Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 37
37FÖSTUDAGUR 21. mars 2003 Kæru Placebo-menn, ég veit ekkihvað kom fyrir hjá ykkur en ég tel alveg tvímælalaust tíma til þess að hætta núna. Ástæðan er sú að ef þið ákveðið að puða áfram þá verður það bara endalaus og ósigrandi barátta í því að reyna að ná hæstu hæðum á ný. Staðreyndin er bara sú, elsku kall- arnir mínir, að þið náið aldrei að toppa þessa nýju plötu ykkar. Sama hvað þið eyðið miklum peningum, svita eða tárum. Allar sveitir dreymir um að gera hina „fullkomnu“ plötu. Að ná því takmarki er náttúrlega ómögulegt en „hvert þó í hoppandi“, þið komist bara nokkuð nálægt því. Þessi plata á eftir að koma öllum á óvart. Aðdáendur eiga ekki eftir að ná að slíta sig frá plötunni næstu árin og þeir sem aldrei hafa þolað ykkur eiga eftir segja; „já, mér hef- ur nú alltaf fundist þetta fremur sérstök sveit, sko. Svona öðruvísi.“ Þið stiguð skrefið til fulls, þorðuð að breyta stílnum, hella ykkur út í netta tilraunamennsku og lögðuð greinilega allt í laga- og textasmíð- ar. Vitnið meira að segja í „The Pict- ure of Dorian Gray“ eftir Oscar Wilde, yndislegt. Ekki eitt leiðinlegt lag á plötunni. Til hamingju, „Sleeping with Ghosts“ er ykkar meistaraverk. Hreint út sagt geðbiluð plata. Nú eruð þið virkilega í vandræðum. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist Hætta, núna! PLACEBO: Sleeping With Ghosts SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og 12 b.i. 16 ára Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10 ABOUT SCHMIDT kl. 3, 5.30, 8, 10.30 KALLI Á ÞAKINU m/ísl. tali kl. 2 og 4 BLUE CRASH kl. 7 THUNDERPANTS kl. 2, 3, 4 og 5 SKÓGARLÍF 2 m/ísl. tali kl. 2 og 4 Sýnd kl. 5.50, 8, 9, 10.10 og 11.15 b.i.16 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30 b.i. 12 ára FRIDA b.i. 12 kl. 3 og 5.30 CHICAGO b.i. 12 kl. 3, 5.30, 8 og 10.20 PUNCH DRUNK b.i. 12 kl. 8 og 10.10Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 16 ára Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20 b.i. 12 ára DREAMCATCHER FRUMSÝND Hér sést leikarinn Morgan Freeman laga kraga Damian Lewis á frumsýningu kvikmyndar- innar „Dreamcatcher“ í Hollywood á miðvikudag. Leikararnir Donnie Wahlberg og Thomas Jane fylgjast með. Myndin, sem er gerð eftir samnefndri sögu Stephen King, verður frum- sýnd hér á landi 18. apríl. VIKMYNDIR Það er aðeins einn karl- maður sem leikur í frönsku mynd- inni „8 Femmes“ og honum er komið fyrir kattarnef snemma í myndinni. Hér er á ferðinni gam- ansöm morðgáta sem byggð er upp á gömlu þekktu þema. Myndin gerist á einangruðu sveitasetri í Frakklandi á sjötta áratugnum. Fjölskylda nokkur hef- ur ákveðið að eyða jólahátíðinni í setrinu. Hátíð ljóss og friðar snýst þó upp í andhverfu sína þegar ætt- faðirinn finnst myrtur. Morðinginn getur aðeins verið ein af þeim átta konum sem stóðu honum nærri. Er morðinginn eig- inkona hans? Mágkona hans sem er piparmey? Þunglynda tengda- mamma hans? Ósvífna þjónustu- stúlkan eða hin dygga húsráðs- kona? Eða er mögulegt að hann hafi verið myrtur af annarri af hinum gullfallegu dætrum sínum? Úti er stórhríð, símalínan er dauð og því er ákveðið að komast til botns í málinu áður en næsti dagur rís. Við rannsóknina kemur svo vitanlega í ljós að flestar kon- urnar hafa eitthvað lúmskt í poka- horninu. Að sjálfsögðu hafa þær allar ástæðu til þess að vilja hann feigan. Ein af þeim er morðingi og hver veit nema að hún reyni að myrða aftur áður en nóttin er úti. Í aðalhlutverkum eru átta af þekktustu leikkonum Frakka. Þær eru: Catherine Deneuve (“Dancer in the Dark“), Isabelle Huppert (“La Pianiste“), Emmanuelle Béart (“Mission: Impossible“), Fanny Ardant (“Elizabeth“), Virginie Ledoyen (“The Beach“), Danielle Darrieux (“La Ronde“), Ludivine Sagnier (“Cyrano de Bergerac“) og Firmine Richard (“Romuald et Juliette“). Myndin er farsi enda gerð eftir samnefndu leikriti Robert Thom- as. biggi@frettabladid.is Köld eru kvennaráð Í gær frumsýndi Háskólabíó frönsku gamanmyndina „8 Femmes“ eða „8 konur“. Myndin sló öll aðsóknarmet í heimalandi sínu enda eru aðalleikkonurnar átta á meðal vinsælustu leikkvenna Frakka. DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM: Internet Movie Database - 7.2 /10 Rottentomatoes.com - 78% = Fresh Entertainment Weekly - B Los Angeles Times - 2 Stjörnur (af 5) 8 FEMMES Ein þessara föngulegu kvenna er morðingi. Veistu hver? ■ KVIKMYNDIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.