Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 32
32 22. mars 2003 LAUGARDAGUR Við fengum góðfúslegt leyfihöfundanna til að birta ljóðin, sem eiga ekki síður erindi núna, tólf árum síðar, þegar annar Bush, og ekki betri, hefur ráðist inn í Írak. Iðunn gaf Ljóðabók barn- anna út árið 1991, í samstarfi við ASÍ. Bókin ber undirtitilinn Ljóð eftir börn fyrir fullorðna, og víst er að fullorðnir geta lært margt við lestur bókarinnar. Höfundur limrunnar Ráðaleys- is er Atli Páll Hafsteinsson, sem var 11 ára þegar hann orti hana. Aðspurður segist hann ekki hafa verið mjög upptekinn af ljóðagerð á þessum árum, en því áhyggju- fyllri yfir stríðinu. „Það var efnt til einhvers konar samkeppni um ljóð þegar ég var 11 ára í Villinga- holtsskóla í Árnessýslu. Það var náttúrlega ekki talað um neitt annað en stríð á þessum tíma, endalausar fréttir í sjónvarpinu og umræða allt í kringum mann svo það var eðlilegt viðfangsefni.“ Atli Páll segist ungur hafa heillast af limruforminu. „Við vorum náttúrlega búin að læra um mismunandi ljóðform í skólanum og ég ákvað að nota þetta. Mér fannst „punch“-línan, eða lokalín- an, í limruforminu alltaf svo flott.“ Atli Páll er áhyggjufullur yfir stríðinu núna. „Mér líst bara ekk- ert á þetta og alls ekki aðferðirn- ar, að Bandaríkin fari þarna upp á sitt eindæmi og gefi frat í alla aðra, það er náttúrlega hið versta mál.“ Atli hefur ekki ort svo mikið sem eitt ljóð síðan hann sendi frá sér limruna góðu. „Ég er í tölvun- arfræði við háskólann og yrki öðruvísi núna,“ segir hann hlæj- andi, en viðurkennir samt að hann sé rígmontinn af ljóðinu. Hann segist viss um að börn á Íslandi taki svona átök inn á sig, kannski meira en fullorðna grunar. „Það er samt örugglega einstaklings- bundið, en ég man að mér leist ekkert á blikuna á sínum tíma. Þó stríðið sé langt í burtu snertir það mann samt.“ Nú ríkir sorg í Kúvæt borg Í sömu bók birtist annað ljóð um Persaflóastríðið, eftir Stein- unni Mörtu Gunnlaugsdóttur. „Ég var níu ára í Grunnskóla Grundar- fjarðar þegar ég orti ljóðið og gerði það alveg hjálparlaust. Ég var svo ótrúlega skelkuð yfir stríðinu, svaf ekki heilu næturn- arar og tók þetta allt mjög inn á mig,“ segir hún. Steinunn Marta samdi ljóðið ekki sérstaklega fyrir bókina. „Þegar við vorum beðin að semja ljóð, sem átti svo að velja úr til að birta í bókinni, átti ég þetta til og sendi það. En það má segja að þetta ljóð sé hvort tveggja í senn upphafið og endirinn á mínum skáldferli, ég hef nefnilega ekk- ert ort síðan,“ segir hún bros- andi. Steinunn Marta er hárgreiðslu- dama og starfar á hársnyrtistof- unni Trít. „Ég er mjög ánægð með starfsvalið. En mér líður ekki síð- ur illa núna en þegar ég var barn og orti þetta ljóð. Ég er sjokkeruð yfir þessu stríðsbrölti öllu saman og skíthrædd,“ segir Steinunn Marta, sem reiknar þó ekki með að setjast niður og semja annað ljóð um efnið. edda@frettabladid.is Í Írak er vont að vera... Íslensk börn fara ekki varhluta af fréttum og umfjöllun um stríð úti í heimi og taka átökin oft mjög nærri sér, jafnvel svo að þau missa svefn. Flóastríðið fyrir tólf árum vakti ugg í brjósti íslenskra barna og tvö þeirra tjáðu tilfinningar sínar í ljóðum sem birtust í Ljóðabók barnanna árið 1991. Ljóð Nú ríkir sorg í Kúvæt borg, fuglarnir kvaka og börnin vaka skyldu allir pabbarnir koma til baka ATLI PÁLL HAFSTEINSSON Er í tölvunarfræði við háskólann og yrkir örðuvísi núna. Ráðaleysi Í Írak er vont að vera í Amríku ekkert að gera. Hussein og Bush ég teikna með túss og krota yfir myndina þvera. STEINUNN MARTA GUNNLAUGSDÓTTIR Er nú hársnyrtir og hefur ekkert ort frá því hún var 9 ára. Henni er mjög órótt vegna ástandsins í Írak. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FRÉTTABLAÐIÐ/BILLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.