Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 10
10 22. mars 2003 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Íslendingar hafa að undanförnuverið að bíða eftir vorinu, bíða eftir kosningunum og bíða eftir betri tíð með blóm í haga. Þeir hafa hlustað á frambjóðendur þræta um það hvort skattar hafi hækkað eða lækkað, kíkt á það hvort þeir séu komnir yfir á heft- inu og svona almennt lifað sínu eðlilega lífi. Sumir hafa fylgst með aðdraganda átaka í Írak og tilraunum stórveldanna til að ná samkomulagi alþjóðasamfélagsins um samstöðu. Aðrir hafa dundað sér við þá endurtekningu að kenna Borgarnesræðu Ingibjargar Sól- rúnar um það að Davíð hafi þurft að segja frá því að honum hafi verið mútað í London ári áður en ræðan var flutt. Af því að ræðan var flutt. Svona er Ísland í dag, segja þeir í sjónvarpinu og það er rétt hjá þeim. Svona var Ísland í dag, hvunndagslegt og kunnuglegt, þrætubókarlist eða þrátefli í þeir- ri daglegu iðju þjóðarinnar að str- júka kviðinn og elska friðinn, enda vopnlaus og tannlaus og allslaus ef út í það er farið. En mitt í öllum þessum hvers- dagsleika vakna menn upp við það nú í vikunni, að þessi friðelskandi og vopnlausa þjóð, samkvæmt til- kynningu frá sjálfu Hvíta húsinu í Washington, sé orðin þátttakandi í árás Bandaríkjanna og þrjátíu annarra bandamanna á Írak. Það mun hafa verið gert í samráði við bandaríska sendiherrann eftir stutt spjall við þann góða mann og þótti sem sagt ekki meiri tíðindi en svo, að mati íslenskra ráða- manna, að það þótti ekki taka því að láta landsmenn vita um aðild þeirra að stríðinu því arna. Þetta er í samræmi við markaða stefnu og ekkert nýtt, sagði Sigríður Anna, formaður utanríkismála- nefndar Alþingis, og kippti sér ekki upp við það að vera með í einu litlu stríði, án þess að hafa verið látin vita af því sérstaklega. Og Morgunblaðið skrifar heilan leiðara um hvað við megum vera þakklátir Bandaríkjamönnum fyr- ir það hvað þeir hafa verið góðir við okkur og það sé nú það minns- ta sem við getum gert fyrir þá að lýsa yfir stríði á hendur Írak og hvað kemur það þjóðinni við? Ég bara spyr. Íslendingar eru sem sagt komn- ir í stríð, án þess að hafa haft hug- mynd um það, án þess að það taki því að spyrja þingið eða þjóðina og hvað vill stjórnarandstaðan upp á dekk í svona sjálfsögðum stríðs- rekstri og hvað kemur íslensku þjóðinni það yfirleitt við, það sem þeir ábyrgu herrar í valdastólun- um aðhafast, til að gæta hagsmuna fólks, sem skilur hvort sem er ekkert út á hvað það gengur að stjórna landi, sem á allt undir því að þeir stjórni? Og Saddam Hussein er jú vond- ur maður og drepur mann og ann- an og það er alveg einsýnt með hverjum við höldum og nú er bara að vona að íslensku bandamenn- irnir vinni þetta stríð og mali Íraka undir sig og sprengi nógu mikið og drepi sem flesta til að Ís- lendingar geti með góðri sam- visku hjálpað til við uppbyggingu landsins, eftir að okkar menn hafa náð að eyðileggja nógu mikið. Við hljótum auðvitað að standa með okkur sjálfum í þessu stríði, sem við vissum ekki að við tækjum þátt í en tökum þátt í, eftir að bandaríski sendiherrann hafði tal- að við Davíð og Halldór um að við tækjum þátt. Enda hefur þjóðin ekkert vit á stríði og miklu minna en þessir þrír menn sem hafa vit á því hvenær Íslendingar eiga að taka þátt í stríði. Og hvenær ekki. Hvaða læti eru þetta eiginlega? Eru þetta ekki einmitt mennirnir og formennirnir í flokkunum sem hafa ráðið og vilja ráða áfram, ef Guð lofar og kjósendurnir, sem fréttu það núna í vikunni, að þeir væru orðnir aðilar að stríði, án þess að ráða nokkru um það. Frek- ar en öðru. Vegna þess að það verður að hafa vit fyrir okkur. ■ Íraksvísa Sigurður Jónsson tannlæknir orti: Hafinn er darraðardans drepinn er fjöldi manns Saddam og synir hans sendir til andskotans. Tilkynning frá Washington ■ Bréf til blaðsins ■ Efnahagsmál FASTEIGNAVIÐSKIPTI Sparisjóður Hafnarfjarðar er að gefa eftir í deilu við íbúðaeigendur í fjölbýl- ishúsinu Hringbraut 4 í Hafnar- firði. Sparisjóðurinn hefur boðið fólkinu að halda eftir greiðslum af lánum sem svara til þess sem það kostar að fullgera húsið í samræmi við upphaflegan samning. Áður inn- heimtir