Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 21
21LAUGARDAGUR 22. mars 2003 La n d lis t/ E R A N Gildir til 26. mars eða á meðan birgðir endast 1985gkr. ekkert brudl- KOMNAR AFTUR Núðlurnar Opnum klukkan tíu í dag Þegar ég var yngri skildi égaldrei hvað átt var við þegar sagt var að haninn frjóvgaði egg- ið,“ segir Birgir Snæbjörn Birgis- son myndlistarmaður, aðspurður um eftirminnilega bernskuminn- ingu. „Það var aldrei talað um að haninn frjóvgaði hænuna,“ segir Birgir, „heldur að hann frjóvgaði eggið. Þetta olli mér miklum heilabrotum. Mér fannst það lík- legast að haninn hlyti að vera með mjótt stáltyppi sem hann styngi inn í eggið, eins og þegar menn stinga prjóni í egg til að blása úr því. Þetta var rétt um þær mundir sem ég hafði séð einfaldar mynd- ir úr kynfræðslu. Ég skoðaði stundum eggið og var að reyna að leita að gatinu. Síðar gerði ég mynd sem var hluti af bókverki í riti sem bar heitið „Minningar“. Myndin er af hana með mjótt stál- typpi að frjóvga egg.“ ■ Lóa-Lóa og Sponna Star heitaþær þessar dömur og eru eign Ágústu Hrundar Emilsdóttur. Lóa -Lóa er af tegundin Papillon, sem útleggst fiðrildi á íslensku. Sponna Star er hins vegar Miniat- ure Pinscher en hann er lifandi eftirmynd Doberman nema mörgum númerum minni. Ágústa hefur átt þær frá því þær voru hvolpar en Lóa-Lóa er átta ára og Sponna tveimur árum eldri. „Þær eru yndislegar báðar tvær og kemur mjög vel saman. Lóa-Lóa ber mikla virðingu fyrir Sponnu og apar allt eftir henni. Það er í eðli hunda að þar gildir goggunarröðin,“ Ágústa segir Lóu-Lóu elska að hreyfa sig í hvað veðri sem er. Hún er vel klædd í góðum pels og henni verður aldrei kalt. Það sama gildir hins vegar ekki fyrir Sponnu Star, sem þolir illa kulda þrátt fyrir að vera í kápu enda mjög snögghærð. „Ég tek hana þá gjarnan undir úlpuna mína þegar ég sé að hún er farin að skjálfa. Hún er svo lítil og nett að það fer ekki mikið fyrir henni innan klæða hjá mér,“ segir Ágústa. Þær sofa báðar í búrum á næt- urnar en fá stundum að koma upp í á morgnana og kúra undir sænginni hjá mömmu. „Þá skríð- ur Sponna Star undir sængina en Lóa-Lóa liggur ofan á henni. Þær verða ógurlega kátar þegar þær fá að koma upp í og æsast allar.“ Sponna Star er varðhundur í eðli sínu og lætur jafnan vita þegar gesti ber að garði. Hún geltir líka að krökkum sem leika sér með ærslum úti við. Ágústa segir geltið í henni þó aldrei vera til vandræða. „Þær eru ofdekrað- ar báðar tvær; það er ekki hægt annað því þær eru svo sætar og yndislegar. Ég gef þeim þurrmat að borða en freistast stundum til að bæta út í fyrir þær kjúklingi eða nautahakki. Þá verða þær voða ánægðar og eru fljótar að tína kjötið úr.“ Ágústa segist hafa mikið yndi af hundunum. Hún fer út með þær á hverjum degi en þess á milli komast þær út í garð til að viðra sig. ■ DÖMURNAR Í FANGI MÖMMU SINNAR Ágústa Hrund segir Sponnu vera mikla kuldaskræfu enda sé hún ekki með mikinn feld utan á sér. Lóa-Lóa er hins vegar klædd hlýjum loðfeldi og dýrkar að vera úti. Þær Sponna Star og Lóa-Lóa eru mikil dekurdýr enda ógurlega mikil krútt. Eigandi þeirra, Ágústa Hrund Emilsdóttir, hefur átt þær lengi og segist ofdekra þær. Önnur undir sæng, hin ofan á Ég tek hana þá gjarnan undir úlpuna mína þegar ég sé að hún er farin að skjálfa. ,, BIRGIR SNÆBJÖRN BIRGISSON Skildi aldrei hvernig haninn fór að því að frjóvga egg. Hani með mjótt stáltyppi ■ GÆLUDÝRIÐ MITT ■ BERNSKUMINNING FR ÉT TA B LA /B IL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.