Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 16
16 22. mars 2003 LAUGARDAGUR Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Bi llu nd Bi llu nd DANMÖRK Beint leiguflug me› ICELANDAIR 29 . m aí - 4. s ep t. 21 .6 52 21 .6 52 V er › fr á kr. á mann m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. Innifalið er flug og flugvallarskattar. Ef 2 ferðast saman, 24.950 kr á mann. Takmarkað sætaframboð Mosfellingurinn Kristín Kjartansdóttir hefur búið í Mið-Austurlöndum í 30 ár. Hún var í Kúveit þegar Írakar gerðu innrás í ágúst 1990 en býr núna í Jórdaníu. Hún segir fólk vera reitt og finnast Bandaríkjamenn tvöfaldir í roðinu. Óttalaus í Jórdaníu Lífið í Jórdaníu gengur sinnvanagang þrátt fyrir að innrás í nágrannaríkið Írak sé hafin. Mosfellingurinn Kristín Kjartans- dóttir hefur búið í Amman, höfuð- borg Jórdaníu, síðan árið 1991 þegar hún flutti þangað frá Kúvæt. Hún bjó í Kúvæt í sextán ár, en flutti þaðan ásamt manni sínum eftir innrás Íraka. „Það er ósköp rólegt hjá mér hérna heima,“ sagði Kristín þegar Fréttablaðið hafði samband við hana morguninn eftir að innrás Bandaríkjamanna og Breta hófst. „Ég fór rétt áðan út til að borga internet-reikninginn og gekk í bankann. Maðurinn minn, sem starfar við ríkisháskólann í borg- inni Zarqa, sem er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Amman, fór líka í vinnuna í morgun. Skóla- haldið gengur sem sagt sinn vana- gang. Hér er allt við það sama og við höfum ekki orðið vör við neitt. Þetta er ósköp venjulegur dagur að öllu leyti, nema að maður veit náttúrlega að það er byrjað stríð.“ Heimilið birgt upp af mat Kristín segist ekki hafa trú á því að Jórdanía dragist inn í stríð- ið þó hún viti til þess að banda- rískir hermenn séu komnir til landsins við landamæri Írak. Einu ráðstafanirnar sem hún hafi gert vegna stríðsins séu að birgja heimilið upp af mat. „Það hefur heyrst að útgöngubann verði kannski sett á okkur nú á fyrstu dögum stríðsins. Það er samt ekk- ert víst. Maður heyrir 150 kjafta- sögur hérna.“ Í Amman búa þrjár íslenskar konur og segir Kristín að þær hitt- ist einu sinni í viku til þess að föndra. Í föndurhópnum eru einnig konur frá hinum Norður- löndunum. „Við erum allar voða- lega rólegar og við þessar ís- lensku sem búum hérna erum ekki á förum. Við höfum ekki áhyggjur af þessu að því leyti.“ Vaknaði við innrás í Kúveit Á námsárum sínum í Þýska- landi kynntist Kristín eiginmanni sínum Sameh, sem er fæddur á Gaza-svæðinu í Palestínu. Árið 1974 flutti hún til Kúvæt þar sem hún var búsett þegar Saddam Hussein gerði innrás þann 2. ágúst árið 1990. „Þetta er allt öðruvísi ástand en þegar ég lenti í þessu í Kúvæt. Ég átti aldrei von á því að Írakar gerðu innrás í Kúvæt og mér brá því þegar ég vaknaði eina nóttina við það að innrás var hafin. Ég var innilokuð í borginni og hafði ekki einu sinni símasamband. Hérna í Jórdaníu eru aðstæður allt aðrar og miklu meiri möguleikar að komast í burtu. Ef eitthvað kemur upp á þá getum við í raun og veru keyrt þangað sem okkur langar. Þá munar líka miklu að núna eru öll börnin farin að heiman og mað- ur þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að koma þeim á öruggan stað.“ Kristín segir að háskólafólk og lögfræðingar í Jórdaníu hafi mót- mælt innrásinni í gær og búist væri við meiri mótmælum um helgina. Hún segir að fólkið í Jórdaníu sé mjög reitt. Það sæi at- burðarás síðustu vikna og mánaða í allt öðru ljósi en Vesturlandabú- ar og væri afar hneykslað á því að Bandaríkjamenn skyldu vera að býsnast yfir því að Frakkar hefðu hótað að beita neitunarvaldi í Ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna. Í því samhengi minntist fólk þess að Bandaríkjamenn hefðu sjálfir beitt neitunarvaldi 38 sinnum þegar álykta hefði átt gegn Ísrael- um vegna ofsókna þeirra á hendur Palestínumönnum. „Fólkinu hér finnst þetta allt mjög ósanngjarnt og því finnst að þetta komi Bush ekkert við. Það ber samt alls engan hlýhug til Saddams en það er ekki þar með sagt að því þyki ekki vænt um fólkið í Írak. Þetta er mjög gott fólk, sem hefur búið við mjög erf- iða stjórn í mörg ár. Maðurinn minn á föðurbróður sem býr í Bagdad með fjölskyldunni sinni og við höfum miklar áhyggjur af þeim.