Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 6
6 22. mars 2003 LAUGARDAGUR AKUREYRI Mótmæli eru víða vegna innrásarinnar í Írak, jafnt á er- lendum vettvangi sem innan- lands. Þannig komu saman rúm- lega þrjú hundruð friðarsinnar á Ráðhústorgi á Akureyri á fimmtu- dag og í ályktun fundarins er það harmað að Ísland sé dregið í stríð Bandaríkjaforseta og fylgifiska hans. Þar segir meðal annars: „Mikill meirihluti íslensku þjóð- arinnar er andvígur þessari árás og því að Ísland skuli vera á sér- stökum stuðningslista við stríð George W. Bush. Það er í hróp- legri andstöðu við vilja okkar og brot á stjórnarskrá Íslenska lýð- veldisins og einnig á stofnsátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Við skorum á utanríkisráðherra að taka okkur tafarlaust af þessum lista og hverfa frá þessari stríðs- stefnu. Annars getur hann ekki verið utanríkisráðherra okkar.“ ■ BANVÆN MÓTMÆLI Tveir létust og tugir særðust þegar til átaka kom milli lögreglumanna og mót- mælenda í Jemen. Mótmælin fóru fram við bandaríska sendi- ráðið. AUKINN STUÐNINGUR Sjö af hverjum tíu Bandaríkjamönnum eru hlynntir stefnu stjórnvalda gagnvart Írak samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Vinsældir George W. Bush hafa aukist tals- vert, 67% eru ánægð með frammistöðu hans í starfi, rúm- lega tíu prósentustigum fleiri en í síðustu könnunum. SADDAM BÝÐUR VERÐLAUN Saddam hefur heitið Írökum pen- ingaverðlaunum fyrir frammi- stöðu sína gegn innrásarherjum. Hver sá sem skýtur niður óvina- flugvél fær andvirði 4,5 milljóna króna, en þeir sem skjóta niður þyrlu fá helming þeirrar upp- hæðar. Sá sem handsamar banda- rískan eða breskan flugmann fær andvirði 2,3 milljóna króna, en sé flugmanninum banað fæst hálf sú upphæð. BYRJAR VEL Innrásin í Írak virð- ist byrja vel þrátt fyrir að átta breskir hermenn hafi látist í þyrluslysi, sagði Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, en var- aði við því að fólk gerði sér vonir um skjótan sigur. RAUÐI KROSSINN „Ég á í raun von á hverju sem er en er óttalaus enda almennt ekki mjög áhyggjufull né lífhrædd. En vissulega þarf maður að vera léttruglaður til að taka þátt í svona,“ segir Eva Laufey Stef- ánsdóttir hjúkrunarfræðingur, sem mjög líklega er á leið til Miðausturlanda að sinna hjálpar- starfi á vegum Rauða krossins vegna stríðsins í Írak. Hún er í viðbragðsstöðu, búin að pakka og þess albúin að fara. Eva Laufey hefur verið starfandi hjá Landspítalanum að unda- förnu, á hjartadeild, en gerir ekki ráð fyrir því að mæta þang- að til vinnu í bráð. Vinnuveitend- ur líta þetta skilningsríkum aug- um enda var um það samið í byrjun að Eva Laufey gæti þurft að fara með litlum fyrirvara. Hvenær hún nákvæmlega fer er nokkuð sem erfitt er að segja um. „Fyrir einni og hálfri viku var mér sagt að vera í viðbragðs- stöðu. Alltaf var búist við því að mikill hernaður yrði en ekki stendur til að fara inn í Írak fyrr en óhætt er talið. Við förum ekki inn í átökin mið enda erum við mjög varkár. Rauði krossinn starfar í nánu samstarfi við yfir- völd á hverjum stað. Í auknari mæli en aðrar stofnanir. Ég er í góðum höndum.“ Að sögn Þóris Guðmundsson- ar hjá Rauða krossinum eru tíu alþjóðlegir Rauða kross menn alls í Írak. Í gærmorgun voru 400 flóttamenn komnir til Jórdaníu. Sögusagnir eru um flóttamenn við landamæri Írans sem ekki hafa komist yfir. Hernaðurinn er ekki hafinn af þeim þunga sem búist var við og flóttamenn eru að miklu leyti útlendingar. Flóttamannastraumur innan Írak er þegar hafinn. Eva Laufey er þaulvön hjálp- arstarfi og hefur farið víða, enda hefur hún stefnt að þessu frá því hún var ung. „Þetta er ævintýra- mennska. Skemmtilegt líf að rífa sig upp með rótum og laga sig að nýjum aðstæðum og nýrri menn- ingu. Maður verður að vera sér meðvitaður um að maður bjargar ekki heiminum en leggur sitt lóð á vogarskálarnar.