Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 27
Í svörtum fötum Ég hef mjög einfaldan smekk. Ég vel yfirleitt svartar gallabuxur ogkaupi fötin mín í Hagkaupum eða Baugsverslunum,“ segir Sigurjón Kjartansson, dagskrárgerðarmaður á Radíó X. Sigurjón segist hafa dottið í það að kaupa sér svört föt þótt ekki séu allir jafn hrifnir af litn- um. „Ég veit ekki af hverju ég vel alltaf svört föt. Kannski er það af því að ég er soddan svartsýnisseggur. Ég á að vísu gráar flauelsbuxur sem hafa komið sér ágætlega.“ 27LAUGARDAGUR 22. mars 2003 E in n t v e ir o g þ r ír 2 8 7 .0 0 8 Stærsti sýningarsalur með gólfefnum á landinu Nú fer í hönd tími ferminga og eflaust margir sem geta hugsað sér að leggja parket á gólfið áður en veislugestirnir ganga í bæinn. Harðviðarval vill taka þátt í fermingarundirbúningnum með því að veita einstakt fermingartilboð á viðar- og plastparketi í öllum fáanlegum litum og gerðum. Rauð eik, smellt: 1.190,- Eik, smellt: 1.190,- Eik planka, smellt: 1.190,- Plastparket Rauð eik: 3.890,- Hlynur: 3.890,- Merbau: 3.990,- Eik Accent: 2.990,- Beyki Read: 2.890,- Viðarparket Fermingartilboð á parketi Aðalleikari kvikmyndarinnar„Nói Albinói“, Tómas Lemarquis, hefur neyðst til þess að hlusta á kassettur síðustu vik- urnar. Geislaspilari heimilisins bilaði fyrir löngu og nýtti hann sér þá tölvuna sína til þess að hlusta á tónlist. Móðurborðið í henni gafst svo upp fyrir tveimur vikum og varð hann því að grípa til örþrifaráða. „Ég er að hlusta á gamlar kassettur sem ég dró upp,“ svarar Tómas og virðist fullkomlega sáttur við aðstæðurnar. „Ég fann gömlu Bob Marley-spóluna mína sem var fyrsta spólan sem ég eignaðist, hún er alltaf klassísk. Svo er ég að hlusta á franskt rapp sem heitir Iam, Wham! og Mich- ael Jackson. Egill Sæbjörnsson, vinur minn, leyfði mér svo að taka upp plötuna hans, Tonk of the lawn.“ Hugur Tómasar hefur því lík- lega ferðast nokkur ár aftur í tím- ann við endurminningu tónanna þar sem hann hefur ekki hlustað á kassetturnar í nokkur ár. Hann lýsir sjálfum sér sem lúmskum „80’s“ kalli, enda fæddur í lok átt- unda áratugarins og alinn upp á hinum nýrómantísku tímum Dur- an Duran og Wham! Í geisladiskasafni Tómasar eru um 60 titlar og svo segist hann eiga örfáar vínylplötur sem hann hefur ekki hlustað á í mörg ár. Gamli plötuspilarinn er ekki uppi við. Hann segist aldrei hlusta á út- varpið og að hann eigi ekki sjón- varp. Þannig sé hann nánast ótengdur við dægurmenningu samtímans. Hann segir einnig að sú tónlistartegund sem í dag flokkast undir „útvarpsvæna popptónlist“ sé eina stefnan sem hann kunni ekki að meta. „Ég á erfitt með að hlusta á það sem er á MTV. Ég fæ til dæmis mjög stór- ar grænar bólur þegar ég heyri í Anastaciu.“ Hann viðurkennir að nota tölvu sína sem leið til þess að kynna sér nýja tónlist. Hann bíður því í of- væni eftir að fá tölvuna úr við- gerð. „Upp á síðkastið hef ég ver- ið að hlusta mikið á Megas, Mogwai, Johnny Cash og God- speed You Black Emperor! Tón- list er svo mismunandi. Ein teg- und hentar kannski mikið þegar maður er að vinna, eins og Slowblow og The Cure. Þær sveit- ir koma mér í vinnustuð,“ segir Tómas að lokum. Slowblow er hljómsveit Dags Kára Péturssonar, leikstjóra „Nóa Albinóa“. Öll tónlist myndarinnar er samin og flutt af sveitinni. biggi@frettabladid.is TÓMAS LEMARQUIS Aðalleikari „Nóa Albinóa“ segist hafa neyðst til þess að hlusta á gamlar kassettur síðustu vikurnar þar sem tölvan hans, og þar með geislaspilari heimilisins, sé biluð. ■ PLÖTUKASSINN MINN Fær grænar bólur af Anastaciu ■ MINN STÍLL BUXUR Þessar buxur keypti ég í Hagkaupum. Þær eru að- eins of stuttar á mig. Ég held ég hafi keypt þær í fljótfærni. SKÓR Skóna keypti ég fyrir þremur árum í Hagkaup- um. Þeir voru keyptir fyrst og fremst af því að þeir eru nógu stórir. Þeir eru orðnir mjög slitnir og því kominn tími á nýja skó. Þessir eru bara svo þægi- legir að ég freistast alltaf til að fara í þá. BELTIÐ Þetta er gamalt belti. Ég þarf að fara að skipta um það. Það er málningar- klessa í því og það er ekkert sérstaklega fínt þegar ég er í jakkafötum. BOLURINN Ég á 20 svona boli. Þeir fylgdu útvarpsþætti sem hét Ólafur og var á út- varpsstöðinni Radíó 103,7. Stöðin lifði í sex mánuði áður en hún sameinaðist í Radíó X. Bolina fékk ég í arf. Þegar ljóst var að svona margir bolir hefðu verið prentað- ir tók ég mér það bessa- leyfi að taka þá boli sem eftir voru. Þeir eru allir í fataskápnum hjá mér. Mér þykir voða vænt um þessa línu og er dálítið mikið í henni. ÚRIÐ Þetta er glæsilegt úr sem ég fékk í þrítugsafmælis- gjöf frá tengdaforeldrum mínum. Úrið heitir Deer- point og er eðalúr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.