anlegt öryggi. Þegar síldarflutn-
ingaskipið Ice Bear var að sökkva
fyrir sunnan land voru 27 klukku-
stundir í næsta varðskip, sem þá
var statt út af Vestfjörðum.“
Guðjón segist ekki skilja hvers
vegna dómsmálaráðherra sé að
þæfa málið í hægfara afgreiðslu,
sérstaklega ekki með tilliti til nið-
urstöðu stjórnsýsluendurskoðun-
ar Ríkisendurskoðunar, þar sem
bent sé á að Landhelgisgæsluna
vanti 50 til 80 milljónir króna á ári
til að geta haldið rekstrinum
gangandi.
„Ég tel að dómsmálaráðherra
beri ábyrgð á því að málið er kom-
ið í þennan farveg. Hún er búin að
hafa þessar upplýsingar í tvö ár.
Þetta er ekki eðlileg stjórnsýsla
að mínu viti. Að ætla sér að leysa
málið með að setja á fót þriðja
starfshópinn, sem væntanlega
skilar af sér á vordögum þegar
hún verður vonandi farin úr ráðu-
neytinu, er ekki forsvaranlegt.
Það þarf engan starfshóp til að
leysa þetta mál. Það er hægt að
gera við Óðin fyrir 10 til 12 millj-
ónir og koma honum í stand til
næstu tveggja til þriggja ára og
þá verður vonandi nýtt varðskip
komið til landsins.“ ■
GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON
„Látum það nú vera að það gerist yfir sumartímann að það séu fá skip á sjó, eða
kannski bara eitt, en að standa þannig að málum yfir svartasta skammdegið nær ekki
nokkurri átt.“
Þegar síldar-
flutningaskipið
Ice Bear var að
sökkva fyrir sunnan land
voru 27 klukkustundir í
næsta varðskip.
,,
LANDHELGISGÆSLAN Það kom Sólveigu
Pétursdóttur dómsmálaráðherra
verulega á óvart þegar forstjóri
Landhelgisgæslunnar tilkynnti
henni að enn vantaði talsvert fjár-
magn til að endar næðu saman í
rekstri stofnunarinnar.
„Það verður að fá það upplýst
hvar vandinn liggur vegna þess að
ég hef ekki nærtækar skýringar á
því,“ segir Sólveig. „Þess vegna hef
ég ákveðið að setja á laggirnar nýj-
an starfshóp til að fara yfir þær
fjárhagsáætlanir sem hafa verið
gerðar um rekstur Landhelgisgæsl-
unnar og gera tillögur til úrbóta.“
Sólveig segir að öryggismál úti á
hafi séu í góðu lagi og vöktun land-
helginnar ekki í neinni hættu.
„Það kann að vera að Landhelg-
isgæslan hafi verið með fleiri skip
í útgerð en nú, en til þess verður að
líta að þau voru ekki jafn öflug. Þá
ræður Landhelgisgæslan yfir
tveimur þyrlum og nýrri tækni
eins og fjareftirliti sem breytir
stöðunni talsvert. Hins vegar get
ég alveg skilið áhyggjur manna
því ég tel að starfsemi Landhelgis-
gæslunnar sé mjög mikilvæg.
Starfsmenn hennar hafa unnið
ómetanleg störf í þágu þjóðarinnar
og þess vegna vil ég leggja mikla
áherslu á það að búa vel að stofn-
uninni.“
Sólveig segir að varðskipið Óð-
inn sé orðið gamalt skip og að sam-
kvæmt fyrstu upplýsingum frá
Landhelgisgæslunni hafi viðgerð-
arkostnaður verið metinn á marga
tugi milljóna. Nú hafi forsvars-
menn Landhelgisgæslunnar hins
vegar upplýst að ef til vill sé hægt
að koma skipinu í nothæft ástand
fyrir miklu lægri upphæð. Ef sú sé
raunin sé hún alveg opin fyrir þeim
möguleika. Hún segist hins vegar
vonast til þess að hægt verði að
bjóða út nýtt varðskip fljótlega. Það
yrði mikil lyftistöng fyrir Land-
helgisgæsluna.
