Fréttablaðið - 01.02.2003, Page 35

Fréttablaðið - 01.02.2003, Page 35
14.00 Honk! Ljóti andarunginn eftir George Stiles og Anthony Drewe á Stóra sviði Borgarleikhússins. 14.00 Benedikt Búálfur eftir Ólaf G. Guðlaugsson í Loftkastalanum. 15.00 Hin smyrjandi jómfrú, einleikur eftir Charlotte Bøving, sýnt í Iðnó. 16.00 Aukasýning á Dýrlingagenginu eftir Neil Labute í EGG-leikhúsinu í Listasafni Reykjavíkur. 20.00 Hátíðarsýning Nemendaleikhúss- ins á Tattú eftir Sigurð Pálsson í Smiðjunni. 20.00 Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones á Stóra sviði Þjóð- leikhússins. 20.00 Sölumaður deyr eftir Arthur Mill- er á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins. 20.00 Hin smyrjandi jómfrú, einleikur eftir Charlotte Bøving, sýnt í Iðnó. 21.00 Leikritið Salka miðill sýnt í Hafn- arfjarðarleikhúsinu. Gengið er inn af Vesturgötu, ekki hafnar- megin. SÝNINGAR Í dag lýkur sýningu Díönu Hrafnsdóttur í Gallerý Hár og list - Hjá Halla rakara, Strandgötu 39, Hafnarfirði. Hún sýnir þar leirverk undir yfirskriftinni Krossmörk. Heimildir nefnist sýning Hafdísar Helgadóttur í Þjóðarbókhlöðunni. Sýn- ingin er á vegum Kvennasögusafns. Á fjórðu hæð er spjaldskrá með sjálfs- myndum listamannsins frá 1963-1998, en í sýningarkassa á 2. hæð eru blöð með myndum af sömu verkum. Í Þjóðarbókhlöðunni stendur yfir sýn- ing um skrif erlendra manna um Ís- land og Íslendinga fyrr á öldum. Smákorn 2003 nefnist sýning á smá- verkum 36 listamanna í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16. Þetta er í þriðja skipti sem Gallerí Fold efnir til smáverkasýningar. Eina reglan um gerð verka er að innanmál ramma sé ekki meira en 24x30 sentimetrar. María Kristín Steinsson sýnir olíumál- verk í Café Cozy, Austurstræti. Margrét Oddný Leópoldsdóttir sýnir „Storesarnir eru að hverfa“ í gluggum sínum í Heima er best, Vatnsstíg 9. Sýn- ingin stendur til 26. febrúar. Í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3, sýna þau Finnur Arnar Arnarsson, Hlynur Halls- son og Jessica Jackson Hutchins verk sín. Nú stendur yfir samsýning 7 málara í Húsi málaranna, Eiðistorgi. Allir þessir málarar eru löngu þjóðkunnir fyrir verk sín og einkennir fjölbreytni sýninguna. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru: Bragi Ásgeirsson, Einar Hákonarson, Ein- ar Þorláksson, Guðmundur Ármann, Kjartan Guðjónsson, Jóhanna Bogadóttir og Óli G. Jóhannsson. Sýningin stendur til 2. mars. 35LAUGARDAGUR 1. febrúar 2003 Fiðlutónleikar í Salnum: Pólskir tónar og söknuður TÓNLIST Annað kvöld verða tón- leikar í Salnum í Kópavogi með fiðluleikaranum Szymon Kuran ásamt Júlíönu Rún Indriðadóttur píanóleikara. Þau ætla að frum- flytja hér á landi tónverkið ‘Mity’, sem er eitt af fallegustu fiðluverkum pólska tónskáldsins Karol Szymanowski. Þá leika þau þrjú virtúósaverk eftir Henryk Wieniawski, sem sjálfur var einn mesti fiðlusnillingur sögunnar. „Þetta er tónlist sem er mér afar kær,“ segir Szymon Kuran. „Sjálfur er ég fæddur í Póllandi og mig langar til að kynna þessa tónlist fyrir fólki hér.“ Tónleikunum lýkur svo með tveimur verkum eftir Szymon Kuran sjálfan. „Annað þeirra er örstutt verk sem ég samdi fyrir tuttugu árum. Þetta er eins konar þjóð- dans og heitir ‘Kujawiaczek’. Hitt verkið skrifaði ég í fyrra. Það heitir ‘Um nóttina’ og er byggt á ljóði sem dóttir mín samdi þegar hún var, held ég, tíu ára. Hún er núna 13 ára. Báðum þessum verkum tengist viss söknuður, þótt 20 ár séu á milli þess sem ég samdi þau.