vextir verða innheimtir sem almennir bankavextir í stað dýrari dráttar- vaxta. Talið er að um 18 milljónir króna kosti að fullgera húsið. Sjálfur á sparisjóðurinn nú fimm af tíu íbúðum í húsinu. Fulltrúar íbúanna gengu á fund Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra á miðvikudag. Bæjarstjóranum var gerð grein fyrir því áliti íbúanna að bærinn væri ábyrgur í málinu vegna meintrar ótímabærrar út- gáfu fokheldisvottorðs embættis byggingarfulltrúans. Vottorðið hafi á sínum tíma verið forsenda húsbréfalána til fyrirtækisins Listakjörs ehf., sem seldi íbúðir í húsinu. Það hafi þannig einnig verið grundvöllur fyrir íbúðar- kaupunum sjálfum. Rekstur Listakjörs komst í þrot áður en byggingu hússins lauk. Meðal þess sem íbúarnir telja að á hafi skort við útgáfu fokheldisvottorðs er að þak vant- ar á bílageymslu, rafmagnsteikn- ingar eru ófrágengnar og ólokið er við hluta klæðningar hússins og þakkanta. Þessi atriði eru enn ókláruð. Sparisjóður Hafnarfjarðar veitti Listakjöri lánafyrirgreiðslu vegna Hringbrautar 4 gegn veði í húsinu. Veðin eru enn áhvílandi á íbúðum þeirra sem keyptu. Íbú- arnir hafa hins vegar haldið eftir greiðslum af þessum lánum þar sem byggingu hússins er ólokið. Sparisjóðurinn hefur hingað til sagst ekki vera ábyrgur fyrir van- efndum verktakans. Fólkinu hafi verið kunnugt um veðin þegar íbúðirnar voru keyptar. Sparisjóð- urinn væri í fullum rétti að inn- heimta samkvæmt þeim veðum sem hann ætti. Íbúarnir munu telja tilboð sparisjóðsins vera grundvöll fyrir sáttum í málinu. gar@frettabladid.is Sparisjóður Hafnarfjarðar býður nú íbúum fjölbýlishúss við Hringbraut að halda eftir greiðslum sem nemur óloknu verki við húsið. HRINGBRAUT 4 Nú hillir undir að eigendur fimm íbúða í þessu húsi við Hringbraut 4 í Hafnarfirði nái sáttum við Sparisjóð Hafnarfjarðar. Eigendur fá til- boð sparisjóðs LAUNAVÍSITALA HÆKKAR Launavísitala í febrúar var 237,5 stig og hækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði, samkvæmt Hag- stofu Íslands. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 5,6%. Mest hækkaði hún um áramótin. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í apríl 2003 er 5194 stig. MINNI BYGGINGARKOSTNAÐUR Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan mars, er 284,8 stig og lækkar um 0,25% frá fyrra mánuði. Vísitalan gildir fyrir apríl. LANDSFRAMLEIÐSLA EYKST Áætlanir Hagstofunnar benda til þess að á árinu 2002 hafi lands- framleiðslan orðið 774 milljarðar króna, en það er 34 milljörðum eða 4,5% hærri fjárhæð en árið áður. Að teknu tilliti til verð- breytinga er hins vegar talið að landsframleiðslan hafi dregist saman um 0,5% að raungildi. ■ Bæjarstjóran- um var gerð grein fyrir því áliti íbúanna að bærinn væri ábyrgur í málinu. Hugsaðupp á nýtt ELLERT B. SCHRAM ■ skrifar um stríð sem kemur Íslendingum ekki við. Leiðarahöfundur The Independent hefur efasemdir um réttmæti innrásar en segir að enn megi gera gott úr innrásinni ef áhersla verður lögð á að frelsa írösku þjóðina og hjálpa henni að koma undir sig fótunum eftir að harðstjórn Saddams Husseins hefur verið steypt. Innrásin hefur þó ófáar nei- kvæðar hliðar. Þó stríðið snúist ekki um olíu að því leyti að Banda- ríkjamenn vilji stela olíubirgðum Íraka sé líklegt að ein helsta áhersla þeirra sé að tryggja fjöl- breyttari aðgang að olíu. Þá megi ekki gleyma því að efasemdir séu um hvort og hversu miklum gjör- eyðingarvopnum Írakar búa yfir. Blaðið vitnar til orða Hans Blix, sem sagði að það yrði neyðarlegt fyrir innrásarherinn ef engin vopn fyndust að stríði loknu. The Times varar andstæðinga innrásar við því að ganga of langt í mótmælum sínum. Þó það sé ekki hægt að ætlast til þess að mótmælendur láti af andstöðu sinni við stríð verða þeir að gæta þess að skaða ekki aðra í mótmæl- um sínum. Þannig hafi þær að- gerðir þeirra að stöðva umferð og leggja vissa borgarhluta undir mótmæli ekki haft önnur áhrif en þau að skaða þá sem áttu leið þar um. Eins sé ljóst að sumir and- stæðingar stríðs sýni andstæðing- um sínum ekki sömu virðingu og tilhlýðilegt sé. Til marks um það sé fata full af kúadellu sem hafi verið skilin eftir fyrir framan heimili nokkurra þingmanna