Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 38
22. mars 2003 LAUGARDAGUR Alvöru stríð er ekki skemmtilegtsjónvarpsefni en samt situr heimsbyggðin núna límd fyrir framan kassann og fylgist með sprengjum falla og húsum hrynja. Áhuginn ræðst sjálfsagt að miklu leyti af því hversu mikið sjónarspil er á ferðinni enda er ekki laust við að þeir sem standa fyrir sýningunni séu svolítið grobbnir yfir þessu öllu saman. Þetta er víst öflugasta árás sem sögur fara af og á sér enga hlið- stæðu. „Það hefur sko aldrei verið gert svona áður og við erum að setja nýtt met í sprengjuregni.“ Þetta er sem sagt flottara stríð en það sem pabbinn skellti sér í fyr- ir 12 árum og miklu magnaðra en gegndarlausar loftárásir á Afganistan. Þessar stríðsútsending- ar eru háðar nákvæmlega sömu lög- málum og raunveruleikasjónvarpið fáránlega sem Kaninn fann upp. Það þarf alltaf að ganga lengra í næstu seríu svo fólk komi aftur. Einhvern tíma fáum við að fylgjast með því þegar lausaleiksbarn verð- ur búið til á Eyju freistinganna, ein- hvern tíma eigum við eftir að sjá Sörvævörana berast á banaspjótum þar til aðeins einn er uppistandandi og einhvern tíma fáum við að sjá eitthvert Jack- ass-fíflið drepa sig í beinni. R a u n v e r u - leikasjónvarpið er samt auðvitað ekkert í alvörunni. Þetta er allt sviðsett og í plati. Sömu sögu er að segja af þessum stríðs- raunveruleikaþætti sem er hafinn í Írak. Eini munurinn er að þetta er mun kostnaðarsamari framleiðsla bæði í dollurum og mannslífum. Þetta er ríkissjónvarp Bandaríkj- anna en sú mynd sem stjórnvöld munu draga upp af átökunum með aðstoð CNN er úr jafn miklum tengslum við raunveruleikann og Survivor og The Bachelor. ■ Við tækið ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ■ sér ekki ástæðu til að fylgjast með stríðinu í beinni enda hefur reynslan kennt honum að það sem fyrir augu ber er eitthvað annað en það sem er í raun og veru að gerast. Raunveruleikasjónvarp CNN 20.00 Billy Graham 21.00 Praise the Lord 23.00 Robert Schuller 0.00 Miðnæturhróp C. Parker Thomas Á Breiðbandinu má finna 28 erlendar sjónvarpsstöðvar sem seldar eru í áskrift og þar af eru 6 Norðurlandastöðvar. Að auki sendir Breiðbandið út flestar ís- lensku útvarpsrásirnar ásamt 10 erlendum tónlistarrásum með mismunandi tónlistarstefnum. 12.15 Enski boltinn (Man. Utd. - Fulham) Bein útsending frá leik Manchester United og Fulham. 14.30 4-4-2 (Snorri Már og Þor- steinn J.) 15.45 Intersport-deildin (4 liða úrslit) Bein útsending. 17.30 Toppleikir 19.20 Lottó 19.25 Nash Bridges IV (7:24) (Lögregluforinginn Nash Bridges) 20.10 MAD TV (MAD-rásin) Geggjaður grínþáttur þar sem allir fá það óþvegið. Þátturinn dregur nafn sitt af samnefndu skop- myndablaði sem notið hefur mik- illa vinsælda. 21.00 Unhook the Stars (Stjörn- urnar stíga niður) Mildred er eldri kona sem hefur alla tíð séð um sig og sína en þegar yngsta barn hennar flytur að heiman myndast ákveðið tómarúm í lífi hennar. Einn góðan veðurdag fær hún heim- sókn frá ungri nágrannakonu sinni sem á í erfiðleikum með að sjá fyr- ir barni sínu. Vönduð mynd þar sem fjallað er um samskipti fólks og hvernig náungakærleikur sigrar allar þrautir. Aðalhlutverk: Gena Rowlands, Marisa Tomei, Gerard Depardieu, Jake Lloyd. Leikstjóri: Nick Cassavettes. 1996. 22.45 Tim Austin - Rafael Marquez Útsending frá hnefaleika- keppni í Las Vegas. Á meðal þeirra sem mættust voru Tim Austin og Rafael Marquez en í húfi var heimsmeistaratitill IBF-sambands- ins í bantamvigt. 0.50 The Necklace (Djásnið) Erótísk kvikmynd. Stranglega bönn- uð börnum. 2.10 Dagskrárlok og skjáleikur 9.00 Morgunstundin okkar 9.02 Mummi bumba (12:65) 9.07 Bingur (12:13) (Binka) 9.17 Malla mús (52:55) (Maisy) 9.25 Engilbert (5:26) 9.38 Albertína ballerína (8:26) 10.00 Ungur uppfinningamaður (55:65) (Dexter’s Laboratory) 10.24 Harry og hrukkudýrin (4:8) 10.50 Viltu læra íslensku? (11:22) 11.10 Kastljósið 11.30 Formúla 1 12.50 Íslandsmótið í handbolta Bein útsending frá leik ÍBV og Hauka í lokaumferð Esso-deildar kvenna í Vestmannaeyjum. 