Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 2
2 22. mars 2003 LAUGARDAGUR Nei, ég er góður bakari, ágætur myndlistarmaður og heiðarlegur bæjarfulltrúi. Andrés Sigmundsson, bakari og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjum, sleit meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og er í viðræðum við Vestmannaeyjalistann um nýjan meirihluta. Spurningdagsins Bakarðu bara vandræði, Andrés? ■ Lögreglufréttir VIÐSKIPTI Stofnfjáreigendur SPRON hafa stofnað með sér samtök til þess að vinna að hags- munum sínum. Á aðalfundi SPRON á miðvikudag býður hóp- urinn fram lista gegn núverandi stjórn SPRON. Guðný Rósa Þor- varðardóttir, formaður samtak- anna, segir að framboðið megi ekki túlka sem allsherjar gagn- rýni á stjórn SPRON. „Við teljum hins vegar hollt að fá nýtt blóð í stjórn sparisjóðsins og okkur finnst að hagsmunir stofnfjár- eigenda hafi verið vanræktir.“ Lista samtakanna skipa Pétur Blöndal alþingismaður, sem fer fyrir framboðinu, Hildur Njarð- vík, Þorvarður Elíasson, Dögg Pálsdóttir og Sveinn Valfells. Pétur og Sveinn tilheyrðu hópi fimmmenninganna sem vildu kaupa hluti stofnfjáreig- enda fyrir Búnaðarbanka Ís- lands. Guðný Rósa segir eitt af markmiðum samtakanna að gera stofnfjáreigendum kleift að selja stofnfé sitt á markaðsverði. Þá sé markmiðið að styrkja spari- sjóðinn og efla tengsl stofnfjár- eigenda og stjórnenda sjóðsins. Hópurinn hyggst halda opinn fræðslufund á mánudagskvöld.■ Stefnir í baráttu um SPRON: Tveir listar í stjórnarkjöri NÝTT BLÓÐ Guðný Rósa Þorvarðardóttir segir að ekki beri að líta á framboð til stjórnar í SPRON sem allsherjar gagnrýni á störf núverandi stjórnar. Nýtt blóð sé hins vegar hollt. Stríðið í Írak: Senda CNN beint á Stöð 1 SJÓNVARP Sjónvarpsstöðin Stöð 1, sem sendir út á Faxaflóasvæðinu, mun endurvarpa dagskrá CNN- fréttastöðvarinnar beint á næstu dögum. Gert hefur verið sam- komulag þessa efnis við eiganda CNN, Turner Broadcast. Útsendingarnar áttu að hefjast strax í nótt sem leið. Stöð 1 segir að með þessu sé sjónvarpsáhorf- endum gefinn kostur á því að fylgjast með atburðarás stríðs- átaka í Írak í opinni og ólæstri dag- skrá. Sjónvarpsmerki Stöðvar 1 næst með hefðbundnu sjónvarps- loftneti. Stöð 1 hefur verið í burð- arliðnum um allnokkurt skeið. ■ KÓREUSKAGI, AP Á sama tíma og Bandaríkjamenn og Bretar ráð- ast á Írak grafa heræfingar Bandaríkjamanna og Suður- Kóreumanna á Kóreuskaga und- an friði á svæðinu, segja norður- kóresk stjórnvöld. Haldi þetta áfram kemst Kóreuskaga á barm kjarnorkustríðs. Norður-Kóreumenn hafa iðu- lega gagnrýnt heræfingar Bandaríkjamanna og Suður- Kóreumanna. Æfingarnar fara sérstaklega fyrir brjóstið á þeim nú þegar deilt er um kjarnorku- vopnaeign þeirra. Suður-Kóreu- menn settu her sinn í aukna við- bragðsstöðu þegar innrásin var gerð í Írak. Það var rökstutt með því að hætt væri við því að stjórnvöld í Pyongyang myndu gera eitthvað til að auka á spennu. Norður- Kóreumenn hafa gagnrýnt þetta harkalega sem „ruddalega áskorun og óþolandi fjandskap“. Cho Young-kil, varnarmála- ráðherra Suður-Kóreu, sagði norður-kóresk stjórnvöld hafa fyrirskipað loftvarnaæfingar