Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 33
33LAUGARDAGUR 22. mars 2003 Landsmönnum stendur til boðaalls kyns nuddþjónusta og tengdar aðferðir í uppbyggingar- skyni. Erótískt nudd hefur verið til umfjöllunar síðustu daga og sið- ferðilegt, jafnvel lagalegt gildi þess dregið í efa. Þetta er auglýst í blöðum og á Netinu, og raunar alls óskyld nuddmeðferð og yfir sið- ferðilegan vafa hafin, án þess að alltaf sé ljóst hvaða þekking býr að baki þjónustunni sem boðin er. Fólk sem vill hressingu eða styrkingu, bót á vöðvabólgu, verkj- um eða þreytu kann að komast í hann krappann við að finna réttu leiðina. Til er Félag íslenskra nuddara, F.Í.N., nær 200 manna samtök nuddara með fjögurra ára nám að baki, viðurkennt af menntamálaráðuneyti, með aðild að samtökum norrænna nuddara. Félagið er stofnaðili að FÍSG, Fé- lagi íslenskra græðara, en sækist eftir lögverndun vegna síaukins fjölda fólks sem selur þjónustu með afar mismikla kunnáttu. Vilja löggildingu starfs síns Adda Gerður Árnadóttir er for- maður F.Í.N., sem heldur aðalfund sinn í dag og mun meðal annars ræða ítrekaða ósk um löggildingu eða viðurkenningu heilbrigðis- ráðuneytis. Þar snýst spurningin um nuddara sem heilbrigðisstétt og áður hefur af ráðuneytisins hálfu verið vísað til menntamála- ráðuneytis um viðbótarstimpil við fjögurra ára nám: tveggja ára bók- legt frá Fjölbraut í Ármúla eða sambærilegt, og jafnlangt verk- legt nám við einkaskóla F.Í.N. og hjá viðurkenndum meistara. Stimpillinn væri þá löggilding eða viðurkenning starfsréttinda, sem heimilaði einungis svo lærðum nuddurum að kenna sig við starfs- heitið, þannig að fólk sem þjónust- una sækir viti að hverju það geng- ur. „Hér getur hver sem er opnað nuddstofu eða boðið þjónustu með nuddi og öðrum aðferðum í bland. Þessar hliðaraðferðir geta verið til mikilla bóta í sumum tilvikum, en ætíð gildir reglan um þekkingu, ekki kukl eða fikt eftir stutt nám, hvað sem góðum vilja líður.“ Adda Gerður segir allt of mikið af því að fólk með litla menntun, jafnvel bara helgarnámskeið, auglýsi nudd undir ýmsum heitum, eins og um sérhæfingu sé að ræða. Þetta setji því miður blett á nuddara FÍN sem lært hafa hér í fjögur ár og sumir bætt við sig aukagreinum eða framhaldsnámi. „Það er óverð- skuldað og hvorki til bóta fyrir okkur sem við fagið starfa né held- ur eða sértaklega þá sem sækja þjónustuna.“ Frumskógur tilboða „Þeir þvælast margir í frum- skógi tilboða um betrun og heilun, ýmiss konar aðferða sem virðast hver annarri betri. Hvernig á fólk að vita hvað hentar því og hvernig á það að vita hvort það fær með- ferð sem er peninganna virði? Okkar svar, sem höfum menntun og reynslu og erum þess vegna í F.Í.N, er einfaldlega að ganga úr skugga um að sá eða sú sem leitað er til hafi viðurkenningu félagsins. Annars er fólk á eigin vegum og tekur þá áhættu að láta fara um sig höndum sem geta verið óreyndar og gert illt verra í verstu tilfellum. Alltént þarf að borga fyrir þjón- ustuna, og svokallað dekurnudd, oft gefið af tiltölulega óreyndu fólki, kann að kosta mest, án þess jafnvel að nuddarinn fái almenni- lega borgað fyrir sjálfur. Það eru fremur fáar nuddstofur starfandi miðað við nuddara sem hafa bekki í tengslum við heimili sín og svo þá sem starfa á líkamsræktarstöðv- um og snyrtistofum. Annað brýnt mál, auk löggild- ingar, er virðisaukaskattur á nuddi. Við viljum auðvitað reyna að fá hann felldan niður, öllum til hagsbóta. Sjúkranuddarar, sem læra er- lendis og njóta lögverndar sem heilbrigðisstétt, eru undanþegnir þessum skatti og okkur, sem lært höfum nudd eftir bók og reglu hér- lendis og höldum mörg áfram að auka við þekkingu okkar, finnst kominn tími til að losna undan vaskinum. En aðalmálið er að- greining alvöru fagfólks og ann- arra, sem gera gagn eða í sumum tilvikum, því miður, ekki.“ ■ Lærðir nuddarar vilja hreinsa til Þeir sem hyggjast fá sér nudd í heilsubótarskyni standa frammi fyrir miklum frumskógi tilboða. Ljóst er að nudd er ekki það sama og nudd. Það er því mikil- vægt fyrir neytendur að leita sér upplýsinga um hvers konar þekking býr að baki hjá þeim sem bjóða nuddþjónustu. ADDA GERÐUR ÁRNADÓTTIR Adda Gerður er formaður Félags íslenskra nudd- ara, sem vinnur að löggildingu starfs nuddara. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM Sjónvarpsstríðið: Fylgist með eigin- manninum í Írak STRÍÐ Ör fréttaflutningur af átök- unum í Írak hefur gefið hinu hvimleiða hugtaki raunveruleika- sjónvarp nýja merkingu, að minnsta kosti hvað bandarísku húsmóðurina Stefanie Lyle varðar. Hún fékk í það minnsta að fylgjast með manninum sínum að störfum á CNN. Húsbóndinn keyrir skrið- dreka í bandaríska hernum og þegar frúin kveikti á morgunsjón- varpinu á föstudaginn blasti eigin- maðurinn við henni vígreifur að ryðjast inn í Suður-Írak. „Ég hef verið að taka þetta upp á myndband. Það er ótrúlegt að við getum séð þetta í sjónvarpinu. Þetta er æðislegt“, sagði Lyle, yfir sig hrifin, í samtali við CNN. Hún virðist því ekki hafa miklar áhyggjur af karlinum og þeim mun meiri áhuga á því að fá að fylgjast með honum í vinnunni. Stríðsútsendingarnar marka þau tímamót í fréttaflutningi að sjónvarpsfréttamenn í slagtogi með bandaríska hernum sjón- varpa því sem fyrir augu ber beint í gegnum myndbandssíma og gervihnött. ■ SKRIÐDREKAR Í ÍRAK Eiginkonur hermanna geta átt von á því að sjá körlunum bregða fyrir í stríðsfréttunum og því ganga myndbandstækin á bandarískum heimilum nú allan sólarhringinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.