14.25 Þýski fótboltinn Bein útsending frá leik í þýsku úrvalsdeildinni. 16.20 Innanhússmeistaramót Íslands í sundi Bein útsending frá Vestmannaeyjum. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Smart spæjari (25:30) 18.25 Flugvöllurinn (9:16) 18.54 Lottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.40 Laugardagskvöld með Gísla Marteini 20.25 Spaugstofan 20.50 Fyrirmyndar unnusti Rómantísk gamanmynd frá 1997. Kate hefur fundið mann sem hún er hrifin af. Til þess að kanna hvort tilfinningarnar eru gagnkvæmar og gera hann afbrýðisaman ræður hún leikara sem á að þykjast vera kærastinn hennar. Leikstjóri: Glenn Gordon Caron. Aðalhlutverk: Jennifer Aniston, Jay Mohr og Kevin Bacon. 22.40 Samsæriskenningin (Conspiracy Theory) Kvikmyndaskoðun telur myndina ekki hæfa fólki yngra en 16 ára. Aðalhlutverk: Mel Gibson og Julia Roberts. 0.50 Indiana Jones og Dómsdagsmusterið Kvikmyndaskoðun telur myndina ekki hæfa fólki yngra en 12 ára. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Kate Capshaw, Amrish Puri og Roshan Seth. e. 2.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 6.30 Formúla 1 Bein útsending frá kappakstrinum í Malasíu. Umsjón: Gunnlaugur Rögnvalds- son. 8.00 Barnatími Stöðvar 2 9.55 The Luck of the Irish 11.25 Yu Gi Oh (10:48) 11.50 Bold and the Beautiful 13.30 Viltu vinna milljón? 14.20 Alltaf í boltanum 14.45 Enski boltinn 17.10 Sjálfstætt fólk 17.40 Oprah Winfrey 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.55 Lottó 19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður 19.30 Angel Eyes (Vakir yfir) Lögreglukonan Sharon Pogue stendur andspænis dauðanum kvöld eitt á vaktinni. Ógæfumaður miðar á hana byssu þegar veg- farandi kemur henni til hjálpar. En hver er þessi bjargvættur og hafa kannski örlögin ætlað þeim að hitt- ast? Með Sharon og Catch, en svo heitir maðurinn, takast frekari kynni og þá kemur nokkuð óþægilegt í ljós. Aðalhlutverk: Jennifer Lopez, James Caviezel, Jeremy Sisto. Leik- stjóri: Luis Mandoki. 2001. 21.15 Rat Race . 23.05 54 (Stúdíó 54) Stúdíó 54 var heitasti staðurinn í New York þegar diskóið réð ríkjum. Það voru einungis útvaldir sem komust inn og þegar þangað var komið skorti ekki kynlíf, eiturlyf og umfram allt dúndrandi diskótakt! Aðalhlutverk: Mike Myers, Sela Ward, Salma Hayek. Leikstjóri: Mark Christopher. 1998. Bönnuð börnum. 0.40 Scream 2 (Öskur 2) Fram- hald vinsællar hrollvekju sem skaut mörgum áhorfendum skelk í bringu hér um árið. Enn er geð- veikur morðingi á kreiki sem ógnar lífi Sydney Prescott og skólafélaga hennar en spurningin er enn sem fyrr: Hver er morðinginn? Aðalhlut- verk: Neve Campell, David Arquette, Courtney Cox, Jerry O’Connell. Leikstjóri: Wes Craven. 1997. Stranglega bönnuð börnum. 2.35 The Killing (Uppgrip) Aðalhlutverk: Vince Edwards, Sterl- ing Hayden, Coleen Gray. Leikstjóri: Stanley Kubrick. 1956. 4.00 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí 6.00 North By Northwest (Á flótta) 8.15 Air Bud: World Pup (Hundatilþrif 3) 10.00 Flirting With Disaster (Nagandi óvissa) 12.00 The Wedding Planner (Brúðkaupsplön) 14.00 North By Northwest (Á flótta) 16.15 Air Bud: World Pup (Hundatilþrif 3) 18.00 Flirting With Disaster (Nagandi óvissa) 20.00 The Wedding Planner (Brúðkaupsplön) 22.00 Perfect Storm (Banvænn stormur) 0.05 Dirty Pictures (Dónamyndir) 2.00 Rumble in the Bronx (Barist í Bronx) 4.00 Perfect Storm (Banvænn stormur) 7.00 Meiri músík 12.00 Lúkkið 14.00 X-TV.. 15.00 Trailer 16.00 Geim TV 17.00 Pepsí listinn 19.00 XY TV 20.00 Meiri músík . 