Sólveig segir að starfshópur
sem hún skipaði fyrir um ári síðan
til að fara yfir rekstur Landhelgis-
gæslunnar hafi skoðað skýrslu Rík-
isendurskoðunar og meðal annars
tekið mið af henni í tillögum sínum
sem lagðar hafi verið fram um mitt
síðasta ár. Hópurinn hafi lagt til að
120 milljóna króna uppsafnaður
halli yrði þurrkaður út og það hafi
verið gert. Hún segir að jafnframt
hafi hópurinn lagt til að framlag í
viðhalds- og stofnkostnaðarsjóð
yrði aukið um 20 milljónir á fjárlög-
um 2003 og að á það hafi verið fall-
ist. Á síðustu tveimur árum, eða
síðan skýrsla Ríkisendurskoðunar
var fyrst kynnt, hafi framlag til
Landhelgisgæslunnar verið aukið
verulega. ■
Öryggismál
eru í góðu lagi
SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR
Dómsmálaráðherra segir að nú hafi for-
svarsmenn Landhelgisgæslunnar upplýst
að ef til vill sé hægt að koma Óðni í not-
hæft ástand fyrir miklu lægri upphæð en
upphaflega hafi verið talið. Ef sú sé raunin
sé hún alveg opin fyrir þeim möguleika.
Víðfeðmt
hlutverk
Samkvæmt lögum um Landhelgis-
gæslu Íslands hefur hún mjög viða-
miklu hlutverk að gegna. Meginhlut-
verk hennar eru:
Landhelgisgæslan hefur með hönd-
um almenna löggæslu og eftirlit á haf-
inu umhverfis Ísland, landhelgi Íslands,
samkvæmt íslenskum lögum og
ákvæðum alþjóðalaga, annast eftirlit í
efnahagslögsögu með auðlindum á og
í hafsbotninum og hafinu yfir honum,
rannsóknum og verndun hafsins.
Landhelgisgæslan fer með ábyrgð og
yfirstjórn á leitar- og björgunarþjón-
ustu við sjófarendur á hafsvæðinu um-
hverfis Ísland, í samvinnu við innlenda
og erlenda aðila.
Landhelgisgæslan annast bjarganir og
sjúkraflutninga á landi sé þess óskað
og aðstoðar þá aðila sem fara með
ábyrgð og yfirstjórn á leitar- og björg-
unarþjónustu vegna flugs á landi eða á
sjó.
Landhelgisgæslan veitir afskekktum
stöðum eða byggðarlögum nauðsyn-
lega hjálp eða aðstoð þegar eðlilegar
samgöngur bregðast af ófyrirsjáanleg-
um orsökum s.s. vegna hafíss, snjóa-
laga, ofviðris eða annara náttúruham-
fara, sem og annarra óviðráðanlegra
orsaka.
Landhelgisgæslan annast fiskveiði- og
veiðarfæraeftirlit á hafi úti og fylgist
með aflamagni innlendra og erlendra
skipa.
Landhelgisgæslan annast eftirlit með
lax- og silungsveiðum í sjó.
Landhelgisgæslan tekur þátt í vísinda-
störfum á hafsvæðinu umhverfis Ísland
eftir því sem kann að verða ákveðið
hverju sinni.
Landhelgisgæslan annast tilkynning-
arskyldu erlendra skipa samkvæmt ís-
lenskum lögum og alþjóðasamningum.
Landhelgisgæslan skal tilkynna, fjar-
lægja og gera skaðlaus reköld, tundur-
dufl, sprengjur eða aðra hluti, sem sjó-
farendum eða almenningi getur stafað
hætta af.
Ég get alveg
skilið áhyggjur
manna því ég tel að
starfsemi Landhelgisgæsl-
unnar sé mjög mikilvæg.
,,