til að halda almenningi við efnið. Hann óttaðist þó ekki að Suður- Kóreu myndi verða ögrað með hernaðaraðgerðum Norður- Kóreumanna. ■ Norður-Kóreumenn: Á barmi kjarn- orkustríðs HERÆFINGUM MÓTMÆLT Suður-Kóreumaður mótmælir heræfingum Suður-Kóreuhers og Bandaríkjahers. Mað- urinn mótmælti á staðnum þar sem her- æfingar fara fram. SVEITARSTJÓRNAMÁL Uppnám er í bæjarpólitíkinni í Vestmannaeyj- um eftir að Andrés Sigmundsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, sleit meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og tók upp viðræður við aðstandendur Vest- mannaeyjalistans. Hluti Fram- sóknarflokksins fylgir bæjarfull- trúa sínum að málum en annar maður á lista leiðir andstöðu við Andrés. Samstarf Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks hafði aðeins staðið í tæpt ár en áður stjórnaði Sjálfstæðisflokkurinn í krafti hreins meirihluta. Það sem endanlega varð meirihlutanum að falli var niðurstaða vinnuhóps um bættar samgöngur við Vest- mannaeyjar. Framsóknarmenn höfðu barist fyrir því að hrað- skreiðari ferja yrði fengin til að þjóna Eyjamönnum í stað Herj- ólfs en niðurstaða vinnuhópsins varð sú að afskrifa hugmyndina um hraðskreiða ferju en horfa þess í stað til þess að koma upp ferjulægi í Bakkafjöru og stytta þar með siglinguna milli lands og Eyja. „Þetta var að- eins kornið sem fyllti mælinn,“ segir Andrés bæjarfulltrúi. Hann segist hafa verið leyndur ýmsum upplýsingum um sam- krull bæjarins og fyrirtækja á staðnum og ekki fengið þau svör sem hann óskaði eftir. „Ég hef verið ákaflega ósáttur með margt í samstarfinu, svo sem samkrull við atvinnulífið. Þar nefni ég Þróunarfélagið og að ekki hafi verið hægt að klára þau mál og loks var verið að senda reikning á bæjarsjóð upp á rúm- lega 21 milljón króna vegna Eign- arhaldsfélagsins. Ég fellst ekki á að bærinn sé látinn borga þann reikning sem er vegna hlutafjár- loforða fyrri meirihluta Sjálf- stæðisflokksins. Að mínu mati stríðir það loforð gegn sveitar- stjórnarlögum og ég mun beita mér fyrir því að þau mál verði krufin til mergjar,“ segir Andrés. Mikil umræða hefur verið vegna Þróunarfélagsins en þar var Guðjón Hjörleifsson bæjar- stjóri stjórnarformaður. Þrjár af fjórum bókhaldsmöppum félags- ins eru týndar og hefur það vakið tortryggni um að ekki hafi verið allt með felldu. Félagsmálaráðu- neytið er nú með málefni Þróun- arfélagsins til skoðunar. Andrés segir að staða bæjar- sjóðs sé afar veik og verkefnið verði að endurreisa fjárhaginn. „Bæjarsjóður er mjög illa staddur og verkefni okkar er að forðast að lenda í gjörgæslu. Hefði ég haldið áfram í þessu samstarfi þá hefðum við verð- skuldað fallið í næstu kosning- um,“ segir Andrés, sem segist hafa haft efasemdir um samstarf- ið nánast frá upphafi. „Það hefur dunið á mér rógur sem er með ólíkindum. Ég hef aldrei fyrr upplifað neitt þessu líkt,“ segir Andrés. Lúðvík Bergvinsson oddviti Vestmannaeyjalistans, segir að það muni skýrast á næstu dögum hvernig nýju meirihlutasamstarfi verður háttað. „Meirihlutinn er sprunginn og það verður ekki myndaður meiri- hluti nema með okkar aðkomu. Við öxlum þá ábyrgð og munum leggja