“ ■ SZYMON KURAN OG JÚLÍANA RÚN INDRIÐADÓTTIR Býsna langt er síðan Szymon Kuran hefur komið fram á einleikstónleikum í klassískum dúr. Glímt við örlögin Íslenska óperan frumsýnir í kvöld óperuna Macbeth eftir Verdi. Ólafur Kjartan Sigurðsson vonar að barnaverndarnefnd komi ekki á sýningarnar. TÓNLIST „Þegar Shakespeare og Verdi eru saman í einum pakka held ég að blandan geti vart orðið öflugri,“ segir Ólafur Kjartan Sig- urðarson óperusöngvari. Hann syngur sjálfan Macbeth í sam- nefndri óperu eftir Guiseppe Verdi, sem frumflutt verður í Ís- lensku óperunni í kvöld. Elín Ósk Óskarsdóttir syngur lafði Macbeth, hina kaldrifjuðu eiginkonu sem eggjar mann sinn til þess að myrða Duncan Skota- konung. „Þetta er auðvitað algert draumahlutverk,“ segir Elín Ósk. „Það er stórkostlegt tækifæri fyr- ir dramatískan kóleratúrsópran að fá að syngja þetta.“ „Hlutverk Macbeths og lafði hans eru bæði mjög stór,“ segir Ólafur. „Við erum nánast á sviðinu allan tímann. Þetta krefst mikils aga fyrir röddina, svo maður tæmi sig ekki í fyrsta þætti og eigi þá þrjá eftir.“ Leikstjóri sýningarinnar er Jamie Hayes og Petri Sakari stjórnar hljómsveitinni. Sviðs- myndina gerir Will Bowen. Vitað er að Verdi vann þrot- laust mánuðum saman með þeim tveimur söngvurum sem frum- fluttu stykkið. Meðal annars skrif- aði hann að ekki mætti syngja hlutverk lafðinnar „of fagurt“. Elín Ósk er spurð hvernig það gangi að fylgja slíkum fyrirmæl- um eftir. „Já, þetta var náttúrlega út af því að karakterinn var talinn það ljótur að það þyrfti að koma fram í röddinni líka. En við erum samt ekkert að skrumskæla röddina, þótt það hafi verið talað um þetta í gamla daga. Maður notar samt ýmsar aðferðir, til dæmis brjóst- tónasöng og ákveðin karakter- skipti í röddinni.“ Þau Elín og Ólafur segja bæði að mikið sé lagt bæði í sviðsmynd- ina og alla umgjörð sýningarinnar. „Ætli megi ekki áætla að um 150 manns starfi við uppfærsluna á hverju kvöldi, þannig að þetta er engin smásýning,“ segir Ólafur Kjartan. „Þetta sýnir hins vegar glöggt þörfina á almennilegu óp- erusviði á Íslandi. Ég veit að þessi uppfærsla okkar myndi sóma sér á hvaða sviði í heimi og á betra skilið en Gamla bíó.“ Svo vill til að tvö af börnum Ólafs Kjartans fara með hlutverk í sýningunni. „Já, þau drógust inn í þetta ein- hvern veginn,“ segir Ólafur. „Strákurinn minn er þarna með tvö lítil hlutverk og dóttir mín eitt.“ Hann segir óneitanlega gaman að hafa þau með sér á sviðinu. „En það er illa farið með þau greyin, þau eru ötuð í blóði og ógeði, þannig að ég vona bara að barna- verndarnefnd komi ekki á sýning- ar.“ gudsteinn@frettabladid.is MACBETH OG LAFÐI HANS ÁSAMT BÖRNUM ÓLAFS KJARTANS Þau Elín Ósk og Ólafur Kjartan eru á sviðinu næstum því allan tímann. Svo fara börn Ólafs með hlutverk í óperunni líka. Myndin var tekin áður en lokaæfing hófst í gær. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM Hleypa konur körlum inn? Ráðstefna um jafnréttismál verður haldin mánudaginn 3. febrúar kl. 16.00-17.30 í Norræna húsinu. Dagskrá: 16.00 Setning: Bryndís Bjarnarson formaður jafnréttis- nefndar Framsóknarflokksins. 16.05 Anna Margrét Jóhannesdóttir, stjórnsýslufræðingur og fv. formaður Jafnréttisnefndar: Hugmyndafræði samþættingar í flokksstarfi. 16.15 Dr. Ingólfur V. Gíslason félagsfræðingur kallar erindi sitt: Kvenlegir eiginleikar? 16.45 Steinunn Hjartardóttir félagsráðgjafi kallar erindi sitt: Að skapa sátt milli atvinnulífs og fjölskyldulífs. 17.15 Umræður og fyrirspurnir. Stjórnandi: Elsa Ingjaldsdóttir framkvæmdastjóri. 17:30 Ráðstefnulok. Ráðstefnustjóri: Una María Óskarsdóttir, formaður LFK. Allir velkomnir. Landssamband Framsóknarkvenna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.