Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 31
stóra vinnuhunda heldur en þessa smáhunda.“ Og ekki má gleyma því að með tilkomu einangrunarstöðv- arinnar bættust einnig við marg- ar nýjar vinnu- og veiðihunda- tegundir á borð við Boxer, Bri- ard, Þýskan pointer, Enskan pointer og Þýskan fjárhund eða Schäefer og fleiri. Gríðarleg gróska er nú í hundarækt og hundahaldi. Nýjustu tegund- irnar, nýbúarnir eins og Milla kallar þær, eru: Afghan Hound, Whippet, Siberian Husky, Shar-Pei og Japanese Chin svo dæmi séu tekin. „Sem betur fer er heimaræktun hér að mestu en ekki stunduð í úti- húsum, þetta eru jú heimilis- hundar sem verið er að rækta og í mínum huga er mikill mun- ur á þessu tvennu. Ræktun á að vera hugsjónastarf en ekki hvolpaframleiðsla,“ segir Milla. Margar hetjur meðal hunda Milla fer að meðaltali þrisvar á ári á hundasýningar erlendis og hefur því samanburðinn. „Við stöndum, að mínu viti, ákaflega vel í þeim samanburði. Við græðum á því að hafa byrjað seinna en þjóðir í kringum okk- ur. Gátum varað okkur á ýmsum atriðum. HRFÍ verður 35 ára á næsta ári. Á hinum Norðurlönd- unum eru hundaræktarfélög aldargömul. Við bárum gæfu til að læra af reynslu þeirra. Leit- aðir hafa verið uppi góðir og við- urkenndir ræktendur í tengslum við innflutning. Og tæknileg at- riði í sambandi við sýningahald eru hér betri en víða. Til dæmis að hundar séu inni í hringnum allan tímann meðan verið er að dæma. Bæði fylgir því hávaða- mengun fyrir áhorfendur þegar verið er að kalla til hunda í hringinn og erfitt fyrir dómara, sem er kominn í gírinn, að bíða eftir hundum.“ Að ýmsu er að hyggja. Næsta sýning verður síðustu helgina í júní, alþjóðleg sýning, og dóm- ararnir eru Lois Pinto Teixeira frá Portúgal og Frank Kane frá Englandi. Og nú á að tilnefna af- rekshund ársins. „Í ár munum við í fyrsta skipti leita eftir til- nefningum um afrekshund árs- ins. Með tilnefningum á að fylgja stutt saga um afrek hundsins, til dæmis í tengslum við björgun eða annað slíkt. Af- rekshundurinn verður svo heiðr- aður á lokasýningu ársins árlega héðan í frá og saga hans sögð. Hundurinn þarf ekki að vera hreinræktaður heldur fyrir alla. Margar hetjur meðal hunda.“ Ýmsar sögur ganga um verð á hundum og segir Milla að það sé alfarið ræktanda hverju sinni að ákveða það. Þar ráða lögmál markaðarins og ef um tiltölulega sjaldgæfar tegundir hreinrækt- aðra hunda er að ræða getur verðið farið upp í 300 þúsund fyrir hvolp. jakob@frettabladid.is Myndirnar af hundategundunum eru úr bókinni Hundabókin okkar, sem Muninn gaf út árið 2000. Birt með góðfúslegu leyfi útgefanda. 31LAUGARDAGUR 22. mars 2003 SILKI-TERRIER Um 1990 fara að skjóta upp kollinum hér- lendis hundar eins og: Cavalier King Charles Spaniel, Papillon, Tíbet Spaniel, Pomeranian, lágfættir Terrierar og Chihuahua. JAPANESE CHIN Meðal tegunda sem hafa verið að koma til Ís- lands að undanförnu. Meðal nýbúa eru Afgan Hound, Whippet, Siberian Husky og Shar-Pei. Yfirleitt sef ég fram yfir morg-unmat en fæ mér kannski eitt rúnstykki þegar ég kem í skól- ann,“ segir Úlfar Linnet raf- magnsverkfræðinemi, sem bar titilinn Fyndnasti maður Íslands í fyrra. Úlfar borðar hádegismat á Matstofu Vesturbæjar, sem er kaffistofan í Tæknigarði við Há- skóla Íslands. Stóra stundin í mat- arvenjum Úlfars, að hans eigin sögn, er kvöldmaturinn. „Ég er guðslifandi feginn að konan mín kann lítið til verka í eldhúsinu. Ég fæ því algjörlega að sjá um þetta sjálfur óáreittur og hún þiggur glöð, sem veitir mér mjög mikið,“ segir Úlfar. Skýr verkaskipting er á heimili Úlfars. Hann sér um matargerðina en kærastan hans, Ragnheiður Þór- dís Ragnarsdóttir, sér um þvott- inn. Úlfar er nýbyrjaður að búa. Hann fluttist þó ekki langt frá for- eldrahúsum, fór af Hverfisgötu 23b á Hverfisgötu 23. Úlfar hefur verið iðinn við að baka brauð fyrir veislur. Hann gladdi vini sína um jól og gaf þeim öllum heimabakaðar bollur. „Mitt sérbrauð er samt beygl- ur. Þær eru mjög fagmannlegar hjá mér,“ segir Úlfar. Hann kryddar beyglurnar með oregano, salti og pipar. „Ég fékk uppskrift- ina að beyglunum í bókinni „Brunch á hundrað vegu“ sem Hermann Fannar vinur minn gaf mér í jólagjöf fyrir þremur árum.