okkar af mörkum til að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem hér hefur verið að undan- förnu. Í Eyjum eru mörg tækifæri sem bæjarbúar verða að leggjast á eitt um að nýta,“ segir Lúðvík. Ingi Sigurðsson, sem var ráð- inn bæjarstjóri eftir að Guðjón Hjörleifsson lét af störfum, mun samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins ekki halda starfinu þar sem litið er á hann sem trúnaðar- mann Sjálfstæðisflokksins. Lúðvík vildi ekkert um það segja hvernig bæjarstjóramálum yrði háttað en útilokaði að taka sjálfur við embættinu. rt@frettabladid.is Vill forða fjárvana bæ frá gjörgæslu Andrés Sigmundsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, sprengdi meirihlutann og vill fá allt upp á borðið varðandi ábyrgðir bæjarins og samkrull við atvinnulífið. Segir bæjarsjóð vera kominn að fótum fram. Lúðvík Bergvinsson vill ekki verða bæjarstjóri. LÚÐVÍK BERGVINSSON VILL EKKI VERÐA BÆJARSTJÓRI Segir að á næstu dögum skýrist hvernig nýju meirihlutasamstarfi verður háttað. „Það hefur dunið á mér rógur sem er með ólíkindum. ÞJÓÐARÚTGJÖLD VAXA Þjóðarút- gjöld eru talin hafa vaxið um 0,2% að raungildi á fjórða árs- fjórðungi 2002 miðað við sama fjórðung fyrra árs, samkvæmt Hagstofu Íslands. Þetta er tals- verð breyting því þrjá fyrri fjórðunga ársins höfðu þjóðarút- gjöldin dregist saman miðað við sama tíma árið áður. EINKANEYSLA EYKST Einkaneysla er talin hafa vaxið um 1,3% á 4. ársfjórðungi 2002 samanborið við 0,2% vöxt á 3. fjórðungi ársins, hvort tveggja miðað við sömu fjórðunga árið áður. Áfram gætti samdráttar í fjárfestingu, nú um 8,5% frá fyrra ári samanborið við 19% á 3. fjórðungi. Samneysla er talin hafa vaxið um 4,7% á 4. árs- fjórðungi, sem er meiri vöxtur en á fyrri fjórðungum ársins. SJÖ BÍLA ÁREKSTUR Fjórir árekstrar urðu í Hafnarfirði seinni partinn í gær. Allt voru þetta aftanákeyrslur sem voru ýmist á Flatahrauni eða á Reykjanesbraut við Kaplakrika. Í einum árekstrinum voru sjö bílar sem lentu hver aftan á öðrum. Ekki urðu slys á fólki. Framlög til stjórnmálaflokka: 180 milljónir FJÁRMÁL STJÓRNMÁLAFLOKKA Stjórn- málaflokkarnir sem eiga fulltrúa á þingi hafa fengið 780 milljónir síð- astliðin fimm ár til starfsemi sinn- ar. Framlagið í ár er 180 milljónir. Flokkar sem fá yfir 2,5 prósent at- kvæða fá framlög frá ríkinu. Fram- lögunum er úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn sem flokkarnir fá í kosningum. Framlagið var 136 milljónir króna til ársins 2001, en þá hækkaði það í 164 milljónir til ársins í ár. ■ ■ Efnahagsmál Einangrunarbúðir: Reyna enn að svipta sig lífi GUANTANAMO, AP Einn fanganna sem Bandaríkjamenn halda í ein- angrunarbúðunum í Guantanamo gerði tilraun til að svipta sig lífi. Maðurinn reyndi að hengja sig en vörðum tókst að bjarga lífi hans. Þetta er 23. tilraunin sem fangi í Guantanamo gerir til að svipta sig lífi. Þessi fangi hefur áður reynt að fremja sjálfsmorð. 13 sjálfsmorðstilraunir hafa verið gerðar það sem af er þessu ári. Um 650 hermönnum Talibana og al Kaída-liðum er haldið í Guant- anamo herstöðinni. FR ÉT TA B LA Ð I/ RÓ B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.