Fréttablaðið - 01.02.2003, Page 32

Fréttablaðið - 01.02.2003, Page 32
32 1. febrúar 2003 LAUGARDAGUR Játvarður VIII konungurEnglands vildi segja þegnum sínum frá amerískri heitkonu sinni, Wallis Simpson, sem skilin var að borði og sæng. Konungur- inn vildi segja þegnum sínum að hann vildi kvænast henni en samt halda krúnunni. Þetta kemur fram í skjölum um bresku konungsfjöl- skylduna sem voru gerð opinber síðastliðinn fimmtudag og tengjast afsögn Játvarðs konungs fyrir um 65 árum. Í skjölunum, sem eru um 100 talsins, má meðal annars finna út- varpsávarp sem Játvarður hugðist flytja þegnum sínum. Þáverandi forsætisráðherra Bretlands, Stanley Baldwin, meinaði Játvarði að flytja ávarpið og sagði ríkis- stjórnina ekki sátta við það. Það varð því ekkert af því að konungurinn ræddi opinberlega um samband sitt og Wallis Simp- son á þeim stutta tíma er hann bar krúnuna. Hann afsalaði sér henni árið 1936. „Ég get ekki haldið áfram að bera þá þungu byrði sem hvílir á mér sem konungur nema vera hamingjusamlega kvæntur,“ segir meðal annars í ávarpinu sem Ját- varður konungur fékk aldrei að flytja. „Þess vegna ætla ég að kvænast konunni sem ég elska.“ „Hvorki ég né frú Simpson höf- um sóst eftir því að hún verði drottning. Það sem við þráum er að fá að halda áfram að lifa okkar hamingjusama lífi með viðeigandi reisn.“ Í ávarpinu lýsir Játvarður því að hann vilji fá tilfinningalegt svigrúm og sé tilbúinn að fara frá á meðan þjóðin geri það upp við sig hvort hann fái að halda krúnunni með eiginkonuna sér við hlið. „Ég óska þess af öllu hjarta að fá að snúa aftur í konungsstólinn,“ segir meðal annars í ávarpinu. Ráðuneyti leggur á ráðin Stanley Baldwin, forsætisráð- herra Bretlands, var mótfallinn því að Játvarður kvæntist frú Simpson og héldi krúnunni. Sam- kvæmt bréfum úr ráðuneytinu sagði forsætisráðherrann að ríkis- stjórnin þyrfti að samþykkja ávarp konungsins. Það samþykki fékkst þó aldrei enda lagðist for- sætisráðherrann hart gegn því. Susan Williams, yfirmaður breska skjalasafnsins, segir að samkvæmt fundargerðum úr ráðu- neytinu óttaðist forsætisráðherr- ann keppinaut sinn, Winston Churchill. Ráðherrann var hrædd- ur um að hrapa í vinsældum ef konungurinn fengi sínu fram og myndi þá verða af því að fara fyr- ir nýrri ríkisstjórn. Churchill tók seinna við stjórnartaumum í Íhaldsflokknum. Afsal Játvarðs konungs olli miklu uppnámi í Bretlandi. Ekki var talið við hæfi að æðsti maður konungsríkisins og þar með kirkj- unnar tæki saman við fráskilda konu enda hafði kirkjan margoft fordæmt slíkt athæfi. Georg VI, yngri bróðir Ját- varðs, tók við konungstigninni og Elísabet eiginkona hans varð drottning. Hinn smánaði konungur og kona hans urðu hertogi og her- togaynja af Windsor. Þau lifðu mestan hluta ævi sinnar í Frakk- landi. Skjöl konungs- fjölskyldunnar Áður fyrr voru skjöl sem tengd- ust bresku konungsfjölskyldunni innsigluð í eina öld. Á tíunda ára- tug síðustu aldar samþykkti breska ríkisstjórnin að stytta tím- ann niður í 30 ár. Undantekningar voru þó gerðar og skjölin höfð inn- sigluð í lengri tíma væri rík ástæða fyrir hendi. Stjórn breska skjalasafnsins samþykkti að opna öll skjöl sem tengdust afsali Ját- varðs á fimmtudag, þrjátíu árum frá afsali hans. Í skjölunum er ekkert sem stað- festir þær sögusagnir að hertoga- hjónin hafi aðhyllst nasisma. Þar mátti þó finna skeyti frá frú Simp- son þar sem hún stærir sig af væntanlegri heimsókn þeirra hjóna til Þýskalands árið 1937 þar sem hún vonaðist til að