Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 19
19LAUGARDAGUR 22. mars 2003 Bæjarlind 14-16 | 201 Kópavogi | Sími 564 4400 | Fax 564 4435 | tekk@tekk.is | www.tekk.is BOR‹STOFUBOR‹ OG 6 STÓLAR M/LE‹URÁKLÆ‹I H R IN GDU EÐA K O M D U S E M F Y R S T TUTTI bor›stofuhúsgögn úr Mandi-ávaxtavi› frá Indónesíu ver› á›ur ver› nú Bor› 180x90cm og 6 stólar 163.800 131.040 Bor› 220x100cm og 6 stólar 173.800 141.040 s é r s t ak t tilboðsv e r ð f r a m a ð p á sk u m 20% afsláttur Agnar Freyr Helgason, 20 ára, er í 6. sæti fyrir Frjálslynda flokkinn í Reykjavík suður Hringdi í Margréti og bauð mig fram Það er út af því að ég er sam-mála þeirra málefnum, og þá einkum gagnrýni þeirra á kvóta- kerfið og áherslum þeirra á bætt kjör aldraðra og öryrkja,“ segir Agnar Freyr Helgason, tvítugur verkfræðinemi, um ástæður þess að hann býður sig fram í 6. sæti í Reykjavík suður fyrir Frjáls- lynda flokkinn. „Svo er ég líka ánægður með það hvað þetta er opinn flokkur. Frjálslyndi flokk- urinn er eini flokkurinn sem er með opið bókhald. Ég er sammála Frjálslynda flokknum um það að stjórnkerfið á almennt að vera opnara og gegnsærra.“ Agnar segist hafa haft mikinn áhuga á pólitík allt frá 13 ára aldri, verið pólitískur sem ung- lingur og með miklar skoðanir á þjóðfélagsmálum. Ólafur Ragnar Grímsson var í sérstöku uppá- haldi hjá honum og hann hallast fremur til vinstri en hægri í skoð- unum. Það var í stjórnmálafræði- tíma í MH sem hann ákvað að fylgja Frjálslyndum að málum. „Fulltrúar flokkanna komu einn af öðrum í stutt spjall og einn dag- inn kom Margrét Sverrisdóttir í tíma hjá okkur. Mér fannst hún mjög réttsýn og leggja áherslu á mjög góð málefni,“ segir Agnar. „Ég ákvað þess vegna að hringja í hana skömmu síðar og bjóða mig fram til starfa fyrir flokkinn.“ Agnari finnst andinn í flokkn- um vera góður. „Mér finnst skoð- anir mínar eiga mjög vel heima í flokknum,“ segir Agnar. „Ég ætla að leggja mig allan fram til að tryggja að við fáum menn á þing. Ég held að við munum auðveld- lega ná yfir 5% markið.“ ■ Anna Tryggvadóttir, átján ára, skipar 11. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi Ég hef alltaf haft áhuga á pólitík Ég hef alltaf haft áhuga á póli-tík og mig hefur alltaf langað til að taka þátt í pólitísku starfi,“ segir Anna Tryggvadóttir, átján ára nemi í Menntaskólanum í Hamrahlíð, sem skipar 11. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvestur- kjördæmi. „Þeir vissu af mér í Vinstri grænum og hringdu í mig. Þeir vildu unga manneskju á list- ann og ég sló til.“ Anna segist alltaf hafa verið vinstrisinnuð. Áherslan á jafn- réttismál hjá Vinstri grænum er henni mjög að skapi. „Ég vil jafna launamun kynjanna, jafna rétt innfæddra og nýbúa og einnig bæta rétt samkynhneigðra,“ segir Anna. „Mér finnst Vinstri grænir hafa mjög skýra stefnu í þessum málum.“ Anna er einnig sammála Vinstri grænum í umhverfismál- um og utanríkismálum, er á móti innrásinni í Írak og á móti inn- göngu í Evrópusambandið. Hún hefur hugsað sér að taka virkan þátt í kosningabaráttunni. „Ég hef hugsað mér að starfa að því sem er næst mér,“ segir Anna. „Ég ætla að reyna að kynna ungu fólki kosningamálin og hvetja það til að kjósa.“ Anna segir að það séu passlega margir sammála skoðunum henn- ar í MH, og það sé allt í lagi því hún hafi gaman af pólitískum rök- ræðum. „Ég hef alltaf gert mikið af því að ræða pólitík og var byrj- uð á því löngu áður en ég tók sæti á þessum lista,“ segir Anna. „Mér finnst félagsskapurinn mjög skemmtilegur í Vinstri grænum og þar er auðvitað fullt af fólki sem er til í að tala um pólitík.“ ■ Melkorka Óskarsdóttir, 21 árs, skipar 9. