Fréttablaðið - 22.03.2003, Síða 8

Fréttablaðið - 22.03.2003, Síða 8
8 22. mars 2003 LAUGARDAGUR ■ Bandaríkin Nuddað upp úr því Við óttumst að þetta geti komið óorði á stéttina. Guðbrandur Einarsson, varaformaður félags nuddara, um erótískar starfssystur sínar. DV, 21. mars. Með hvorum skyldi hann halda? Ef ímynd Davíðs Oddssonar er styrk og blá hönd við stjórnvöl, þá er ímynd Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur þæfður vettling- ur. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. DV, 21. mars. Akkúrat! Ekki er hægt að líða það að hann skapi þá ógn við nágranna sína og sína eigin þjóð. Davíð Oddsson um Saddam Hussein. DV, 21. mars. Orðrétt DEILUR „Það eru tvær hliðar á hverju máli. Það á sér allt aðdrag- anda og er vinnuregla hjá bílstjór- um að þeir þurfi að biðja fólk að yfirgefa vagninn á endastöðvum. Þeir mega ekki skilja fólk eftir í læstum vagninum af öryggis- ástæðum því aldrei er að vita hvað getur gerst,“ segir Hrafn Antons- son hjá Hagvögnum. Farþegi í strætó sagði frá átök- um við vagnstjóra í blaðinu í gær. Hrafn segir bílstjóra bera ábyrgð á farþegum sem eru í vagninum þegar hann yfirgefur vagninn. Hann segir bílstjórinn hafa ítrekað beðið konuna að yfirgefa vagninn, en hún hafi hafnað því og hvorugt hafi viljað gefa eftir. „Rætt hefur verið við bílstjórann þar sem hon- um er gerð grein fyrir hans þætti málsins. Málinu er þó hvergi nærri lokið því koma þarf í veg fyrir að svona hlutir endurtaki sig,“ segir Hrafn Antonsson. Ásgeir Eiríksson, forstjóri Strætó, segir mál sem þessi heyra til undantekninga. „Konan ræddi ekki við mig eins og fram kom í greininni, heldur við forsvars- mann Hagvagna, sem eru verk- takar á okkar vegum. Auðvitað erum við hundfúlir með þetta og svona framkomu viljum við alls ekki sjá, hvorki hjá starfsmönn- um okkar né starfsmönnum verk- takanna. Við viljum veita við- skiptavinum okkar góða þjónustu og atvik sem þetta flokkast ekki undir það. Við bregðumst við með þeim hætti sem okkur þykir eðli- legt og viljum að Hagvagnar taki á þessu máli gagnvart sínum starfsmanni.“ ■ VIÐSKIPTI „Íslenskur fjarskipta- markaður er um margt sérstæð- ur. Hér er starfandi ríkisrekið fjarskiptafyrirtæki með 73 pró- sent markaðshlutdeild. Þetta er afar óvenjuleg staða í saman- burði við Noreg, Danmörku og Svíþjóð. Telenor í Noregi, Telia í Svíþjóð og TDC í Danmörku eru öll með mun minni markaðshlut- deild á sínum heimamörkuðum á sviði heimilissíma- og farsíma- þjónustu en Landssími Ís- lands hf. á Ís- landi,“ sagði Óskar Magnús- son, forstjóri Ís- landssíma, á að- alfundi fyrir- tækisins sem haldinn var á Grand Hótel. Hann sagði að ríkisfyrir- tækin á hinum N o r ð u r l ö n d - unum væru lengra komin í einka- væðingarferlinu og samkeppni hefði verið öflugri í þessum lönd- um. Þar hafi samkeppni verið tryggð með því að eftirlitsstofn- anir hafi haft sig meira í frammi gagnvart markaðsráðandi fyrir- tækjum. „Gera má ráð fyrir að svipuð þróun muni eiga sér stað hér á landi og á hinum Norðurlöndun- um, þ.e. að markaðshlutdeild Landssímans minnki. Sameining smærri fyrirtækjanna á íslensk- um fjarskiptamarkaði rennir stoðum undir þessa framtíðarsýn enda eru þau ekki lengur að keppa hvert við annað heldur hafa þau sameinað krafta sína og geta beint þeim að einum keppi- naut,“ sagði Óskar. Hann segir mikilvægt að eftir- litsstofnanir á fjarskiptamarkaði átti sig á þeirri staðreynd að sam- keppnin hafi á síðustu árum tryggt stórlækkað verð á fjar- skiptaþjónustu til neytenda. „Þótt nú sé orðið til öflugra fé- lag, eftir sameiningu Íslands- síma, Tals og Halló, þá er Lands- sími Íslands enn með yfirburða stöðu á markaði, flestir myndu segja óheilbrigða stöðu út frá samkeppnissjónarmiðum,“ sagði Óskar. „Nú sem aldrei fyrr ríður því á að Samkeppnisstofnun og Póst- og fjarskiptastofnun haldi vöku sinni og veiti markaðsráðandi fyrirtæki aðhald. Ég tel að þar skorti ýmislegt á. Mál dragast allt of lengi og sum fást ekki af- greidd langtímum saman. Það dugir ekki að málum sé drepið á dreif mánuðum og jafnvel árum saman. Við það