“ Ekki hægt að flytja inn lýðræði Kristín sagðist ekki taka mikið mark á þeirri skýringu Banda- ríkjamanna að það þyrfti að ráð- ast inn í Írak til þess að koma á lýðræði í landinu. Hún, sem og flestir aðrir, teldi að allt aðrar hvatir lægju að baki innrásinni, nefnilega olíuhagsmunir Banda- ríkjamanna. „Það er ekki að hægt að flytja inn lýðræði. Lýðræði er eins og jurt sem þú setur niður og þarft að vökva og svo vex það smám saman. Það verður ekki flutt inn eins og hver annar varningur. Fólkið þarf að vera tilbúið og ég held að það sé það einfaldlega ekki. Þetta er þrjóskt fólk og í landinu búa mismunandi þjóðern- is- og trúarhópar. Mest eru þetta Arabar en einnig búa þarna Kúrd- ar sem hafa verið ofsóttir af Saddam. Sunnítar, sem eru íslamskir bókstafstrúarmenn, eru í meirihluta í landinu en því er aftur á móti stjórnað af shítum. Í landinu búa einnig kristnir menn og aðrir minnihlutahópar eins og Tyrkir og Túrkmenar. Allt þetta fólk mun vilja hafa eitthvað að segja og það verður því ekki auð- velt verk að koma á lýðræði þarna.“ Bandaríkjamenn tvöfaldir í roðinu Kristín segir fólki í Jórdaníu finnast Bandaríkjamenn vera tvö- faldir í roðinu. Á sama tíma og þeir vilji útrýma gereyðingar- vopnum Íraka sjái þeir enga ástæðu til að aðhafast neitt þótt Ísraelar eigi mun öflugri og fleiri gereyðingarvopn en allar araba- þjóðirnar til samans. „Fólkið skilur ekki hvers vegna það er verið að taka í rassinn á Saddam á meðan Sharon (Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísrael) fær að gera það sem honum sýn- ist.“ Kristín bendir einnig á að mörg leppríki Bandaríkjamanna á svæðinu búi ekki við lýðræði, en Bandaríkjastjórn virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því. „Það er alls ekkert lýðræði í Sádi-Arabíu. Konur í Bagdad mega að minnsta kosti keyra en það mega þær ekki í Sádi-Arabíu. Það er ekki hægt að segja að í þessum löndum hérna sé lýðræði á vestrænan máta, en það er ekki þar með sagt að fólkinu líði illa. Það er ekkert víst að vestrænt lýðræði sé það sem hentar fólkinu hér. Í það minnsta ekki á þessum tímapunkti, en það getur verið að það henti einhvern tímann seinna. Það er mín skoðun að það sé fólks- ins að ákveða hvenær það vilji breytingar. Ég held að íbúar vest- rænna ríkja yrðu ekkert sérstak- lega sáttir ef íslömskum stjórnar- háttum yrði þröngvað upp á þá.“ Fólkið hatar ekki Vesturlandabúa Um viðhorf araba til Evrópu- búa sagði Kristín að það markist svolítið af nýlendutíma Breta. Margt hafi breyst í Mið-Austur- löndum á valdatíma þeirra. „Það er samt ekki hægt að segja að fólkið beri einhvern kala til Evrópubúa frekar en Banda- ríkjamanna. Það er pólitíkin sem ríkisstjórnir þessara landa eru að reka sem fólkið skilur ekki. Ég undrast líka að Íslendingar skuli taka svona afdráttarlausa afstöðu með innrásinni. Það er allt í lagi að vera hlutlaus – það hefur aldrei meitt neinn.“ trausti@frettabladid.is Það er allt í lagi að vera hlutlaus - það hefur aldrei meitt neinn. ,, AP /M YN D SIGURTÁKN Á GÖTUM AMMAN Jórdanskt barn myndar sigurtáknið fyrir framan íraska fánann í mótmælagöngu á götum Amman. Verið var að mótmæla veru bandarískra hersveita á landamærum Jórdaníu og Íraks. KRISTÍN KJARTANSDÓTTIR „Ég átti aldrei von á því að Írakar gerðu innrás í Kúvæt og mér brá því þegar ég vaknaði eina nóttina við það að innrás var hafin,“ sagði Kristín.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.