Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 28
Þegar sænska poppsveitin TheCardigans hélt tónleika í Sjall- anum á Akureyri árið 1995 mætti nánast enginn. Veður var vont og varla gátu stórstjörnur verið þar á ferð, enda aðeins frá Svíþjóð. Þá hafði sveitin reyndar gefið út tvær plötur og fengið einhverja útvarps- spilun hér á landi á lögunum „Rise & Shine“ og „Sick & Tired“. En það var nú ekki eins og þarna væri Sál- in hans Jóns míns á ferð og því ekk- ert öruggt að ballið yrði skemmti- legt. Til hvers að taka áhættu og þrýsta sér í gegnum gaddinn fyrir einhverja gamaldags Svíaræfla sem myndu aldrei ráða við að spila „Final Countdown“? Hljómsveit- inni var svo sem slétt sama og skemmti sér konunglega í bænum. Þremur vikum seinna komst lagið „Rise & Shine“ í spilun á MTV-sjónvarpsstöðinni og The Cardigans varð heimsfræg. Árinu seinna brutu þau sig inn á Banda- ríkjamarkað með laginu „Lovefool“ sem var að finna í kvik- mynd Baz Luhrman „Romeo + Juli- et“. Platan „First Band on the Moon“ seldist í 2,5 milljónum ein- taka um allan heim. Með útgáfu fjórðu breiðskífunnar, „Gran Turis- mo“, sem kom út árið 1998, tryggði sveitin vinsældir sínar með lögun- um „My Favourite Game“ og „Era- se/Rewind“. Stuttu eftir það tók sveitin lagið „Burning Down the House“ með Tom Jones. Platan seldist örlítið betur en fyrirrennar- inn. Nú, nærri fimm árum síðar, kemur fimmta breiðskífan, „Long Gone Before Daylight“. Á tímabili var alls ekkert ljós hvort sveitin ætti sér framtíð. Nina Persson söngkona segir að vinskapurinn hafi haldið þeim saman. „Okkur langaði að hljóma eins og við aftur“ Nýja Cardigans-platan hefst á því að Nina Persson söngkona til- kynnir hlustendum að hún hafi reynt í 27 ár (alla sína ævi) að reiða sig á annað fólk, með mis- jöfnum árangri. Þar með leggur hún línuna, textalega, fyrir plötuna sem fjallar víst aðal- lega um samskipti fólks. Í gegnum árin hefur Nina tekið miklum framförum við texta- smíðar sínar. Í þetta skiptið hljómar hún þó eins og hún sé í ástarsorg. „Finnst þér það?“ spyr hún blaðamann undrandi í símanum með angurværri og hálf hvíslandi röddu. „Okkur finnst það í rauninni vera öfugt. Ekki „skilnaðar- plata“ heldur svona „byrja upp á nýtt“-plata. Textarnir fjalla þó án efa mikið um sambönd og erfiðleika innan þeirra. Ég skil þess vegna alveg af hverju þú gætir haldið þetta. En tónlistar- lega er platan um endur- komu gamalla vina.“ Þetta skín í gegn og virðist sveitin alveg hafa skipt um bún- ing. Á umslagi nýju plötunnar sitja þau saman að snæðingi við kertaljós í æfingahúsnæði sveit- arinnar. Það er mjög lýsandi fyrir tónlist plötunnar því hljómurinn er orðinn meira lifandi og óstaf- rænn. Í raun þveröfugt við þá til- raunamennsku sem einkenndi síð- ustu plötu, „Gran Turismo“. „Við fórum í smá krók þarna á tímabili. Það var samt gaman, við uppgötvuðum tölvur og svona. En ég held að okkur öllum hafi fundist það kannski of tilbúið. Við vorum þess vegna mjög spennt að heyra hvernig sveitin hljómaði þegar við spiluðum á hljóð- færin okkar. Okkur langaði til þess að hljóma eins og við aftur.“ Hvernig fóruð þið að því? “Við prófuðum fullt af nýjum aðferðum. Eitt sem við gerðum, og höfðum ekki gert áður, var að æfa eins og brjálæðingar. Þetta er mjög spiluð plata. Ég held að við höfum æft meira fyrir upptökurn- ar en við höfðum gert á öllum ferlinum fram að því. Við lærðum þannig að spila á hljóðfærin okkar í fyrsta skipti. Eftir tíu ára feril var nú kominn tími til þess,“ segir hún og hlær. „Við æfðum á sama stað og áður en tókum upp á nýj- um. Mér finnst það hafa komið vel út fyrir plötuna. Við fórum í ferðalag saman, sem var alveg yndislegt. Við reyndum þannig að breyta nokkrum hegðunarmynstrum.“ Það er náttúrlega í rauninni mun líkara þeirri vinnuaðferð sem þið höfðuð á fyrstu plötunum ykk- ar. “Já, það er alltaf auðvelt að stóla á upptökustjórann til þess að láta plötu hljóma vel. En þá hefur mér alltaf liðið eins og það vanti eitthvað. Okkur langaði að gera plötu þar sem það væri augljóst að fólk væri að spila. Og þar sem það væri augljóst að lögin væru að stjórna ferðinni.