Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 22. mars 2003 Óskarsverðlaunin 2003: Þjóðvarðliðið í viðbragðsstöðu ÓSKARINN Þjóðvarðlið Bandaríkj- anna hefur verið fengið til þess að sjá um öryggisgæslu Ósk- arsverðlaunahátíðarinnar. Aka- demían óttast að friðarsinnar nýti sér tækifærið til þess að mótmæla stríðinu gegn Írak. Lögreglan í Los Angeles hef- ur staðfest að sérstakt rými verði gert fyrir framan Kodak- leikhúsið fyrir 2000 mótmæl- endur. Mótmælasamtökin „Not In Our Name“ hafa verið að hvetja til mótmæla fyrir framan leikhúsið og er því búist við margmenni. Umsjónarmenn hafa þegar sagt að yfirbragð hátíðarinnar verði rólegra þar sem þjóðin eigi í stríði. Yfirvöld í Kaliforníu segja að Þjóðvarðliðið sé í stakk búið að finna efnavopn ef þau leynist á svæðinu. Öllum ætti því að vera óhætt á svæðinu. Margir leikaranna ætla að bera sorgarborða á hendi sér til þess að votta bandarískum her- mönnum í Írak virðingu sína. ■ Will Smith og Tom Hanks mæta ekki Óskarsverðlaunahátíðin í ár verður meira en lítið undarleg. Engin at- höfn á rauða teppinu, fjölmiðlafólki er meinaður aðgangur og nú til- kynna stjörnurnar hver af annarri að þær ætli ekki að mæta. ÓSKARSVERÐLAUNIN Leikarinn Will Smith hefur tilkynnt að hann ætli sér að vera fjarverandi á Ósk- arsverðlaunahátíðinni í ár vegna árásanna á Írak. Hann var fyrsti Hollywood-leikarinn til þess að afboða komu sína. Tom Hanks tilkynnti einnig í gær að hann og eiginkona hans ætluðu að halda sig heima. Hann verður því ekki á staðnum til þess að samgleðjast vini sínum Paul Newman ef hann hreppir Óskar- inn fyrir leik í aukahlutverki myndarinnar „Road to Perdition“. Nú íhuga fleiri leikara að fylgja fordæmi þeirra. Má þar nefna Meryl Streep, sem tilnefnd er fyrir aukahlutverk sitt í „Adaptation.“, og Cate Blanchett, sem á að kynna ein verðlaunin. Fatahönnuðurnir Giorgio Armani, Donatella Versace og Matthew Williamson móðguðust sárlega þegar athöfninni á rauða teppinu var aflýst enda hefur sá hluti yfirleitt verið mikil auglýsing fyrir hugarsmíðar þeirra. Óskarsverðlaunaakademían hefur hvatt þá leikara sem tengj- ast hátíðinni á einn eða annan hátt til þess að standa við boðun sína. Annars gætu hæglega skapast afar erfiðar aðstæður. Eitthvað var Nicole Kidman búin að gefa í skyn að það væri óvíst hvort hún myndi mæta ef til stríðs kæmi. Talsmenn hennar segja þó að hún verði á staðnum, en leikkonan hefur sjálf ekki gefið neinar yfirlýsingar um það. Margir Hollywood-leikaranna hafa sagt að óþægilegt væri að hafa fjölmiðlamenn á staðnum og hefur þeim því verið bannaður að- gangur. Þeir hafa gefið þá ástæðu að margir Bandaríkjamenn myndu reiðast þeim ef það yrði greinilegt að þeir væru að skemmta sér. Aðr- ir Bandaríkjamenn myndu svo reiðast þeim ef þau væru grafal- varleg. Sama hvernig þau myndu haga sér þá litu þau alltaf út eins og þau væru að leika. Gamanleikarinn Steve Martin á erfitt hlutskipti fyrir höndum því hann hefur fengið lista yfir hluti sem hann má ekki gera grín að. biggi@frettabladid.is Stríðið og skemmatlífið: Hernaðurinn truflar afþreyingariðnaðinn STRÍÐSÓTTI Skemmtanaiðnaðurinn í Bandaríkjunum er farinn að finna fyrir áhrifum stríðsins í Írak og viðburðum er nú slegið á frest í gríð og erg. Tónlistarmenn og leikarar vilja lítið vera á ferðinni og kæra sig sumir hverjir einfald- lega ekki um að troða upp á stríðs- tímum. Óskarsverðlaunin eru að vísu enn á dagskrá en hætt er við að einhverjar stórstjörnurnar kjósi að mæta ekki. Finnski leikstjórinn Aki Kaurismäki, sem leikstýrir mynd- inni Maður án fortíðar, sem er til- nefnd sem besta erlenda myndin, hefur lýst því yfir að hann og hans fólk muni ekki láta sjá sig í mót- mælaskyni. Framleiðslu á fjórðu Mad Max- myndinni með Mel Gibson í aðal- hlutverki hefur verið frestað og tökur sem hefjast áttu í Namibíu í júlí munu væntanlega bíða haustsins. Frönsku hjónin Angela Ghe- orghiu, sópran, og Roberto Alagna, tenór, hafa slegið tvær síðustu sýningarnar á Faust í Metropolitan óperunni af og eru farin aftur heim til Frakklands. Talsmaður óperunnar segir að þau hafi hætt við vegna ótta við stríð- ið og hryðjuverk. Íþróttaviðburðum hefur einnig verið frestað og það virðist helst vera að bókaútgáfa sé að glæðast í öllum hamaganginum en bækur um stríðið frá ýmsum sjónarhorn- um munu streyma á markað á næstunni. ■ ÓSKAR UNDIRBÚINN Hér sést verkamaður fyrir utan Kodak-leik- húsið gera öryggisráðstafanir fyrir framan innganginn. TOM HANKS Mætir ekki þrátt fyrir að myndirnar „Road to Perdition“ og „Catch Me if You Can“ séu tilnefndar í nokkrum flokkum. MAÐUR ÁN FORTÍÐAR Aki Kaurismäki er á móti stríðinu og ætlar að skrópa hjá Óskari í mótmælaskyni. ÓSKAR FÆGÐUR Hér sést verkamaður „gullhúða“ Óskars- stytturnar með spreybrúsa. WILL SMITH Ætlar að vera fjarri góðu gamni í ár. Hann var það reyndar líka í fyrra, þrátt fyrir að vera tilnefndur fyrir hlutverk sitt í „Ali“.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.