verða stofnanirn- ar máttlausar og gagnslausar,“ sagði hann. Forstjórinn gagnrýndi það hvar eignarhald á hlutabréfum Landssíma Íslands liggur. „Ég leyfi mér einnig að gagnrýna að eignarhald á hlutabréfum Lands- síma Íslands sé í samgönguráðu- neytinu, sama ráðuneyti og fer með framkvæmdavald á málum sem lúta að fjarskiptum. Tilskip- un Evrópusambandsins um að- skilnað á milli yfirstjórnar fjar- skiptamála og eignarhalds á fjar- skiptafyrirtækjum tekur af öll tvímæli um lögmæti slíkrar ráð- stöfunar,“ sagði Óskar. ■ SVEITARSTJÓRNIR Sigrún Jónsdóttir, varabæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi, segir lögreglulið allt of fámennt í Kópavogi miðað við íbúafjölda og þörf á löggæslu í sveitarfélaginu. „Ríkisvaldið ber ábyrgð á því hve fáir lögreglumenn eru við störf í Kópavogi og gagnrýnir und- irrituð harðlega að ekki skuli hafa verið fjölgað í lögregluliði bæjar- ins í samræmi við fjölgun íbúa á undanförnum árum,“ bókaði Sig- rún á fundi bæjarráðs á fimmtu- dag. Meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í bæjarráðinu sagðist taka undir fyrri samþykkt- ir bæjarstjórnar um að fjölga þurfi í Lögreglu Kópavogs. Ekki væri þó rétt að grípa inn í málið: „Meirihlutinn vill benda á að í gangi er tilraunaverkefni milli Sýslumannsembættisins í Kópa- vogi og Ríkislögreglustjóra um löggæslu í Kópavogi og telur bæj- arráð rétt að bíða eftir niðurstöðu þess verkefnis. Auk þess er nú unnið að endurbótum að skipulagi Sýslumannsembættisins í Kópa- vogi og óráðlegt að bæjarráð grípi þar inn í án þess að hafa samráð við lögregluyfirvöld í Kópavogi,“ sagði meirihlutinn. ■ LÍFSTÍÐARFANGELSI FYRIR NJÓSNIR Brian Patrick Regan, fyrrum yfirliðþjálfi í bandaríska flughernum, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að bjóða íröskum og kínverskum yfirvöld- um að kaupa leynilegar upplýs- ingar frá bandarískum stofnun- um. ÞRJÚHUNDRUÐASTA AFTAKAN Hinn 35 ára gamli Keith Clay hlaut þann vafasama heiður að verða þrjú- hundruðasti fanginn sem tekinn er af lífi í Texas. Clay var dæmdur fyrir að skjóta til bana af- greiðslumann í matvöruversl- un í vopnuðu ráni árið 1994. Áður en aftakan fór fram bað Clay aðstandendur fórnarlambsins fyrirgefningar og sagðist iðrast synda sinna. ÓLÖGLEGUR VOPNAÚTFLUTNING- UR Dómstólar í Flórída hafa gef- ið út ákærur á hendur tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa reynt að kaupa eldflauga- vörpur og önnur skotfæri að and- virði um 2,5 milljóna króna til að flytja þau ólöglega úr landi. Mennirnir eru taldir vera frá Pakistan en ekki er vitað hvar þeir eru nú niðurkomnir. HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Dæmdi ökumann til sektar og missis ökuréttinda. Sviptur ökuréttindum: 130 þúsund króna sekt DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- ness dæmdi 26 ára gamlan mann til 130 þúsund króna sektar fyrir að aka undir áhrifum áfengis í Kópavogi í janúar. Jafnframt var hann sviptur ökuréttindum í eitt ár. Áfengismagn í blóði mannsins var 1,85 prómill. Verjandi öku- mannsins reyndi að sýna fram á að ökumaðurinn hafi átt erfitt þegar hann framdi brotið. Dómin- um þótti hins vegar engin ástæða til að taka tillit til þess. ■ LÖGREGLAN Í KÓPAVOGI Lögreglumönnum í Kópavogi fjölgaði úr 23 í 25 á árunum 1992 til 2002. Á sama tíma fjölgaði bæjarbúum úr 17 þúsundum í 25 þúsundir. Bæjarfulltrúi í Kópavogi gagnrýnir ríkið: Gagnrýnir ríkið fyrir fámennt lögreglulið Gagnrýndi eignarhald á Landssímanum Óskar Magnússon, forstjóri Íslandssíma, gagnrýndi slaka frammistöðu eftirlitsstofnana á fjarskiptamarkaði. Segir stöðu Landssímans vera óheilbrigða út frá samkeppnissjónarmiði. ÓSKAR MAGNÚSSON Frá aðalfundi Íslandssíma þar sem fram- kvæmdastjórinn gagnrýndi mjög eignar- hald ríkisins á Landssíma Íslands. „Nú sem aldrei fyrr ríð- ur því á að Samkeppnis- stofnun og Póst- og fjar- skiptastofnun haldi vöku sinni. Hagvagnar segja tvær hliðar á átökum: Bílstjóra gerð grein fyrir ábyrgð STRÆTÓ Forstjórinn segist ósáttur við framferði bílstjórans.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.