Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 45
Að fara á mótmælafundi. Sam-komur sem kosta ekki neitt. Hittir marga og blandar geði með tilgangi sem jafnvel getur verið göfugur. Helstu mótmælafundir sem í gangi eru: Gegn Kárahnjúkavirkjun á Austurvelli. Oft í hádeginu. Gegn stríðinu í Írak. Yfirleitt á Lækjartorgi eða þá í námunda við bandaríska sendiráðið á Lauf- ásvegi. Gatan er að vísu lokuð. Mótmælum gegn samræmdum stúdentsprófum er lokið. Ný mót- mæli auglýst síðar. ■ 45LAUGARDAGUR 22. mars 2003 Pondus eftir Frode Øverli ■ Ókeypis Þú situr í sætinu mínu, Pondus! En... ég get ekki setið við glugg- ann... sólskinið lætur camem- bertinn svitna! Takk, Pondus! Hvað segirðu... ertu með rækjusamloku í dag? Vissirðu að ég get þekkt í sundur tólf tegundir af rækju- salati bara með lyktarskyninu? Skráðu þig strax í dag til að auka vinningsmöguleikana Skráning í öllum bönkum, sparisjóðum og á www.kreditkort.is Ferð fyrir 4 á úrslitaleik UEFA Champions League í boði MasterCard® 46 ÁRA „Ég geri nú bara ekki neitt“, segir Tumi Magnússon, myndlist- armaður og prófessor við Lista- háskóla Íslands, aðspurður um hvort hann ætli að gera sér glaðan dag á fjörutíu og sex ára afmælinu sínu í dag. „Ég fer sennilega út úr bænum en ég þarf að skreppa vestur á Strandir þannig að það verða engin sérstök hátíðarhöld. Ég reyni samt kannski að borða einhverja köku með fjölskyldunni þegar ég kem aftur heim. Ég er nú ekki enn búinn að halda upp á fer- tugsafmælið en ætli ég reyni ekki að hafa veislu þegar ég verð fimmtíu ára.“ Tumi segir afmælisdagana hafa skipað veigameiri sess, svona eins og gengur og gerist, hjá sér þegar hann var krakki en segir þá þó ekki vera neitt sérstaklega eftir- minnilega. Tumi bætir því við að eftir að hann varð fullorðinn hafi hann misst áhugann á afmælis- dögunum og hafi einna helst vanið sig á að gera eitthvað heima með fjölskyldunni. „Þegar ég varð þrí- tugur var ég með heldur stærra fjölskylduafmæli. Annars er ég orðinn hálf ruglaður í þessu og er ekki einu sinni alveg klár á hvað ég er gamall og hélt alveg eins að ég væri að verða fjörutíu og sjö. Ég var því afskaplega ánægður að heyra það þegar þú hringdir að ég væri að verða fjörutíu og sex ára þar sem ég geri ráð fyrir að þú hafir kannað þetta.“ Aldurinn leg- gst annars vel í Tuma, sem sér enga ástæðu til að kvarta. „Mér finnst ég alltaf vera að græða á þessum árum.“ Tumi hefur verið að vinna með ljósmyndir undanfarið og afrakst- urinn ætlar hann að sýna á næst- unni. „Þetta er mitt á milli þess að vera ljósmyndir og digital mál- verk en þetta eru ljósmyndir sem eru unnar í tölvu, límdar á plötu. Ég er búinn að vera að fást við þetta í um það bil ár og hef látið prenta myndirnar út þegar ég hef haft efni á því. Þetta eru myndir af fiskum. Það hentaði verkefninu og þetta tengist vissulega Íslandi þó að þetta séu ekki endilega íslensk- ir fiskar. Þeir eru lífrænir og ekki allt of flóknir en það kom sér vel að þeir eru ekki með hendur og fætur, sem er mjög þægilegt. Þeir pössuðu vel við verkefnið.“ thorarinn@frettabladid.is Afmæli ■ Tumi Magnússon myndlistarmað- ur er 46 ára í dag. Hann kippir sér ekki upp við það og verður að heiman. Hann er í dularfullum er- indagjörðum á Ströndum og hefur auk þess unnið við fiskvinnslu í tölvu síðastliðið ár. TUMI MAGNÚSSON „Það er þá helst þessi fyrsti sem er minnisstæður en það var heilmikil upplifun að koma í heiminn.“ Vinnur fisk í tölvu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Erum við allt í einu komnir með spes sæti? Jájá, Húgó... allt í lagi! Já, Húgó... rækjusam- loku! Er það virkilegt? Þefaðu VEL að þér!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.