“ Úlfar segist elda mikið af „billegum“ mat og reynir eitthvað nýtt á hverju kvöldi. „Ég elda því mikið af pasta, núðlum og hakki en undanfarið hefur kjúklingur verið vinsæll hjá mér þar sem hann hefur fallið í verði,“ segir Úlfar og bætir við að hann leiti í smiðju sjónvarpskokkanna Jamie Oliver og Nigellu Lawson. „Fólk sem stendur mér nærri hefur ver- ið duglegt við að gefa mér mat- reiðslubækur. Ég hef sérstaklega mikinn áhuga á mat. Ef elda- mennska væri átta til fimm starf hefði ég vel getað hugsað mér að verða kokkur.“ Úlfar starfaði sem kokkur á kjúklingastaðnum Kentucky Fried Chicken. „Það má eiginlega segja að ég hafi kynnst mat þar,“ segir Úlfar hlæjandi. „Ég er eini Kentucky-kokkurinn sem ég veit um sem hefur bæði unnið hér og á meginlandi Evrópu. En ég viður- kenni það að ég lærði ekki mikið þar.“ Úlfar gefur uppskrift að kjúklingarétti með lime- og chili- sósu. „Sanders ofursti, upphafsmað- ur Kentucky-kjúklingana, fann þrettánda kryddið sem gerði kjúklinginn hans þann besta í heimi. Á sama máta er ég búinn að finna mitt þrettánda krydd, það er chilisósan góða.“ Ef svo leiðinlega vill til að af- gangur verði af kjúklingnum er hægt að nýta þá í „grjóna-bix“ sem Úlfar Linnet gefur einnig uppskrift að. ÚLFAR LINNET Er afar áhugasamur um matargerð og gæti vel hugsað sér að gerast kokkur ef vinnutím- inn væri milli átta og fimm. Fljótlegur kjúkling- ur með lime-sósu (fyrir 3) Innihald: 1 kjúklingur 3 msk. olía 2 msk. chili-sósa (sæt) 2-3 rif hvítlaukur salt svartur pipar (grófmalaður) Sósa: 2/3 dós sýrður rjómi 1/2 lime-aldin Salat: 4 tómatar 1/3 góður rauðlaukur fetaostur í olíu Berið fram með hrísgrjónum. Aðferð: Hitið ofninn í 180 gráður. Setjið olíu í skál, pressið hvítlauk út í olíuna og bætið við 2 msk. af sætri chili-sósu. Skerið kjúklinginn í bita, saltið og piprið bitana rækilega, setjið þá í grunnt eldfast mót. Hrærið upp í olíublöndunni og hellið yfir, veltið nú bitunum til þar til olían þekur þá. Ef þarf má bæta meiri olíu við. Setjið fatið í heitan ofninn og bakið í rúmar 45 mín. Ef kjúklingurinn roðnar of snemma má setja álpappír yfir en taka hann af 10 mínútum áður en kjúklingurinn er tilbú- inn. Sjóðið hrísgrjón. Í salatið þarf að sneiða tómatana í báta, rauðlaukinn í ræmur, setja fetaost yfir og blanda saman. Sýrði rjóminn er settur í skál. Lime-ið er skorið til helminga og safinn kreistur úr því yfir sýrða rjómann. Bætið lime-safa við eftir þörfum, þar til sósan er pínulítið súr en samt þannig að maður haldi and- liti. Úlfar telur að lime eigi mun betur við en sítróna því bak við súra bragðið í lime- inu er þokki sem sítrónan býr ekki yfir. Berið fram og borðið sæl og glöð. Ef afgangur verður af kjúklingnum er hægt að bera fram „Grjóna-bix“ í hádeg- inu daginn eftir. Innihald Afgangur af kjúklingnum Afgangur af rauðlauknum Afgangur af grjónunum 1 egg 2 msk. smjör 2 stilkar sellerí 1/2 paprika 2 hvítlauksrif 1 msk. sæt chili-sósa Aðferð: Takið kjúklingakjötið af beinunum og skerið kjötið mjög smátt. Hitið olíu í djúpri pönnu. Mýkið pressaðan hvítlauk og sneiddan rauðlauk á henni. Bætið við kjúklingnum og selleríi, brjótið egg yfir og hrærið þar til eggið hefur hlaupið. Setið grjónin og sneidda papriku út í. Kryddið með salti, chilisósu og soja. Hrærið í þar til allt er orðið heitt og berið fram. Kentucky-kokkur sem er iðinn við að baka brauð ■ MATUR EMI£LÍA SIGURSTEINSDÓTTIR Hún á tvær Shih Tzu-tíkur ættaðir frá Tíbet; Baby Doll (“nema hvað“) og Ínu Ögn, og Pug- inn Daða sem kominn er til ára sinna. Emilía hefur séð tímana tvenna í hundarækt á Ís- landi en hún hefur verið sýningarstjóri HRFÍ í tuttugu ár.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.