Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 36
36 1. febrúar 2003 LAUGARDAGUR HALF PAST DEADb.i. 16 5.30, 8 og 10.15 JAMES BOND b.i. 12 ára kl. 2, 5 og 8 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Kl. 2, 4 og 8 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 5.30 og 9.30 kl. 2 og 5.50 HAFIÐ kl. 3GULLPLÁNETAN m/ísl.tali kl. 2 og 4HARRY POTTER m/ísl.tali kl. 2 og 4 LILO OG STITCH m/ísl.tali 7, 9 og 11IRREVERSIBLE enskur texti b. 16 ára Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15 ANALYZE THAT kl. 8 og10 VIT HARRY POTTER m/ísl.tali kl. 2 og 5 VIT LILO OG STITCH m/ísl.tali 2 og 4 VIT GULLPLÁNETAN kl. 1.40, 3.50, 5.55 VIT THE HOT CHICK kl. 2, 4, 6, 8 og 10 VIT JUWANNA MANN 2, 4, 6, 8 og 10 VIT kl. 2, 4, 6 , 8 og 10STELLA Í FRAMBOÐI Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i.14.ára FRÉTTIR AF FÓLKI Skífan verður með sérstaka mið-næturopnun í verslun sinni á Laugarveginum að loknu sunnudags- kvöldi í tilefni þess að ný breið- skífa Nick Cave, „Nocturama“, kemur út á mánu- dag. Sérstök tvö- föld útgáfa plöt- unnar, sem aðeins er gefin út í takmörkuðu upplagi, verður til boða á einföldu verði. Umboðsmaður leikkonunnarMeryl Streep segir að hún hafi misst af leikaraverðlaunum í Screen Actors Guild Award vegna mistaka. Í flokknum „besta leikkonan“ fékk hún tvær tilnefn- ingar, fyrir myndirnar „Adaptation“ og „The Hours“. Umboðsmaðurinn segir hins vegar að hún hefði átt að vera tilnefnd fyrir aukahlutverk fyrir „Adaptation“ en ekki aðalhlut- verk. Vegna þessa hafi atkvæðin í aðalleikkonuflokknum skipst í tvennt og því hafi hún ekki átt möguleika á að vinna. Streep vann Golden Globe-verðlaunin fyrir aukahlutverk í „Adaptation“. Rapparinn 50 Cent er að vinnalag þar sem áður óútgefin upp- taka frá rapparan- um Tupac Shakur er notuð. Það var plötusnúðurinn Dj Whoo Kid sem átti upptökuna og ákvað að hrinda verkefninu í fram- kvæmd. Lagið verður þó ekki að finna á væntanlegri breiðskífu 50 Cent „Get Rich or Die Tryin“. SEX IS COMEDY kl. 10.15 HARRY - UN AMI... kl. 8 FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ TÓNLIST Þegar síðasta breiðskífa Nick Cave, „No More Shall We Part“, kom út fyrir tæpum tveim- ur árum höfðu aðdáendur hans beðið eftir nýrri plötu í fjögur ár. Sú langa útgáfuþögn var algjört stílbrot fyrir kappann sem fram að því hafði aldrei látið líða meira en tvö ár á milli útgáfna frá því að hann hóf sólóferil sinn árið 1984. Í viðtölum viðurkenndi Cave að hafa í fyrsta skipti á ævinni lent í sköpunarstíflu. Hann hafði áður talað um það að samband sitt við skáldagyðj- una væri viðkvæmt. Það var til dæmis helsta ástæðan sem hann gaf fyrir því að hafa afþakkað til- nefningarnar sem hann fékk til MTV-tónlistarverðlaunanna 1996. Í bréfi sagðist Cave ekki vera í keppni við nokkurn mann, þakk- aði sjónvarpstöðinni fyrir stuðn- inginn en bað um að vera tekinn út af útnefningalistanum. Hann bað svo vinsamlegast um að vera leystur undan þeirri byrði að vera tilnefndur í framtíðinni. Til allrar lukku virðist sam- band Cave og skáldagyðjunnar vera á batavegi. Hann hefur greint frá því í viðtölum að hann sé komin yfir tónlistarhraða- hindrunina sem stöðvaði hann nánast. Hér eftir ætli hann sér að hrista breiðskífurnar fram úr erminni á svipuðum hraða og áður fyrr. Hann segist til dæmis langt kominn með lagasmíðar fyrir þá næstu. Það sem einkennir nýju plöt- una, „Nocturama“, er hversu laus í tauminum hún er. Hvað spila- gleði varðar svipar henni að mörgu leyti meira til „Let Love In“ frá árinu 1994 en síðustu tveimur plötum, „No More Shall We Part“ (‘01) og „Boatman’s Call“ (‘97). Hún var hljóðrituð á mettíma, á sjö dögum, í hljóðveri í Melbourne í heimalandi Cave, Ástralíu. Allt var hljóðritað lif- andi og litlu