Fréttablaðið - 01.02.2003, Qupperneq 28
28 1. febrúar 2003 LAUGARDAGUR
NLP Námskeið
Neuro-Linguistic Programming
Námskeiðið fer fram 17. til 25. febrúar.
NLP undirmeðvitundarfræði er fyrir alla og er okkar innra
tungumál milli hugsana og undirmeðvitundar.
NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur náð
frábærum árangri í lífinu.
Kennt er m.a.:
- Að vera móttækilegur og læra á auðveldan hátt
- Að skapa nýtt samskiptamál
- Að skapa þína eigin framtíð
- Að stjórna samtölum
- Að vekja snillinginn í sjálfum sér
- Að leysa upp neikvæðar venjur
- Að lesa persónuleika fólks
- Venjur til varanlegs árangurs
Leiðbeinandi: Kári Eyþórsson MPNLP
Upplýsingar í síma: 588 1594 • Netfang: koe@islandia.is
Nánari upplýsingar um NLP má finna á: www.ckari.com
Myrkir músíkdagar hefjast ámorgun með tónleikum
Kammersveitar Reykjavíkur í
Listasafni Íslands. Á síðustu árum
hefur skapast sú hefð að Kamm-
ersveitin opni hátíðina.
„Þetta er einn albesti kammer-
hópur sem við eigum á Íslandi,“
segir Kjartan Ólafsson, sem hefur
haldið utan um skipulagningu
Myrkra músíkdaga. „Hún hefur
gert mikið af því að panta og
frumflytja íslensk tónverk allt frá
því hún var stofnuð fyrir rúmum
aldarfjórðungi.“
Að þessu sinni frumflytur
Kammersveitin á Íslandi tónverk
frá árinu 1995, sem er eftir Úlfar
Haraldsson. Tónleikarnir enda á
verki eftir John Speight, en á milli
þessara tveggja íslensku verka
eru tvö erlend.
„Annað er bandarískt eftir
Charles Ives frá 1905, hitt er rúss-
neskt verk frá árinu 1971 og er
eftir Sofia Gubaidulina. Það má
því segja að þessir tónleikar
rammi inn alla tuttugustu öldina.“
Myrkir músíkdagar hafa fyrir
löngu unnið sér sess sem einn
helsti vaxtarbroddurinn í ís-
lensku tónlistarlífi. „Þarna er fók-
usinn settur á nýsköpun og nýja
tónlist. Þetta er íslensk fram-
leiðsla í bland við nýleg verk er-
lendis frá. Oft hafa tónverk sem
hafa verið frumflutt á Myrkum
músíkdögum náð brautargengi er-
lendis og hlotið ýmiss konar við-
urkenningu, þannig að þetta er
kjörinn vettvangur fyrir íslensk
tónskáld til þess að koma verkum
sínum á framfæri, bæði handa
þeim sem vilja heyra og þeim sem
vilja ekki heyra.“
„Þetta er 23. árið sem við höld-
um þessa hátíð. Flutt verða 65 tón-
verk og hátt í tuttugu þeirra eru
frumflutt. Þar á meðal eru fjögur
íslensk hljómsveitarverk, sem er
töluverð aukning á tölu íslenskra
hljómsveitarverka. Það er sjald-
gæfasti flokkurinn, bæði vegna
þess að það tekur lengri tíma að
skrifa hljómsveitarverk og svo
tekur lengri tíma að fá þau flutt.
Kjartan segir gæta margra at-
hyglisverðra grasa á hátíðinni.
„Þarna er til dæmis alveg
splunkunýtt verk eftir Atla Ing-
ólfsson, sem er einkennandi fyrir
anda þessara daga, þetta nýja-
brum sem er á verkunum.
Svo geta menn í fyrsta sinn á
Íslandi fengið að heyra í svo-
nefndum flautukór.
„Þar koma allir helstu þver-
flautuleikarar landsins saman og
blása samtímis í pípur sínar. Úr
því verður mikill hljómur, sem
verður á Nýja sviði Borgarleik-
hússins.“
Frá Austurríki kemur svo
spunahópur sem Sibyl Urbancic
er í forystu fyrir. „Hún er eigin-
lega íslensk en er reyndar búin að
vera búsett ansi lengi í Austur-
ríki. Hún kemur með sinn spuna-
hóp og ætlar að blanda saman
hljóðfæraslætti og dansi og
hreyfingum. Hugsanlega verður
þetta jafnvel framið með þátttöku
einhverra úr salnum. Þó veit það
enginn nákvæmlega, því dagskrá-
in hjá henni er þannig að hún
leggur gróflega línurnar en svo
getur þetta spunnist út í nánast
hvað sem er. Þannig að þetta er
hálfgert stjórnleysi á þeim tón-
leikum, sem er bara mjög gott.“
„Svo er það raftónlistin, sem
verður að þessu sinni í Salnum í
Kópavogi. Við köllum þessa tón-
leika Víðóma vegna þess að við
ætlum að freista þess að láta
hljóðin ekki koma bara úr einni
eða tveimur áttum heldur fleiri.
