Fréttablaðið - 01.02.2003, Page 31

Fréttablaðið - 01.02.2003, Page 31
SVALA Birtist fáklædd á síðum tímaritsins Stuff for Men. Að mati Svölu fer Christina Aguilera yfir strikið. Hún segir of lítinn mun vera, að hennar mati, á ljósmyndum af henni og þeim sem birtast af stúlkum í nektarblöðum á borð við Playboy. 31LAUGARDAGUR 1. febrúar 2003 Átímum seinni heimsstyrjald-arinnar voru það oft föngu- legar stúlkur sem prýddu flug- vélar og sprengjur bandaríska flughersins. Myndir af leikkon- unum Ritu Hayworth, Marilyn Monroe, Betty Grable, Jayne Mansfield og Betty Page létt- klæddum voru afar vinsælar á fimmta og sjötta áratugnum. Yfirleitt var um teiknaðar myndir að ræða en margar létu stúlkurnar ljósmynda sig fá- klæddar eða naktar. Sögu „pin- up“-teikninga er hægt að rekja til seinni hluta 19. aldar. Orðið er hins vegar yngra og komið frá því um 1920 þegar fyrstu daga- tölin með léttklæddum teiknuð- um stúlkum litu dagsins ljós. Helsti munurinn á þessari bylgju og þeirri sem nú stendur yfir er að nú skella þessar mynd- ir á almenningi nánast viðstöðu- laust, hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Áður þurftu áhugasamir að leita erótíkina uppi. ■ Íslenskar stúlkur hafa ekkimargar notað kynþokka sinn við ímyndarsköpun. Ellý í Q4U þótti opinská á pönktímabilinu og starfaði á tímiabili sem fatafella. Leoncie hefur svo alla tíð reynt að vera ögrandi í framkomu. Tvær íslenskar stúlkur hafa birst á síðum bandaríska karla- tímarita. Berglind Ólafsdóttir, sem er að fóta sig sem leikkona í Hollywood, var á forsíðu Ramp Magazine og Svala Björgvinsdótt- ir birtist á síðum Stuff for Men þegar hún kynnti útgáfu fyrstu smáskífu sinnar „The Real Me“. Svala segir að kynlíf og popp hafi alla tíð haldist í hendur. „Núna er bara klámiðnaðurinn liggur við kominn inn í þetta,“ segir hún. „Leikstjórar sem hafa leikstýrt klámmyndum eru að gera tónlistarmyndbönd.“ Svala staðfestir að stelpur í poppbransanum séu beittar þrýst- ingi frá plötufyrirtækjum þeirra til þess að birtast í karlatímarit- um á borð við það sem hún fór í. „Þegar ég var að kynna smáskíf- una kom það upp að ég átti að fara í svona mjög „sexí“ blöð. Þau ná yfir víðan aldurshóp og ég fór í það. Í dag spyr ég sjálfa mig hvers vegna ég var að þessu. Þetta átti víst að selja plötur. Mér fannst þetta alltaf mjög skrýtið því myndbandið mitt var líka spil- að á Disney Channel. Ég átti þannig að höfða til litlu krakkanna og stráka sem voru í hernum. Þetta er samt alltaf val stelpn- anna, og ég sló bara til.“ Hún segir að á endanum sé það tónlistin sem tali því að ef popp- stúlka hafi ekki góða tónlist á bak við glæsilega ímynd verði hún ekkert annað en önnur „pin-up stelpa“. Hún segist líka finna fyr- ir því að þessi tíska sé nú á undan- haldi. Svala vinnur nú að gerð nýrrar breiðskífu. ■                       ! ! "     ! # $  % & '( )(  * + , (    -   ! #       & ! )  ! .      /01  )  !    2 134  567) 8 *7 '89 (':(;<8 =:(<>  =?7 :@< A BCD<@)(  8: : @ JAYNE MANSFIELD Leikkonan Janye Mans- field var afar vinsæl „Pin-up“ stúlka á sjötta og sjöunda áratugnum. Ef vel er að gáð er kannski ekki svo ýkja mikill munur á mynd- um frá þeim tíma og því sem þekkist í dag. Grunnskólakennarar segjasthafa orðið varir við mikla breytingu á klæðnaði nemenda. Mjaðmabuxur eru vinsælar, bolir orðnir flegnari og fari hærra upp fyrir naflann en áður. Þeir segja að foreldrar stúlkna á aldrinum 7 - 10 ára kvarti yfir því að erfitt sé að finna föt sem ekki séu ögrandi. „Það er alltaf ástæða fyrir for- eldra að fylgjast með því hvað börnin eru að horfa á og hvað þau velja sér sem fyrirmyndir og koma með mótvægi við það,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræð- ingur. „Foreldrar mega ekki sofna á verðinum. Þau ættu að hafa skoð- un á því hverju börnin klæðast í skólann og hvaða skilaboð þau eru að gefa. Börn gera það stundum óviljandi vegna sinnar æsku.“ Hún segir að ef foreldrar sam- þykki að börn sín klæði sig á ögrandi hátt séu þeir í rauninni að viðurkenna þau sem kynverur, oft löngu áður en börn eru komin með andlegan þroska til þess. Þórkatla segir það einstaklings- bundið hvenær krakkar séu tilbún- ir en nefnir seinni hluta unglings- áranna. „Ég hef fundið fyrir því að þessi tíska tengist oft átröskunum, þá sérstaklega hjá stelpum. Þær geta verið lífshættulegar. Það er of mikið verið að fókusera á línur, út- lit og þyngd.“ ■ Svala Björgvinsdóttir: Plötufyrirtækin hvetja stelpur í karlatímaritin Foreldrar áhyggjufullir: Föt barna of ögrandi Pin-up stúlkur: Gömul saga og ný MARILYN MONROE Skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hafa setið nakin fyrir í Playboy. Hún notaði alla tíð kynþokka sinn sem verkfæri.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.