sem engu bætt inn á band eftir á. Hér og þar á plötunni má því alveg heyra sveitina leika á tónbilum, sem áður hefðu kannski þótt dæmi um „mannleg- an ófullkomleika“, en staðreyndin er náttúrlega sú að það tæki hvaða forritara sem er marga klukkutíma að ná með tölvu sinni. Þetta er vinnuaðferð sem Cave segist ætla að tileinka sér hér eft- ir. biggi@frettabladid.is NICK CAVE Liðskipan The Bad Seeds, undirleikssveit Cave, hefur tekið mörgum breytingum í gegnum árin. Hún hefur þó verið sú sama síðan árið ‘97. Mick Harvey (sem hefur fylgt honum síðan á tímum The Birthday Party) á gítar og orgel, Blixa Bargeld (höf- uðpaur Einstürzende Neubaten) á gítar, Thomas Wydler á trommur, Martyn Casey á bassa, Jim Sclavunos á slagverk og fiðlu- leikarinn Warren Ellis. Athygli vekur að pí- anóleikarinn Conway Savage fékk aðeins að syngja bakraddir að þessu sinni. Cave sættist við skáldagyðjuna Á mánudag gefur Nick Cave út breiðskífuna „Nocturama“. Þetta er tólfta hljóð- versplata hans frá því að hann hóf sólóferil sinn árið 1984. Platan var hljóðrituð á mettíma í fyrra og segist Cave vera langt kominn með þá næstu. MEL C Breskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að birta myndir af stúlkunni þar sem hún hef- ur átt í baráttu við aukakílóin. Svona leit hún út fyrir rúmum tveimur árum síðan. Söngkonan Mel C: Talar opinskátt um þung- lyndi sitt FÓLK Fyrrum kryddpían Mel C tal- aði í fyrsta skiptið um þunglyndi sitt opinberlega í viðtali er birtist í nýjasta hefti Marie Claire. Hún greinir þar frá því að vegna and- legra veikinda sinna hafi hún ver- ið tilneydd til þess að draga sig í hlé frá skemmtanabransanum í tvö ár. Hún segist einnig hafa glímt við átröskun. Hún gat ekki fundið kraft né vilja til þess að fara úr rúminu og segist hafa verið „líflaus og dauðskelkuð“. „Ég var alveg líflaus og grét stanslaust,“ segir hún m.a. í við- talinu. „Stuttu eftir aldamótin leið mér svo illa að ég fór heim til fjölskyldu minnar þar sem ég hékk í rúminu alla daga. Ég komst loks á það stig að ég var ekki viss um að ég kæmist ein af. Þess vegna leitaði ég mér hjálp- ar.“ Mel segir að þó hún hafi aldrei íhugað sjálfsmorð hafi hún átt í erfiðleikum með að finna eitt- hvað til þess að lifa fyrir. „Það var stórt skref fyrir mig að við- urkenna að ég ætti við geðvanda- mál að stríða.“ Mel C gefur út nýja smáskífu, „Here It Comes Again“, þann 24. febrúar næstkomandi. Hún ræðst svo í tónleikaferð um Bretland í apríl. ■ Sýnd kl. 8 og 10.50 b.i.16.ára Sýnd í lúxus kl. 5, 8 og 10.50 TÓNLIST Breska hljómsveitin Radio- head segir að væntanleg plata sé eins konar sambræðingur þeirra stefna er hafa verið ríkjandi á þremur síðustu breiðskífum. Upp- tökum á plötunni er nú lokið en eftirvinnslu hennar lýkur ekki fyrr en um miðjan febrúar. Liðsmenn segja að eins og stað- an er í dag komi tvö heiti til greina. Annaðhvort „2+2=5“ eða „Are You Listening?“. Gítarleikarinn Ed O’Brien greindi frá því í viðtali við NME að andinn innan sveitarinnar væri mjög góður þessa dagana, ólíkt þeirri stemningu sem sveif yfir vötnum við gerð platnanna „Kid A“ og „Amnesiac“. Hann líkir sveit sinni við The Rolling Stones og segir að honum finnist að sveit- in hafi loksins náð að finna rétta hljóminn. Trommuleikarinn Phil Selway sagði í viðtali við Q að hann hafi í fyrsta skipti verið sjálfsöruggur í hljóðverinu. Hann segir að söngur Thom Yorke á plötunni sé magn- aður og að hann sé hápunktur plöt- unnar. ■ RADIOHEAD Verður þá Thom Yorke jafn sprækur og Mick Jagger á sextugsaldri? LYKILPLÖTUR NICK CAVE 1984 From Her to Eternity 1988 Tender Prey 1994 Let Love In 1996 Murder Ballads 1997 Boatman’s Call Radiohead: Líkja sjálfum sér við The Rolling Stones

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.