13.30 Mótor (e) 14.00 Jay Leno (e) 15.00 Yes, Dear (e) 15.30 Everybody Loves Raymond (e) 16.00 Djúpa laugin (e) 17.00 Survivor Amazon (e) 18.00 Fólk með Sirrý (e) 19.00 Listin að lifa (e) 20.00 Charmed Heillanornirnar þrjár gera allt sem þær geta til að halda heimi sínum og andanna í jafnvægi en ill öfl reyna hvað þau geta að sundra félagsskap þeirra. Þær njóta sín best í selskap engla og fagurra vera en neyðast meira til að eiga kompaní við djöfla, drýsla og dára af ýmsu tagi. 21.00 Leap Years Hæfileikarík ungmenni kynnast árið 1993 og halda vinskap sínum lifandi næstu ár. Rugla saman reytum og eiga (stundum óþarflega) náin kynni. Við fáum að líta inn til þeirra árin 1993, 2001 og 2008 og sjá hvernig samböndin hafa þróast. Leik-og söngkonan Athena berst við að ná frægð og frama, kemst á toppinn en hrynur síðan í hyldýpi eitur- lyfjaneyslu. Vinir hennar Gregory gagnrýnandi, Joe lögmaður og Ben ríkisbubbi reyna að hjálpa henni en eiga sjálfir við sín vandamál að stríða, þá helst framhjáhöld, fjölskyldudeilur og vændiskvenna- heimsóknir. 22.00 Law & Order SVU (e) 22.50 Philly (e) 23.40 Tvöfaldur Jay Leno (e) 1.10 Dagskrárlok Sjá nánar á www.s1.is John Cleese og hlauparottunar John Cleese, Whoopi Goldberg og Rowan Atkinson eru meðal leikenda í gamanmyndinni Hlauparottur, eða Rat Race, sem er frá árinu 2001. Donald Sinclair rekur spilavíti í Las Veg- as. Til að skemmta velunnurum sínum fær hann hóp fólks til að eltast við tvær milljónir dala. Í þessum leik er allt leyfilegt og þeir sem koma fyrstir í mark fá alla upphæðina. Donald lætur vera að greina keppendum frá því að útvaldir vinir hans veðja um úrslitin í þessu æsispenn- andi kapphlaupi. Leikstjóri er Jerry Zucker. Stöð 2 21.15 Sjónvarpið 20.50 Fyrirmyndar unnusti Rómantíska gamanmyndin Fyrir- myndar unnusti (Picture Perfect) er frá 1997. Kate hefur fundið mann sem hún er hrifin af. Hana langar að komast að því hvort hann ber sama hug til hennar og eins vill hún gera hann af- brýðisaman. Þess vegna bregður hún á það ráð að ráða leikarann Nick til þess að þykjast vera kærastinn hennar, en þá vill ekki betur til en svo að Nick verður meira en lítið skotinn í Kate. Í aðalhlutverkum eru Friends-stjarnan Jennifer Ani- ston, Jay Mohr og Kevin Bacon og leikstjóri er Glenn Gordon Caron. DAGSKRÁ LAUGARDAGSINS 22. MARS Ekkert kemur í stað hreyfingar og heilbrigðra lífshátta. Engar töfralausnir! Og allra síst þessi magaþjálfi. En ef þú ert svo glórulaus að kaupa magaþjálfann þá finnur þú hann hjá okkur. Hann kostar ekki 19.500 kr. heldur $16.94 eða 2.800 kr. með flutningi, tryggingu, tollum og VSK. Þú sparar stórfé, en ert samt að henda peningnum. Við mælum alls ekki með þessum magaþjálfa ! allar vörur beint frá Bandaríkjunum Skápahurðir Spónn og harðvið ur í úrvali Hurðir fyrir skápa í eldhús, bað og svefnherbergi Hurðirnar eru fáanlegar úr eftirtöldum viðartegundum: Eik, beyki, birki og fura Ólakkaðar, lakkaðar eða hvítlakkaðar. Litaðar og lakkaðar Staðlaðar stærðir, einnig er hægt að fá smíðað eftir máli KVIKMYNDIR Framleiðendur nýjustu myndar leikkonunnar Meg Ryan hafa ákveðið að fresta útgáfu henn- ar um skeið. Þeir óttast að stríðið í Írak muni hafa áhrif á vinsældir hennar. Myndin heitir „Against the Ropes“ og er sönn saga um kven- kyns framkvæmdastjóra hnefa- leikaliðs. Talið er að framleiðend- urnir treysti sér ekki til þess að eyða peningum í sjónvarpsauglýs- ingar bara til þess að hætt verði við að birta þær vegna stríðsfrétta. Kvikmyndaiðnaðurinn óttast einnig að stríðið í Írak verði upphaf- ið að lægð þar sem Bandaríkjamenn vilja halda sig heima til þess að fylgjast með stöðu mála í stríðinu. Frumsýna átti myndina 25. apríl næstkomandi. ■ MEG RYAN Kvikmyndaiðnaðurinn í Hollywood óttast að stríðið verði til þess að áhorfendum fækki í bíó. Nýjasta mynd Meg Ryan: Frumsýningu frestað vegna stríðs

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.