sem styðja innrás. Repúblikanar fá á baukinn í leiðara Washington Post fyrir að saka Thomas Daschle, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, um landráð fyrir gagnrýni hans á Bandaríkjaforseta vegna innrás- arinnar í Írak. Leiðarahöfundur minnir á að í lýðræðisríki eigi að hvetja fólk til að tjá skoðun sína á atburðum en ekki að segja því að halda kjafti. Vitnað er í orð Teddy Roosevelts, fyrrum forseta Bandaríkjanna, frá árinu 1918 þegar Bandaríkjamenn tóku þátt í fyrri heimsstyrjöldinni. „Það að segja að það megi ekki gagnrýna forsetann, að við eigum að styðja hann hvort sem hann hefur rétt eða rangt fyrir sér, er ekki aðeins óþjóðrækið og þýlynt heldur sið- ferðisleg landráð við bandarískan almenning.“ ■ Úr leiðurum ■ Leiðarar heimspressunnar eru undirlagðir af innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Flestir leiðarahöfundar mæla með eða á móti stríði. Sumir leggja sig þó fram um að greina umræðuna í löndum sínum og hversu mikinn rétt hún eigi á sér. Þrenns konar viðbrögð við innrás Ráðstefna um markfæði úr sjávarfangi haldin af Rannsóknarþjónustunni Sýni ehf. 31. mars 2003 kl. 08:30, Borgartúni 6, 4. hæð. 08:30-08:55 . . . . . . . . Skráning 09:00 . . . . . . . . . . . . . . Setning . . . . . . . . . . . . . . . . . . Fundarstjóri: Guðmundur G. Haraldsson, . . . . . . . . . . . . . . . . . . prófessor við Háskóla Íslands 09:10 . . . . . . . . . . . . . . Markaður fyrir markfæði úr sjávarútvegi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . Baldur Hjaltason, Pronova Biocare 09:50 . . . . . . . . . . . . . . Búklýsi sem markfæði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hasse Vinter, Havelopment aps. 10:40 . . . . . . . . . . . . . . Kaffi 10:55 . . . . . . . . . . . . . . Staðan og möguleikar í íslenskum sjávarútvegi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðjón Þorkelsson, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins 11:25 . . . . . . . . . . . . . . Afurðir úr sjávarfangi. Jóhannes Gíslason, Primex ehf 12:00 . . . . . . . . . . . . . . Hádegismatur 13:00 . . . . . . . . . . . . . . Fiskprótein sem markfæði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . Geir Wold, Maritex AS 13:50 . . . . . . . . . . . . . . Astaxanthin í markfæði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . Niels-Henrik Norsker, BioProcess Island hf. 14:20 . . . . . . . . . . . . . . Bragðefni úr sjávarfangi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . Halldór Árnason, Norðurís ehf. 14:50 . . . . . . . . . . . . . . Markmar ehf., kynning. . . . . . . . . . . . . . . . . . . Finnur Árnason, Nýsköpunarsjóður 15:00 . . . . . . . . . . . . . . Kaffi 15:20 . . . . . . . . . . . . . . Pallborðsumræður (fara fram á ensku) 16:10 . . . . . . . . . . . . . . Fundarslit Langþreyttir Suðurnesja- menn Suðurnesjamaður skrifar: Við Suðurnesjamenn erumorðnir langþreyttir á deilum hjá Heilbrigðisstofnun Suður- nesja. Hér skal ekki rakið upphaf deilnanna, en hitt er víst, að þögult samkomulag heilsugæslulækna um að ráða sig ekki í vinnu þarna er vegna þess að viðkomandi læknar vantreysta yfirstjórn áð- urnefndrar stofnunar (eins og fyrrverandi yfirlæknir, María Ólafsdóttir, segir í Fréttablaðinu 14/3). Það segja mér einnig læknar að þar eigi einkum í hlut forstjór- inn, Sigríður Sæbjörnsdóttir (kona landlæknis). Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra virðist halda að sér höndum, til að styggja ekki volduga aðila og elsku vini. Sigríður Snæbjörnsdóttir hefur borið sig mannalega í fjölmiðlum og segist meðal annars hafa ráðið þarna skrifstofustjóra. Kannski hún sé líka að hugsa um að kostnað- ur lækki þegar einn læknir sé nú að störfum í stað tíu. En ekki virðist þar á bæ vera hugsað mikið um þarfir íbúa á svæðinu, líðan þeirra og öryggi, að því ógleymdu að fjöl- margir hafa þurft að leita út fyrir svæðið eftir læknishjálp, með ærn- um kostnaði og óþægindum. Aðal- atriðið er þetta: Við Suðurnesja- menn eigum rétt á eðlilegri heilsu- gæslu eins og aðrir landsmenn. Kannski verður örþrifaráðið að hefja málssókn á hendur fyrr- nefndri stofnun og ríkissjóði. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.