hitta Adolf Hitler. Í skjölunum má einnig finna gögn frá bresku lögreglunni, sem fylgdist með frú Simpson um nokkurt skeið. Þar eru líkur leidd- ar að því að hún hafi átt í ástarsam- bandi við bílasala úr norðurhluta Englands, Guy Trundle að nafni, sem var kvæntur. ■ Skjöl um afsögn Játvarðs VIII Englandskonungs, sem var mjög umdeild á sínum tíma, hafa verið dregin fram í dagsljósið. Breska ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að Játvarður færi frá völdum. Hann var seinna talinn stuðnings- maður nasista. Heitkona Játvarðs, Wallis Simpson, var skilin að borði og sæng þegar þau tóku saman. Hún var sögð eiga í ástarsambandi við bílasala frá Norður-Englandi á meðan á sambandi hennar og konungsins stóð. Játvarður vildi tilfinningalegt svigrúm HERTOGAHJÓNIN AF WINDSOR Játvarður VIII konungur og eiginkona hans Wallis Simpson á brúðkaupsdeginum 3. júní 1937. Játvarður hafði vonast til að fá að halda krúnunni þótt hann kvæntist Simpson. Honum varð þó ekki að ósk sinni og þau hjónin fluttust til Frakklands. Wallis Simpson: Átti í ástar- sambandi við ævintýramann Wallis Simpson átti í ástar-sambandi við enskan bíla- sala á meðan samband hennar við Játvarð VIII konung stóð yfir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skjölum um af- sal konungsins sem opnuð voru á fimmtudag og bresk blöð slógu upp á forsíðum sín- um. Í skjölunum kemur fram að frú Simpson hafi átt í ástar- sambandi við Guy Marcus Trundle, giftan mann frá York. Trundle er lýst sem afar heill- andi ævintýramanni, myndar- legum og frábærum dansara. Trundle og Simpson hittust fyrst í stórum opinberum veislum. Seinna fóru þau að hittast á laun, eða það héldu þau í það minnsta. Breska leynilögreglan fylgdi frú Simpson eftir eins og skugginn. Í skýrslum sem finna má í skjölunum er því lýst hvar Simpson og Trundle hittust og hvað fór þeim á milli. „Þau hittast á leynilegum stöðum þar sem náin kynni fara fram. Frú Simpson hefur sagt að maður hennar láti fylgjast með henni. Hún er afar varkár í öllum aðgerðum sínum,“ segir meðal annars í skýrslunum. Trundle var vélaverkfræð- ingur að mennt og sá um um- boð fyrir Ford Motor fyrirtæk- ið í Bretlandi. Hann var giftur dóttur fyrrverandi hershöfð- ingja. Frú Simpson var skilin að borði og sæng frá Bandaríkja- manninum Ernest Aldrich Simpson. Ernest þessi var afar skrafhreifinn þegar hann drakk og sagði félögum sínum jafnan að hann ætti von á því að fá eitthvað að launum fyrir hlut sinn í málinu. Breskur embættismaður var fenginn til að ganga úr skugga um að Simpson væri í raun og veru skilin. Á þessum árum tíðkaðist að fólk gerði sér upp skilnað. Ernest Simpson hitti eitt sinn Játvarð á afar tilfinninga- þrungnum fundi sem endaði með því að konungurinn brast í grát og sagðist vera ástfang- inn af konu hans. Ernest sagði konunginn vera „brjálæðing“. Á meðan á skilnaði Simp- son-hjónanna stóð komu fram ásakanir þess efnis að Ernest hefði verið boðin 150 þúsund pund til að vera með konu á hótelherbergi. Það átti að vera næg ástæða fyrir skilnaði Simpson-hjónanna. Ásakanirn- ar voru seinna dregnar til baka og skilnaðurinn gekk í gegn. Wallis Simpson gekk síð- ar að eiga Játvarð. ■ STANLEY BALDWIN Þáverandi forsætisráðherra Bretlands lagðist gegn því að Játvarður konungur fengi að flytja ávarp til þjóðar sinnar þar sem hann færi fram á stuðning við að kvænast fráskilinni amerískri konu. Játvarður flutti þess í stað ræðu um afsögn sína.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.