Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 24
HÁKARLAVEIÐAR Guðjón Gíslason trillukarl hefur stundað hákarla- veiðar sem aukabúgrein í 50 ár. Nú er svo komið að hann er eini trillukarlinn sem stundar þessar veiðar á öllum Austfjörðunum. „Ég man ekki nákvæmlega hvenær ég byrjaði á sjó,“ segir Guðjón. „Ég fór nú snemma að veiða fisk – ætli ég hafi ekki byrj- að á því nokkuð fyrir fermingu. Ég var svo átján ára þegar ég keypti fyrsta bátinn og hef verið á sjó síðan. Ég byrjaði á tveggja og hálfs tonna bát, en stærsti bátur- inn sem ég átti var tólf tonn. Nú er ég aftur búinn að minnka við mig og kominn á 6 tonna trillu.“ Guðjón, sem verður 76 ára í vor, var alinn upp á Garðskála en flutti til Eskifjarðar þrítugur. Hann gerir nú út bátinn Svölu frá Eskifirði ásamt syni sínum Stef- áni Ingvari og segir hákarlaveið- arnar fyrst og fremst vera hliðar- búgrein. „Ég veiði nú flest sem hægt er að fá hérna á grunnslóðinni. Aðal- lega er þetta nú þorskur, ýsa og steinbítur. Síðan höfum við alltaf verið með línu úti fyrir hákarl- inn.“ Hundar og kettir finnast í maga hákarls Hákarlinn, sem ber latneska heitið: Somniosus microcephalus, er eina háfisktegundin sem lifir í ísköldum sjó hinna norðlægu heimskautahafa. Hann finnst allt frá Svalbarða, Bjarnareyju og Hvítahafi og suður með ströndum Noregs inn í Norðursjó. Hann er við norðanverðar Bretlandseyjar, Færeyjar og Ísland. Í Miðjarðar- hafi er önnur tegund sömu ætt- kvíslar og í norðanverðu Kyrra- hafi er þriðja tegundin. Græðgi hákarlsins er annáluð. Hann virðist éta flest allt sem að kjafti kemur, lifandi og dautt. Í maga hákarla hafa fundist, auk alls konar fiska, sjófuglar og ýmis landdýr sem á einhvern hátt hafa borist í sjó fram. Hér við land hafa fundist hross, hundar og kettir í maga hákarls. Hann sækir í alls konar hræ og hefur verið talið að því úldnari sem þau eru því betri þyki honum þau. Beitan krydduð með rommi Á árum áður var beitan oft krydduð með rommi, en Guðjón segist ekki eyða neinu slíku í há- karlinn. Mest beiti hann hnísu og sel. „Hann tekur nú flestallt þegar sá gállinn er á honum. Það er samt ekki auðvelt að veiða hákarl því hann getur verið andskoti dyntótt- ur. Við höfum t.d. engan fengið í vetur, en fengum 20 síðasta vetur. Ætli skýringin sé ekki sú að hann hafi haft eitthvað annað að éta, nú svo hefur veðráttan líka verið óskaplega erfið.“ Guðjón segist hafa getað keypt af togurunum þegar veiðin hjá honum hafi verið dræm. Það hafi samt minnkað mikið. „Það er orðið svo lítið af togur- um hérna, þetta eru mest úthafs- togarar og þeir koma ekkert með hákarlinn í land. Reyndar kom togari með einn um daginn og það er það eina sem við erum með í verkun núna. Guðjón segist mest hafa fengið sex hákarla í einum túr, en nokkuð oft hafi hann komið með fimm í land. Hákarlinn, sem getur náð 7 metrum að lengd en er oftast 2 til 5 metrar, hefur fundist allt í kringum landið. Mest var hann veiddur á 19. öldinni þegar mikil eftirspurn var eftir hákarlalýsi. Það var mest flutt til Danmerkur og nýtt til að lýsa upp stræti borga og bæja. Auk þess sem lifr- in var hirt og brædd í lýsi var há- karlinn einnig verkaður til matar og var þar eingöngu