Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 23
Þegar ástand heimsmála er jafneldfimt og það er um þessar mundir óttast menn alltaf að ein- hverjir kjósi að nota Óskarsverð- launin til þess að koma meining- um sínum, sem eru misvel þokk- aðar, á framfæri, og því er taugatitringurinn í herbúðum Akademíunnar í algeru hámarki. Eftirminnilegasta og um- deildasta dæmið um árekstur Óskars við eldfim mál er án efa sú ákvörðun Marlons Brando að senda indíánastúlkuna Sacheen Littlefeather til þess að taka við verðlaunum sínum fyrir leik sinn í The Godfather árið 1972. Stúlk- an, sem átti að vera Apache- indíáni en var víst bara leikkona, lýsti því yfir að Brando gæti ekki tekið á móti verðlaununum vegna slæmrar meðferðar kvikmynda- iðnaðarins á frumbyggjum Amer- íku. Tiltækið vakti litla kátínu við- staddra og líklega eru ekki allir enn búnir að fyrirgefa Brando. Það var einnig hápólitískt augnablik þegar leikstjórinn Elia Kazan fékk heiðursóskar fyrir ævistarf sitt við kvikmyndir árið 1999. Flestir í hópi áhorfenda stóðu upp og hylltu Kazan á með- an aðrir sátu sem fastast, fremur svipljótir, í mótmælaskyni við þá ákvörðun Kazans að gefa þing- nefnd upp nöfn átta meintra kommúnista í Hollywood í norna- veiðunum 1952. Meistari þöglu myndana, Charlie Chaplin, fékk hins vegar verðskuldaða og langvarandi hyllingu árið 1972 þegar hann tók við sínum heiðursóskar. Chaplin hafði fallið í áliti á sín- um tíma fyrir að vera hallur undir kommúnisma og hafði verið í útlegð frá Hollywood í tuttugu ár. Vanessa Redgrave fékk alla í salnum upp á móti sér þegar hún tók við verðlaunum fyrir leik sinn í Julia árið 1977. Þá harmaði hún það að „síonista- bullur“ skyldu hafa mótmælt já- kvæðum viðhorfum sínum til Palestínumanna og var púuð niður fyrir vikið. Tom Hanks flutti sögulega þakkarræðu árið 1993 þegar hann var verðlaunaður fyrir að leika eyðnismitaðan homma í Philadelphia. Hann þakkaði sér- staklega leiklistarkennara sín- um í gagnfræðaskóla og fyrrum bekkjarfélaga sem hann sagði vera „tvo úrvals samkynhneigða Ameríkana, tvo dásamlega menn sem hann hefði verið svo lánsamur að fá að kynnast.“ Sagan hefur dæmt Akademí- una harkalega fyrir að snið- ganga meistaraverk Orsons Welles, Citizen Kane, árið 1941. Myndin er almennt talin ein besta mynd kvikmyndasögunn- ar en á sínum tíma þótti Aka- demíunni Welles allt of farsæll og áhrifamikill miðað við aldur og myndin fékk aðeins ein verð- laun, fyrir handrit. Hin magnaða stríðsmynd Stevens Spielbergs, Saving Private Ryan, fékk áþekka út- reið árið 1998. Myndin var lofuð í hástert af gagnrýnendum og var almennt talin ein af fimm bestu myndum þessa árs. Hún fékk þó aðeins verðlaun fyrir leikstjórn og tæknivinnu og „tapaði“ fyrir Shakespeare in Love, flestum til mikillar undr- unar, ef ekki gremju. Þrátt fyrir að það sé almennt talið æskilegt að fólk hegði sér sómasamlega við Óskarsverð- launaafhendinguna þá hefur hæverska aldrei verið nein sér- stök dyggð í Hollywood, eins og James Cameron minnti eftir- minnilega á þegar hann tók við verðlaunum fyrir að leikstýra Titanic árið 1997. Hann sleppti gersamlega fram af sér beislinu og básúnaði með miklum látum að hann væri „konungur heims- ins“. Hann hefur ekki gert mynd síðan og sjálfsagt prísa ein- hverjir sig sæla. ■ 23LAUGARDAGUR 22. mars 2003 Ógleymanleg augnablik og asnastrik ■ EFTIRMINNILEG KVÖLD Whoopi Goldberg 2002: „Óskar er sá eini í Hollywood sem er 74 ára og þarf ekki Viagra til þess að endast í þrjá klukku- tíma.“ ,, WOODY ALLEN 2002 „Þegar Akademían hringdi fékk ég áfall. Ég hélt að þeir vildu ef til vill fá Óskarana aft- ur og veðmangarinn minn lokaði fyrir þó nokkru síðan.