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður Það er hlustað á það sem við segjum Ég er jafnaðarmanneskja. Égtreysti Samfylkingunni til þess að stunda ábyrga stefnu í fjármálum samhliða því sem hún beinir sjónum að velferðarmálum og stendur vörð um öflugt vel- ferðarkerfi,“ segir Melkorka Ósk- arsdóttir, tuttugu og eins árs, að- spurð um ástæður þess að hún ákvað að taka 9. sætið á lista Sam- fylkingarinnar í Reykjavík suður. „Mér finnst líka liggja ljóst fyrir að við þurfum að ganga í Evrópu- sambandið. Ég tel að það sé ekki síst ungu fólki mjög í hag.“ Melkorka hefur setið á póli- tískum fundum frá því í vöggu, en foreldrar hennar hafa komið að stjórnmálastarfi á vinstri væng um árabil. Það eru tvö ár síðan Melkorka fór í stjórn ungra jafn- aðarmanna og jafnframt er hún í framvarðarsveit í samtökunum Heimsþorp, sem eru samtök gegn kynþáttafordómum. „Flestir sem ég umgengst eru pólitískir,“ segir Melkorka. „Ég held að í vinahópn- um sé að minnsta kosti einn úr hverjum flokki. Sumir eru í fram- boðum annars staðar. Það eru því stundum fjörugar samkomur í hópnum.“ Melkorku finnst kosningarnar fram undan vera mjög mikilvæg- ar fyrir framtíð þjóðarinnar. Hún hyggst taka virkan þátt í barátt- unni, og þá helst í gegnum starf ungra jafnaðarmanna. „Ungliða- hreyfingin er sterk og stór í Sam- fylkingunni,“ segir Melkorka. „Og það er hlustað á það sem við segjum.“ ■ AGNAR FREYR HELGASON Er sammála gagnrýni Frjálslynda flokksins á kvótakerfið. Stundar verkfræðinám við Háskóla Íslands og var aðdáandi Ólafs Ragnars Grímssonar á unglingsárunum. ANNA TRYGGVADÓTTIR Aðhyllist stefnu Vinstri grænna í jafnréttis- málum, utanríkismálum og umhverfismál- um. Stundar nám í Menntaskólanum í Hamrahlíð auk þess sem hún er í stífu námi í sellóleik. MELKORKA ÓSKARSDÓTTIR Treystir Samfylkingunni til þess að leggja áherslu á velferðarmál samhliða ábyrgri fjármálastefnu. Hún leggur stund á bók- menntafræði í HÍ og leikur um þessar mundir í leikritinu Sweeney Todd í Vestur- porti, sem Stúdentaleikhúsið frumsýndi í gærkvöld. Skýr munur á málefnum í hugum ungra frambjóðenda Viðtölin við allra yngstu fram- bjóðendurnar hér á síðunni, sem sýna ný og áður óþekkt andlit flokkanna, eru um margt athyglis- verð. Öll voru þau fljót að svara spurningunni um það af hverju þau kusu að ganga til liðs við þá flokka sem þau völdu sér. Þannig geta svör þeirra veitt þeim sem eiga erfitt með að sjá mun á flokk- unum í dægurþrasi stjórnmála- manna kærkomið tækifæri til að greina slíkan mun skýrar en oft áður. Frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins vill lítil ríkisafskipti með áherslu á einkavæðingu, ein- staklingsframtak og frelsi til at- hafna. Framsóknarmaðurinn kýs að starfa í frjálslyndum miðju- flokki sem leggur áherslu á öflugt velferðarkerfi samfara öflugu at- vinnulífi. Sú sem fer fram fyrir Vinstri græna gerir það á for- sendum umhverfismála, utanrík- isstefnu, sem er gegn stríði í Írak og gegn inngöngu í ESB, og á grundvelli áherslu flokksins á fé- lagslegt jafnrétti. Unga Samfylk- ingarkonan er jafnaðarmanneskja og treystir flokknum til að leggja áherslu á velferðarkerfið samfara því að stunda ábyrga fjármála- stefnu. Og hún vill ganga í Evr- ópusambandið. Ungi maðurinn sem fer fram fyrir Frjálslynda flokkinn er á móti kvótakerfinu og vill opna stjórnkerfið og gera það gegnsærra. Öll byggja þau af- stöðu sína á málefnum og eru hvergi bangin að leggja þau undir dóm kjósenda. gs@frettabladid.is Byggt á aldurstölum úr þjóðskrá og frá kosningaskrifstofum flokkanna. ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON, 26 ÁRA Er inni sem þingmaður fyrir Samfylkinguna í Reykjavík suður, samkvæmt könnunum. DAGNÝ JÓNSDÓTTIR, 27 ÁRA Skipar 3. sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og gæti komist inn sem uppbótarþingmaður. KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ, 30 ÁRA Með góðri baráttu gæti hann náð þingsæti fyrir Vinstri græna í Suðurkjördæmi, en hann leiðir listann þar. BRYNJA MAGNÚSDÓTTIR, 25 ÁRA Er í 5. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjör- dæmi og er inni á þingi samkvæmt skoð- anakönnunum Fréttablaðsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.