“ jakob@frettabladid.is HERT ÖRYGGISGÆSLA Öryggi hefur verið eflt verulega í Bandaríkj- unum að undanförnu en engu að síður virðast margir landsmanna forðast ferðalög þessa dagana, jafnt innanlands sem utan. Bandaríkja- menn halda sig heima ATLANTA, AP Það þarf varla að koma á óvart að Bandaríkjamenn forð- ast að leggja leið sína til Miðaust- urlanda þessa dagana. Athyglis- verðara er að fjöldi Bandaríkja- manna hefur skotið á frest ferða- lögum til annarra Asíulanda, Afr- íku og Evrópu. Bandarísk skipafé- lög hafa stöðvað siglingar um Miðjarðarhafið í bili og flugfélög lagt niður ferðir á ákveðnum flug- leiðum. Ástæðan er ótti við hryðjuverk í kjölfar innrásar Bandaríkjamanna í Írak. Hræðslan og óróleikinn gera einnig vart við sig heima fyrir. Ferðalög innanlands hafa dregist töluvert saman auk þess sem margir velja að keyra fremur en fljúga á milli staða. ■ BRUSSEL, AP Hafi vonir leiðtoga Evrópusambandsríkjanna staðið til þess að jafna út ágreining sinn um innrás í Írak á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel í gær má vera ljóst að það hafi mistekist. „Frakkland hefur fullan rétt til að gagnrýna þetta stríð,“ sagði Jacques Chirac Frakk- landsforseti og ítrekaði að Frakkland myndi ekki sam- þykkja ályktun til að réttlæta innrás í Írak og viðurkenna völd innrásarríkjanna í Írak. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hafði lagt til að Evrópu- sambandið myndi styðja ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna um nýja ályktun sem heim- ilaði nýja stjórn í Írak eftir fall Saddams Husseins. Leiðtogar aðildarríkja Evr- ópusambandsins voru sammála um nauðsyn þess að vinna að mannúðarstarfi í Írak að stríði loknu og því að ný stjórn sem tæki við völdum endurspeglaði vilja írösku þjóðarinnar. ■ ÓHEPPILEGIR FÁNATILBURÐIR Breskur stjórnarandstöðuþing- maður hefur farið þess á leit við bandarísk stjórnvöld að þau beiti sér fyrir því að hermenn hætti að draga bandaríska fánann að húni á stöðum sem þeir leggja undir sig í Írak. Brýnt hefur verið fyrir breskum hermönnum að draga fána sinn ekki að húni í fagnaðar- skyni. SADDAM Í HÚSINU Bandarískir herforingjar telja að Saddam Hussein hafi verið í húsnæði sem flugskeytum var skotið á aðfara- nótt fimmtudags. Þeir segja vís- bendingar um að háttsettur leið- togi hafi særst og byggja það á því að sjúkralið hafi verið kallað á vettvang í miklum flýti. ■ Innrás í Írak/Ferðalög ■ Innrás í Írak/örfréttir ■ Innrás í Írak/örfréttir ■ Innrás í Írak/Hjálparstarf ■ Innrás í Írak/Evrópusambandið ■ Innrás í Írak/Mótmæli Ekki lífhrædd kona Eva Laufey Stefánsdóttir er hjúkrunarfræðingur og starfsmaður hjá Alþjóðaráði Rauða krossins. Hún er í viðbragðsstöðu, búin að pakka og gerir fastlega ráð fyrir því að vera kölluð til starfa í grennd við átakasvæðið í Írak. EVA LAUFEY STEFÁNSDÓTTIR: Á leiðinni í áttina að Írak. Hún er segist spennt en játar að eiga erfiðara með svefn en venja er til. Akureyrskir friðar- sinnar skora á Halldór RÁÐHÚSTORG Fundur friðarsinna mótmælir veru Íslands á sérstökum stuðningslista við stríð George W. Bush og fylgifiska hans. Evrópuríki deila enn um innrásina RÖKRÆTT Í BRUSSEL Leiðtogar aðildarríkja ESB voru sammála um nauðsyn þess að vinna að mannúðar- starfi að stríði loknu og koma á fót lýðræðislegri ríkisstjórn í Írak. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.