“ CITIZEN KANE Eitt sorglegasta dæmi sögunnar um það hvernig Akademían á það til að sniðganga meistaraverk, en pólitík, öfund, auglýsingaskrum og fleiri leiðindi hafa orðið til þess að verðlaunin verða seint talin raunverulegur mælikvarði á hæfileika og gæði. Sú hvimleiða hefð hefur fest sig ísessi hvað Óskarsverðlaunin varðar að yfirleitt er það einhver ein mynd sem hirðir flest verðlaun- in í öllum helstu flokkum. Þetta ræðst sjálfsagt ekki síst af allri póli- tíkinni sem stunduð er bak við tjöld- in og því geysiöfluga markaðs- og kynningarstarfi sem sumir fram- leiðendur leggja í til að vekja at- hygli á myndum sínum. Það kemur sem betur fer af og til eitthvað á óvart og því er aldrei hægt að ganga að neinu sem vísu, Þannig fékk til dæmis Ridley Scott ekki verðlaun fyrir að leikstýra Gladiator þó myndin væri óum- deildur sigurvegari árið 2000 og Russell Crowe varð af verðlaunun- um í fyrra þó A Beautiful Mind ætti góðan dag. Þá er mörgum enn í fersku minni þegar The Silence of the Lambs sópaði til sín styttunum árið 1991. Myndin er ofbeldisfull spennumynd og því ekki dæmigerð óskarsverðlaunamynd og þar fyrir utan var hún sýnd snemma árið áður og var flestum gleymd þegar Hannibal át svo upp alla samkeppn- ina á verðlaunaafhendingunni. Spá gagnrýnenda Empire Hluti af fjörinu í kringum Ósk- arsverðlaunin felst í því að reyna að spá fyrir um úrslitin og ekki skemmir fyrir ef maður „heldur með“ ákveðnum aðilum og bindur miklar vonir við að þeir hreppi hnossið. Þá getur verðlaunanóttin orðið eins og besti íþróttakappleik- ur. Sjóaðir gagnrýnendur breska kvikmyndatímaritsins Empire hafa að sjálfsögðu spáð í spilin og eru nokkuð samstíga í vali sínu. Fimm af sex veðja á að Chicago verði val- in besta myndin en einn velur The Pianist. Þeir eru einróma sammála um að Martin Scorsese fái loks verðlaun fyrir bestu leikstjórnina fyrir Gangs of New York og fjórir af sex telja víst að Daniel Day- Lewis hreppi verðlaun fyrir leik sinn í þeirri mynd. Tveir þeirra skjóta svo aftur á að gamli refurinn Jack Nicholson landi fjórðu stytt- unni fyrir About Schmidt. Gagnrýnendurnir eru allir sam- mála um að Nicole Kidman verði verðlaunuð fyrir leik sinn í The Hours. Hvað bestu aukaleikarana varðar telja fjórir af sex að Chris Cooper vinni í flokki karla fyrir Adaptation. en tveir telja Christoph- er Walken best að styttunni kominn fyrir frammistöðu sína í Catch Me if You Can. Fimm af sex gera svo ráð fyrir að Catherine Zeta-Jones fái verðlaun fyrir Chicago en tveir skjóta á Julianne Moore fyrir The Hours. Spá Fréttablaðsins Gagnrýnendur Fréttablaðsins eiga frekar bágt með að leggja til- finningar sínar til hliðar og leggja kalt mat á málið. Þeir eru þó sam- mála um að Chicago verði fyrir val- inu sem besta myndin og að Martin Scorsese verði valinn besti leik- stjórinn. Þá efast þeir ekki um að Daniel Day-Lewis sé öruggur með sín verðlaun og veðja sömuleiðis á Nicole Kidman í kvennadeildinni. Fyrir bestan aukaleik veðja þeir á Christopher Walken og Julianne Moore. Óskir þeirra um úrslit stangast á við spána að því leyti að þeir telja The Pianist bestu myndina og Rom- an Polanski sömuleiðis besta leik- stjórann. Annars eru væntingar þeirra í samræmi við spána. Þá þætti þeim gaman að sjá Eminem vinna verðlaun fyrir besta lagið þó þeir geri ráð fyrir að það verði U2 sem hreppi það hnoss. thorarinn@frettabladid.is biggi@frettabladid.is ■ VONIR, VÆNTINGAR OG SPÁR Það er ekkert öruggt hjá Óskari STEVEN SPIELBERG Er lifandi dæmi um að það er ekki hægt að ganga að neinu gefnu þegar Óskarinn er annars vegar og þrátt fyrir endalausa sigra í miðasölunni og röð af frábærum myndum rofaði ekki til fyrr en hann gerði mynd um helför gyðinga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.