Sum verkin á þessum tónleikum
eru beinlínis samin með það í
huga að vera flutt úr öllum áttum.
Önnur verða blönduð. Þar á meðal
er eitt af elstu íslensku raftón-
verkunum, sem er eftir Þorkel
Sigurbjörnsson og heitir La Jolla
Good Friday.“
„Kórinn Hljómeyki er líka með
mjög fína dagskrá,“ segir Kjart-
an. Auk þess verða tvær lúðra-
sveitir með tónleika á Myrkum
músíkdögum þetta árið.
„Það er mjög sérstakt að hafa
tvo lúðrasveitartónleika. Blásara-
sveit Reykjavíkur ætlar að frum-
flytja verk eftir mjög ung tón-
skáld, sem eru ennþá í námi. Síð-
an er gamli Eikarpopparinn Lárus
Grímsson með Lúðrasveit
Reykjavíkur. Að sjálfsögðu spila
þeir alltaf í lúðrasveitarbúning-
unum. Þar á meðal er verk eftir
Lárus sem var á Listahátíð í vor,
Ann ég dýrust drósa, sem Stein-
dór Andersen kvæðamaður ætlar
að kveða í kapp við lúðrasveit-
ina.“
Kjartan bendir einnig á að
spennandi orgeltónleikar verða í
Hallgrímskirkju.
„Við eigum eitt af glæsilegri
orgelum sem eru til í heiminum.
Það er á við heila sinfóníuhljóm-
sveit. Eyþór Jónsson organisti
ætlar að spila mjög blandaða dag-
skrá með verkum eftir Jón Leifs
meðal annars.“
gudsteinn@frettabladid.is
KJARTAN ÓLAFSSON
Myrkir músíkdagar eru einn
helsti vettvangur íslenskra tón-
skálda til þess að koma nýjustu
verkum sínum á framfæri.
Myrkir músíkdagar eru að hefjast í 23. sinn. Kammersveit Reykjavíkur
ríður á vaðið í Listasafni Íslands á morgun.
Tónlistarveisla
í skammdeginu
Grínistarnir David O’Dohertyfrá Írlandi og Nýsjálending-
urinn Rhys Darby eru væntan-
legir hingað til lands til að
skemmta á uppistandskvöldun-
um Rosalegt uppistand sem
Húllabalú Kompaní stendur fyr-
ir.
Rosalegt uppistand hyggur á
uppákomur á sex vikna fresti
með erlendum sem innlendum
grínistum.
„Hugmyndin er að gera þetta
að reglulegum atburðum í menn-
ingarlífinu,“ segir Ágústa Skúla-
dóttir, ein aðstandenda Húllabalú
Kompaní, sem stendur fyrir
uppistandinu. „Við prufukeyrð-
um þetta í Kaffileikhúsinu fyrir
rúmu ári síðan og þá fengum við
tvo Breta til landsins. Það varð
alveg rífandi gleði og fólk var
mjög ánægt. Í kjölfarið fór það
að spyrja hvort við myndum ekki
endurtaka þessi kvöld.“
Ágústa fór á Edinborgarhátíð-
ina í fyrra ásamt Neil Haigh, sem
sýndi einleikinn Englar alheims-
ins. Þar komust þau í kynni við
marga atvinnuuppistandara sem
höfðu frétt af uppistandskvöld-
unum og vildu ólmir koma hingað
til lands að skemmta.
Ágústa segir að Íslendingar
séu frábærir áhorfendur.
„Þeir eru með á nótunum frá
fyrstu sekúndu. Ég hef líka séð
það á uppistandsviðburðum á Ís-
landi að það er mikil ásókn í
þetta.“
Fyrstu skemmtanirnar verða
haldnar á Sportkaffi dagana 13.,
14. og 15. febrúar. Ágústa mun
sjálf sjá um kynningar auk þess
að fara með gamanmál. ■
ÁGÚSTA SKÚLADÓTTIR
Er ekki óvön gríninu. Hún keppti í nýliðakeppninni „So you think you’re funny“ í Bretlandi
og komst í undanúrslit. Hún er einnig leikstjóri Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur.
Vikuleg uppistandskvöld:
Erlendir atvinnugrínarar skemmta
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T