um innan- landsneyslu að ræða. Í byrjun síð- ustu aldar dró mjög úr hákarla- veiðum hér enda eftirspurn eftir hákarlalýsi orðin miklu minni en áður vegna framfara í ljóstækni. Góður við ýmsum kvillum Hákarlinn lifir allt frá yfir- borði og niður á 500 til 600 metra dýpi og hefur fundist niður á um 1.200 metra dýpi. Guðjón segir að líklega sé hákarlinn sem hann veiði á um 80 faðma dýpi. Oftast sé hann um fjögurra metra lang- ur, en þó hafi hann veitt hann allt upp í sex metra langan. „Síðan er þetta nú hálfgert happdrætti hvernig hann verkast. Það hefur gengið frekar illa hjá okkur undanfarin þrjú ár vegna þess hversu tíðin hefur verið blaut. Ef það er ekki almennilegur þurrkur þá eyðileggst þetta bara og þá þarf maður að henda þessu.“ Guðjón segir að hákarlinn frá honum sé mest seldur á Austur- landi en einnig fáist hann stund- um í fiskbúðinni Svalbarða í Reykjavík. „Ég held að eftirspurnin hafi ekkert minnkað. Það er töluvert af eldra fólki sem vill eiga hákarl í skápnum hjá sér til þess að geta fengið sér á morgnana. Hann þyk- ir nefnilega mjög góður við ýms- um kvillum. Ég segi nú kannski ekki að hann sé allra meina bót, en þeir sem eru með of háa maga- sýru hafa læknað sig með því að borða hákarlinn. Svo er margt yngra fólk líka byrjað að borða hákarlinn.“ trausti@frettabladid.is 24 22. mars 2003 LAUGARDAGUR Tæplega áttræður Austfirðingur eltir hákarla um grunnslóðina. Græðgi hákarlsins er annáluð. Eldra fólk vill eiga hann í skápnum hjá sér. Síðasti austfirski hákarlabaninn Nýr hákarl eitraður Ekki var talið ráðlegt að éta nýjan há- karl og var hann því kasaður og kæst- ur í mold eða sandi nokkurn tíma og síðan hengdur upp í sérstökum hjöll- um áður en hann var étinn. Er hann verkaður á svipaðan hátt ennþá. Rannsóknir sýna að í nýjum hákarli er mikið af Trímetýlamínoxíði (TMAO), svo mikið að það getur valdið eitrun og jafnvel dauða ef mikið er étið af óverkuðum hákarli. Hákarlsskráp er unnt að súta og nota skinnið til ým- issa þarfa. Nú eru hákarlaveiðar dálít- ið stundaðar af Norðmönnum og Grænlendingum og lítilsháttar af Ís- lendingum. Hér veiðist hákarl mest sem aukaafli í botnvörpur togara eða á línu. Heimild: Hafrannsóknastofnun Mannskepnan helsti óvinurinn Fullorðinn hákarl þarf ekki að óttast marga óvini. Helst er það mann- skepnan þegar hákarlinn álpast í veiðarfæri hennar og auk þess getur háhyrningurinn gert hákarlinum lífið leitt. Á sjáaldri hákarlsins er oft lítið smákrabbadýr sem getur skemmt sjón hans en talið er að krabbadýr þetta geti gefið frá sér ljós og beint þannig fiskum og annarri bráð að kjafti hákarlsins. Þannig virkar dýr þetta bæði til ills og góðs fyrir há- karlinn. Heimild: Hafrannsóknastofnun BREYTTIR TÍMAR Á ESKIFIRÐI Guðjón segist hafa getað keypt hákarl af togurunum þegar veiðin hjá hon- um hafi verið dræm. Það hafi samt minnkað mikið þar sem lítið sé orðið eftir af togurum í byggðarlaginu. GUÐJÓN GÍSLASON MEÐ HÁKARLAKJÖT Í BEITNINGASKÚRNUM Guðjón, sem verður 76 ára í vor, gerir nú út bátinn Svölu frá Eskifirði ásamt syni sínum Stefáni Ingvari. Hann segir hákarlaveiðarnar fyrst og fremst vera hliðarbúgrein. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.