Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 46
Hrósið 46 21. mars 2003 FÖSTUDAGUR Ég seldi einu sinni Kirby-ryksugur með Snorra B. Snorrasyni góðvini mínum. Þetta var svona hálfgerður trúarsöfnuð- ur sem byggði á furðulegu og ströngu sölukerfi og þeir sem stóðu sig ekki voru látnir syngja einsöng. Það var til sérstakt söng- hefti um hve lífið væri yndislegt ef maður ætti svona ryksugu og hversu allir sem seldu þær yrðu ríkir. Sölumönnum voru sett ströng skilyrði og við áttum helst að vera í jakkafötum með bindi. Við fórum í túr á Snæfellsnes, rifum bara bindin af okkur, fórum í gallabuxur og reyndum að temja okkur mállýsku bændanna. Við komum að hrörlegum bæ en fyrir framan hann stóð glænýr Land Cruiser þannig að ég sagði við Snorra að þarna væru peningar og að hann yrði að fara að selja. Hann bauð okkur inn í eldhús til að sýna ryksuguna. Þar hafði sennilega ekki verið þvegið upp í svona 30 ár og þar voru sviða- kjammar sem hlógu að okkur. Við fengum hann því til að flytja sig í stofuna en þar tók ekki betra við. Þar voru bunkar af óhreinum föt- um á öllum stólum og ég tyllti mér á eina bríkina. Eftir smá stund tók ég eftir því að þar lágu síðar nær- buxur með bremsufari alveg niður úr. Ég fékk auðvitað ógeð, benti Snorra á þetta og forðaði mér út. Snorri seldi svo karlinum ryksuguna sem kostaði eitthvað um 130 þúsund, en þegar við kom- um í bæinn var allt vitlaust í fyrir- tækinu. Börn karlsins voru búin að skila ryksugunni og klaga okkur fyrir að hafa ekki verið í jakkaföt- um með bindi, þannig að við vorum ávíttir og þurftum að syngja ein- söng. Snorri hefur svo bætt söguna og heldur því fram að ég hafi nuddað mér utan í síðu nærbux- urnar og hafi farið að finna lyktina þegar ég var kominn út í bíl.“ ■ SKJÖLDUR „Það kom eldgamall maður til dyra. Hann hafði ekkert við ryksugu að gera og var stórhneykslaður á okkur. Þá fórum við að segja honum meira um ryksuguna og bentum honum á að hann gæti málað öll útihúsin með henni, losað stíflur og gert flest önnur sveitaverk með henni.“ Sagan ■ Skjöldur Sigurjónsson veitinga- maður segir sögu af misheppnaðri ryksugusölu og skorar á Karl Th. Birgisson, framkvæmdastjóra Sam- fylkingarinnar, að segja næstu sögu. ■ Leiðrétting TRÉSMIÐUR Þorvaldur Þorvaldsson trésmíðameistari hefur verið í for- svari óformlegara samtaka sem nefna sig Átak gegn stríði. „Ég hef verið virkur í pólitík í yfir 30 ár og starfa nú með Vinstri grænum, er á lista þeirra til framboðs í alþing- iskosningum í vor í Reykjavík norður,“ segir hann. Þorvaldur er trésmiður frá Akranesi en foreldrar hans voru þar kennarar. Faðir hans, Þorvald- ur Þorvaldsson, er látinn fyrir nokkru en móðir hans, Ólína Jóns- dóttir, er komin á eftirlaun. Þorvaldur hefur verið virkur í kommúnistahreyfingunni og er nú formaður Sósíalistafélagsins. „Faðir minn aðhylltist Alþýðu- flokkinn en það breytti því ekki að ég varð snemma mjög vinstrisinn- aður. Mér fannst rök hneigjast að því að flesta óáran í samfélaginu mætti rekja til auðvaldskerfisins. Það hefur verið að sannast að und- anförnu, svo ekki sé meira sagt,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur telur þá sem berjast gegn stríðrekstri ekki endilega vera vinstrisinnaða, andstaðan sé nokkuð almenn. „Hins vegar skipt- ist afstaða til stríðs meðal þeirra sem eru pólitískt virkir nokkuð eftir því hvar menn standa. Þar eru þeir sem mótmæla í yfirgnæf- andi hluta af vinstri væng stjórn- málanna. Meðal almennings eru skilin ekki eins skörp. Ég tel meg- inþorra Íslendinga vera á móti árás Bandaríkjanna á Írak.