Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 15
15LAUGARDAGUR 22. mars 2003 Ómótstæðilegar! ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS ID U 20 58 8 03 .2 00 3 www.edda.is Tilboðsverð: 11.980 kr. Fullt verð: 15.980 kr. Tilboðsverð: 9.980 kr. Fullt verð: 12.980 kr. Í Matarást eru fleiri uppflettiatriði, uppskriftir og meiri fróðleikur en í öðrum hliðstæðum ritum sem komið hafa út á Íslandi. Bókin er ómissandi í hverju eldhúsi, eiguleg og falleg, alveg ómótstæðileg! Í Matreiðslubók Nönnu ættu allir, byrjendur jafnt sem lengra komnir, að geta fundið gnægð uppskrifta við sitt hæfi. Hátt á fjórða þúsund uppskriftir af öllu tagi, jafnt alþekktar sem óvenjulegar, og úr öllum heimshornum. Alfræðibók um mat og matargerð MATREIÐSLUBÓK Nýir kjósendur ÞAÐ SEM NÝIR KJÓSENDUR ÆTLA AÐ KJÓSA: 8% kjósa Framsóknarflokkinn 19% kjósa Sjálfstæðisflokkinn 0% kjósa Frjálslyndaflokkinn 16% kjósa Samfylkinguna 8% kjósa Vinstri græna 11% ætla ekki að kjósa 38% eru óákveðin Óákveðnir HVAÐ KUSU ÓÁKVEÐNIR SÍÐAST: 13% kusu Framsóknarflokkinn 28% kusu Sjálfstæðisflokkinn 0% kusu Frjálslynda 12% kusu Samfylkinguna 4% kusu Vinstri græna 5% voru ekki með kosningarétt 19% kusu ekki 19% neituðu að svara Samfylkinguna. Frjálslyndir sækja 26 prósent af fylgi sínu til þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokk- inn síðast. Samfylkingin sækir einnig töluvert fylgi í raðir sjálf- stæðismanna. Eitthvað af fylginu er á hreyf- ingu á milli stjórnarflokkanna og því þurfa þeir að huga að því hvernig þeir koma út hvor gagn- vart öðrum í kosningabaráttunni. Ekki er ólíklegt að Framsóknar- flokkurinn reyni að skilja sig frá samstarfsflokki sínum þegar nær dregur kosningunum. Niðurstöðurnar eru unnar upp úr uppsöfnuðu úrtaki í fjórum könnunum Fréttablaðsins. Í úr- takinu voru 2.400 manns af öllu landinu. haflidi@frettabladid.is GUÐJÓN ARNAR KRISTINSSON Frjálslyndir sækja 26% af fylgi sínu til þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Samfylkingin á tryggustu kjósendurna, 70% þeirra sem kusu flokkinn síðast ætla að kjósa flokkinn aftur í vor. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Nýtt fylgi Vinstri grænna kemur að mestu leyti frá Samfylkingunni. JÚRÓVISJÓN „Ég get á þessu stigi ekkert sagt um hversu mikill kostnaðurinn verður né heldur hvert framlag RÚV er. Þeir hafa ekki borgað neitt enn,“ segir Hall- grímur Óskarsson, höfundur Júróvisjónlags Íslendinga en nú heitir lagið „Open Your Heart“. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er kostnaður í tengslum við þátttöku í Júróvisjón í kring- um sex til sjö milljónir og framlag RÚV um þrjár. Hallgrímur segir ekki marga styrktaraðila tengjast verkefninu. Hallgrímur bar fram fyrir- spurn til Ríkisskattstjóra um hvort honum bæri nokkuð að borga virðisaukaskatt af verkefni sem er samfara Júróvisjónþátt- töku sinni. Ríkisskattstjóri hefur svarað Hallgrími og lítur svo á að ekki verði ekki annað ráðið en að hann í sjálfstæðri starfsemi selji RÚV þjónustu sem fellur undir skattskyldusvið virðisaukaskatts. Líta verði á verkefnið sem eina heild sem undanþáguákvæði 3. mgr. 2. gr. vsk-laga taka ekki til. Samofin virðisaukaskattsskyldu er skráning á grunnskrá virðis- aukaskatts. Hverjum þeim sem er virðisaukaskattsskyldur ber að tilkynna um starfsemi sína til skattstjóra, í því umdæmi sem hann er heimilisfastur, eigi síðar en átta dögum áður en starfsemin hefst. Í svarinu segir einnig að fyrir- sjáanlegur kostnaður verði vegna: gerðar myndbands og annars kynningarefnis, búningahönnun- ar, hönnunar sviðsframkomu, tón- listarflutnings, útsetningar, ferða- laga, gistingar, veitinga, ýmissar ráðgjafar og skrifstofuhalds. Jafnframt kemur fram að nokkur fyrirtæki muni leggja til fé vegna verkefnisins. „Sum þeirra óski ákveðins endurgjalds, svo sem að fá að nota lagið í kynningarefni eða að lagið verið flutt á samkom- um á þeirra vegum. Önnur þiggi aðeins mynd og veggplatta sem þakklætisvott. Loks kemur fram að þér væntið tekna vegna útgáfu lagsins á hljómdiskum og stef- gjalda vegna flutnings þess í út- varpi.“ ■ HALLGRÍMUR ÓSKARSSON Opnaði hjarta sitt fyrir skattinum, sem sagði honum allt um virðisaukaskattinn. Skatturinn segir Hallgrími allt um virðisaukaskatt: Virðisauki á Júróvisjón

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.