Fréttablaðið - 22.03.2003, Síða 35

Fréttablaðið - 22.03.2003, Síða 35
LAUGARDAGUR 22. mars 2003 35 ■ ■ FUNDIR  11.00 Opið hús verður á vegum Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Þjóð- kirkjunnar í Hafnarfirði. Opna húsið hefst með guðsþjónustu. Að því búnu verður húsnæði safnaðarheimilisins og Tónlistarskólans til sýnis.  13.00 Afmælishátíð Kjarvalsstaða verður í dag í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá formlegri vígslu þeirra. Boð- ið verður upp á veitingar í anda Kjarvals og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskyld- una. Fram koma m.a. Gunni og Felix, Barna- og unglingakór Grafarvogs- kirkju, Gunnar Eyjólfsson leikari og Davíð Þór Jónsson píanóleikari.  16.00 Á Listadögum í Garðabæ verður danssýning í íþróttahúsinu. Þar verður sýnt ballettatriði úr Hnotubrjótn- um, samkvæmisdans þar sem Íslands- og bikarmeistarar verða meðal sýnenda, hópfimleikaatriði, freestyle-dans og at- riði úr söngleiknum Grease í uppfærslu nemendafélags Garðaskóla.  20.00 Í minningu samíska skáldsins og fjöllistamannsins Nils- Aslaks Valkeapää, sem lést um aldur fram fyrir rúmu ári, gengst Norræna húsið í samstarfi við samísk-íslenska vináttufélagið SAMÍS fyrir samískri kvölddagskrá þar sem flutt verða er- indi um samísk menningarmál og les- in verða ljóð eftir Nils-Aslak í þýðingu Einars Braga. ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Kór Langholtskirkju efnir til afmælistónleika í kirkjunni þar sem eldri og yngri kórfélagar syngja. Tilefnið er fimmtíu ára afmæli kórsins. Einnig mun karlakórinn Stjúpbræður taka lag- ið. Stjórnandi er Jón Stefánsson og að- gangur er ókeypis.  17.00 Kirkjukór Fella- og Hóla- kirkju flytur í Fella- og Hólakirkju verk eftir tékknesku tónskáldin Jan Dismas Zelenka og Frantisek Xaver Brixi undir stjórn Lenku Mátéová ásamt kammer- sveitinni Jón Leifs Camerata og ein- söngvurunum Ólafíu Linberg Jensdótt- ur sópran, Jóhönnu Ósk Valsdóttur alt, Garðari Thór Cortes tenór og Davíð Ólafssyni bassa.  17.00 Kvintett úr Kór Hjallakirkju, Jón Ólafur Sigurðsson organisti og séra Íris Kristjánsdóttir flytja úrdrátt í tali og tónum úr Passíusálmum Hallgríms Pét- urssonar í Hjallakirkju í Kópavogi. Einnig verða fluttir orgelkóralar fyrir föstutímann eftir J.S. Bach og Maríutón- list eftir Pál Ísólfsson, Jón Ólaf Sigurðs- son, Jakob Arkadelt og fleiri.  20.00 Jón Svavar Jósefsson bassa- söngvari og Eva Guðný Þórarinsdóttir fiðluleikari halda tónleika á Listadögum Garðabæjar í safnaðarheimilinu Kirkju- hvoli.  20.30 Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum með bandaríska sax- ófónleikaranum og hljómsveitarstjór- anum Andrew D’Angelo. ■ ■ KVIKMYNDIR  15.00 Stjarnan nefnist ný rússnesk kvikmynd, sem sýnd verður í bíósal MÍR að Vatnsstíg 10. Mynd þessi var gerð í Moskvu í fyrra og er leikstjóri Emmanúíl Kazakevits. Myndin gerist í Sovétríkjun- um árið 1944. Kvikmyndin er með rúss- nesku tali og sýnd án þýddra texta. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill.  19.30 Bíó Reykjavík heldur Sunnu- dagsbíó á Sirkus á horni Laugavegs og Klapparstígs. Sýndar verða kvikmyndir Orson Welles, Citizen Kane frá árinu 1941 og F for Fake frá 1975. Ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Leikfélag Mosfellsbæjar sýnir Hobbitann í leikgerð Odds Bjarna Þorkelssonar eftir sögu Tolkiens.  17.00 Leikfélag Mosfellsbæjar sýnir Hobbitann í leikgerð Odds Bjarna Þorkelssonar eftir sögu Tolkiens.  14.00 Karíus og Baktus eftir Thor- björn Egner á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins.  14.00 Honk! Ljóti andarunginn eftir George Stiles og Anthony Drewe á Stóra sviði Borgarleikhússins.  15.00 Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir gamanleikritið Forsetinn kemur í heimsókn í Ásgarði, Glæsibæ.  16.00 Halaleikhópurinn sýnir gam- anleikinn Á fjölum Félagsins eftir Unni Maríu Sólmundardóttur í húsakynnum leikhópsins að Hátúni 12.  20.00 Farsinn Allir á Svið eftir Michael Frayn er sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins, þýddur og leikstýrður af Gísla Rúnari Jónssyni.  20.00 Veislan eftir Thomas Vinter- berg og Mogens Rukov á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins.  20.00 Íslenski dansflokkurinn sýnir Lát hjartað ráða för, þrjú ný verk eftir Katrínu Hall, Itzik Galili og Ed Wubbe, á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins.  20.00 Kvetch eftir uppreisnar- manninn Steven Berkoff á Nýja sviði Borgarleikhússins í samstarfi við Á senunni.  