“ Endurfundir og lærdómsrík mistök Nýja Cardigans-platan hljómar ekki ósvipað sólóplötu Ninu sem hún gaf út undir nafninu A Camp fyrir tveimur árum. Í Cardigans hefur hennar hlutverk verið að syngja og semja texta. Allar laga- smíðar hafa verið í höndunum á Peter Svensson gítarleikara. Þó að hann haldi enn utan um þær má samt að vissu leyti segja að hún eigi meira í þessari breiðskífu en fyrri plötum sveitarinnar. „Ég veit að Peter sagði að þeg- ar hann heyrði plötuna mína lang- aði hann að semja Cardigans-lög á svipaðri línu. Ætli hún hafi þá ekki bara haft mikil áhrif? Fyr- ir mér byrjaði nýtt tíma- bil í lífi mínu fyrir A Camp-plötuna. Núna er komið að nýju tímabili hjá The Car- digans. Á þessari plötu höfum við öll lagt mun meira af mörkum en áður. Það kemur vegna þess hversu lengi við æfðum lögin saman. Þess vegna samdi hver fyrir sitt hljóð- færi í fyrsta skipti. Á þann hátt er þessi plata meira um okk- ur öll. Þetta voru níu mánuðir af sólrík- um sunnudögum.“ Þú talar um end- urfundi, höfðuð þið verið í svona litlu sambandi á milli platnanna? “Já, þetta var svolítið eins og endurfundir. En á meðan við vorum í pásu var engin óvild á milli okkar, við vorum bara að gera svo ósvip- aða hluti að það var erfitt fyrir okkur að halda sambandi. Ég flut- ti til dæmis til New York í nokkur ár. Þegar við loksins fundum tíma til þess að setjast niður og ákveða hvort við vildum gera eitthvað meira og hvernig það þá yrði höfðum við ekki séð hvert annað í langan tíma. Það var mjög skrýtið þar sem við bjuggum nánast sam- an í tíu ár.“ Ég las að þið hefðuð tekið plöt- una upp oftar en einu sinni, af hverju? „Það er ekki alveg satt. Þegar við vorum búinn að vera að taka upp plötuna í svona þrjá mánuði fannst nokkur lögin ekki vera rétt. Við byrjuðum því upp á nýtt með fimm eða sex þeirra. Sum voru orðin of lífræn. Við reyndum að ná aðeins meiri krafti í þau. Þetta var ótrúlega erfið ákvörðun þar sem við vorum búin að leggja svo mikla vinnu í þetta. En eftir á var þetta dásamleg tilfinning, þegar við heyrðum að við vorum á réttri braut. Stundum þarf maður að gera mistök til þess að átta sig á hlutunum.“ Dóttir til sölu Þessa dagana er The Cardigans í stærðarinnar tónleikaferð um Svíþjóð. Í sumar ætlar sveitin að reyna að spila á sem flestum tón- leikahátíðum. Í haust tekur við tónleikaferðalag um Evrópu en Nina er hreint ekki viss um hvort liðsmenn kæri sig um að fara til Bandaríkjanna eins og ástandið er þar núna. Enda þurfa hljómsveitir af þeirra stærðargráðu yfirleitt að skuldbinda sig til þess að vera þar í fimm mánuði í einu. Spennt- ust er Nina þó fyrir væntanlegri kynningarferð til Japan sem á að leggja í eftir nokkrar vikur. Eftir útgáfu síðustu plötu urðu Svíarnir að risum í Japan. Hún segist þó ekki viss um hvort vin- sældir þeirra séu það miklar í landinu núna. Hlær og segir að út- gáfufyrirtæki sveitarinnar hafi hreinlega þurft að snúa upp á handlegg fyrirtækisins í Japan til þess að ná ferðinni í gegn. Það er undarlegt í ljósi þess að vinsældir þeirra voru slíkar síðast að þegar þau yfirgáfu landið beið móðir með dóttur sína eftir þeim á flug- vellinum og heimtaði að Peter gít- arleikari tæki hana sem brúði sína. „Það er mjög sorgleg saga. Við ferðuðumst á milli staða í lest og hún beið okkar á hverri einustu lestarstöð með dóttur sína. Þær voru sem sagt ekki bara á flug- stöðinni. Það var mjög sorgleg stund. Þær grétu báðar þegar Pet- er reyndi að koma þeim í skilning um raunveruleikann. Það er eitt- hvað mjög dularfullt við móður sem setur dóttur sína svona á sölu. Við óttuðumst samt ekkert að þær myndu elta okkur til Sví- þjóðar.“ Dökkhærðu stelpurnar skemmta sér betur Á árunum 1996-1999 var Nina Persson án efa frægasta ljóska Svíþjóðar. Hún væri það eflaust enn ef hún hefði ekki litað hárið á sér svart fyrir fjórum árum. „Það er orðið svo langt síðan ég gerði þetta að ég er orðin alveg vön þessu. Þegar ég litaði á mér 28 22. mars 2003 LAUGARDAGUR Á mánudag gefur sænska sveitin The Cardigans út sína fimmtu breiðskífu, þá fyrstu í fimm ár. Fréttablaðið sló á þráðinn til Ninu Persson söngkonu og spjallaði við hana um nýju plötuna, endurfundi, ástina, sólóferilinn, hvort ljóskur skemmti sér betur, brjálaða japanska aðdáendur og heimsókn sveitarinnar til Íslands árið 1995. „Níu mánuðir af sólríkum sunnudögum“ Ég hef heyrt af tónleikahátíð sem er haldin er á Íslandi á hverju ári. Það myndi vera frábært ef þeir myndu biðja okkur um að koma, okkur dauðlang- aar. Ef ég kemst ekki til Ís- lands vegna vinnunnar þá kem ég bókað til þess að fara í frí. ,, NINA PERSSON Var þekktasta ljóska Svía á tímabili en byrjaði að lita hárið á sér dökkt fyrir fjórum árum. Segir það vitleysu að ljóskur skemmti sér betur þar sem aldrei hafi verið meira fjör hjá henni en þessa dagana. THE CARDIGANS Framtíð The Cardigans var í vafa eftir útgáfu þriðju plötunnar, „Gran Turismo“, þrátt fyrir gríðarlegar vinsældir. Liðsmenn ákváðu þó á endanum að sveitin væri of góð til þess að fórna enda vinskapurinn mikill.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.