Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 1
VIÐTAL Síðasti austfirski hákarlabaninn bls. 24 Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Laugardagurinn 22. mars 2003 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Bíó 36 Íþróttir 12 Sjónvarp 38 KVÖLDIÐ Í KVÖLD FUNDUR Friðrik Skúlason, tölvu- og ættfræðingur, flytur erindi um ætt- fræðigrunninn Ís- lendingabók á fundi Sagnfræð- ingafélags Íslands í húsi Sögufélagsins í Fischersundi. Hann mun einkum reifa þá möguleika sem gagnagrunnur af þessu tagi getur opnað fræðimönnum. Fund- urinn hefst kl. 16.30. Erindi um Íslendingabók FUNDUR Dagskrá um fólk og fersk- vatn verður haldin á degi vatnsins í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag klukkan 11.00 í tilefni af Ári ferskvatnsins 2003. Rætt verður um stöðu ferskvatnsmála bæði erlendis og hérlendis og um framtíðarhorfur í ferskvatnsmálum hér á landi. Fólk og ferskvatn TÓNLEIKAR Vortónleikar Léttsveitar Reykjavíkur verða haldnir í Aust- urbæ við Snorrabraut undir yfir- skriftinni Fljóð og funi. Efnisskráin er funheit með suðrænum tónum, tangó og gospel. Snorri Wiium tenór syngur einsöng. Stjórnandi er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Tvennir tónleikar verða haldnir, klukkan 17 og 20. Léttsveit í Austurbæ SUND Innanhússmeistaramót Ís- lands í sundi fer fram í Vestmanna- eyjum. Bein útsending verður frá mótinu í Ríkissjónvarpinu og hefst hún klukkan 16.20. Sundmenn keppa KVIKMYNDIR Óskarsverðlaun í skugga átaka LAUGARDAGUR 69. tölublað – 3. árgangur bls. 18 STJÓRNMÁL Unga kynslóðin bls. 22 bls. 28 TÓNLIST Níu sólríkir mánuðir bls. 12 FÓTBOLTI Real á réttri leið INNRÁS Gríðarlegar loftárásir voru gerðar á Bagdad og fleiri borgir í Írak síðla í gær og í nótt. Flugskeyt- um rigndi yfir landið og sprengjum var varpað úr há- f l e y g u m sprengjuþotum B a n d a r í k j a - manna. Stórir hlutar Bagdad voru í ljósum log- um. Þetta eru þær víðtæku árásir sem bandarísk hermálayfirvöld höfðu boðað að yrðu gerðar til að lama írösk stjórnvöld og herinn. Fréttamaður MSNBC-sjónvarps- stöðvarinnar, Peter Arnett, sem var í Bagdad árið 1991 meðan á Flóa- bardaganum stóð, segir að árásirn- ar nú séu mun harðari en þær árás- ir sem hann upplifði fyrir tólf árum. Fljótlega eftir að sprengjuárásirnar hófust í gær sagði hann að sér virt- ist sem 25 byggingar hefðu verið sprengdar í loft upp á tíu mínútum. Þeirra á meðal var forsetahöll Saddams Husseins. „Í þeim 180˚ sjóndeildarhring frá svölunum þar sem ég horfi á þetta sé ég að meira og minna hver einasta bygging er í ljósum logum,“ sagði Paul Wood, fréttamaður BBC, þegar hann leit yfir Bagdad. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið kynnti áætlanir sínar um sprengjuárásir næturinnar á blaða- mannafundi í gær. Þar var greint frá því að ráðist yrði gegn fleiri hundruðum skotmarka í skjóli næt- ur. Donald Rumsfeld varnarmála- ráðherra staðfesti að ekkert sam- komulag hefði náðst við Íraka um uppgjöf en sagði þarlend stjórnvöld að hruni komin. Áður hafði verið látið að því liggja að verið væri að semja um uppgjöf. Bandarískar og breskar innrás- arsveitir sóttu hratt fram á landi. Hermálayfirvöld sögðust hafa náð mikilvægum stöðum á sitt vald, þar á meðal tveimur flugvöllum, olíu- lindum og hafnarborginni Umm Qasr. Fréttamaður BBC greindi þó frá því nokkru eftir yfirlýsingu her- málayfirvalda að enn væri barist á nokkrum stöðum í bænum. Banda- rískar hersveitir voru sagðar á leið til Basra, næststærstu borgar Íraks, og aðrar hersveitir voru sagðar komnar nálægt 200 kíló- metra inn í Írak. Sjá bls. 6 Sprengjum rigndi yfir Bagdad í nótt Gríðarlegar loftárásir voru gerðar á Bagdad og fleiri borgir Íraks. Langdrægum flug- skeytum var skotið á borgirnar og sprengjum varpað úr háfleygum sprengjuþotum. „...meira og minna hver einasta bygg- ing er í ljós- um logum. REYKJAVÍK Sunnan 10-15 m/s og rigning eða slydda síðdegis. Hiti 1 til 6 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Skýjað 3 Akureyri 5-10 Skýjað 3 Egilsstaðir 5-10 Skýjað 3 Vestmannaeyjar 10-15 Rigning 3 ➜ ➜ ➜ ➜ ÍRAKSDEILAN Utanríkisráðherra telur að stuðningur Íslands við innrásina í Írak flokkist ekki sem meiriháttar utanríkismál. Himinn og haf eru á milli af- stöðu ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um stuðn- ing Íslands við innrásina í Írak. Síðdegis í gær fundaði utanríkis- málanefnd en stjórnarandstaðan telur að samráð við nefndina hafi verið algjörlega ófullnægjandi. „Þessi fundur breytti í sjálfu sér engu,“ sagði Halldór Ás- grímsson. „Það liggur alveg ljóst fyrir að ríkisstjórnin telur að það hafi verið haft fullnægjandi sam- ráð við utanríkismálanefnd.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, sagðist enn telja að samráð hefði skort. Lögin kvæðu skýrt á um að nefndin ætti að vera ríkisstjórn- inni til ráðuneytis um meiriháttar utanríkismál. Ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um stuðning við innrásina án þess að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefði fjallað um málið fæli í sér stefnubreyt- ingu hjá utanríkisráðherra miðað við fyrri yfirlýsingar hans. Vegna þessa hefði ríkisstjórnin átt að funda með nefndinni áður en innrásin í Írak hefði verið studd opinberlega. Halldór sagði að það hefði eng- in stefnubreyting orðið. Hann sagði það vera sína túlkun að þeg- ar talað væri um meiriháttar ut- anríkismál væri átt við mál þar sem verið væri að skuldbinda Al- þingi. Það hefði ekki verið gert í þessu tilfelli. ■ Átakafundur var í utanríkismálanefnd um stuðning Íslands við innrásina í Írak: Ekki meiriháttar utanríkismál STENDUR Í STRÖNGU Halldór Ásgrímsson fundaði með utanríkismálanefnd Alþingis. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur vikunnar meðal 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 29% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu? 62% 72% BAGDAD Í LJÓSUM LOGUM Mjög harðar árásir voru gerðar á Bagdad og fleiri borgir í Írak. Bandarísk hermálayfirvöld settu sér það markmið að skjóta á fleiri hundruð skotmarka síðustu nótt. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.