20.00 Hin smyrjandi jómfrú, ein- leikur eftir Charlotte Bøving, sýnt í Iðnó.  20.00 Leikfélagið Hugleikur sýnir í Tjarnarbíói Undir hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur í leikstjórn Ágústu Skúla- dóttur. ■ ■ SKEMMTANIR  Í kvöld er Djasssunnudagur að venju með Árna Ísleifs og góðum gest- um á Kránni, Laugavegi 73.  Caprí-tríó leikur fyrir dansi í Ás- garði, Glæsibæ. ■ ■ SÝNINGAR  Í Vestursal Kjarvalsstaða sýnir Helgi Þorgils Friðjónsson ný málverk.  Í Austursal Kjarvalsstaða stendur yfir sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarvals. Í miðrými er svo sýningin Sveitungar frá Kjarvalsstofu, Borgarfirði eystra, og ýmsir munir úr fórum Kjarvals í eigu safnsins.  Sýningin Undir fíkjutré: Alþýðu- listir og frásagnarhefðir Indlands stendur yfir í Listasafninu á Akur- eyri. Þetta er í fyrsta sinn sem ind- versk myndlist er kynnt með jafn víð- feðmum hætti hér á landi.  Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús- inu, stendur yfir sýning á sovéskum veggspjöldum úr eigu safnsins, sem hafa ekki komið áður fyrir almennings- sjónir. Heilbrigði, hamingja og friður er yfirskrift sýningarinnar.  Í Arinstofu Listasafns ASÍ stendur yfir sýning á nokkrum konkretverkum frá sjötta áratug síðustu aldar. Á sýning- unni eiga verk listamennirnir Benedikt Gunnarsson, Hjörleifur Sigurðsson, Nína Tryggvadóttir, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúlason.  Bernd Koberling í sýnir í galleríinu i8 við Klapparstíg.  Myndlistarmaðurinn Gunnar Örn sýnir í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41. Verkin á sýningunni nefnast Sálir og Skuggi.  Sýningin Hraun-Ís-skógur stendur yfir í Norræna húsinu.  Í Hafnarhúsinu stendur yfir einka- sýning Patrick Huse sem nefnist Penetration. Sýningin er síðasti hluti trílógíu sýninga listamannsins, sem fjalla um samband manns og náttúru á norð- urslóðum.  Í sal Íslenskrar grafíkur, sem er hafnarmegin í Hafnarhúsinu, sýnir Alistair Macintyre stór pappírsverk, sem unnin eru með ís og járnlitarefni.  Í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, stendur yfir sýning á áður ósýndum verkum lista- konunnar Louisu Matthíasdóttur. Sýnd verða málverk og vatnslita- myndir úr vinnustofu listakonunnar á 16. stræti í New York þar sem fjöl- skyldan bjó lengst af og einnig vinnu- stofu hennar hér heima í Reykjavík.  Í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, stendur yfir sýn- ing á verkum Hlífar Ásgrímsdóttur og Ólafar Oddgeirsdóttur. Á sýningunni, sem þær nefna Með lífsmarki eru að hluta til verk sem listakonurnar hafa unnið í sameiningu. Örn Magnússon píanóleikariheldur tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á sunnu- dagskvöldið. Á efnisskránni eru verk eftir Mozart og Chopin. „Þetta eru fyrstu einleikstón- leikar mínir í fjögur ár. Ég hef ein- beitt mér að íslenskri píanótónlist undanfarin ár. Kynnti mér til dæmis píanótónlist Jóns Leifs og lék hana inn á disk. Eins píanótón- list Páls Ísólfssonar,“ segir Örn. „En nú er ég kominn yfir í klassíkina aftur og hef óskaplega gaman af því. Það má líkja þessu við leikara sem fer að fást við Shakespeare aftur eftir langt hlé.“ Örn hefur ferðast um landið síðustu vikur og haldið tónleika með þessari sömu efnisskrá. Tón- leikarnir á sunnudaginn eru endapunktur á því ferðalagi. „Það er mjög gott fyrir tónlist- armann að leika sömu efnis- skrána oftar en einu sinni, því það gerist alltaf eitthvað nýtt í hvert skipti sem hún er leikin.“ ■ ÖRN MAGNÚSSON Heldur píanótónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar annað kvöld klukkan átta. ■ TÓNLEIKAR Kominn aftur í klassíkina Ég mæli meðað fólk sjái s ý n i n g u n a Undir fíkju- tré: Alþýðu- listir og frá- sagnarhefðir Indlands, í Listasafninu á Akur- eyri,“ segir Stefán Friðrik Stef- ánsson pistlahöfundur. „Þetta er í fyrsta skipti sem indversk mynd- list er kynnt með þessum hætti hérlendis og er mjög athyglisvert að kynna sér þau verk sem á sýn- ingunni eru. Undanfarna mánuði hafa verið settar þar upp mjög áhugaverðar sýningar, til dæmis Rembrandt og samtíðarmenn hans og Aftökur og útrýmingar. Undir fíkjutré er enn ein rósin í hnappagat Listasafnsins.“ Mittmat ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.