“ Þorvaldur er mörgum minnis- stæður frá því hann tók í tvígang þátt í spurningaþættinum „Viltu vinna milljón“. Þar setti hann met og varð fyrstur til að svara þrettán spurningum. „Það gaf mér í aðra hönd rúma milljón króna saman- lagt og kom sér ágætlega. Ég er líka mjög söngglaður og hef lært að syngja. Hef þó ekki verið mjög virkur í kórum. Það krefst tíma að vinna sig áfram á því sviði en brauðstritið hefur verið fyrir öllu.“ Á fimmtudag í næstu viku verð- ur skemmtun sem nefnist List gegn stríði. „Það er aldrei að vita nema ég hefji upp raust mína þar ef röddin verður í góðu formi,“ segir hann. Þorvaldur er kvæntur Önnu Hrefnudóttur listakonu og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. ■ Imbakassinn eftir Frode Øverli Fær Geir Jón Þórisson yfirlög-regluþjónn fyrir að snögg og fumlaus viðbrögð þegar hann kallaði út brunalið til að þrífa stjórnarráðshúsið eftir að mót- mælendur höfðu skvett á það rauðri málningu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Að gefnu tilefni skal tekið fram að það eru pósthús sem eiga að vera rauð, ekki stjórnarráð. Ryksuga og óhreinar nærbuxur ÞORVALDUR ÞORVALDSSON Hann hefur lært söng til fjölda ára og segir vel koma til greina að hann hefji upp rödd sína á samkomu gegn stríði í næstu viku. Persónan ■ Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður er í forsvari fyrir samtökin Átak gegn stríði. Söngglaður stríðsandstæðingur Fréttiraf fólki skömmum fyrir viku síðan en þar sem þeir eru báðir, að því er Helgi telur, „friðelskandi menn og sein- þreyttir til vandræða“ ákváðu þeir að „slíðra þau ímynduðu sverð sem á lofti hafa verið undanfarna daga í hinum ýmsu fjölmiðlum.“ Helgi segist fagna því að „þessu leiðindamáli skuli lokið“ og vonar að atvikið muni ekki sitja lengi í þeim mönnum sem hafa „túlkað at- burðarásina með ansi hreint frjáls- legum hætti.“ Þá vonar hann að þeir Halldór hafi báðir lært eitt- hvað af þessu leiðindaatviki. Helgi Seljan, bæjarfulltrúiBiðlistans, og Halldór Blön- dal, forseti alþingis, sofnuðu sáttir aðfaranótt fimmtudagsins eftir að sá síðarnefndi bað hinn afsökunn- ar á „leiðindaatviki er átti sér stað á Fosshóteli á Reyðarfirði síðast- liðin laugardag.“ Þetta kemur fram í bréfi frá Helga sem frétta- vefurinn www.local.is birtir. Hall- dór veittist að Helga með óbóta- Á klósettið? Núna? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Hótel á miklu athafnasvæði færi! Af sérstökum ástæðum býðst rótgróið hótel nánast í túnfæti álversframkvæmda á Austurlandi. Álversframkvæmdum fylgja mikil umsvif sem kalla á mikla þörf fyrir gistiaðstöðu, veitingastað og bar. Þetta er til staðar hér. Um er að ræða 7 ágætlega búin tveggja manna herbergi, veitingasal og bar. Hótelið er til afhendingar strax. Seljandi skoðar ýmis skipti og greiðslukjör. Fjöldi mynda á heimasíðunni www.fyrirtaekjasala.is Ásett verð er 15 millj og áhvílandi eru 8 millj. Skoðaðu alla söluskrána á heimasíðunni www.fyirtaekjasala.is Síðumúla 15 Sími: 588 5160 Gunnar Jón Yngvason Löggiltur fasteigna- og fyrirtækjasali. RYKÚTSALA v/byggingarframkvæmda Mikil verðlækkun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.