Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 1. febrúar 2003
Ósýnileg-
ur og
óheppinn
Gunnar Steinn Pálsson: „Sturla hef-
ur lent í miklum mótbyr. Mér finnst
hann að mörgu leyti hafa staðið sig
vel sem ráðherra þegar grannt er
skoðað og hann er á vissan hátt
fórnarlamb handbragðs fjölmiðla
sem hafa svo aftur áhrif á afstöðu
þjóðarinnar.“
Svanfríður Jónasdóttir: „Sturla hefur
ekkert sést síðan hann ítrekaði að
hann væri sigurvegari í prófkjörinu.
Honum hefur ekki tekist að fylgja
þeim sigri eftir og er ósýnilegur.“
Einfald-
lega
hættur
Gunnar Steinn
Pálsson: „Því er fljótsvarað með Pál
Pétursson. Hann er einfaldlega hætt-
ur og fólk er ekkert að spá í hann.
Þá er hann heldur ekki maður stórra
afreka og það liggur fátt eftir hann
sem hægt er að benda á.“
Svanfríður Jónasdóttir: „Páll hefur í
sjálfu sér stimplað sig út. Hann ætlar
ekki í framboð og það er búið að ýta
honum til hliðar.“
Sniðugur
skemmtikraftur
Gunnar Steinn Pálsson:
„Það er á vissan hátt
merkilegt hvernig Guðni hefur tekið
þetta leiðtogahlutverk í vinsældum
framsóknarráðherra, ekki síst með tilliti
til þess að landbúnaðurinn á ekki alltaf
upp á pallborðið hjá þjóðinni. Hann er
léttur, skemmtilegur og alveg klárlega
vinnusamur. Áhugi hans á landbúnaðin-
um kemur innan frá, fólk finnur það og
nær að vera trúverðugur fulltrúi bænda-
menningarinnar með sérstakt orðfæri
og framkomu. Hann er stabíll, traustur
og skemmtilegur.“
Svanfríður Jón-
asdóttir: „Guðni
er ekki að fá
þessi stig fyrir til-
þrif sem ráð-
herra. Hann
gengst upp í því
að vera sniðugur
og koma fólki til
að hlæja en það
er alltaf þakklátt
hlutverk. Það er
aftur á móti spurning hvort ráðherra eigi
að sjá um svona skemmtun. Þá má líka
velta því upp hvort að Jóhannes Krist-
jánsson, eftirherma, sé ekki að fá megn-
ið af þessu en sumir virðast ekki vera al-
veg klárir á því hvor er hvað.“
Lítill
stuðningur karla
Gunnar Steinn Pálsson:
„Valgerður hefur vaxið
með sínum erfiðu málum. Það er alveg
ljóst að það hefur mikið mætt á henni
og það kemur á óvart að miðað við það
að hún hafi verið að keyra þessi tvö erf-
iðu mál í gegn, bankasöluna og Kára-
hnjúkavirkjun, hvað hún skorar lítið
meðal. Það er skrýtið að karlar styðji
hana ekki betur.“
Svanfríður Jónasdóttir: „Það er merki-
legat að Valgerður er eina konan sem
nær máli. Hún stendur í erfiðum mál-
um en ég held að kynsystur hennar
kunni vel að
meta seigluna
sem hún sýnir.
Ég held að
þessar miklu
vinsældir henn-
ar hjá konum,
þrátt fyrir að
hún sé í hörð-
um málum,
virkjunum og
bönkum, séu
óháðar skoðunum kvenna á málunum
og þær séu að gefa henni kredit fyrir
seigluna sem hún sýnir í þessum karla-
heimi. Þá er það athyglisvert að hún
rekur sig nánast alveg upp formann
Framsóknarflokksins og varaformann
Sjálfstæðisflokksins.“
Ánægja með störf ráðherra
Höfuðborgarsvæðið
1. Davíð Oddsson 42%
2. Halldór Ásgrímsson 15%
3. Geir Haarde 15%
4. Guðni Ágústsson 14%
5. Valgerður Sverrisdóttir 7%
6. Jón Kristjánsson 5%
Ánægja með störf ráðherra
Landsbyggðin
1. Guðni Ágústsson 26%
2. Davíð Oddsson 24%
3. Geir Haarde 14%
4. Valgerður Sverrisdóttir 14%
5. Halldór Ásgrímsson 13%
6. Jón Kristjánsson 6%
7. Tómas Ingi Olrich 1%
Ánægja með störf ráðherra
Karlar
1. Davíð Oddsson 37%
2. Guðni Ágústsson 18%
3. Geir Haarde 15%
4. Halldór Ásgrímsson 15%
5. Valgerður Sverrisdóttir 6%
6. Jón Kristjánsson 6%
7. Siv Friðleifsdóttir 1%
Ánægja með störf ráðherra
Konur
1. Davíð Oddsson 30%
2. Guðni Ágústsson 20%
3. Valgerður Sverrisdóttir 15%
4. Halldór Ásgrímsson 13%
5. Geir Haarde 13%
6. Jón Kristjánsson 5%
7. Tómas Ingi Olrich 1%
Ánægja með störf ráðherra
Stuðningsmenn Framsóknarflokks
1. Guðni Ágústsson 35%
2. Halldór Ásgrímsson 27%
3. Valgerður Sverrisdóttir 10%
4. Jón Kristjánsson 9%
Óákveðnir 19%
Ánægja með störf ráðherra
Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks
1. Davíð Oddsson 53%
2. Geir Haarde 9%
3. Halldór Ásgrímsson 5%
4. Guðni Ágústsson 3%
5. Valgerður Sverrisdóttir 2%
6. Jón Kristjánsson 1%
7. Siv Friðleifsdóttir 1%
Óákveðnir 26%
Ánægja með störf ráðherra
Stuðningsmenn Samfylkingar
1. Guðni Ágústsson 16%
2. Geir Haarde 12%
3. Halldór Ásgrímsson 10%
4. Davíð Oddsson 6%
5. Jón Kristjánsson 6%
6. Sturla Böðvarsson 1%
7. Tómas Ingi Olrich 1%
Óákveðnir 46%
Ánægja með störf ráðherra
Stuðningsmenn Vinstri grænna
1. Davíð Oddsson 12%
2. Guðni Ágústsson 9%
3. Halldór Ásgrímsson 8%
4. Geir Haarde 6%
5. Valgerður Sverrisdóttir 5%
6. Jón Kristjánsson 3%
7. Sturla Böðvarsson 1%
Óákveðnir 63%
Ánægja með störf ráðherra
Nefna ekki flokk
1. Davíð Oddsson 12%
2. Guðni Ágústsson 10%
3. Halldór Ásgrímsson 8%
4. Geir Haarde 6%
5. Valgerður Sverrisdóttir 5%
6. Jón Kristjánsson 2%
7. Tómas Ingi Olrich 1%
Óákveðnir 56%
Ánægja með störf ráðherra
Stuðningsmenn Frjálslyndra
1. Guðni Ágústsson 23%
2. Geir Haarde 16%
3. Jón Kristjánsson 16%
4. Siv Friðleifsdóttir 11%
5. Davíð Oddsson 4%
Óákveðnir 30%
ÞETTA
SEGJA KJÓSENDUR