Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.03.2003, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 22.03.2003, Qupperneq 14
14 22. mars 2003 LAUGARDAGUR Framsóknar- flokkurinn AF ÞEIM SEM VELJA FRAMSÓKN Í KÖNNUNUM: 72% kusu Framsóknarflokkinn síðast 11% kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast 1% kaus Frjálslynda 3% kusu Samfylkinguna 3% kusu Vinstri græna 3% voru ekki með kosningarétt 7% kusu ekki eða neituðu að svara. AF ÞEIM SEM KUSU FRAM- SÓKN Í SÍÐUSTU ALÞINGIS- KOSNINGUM: 48% kjósa Framsóknarflokkinn 6% kjósa Sjálfstæðisflokkinn 2% kjósa Frjálslyndaflokkinn 11% kjósa Samfylkinguna 2% kjósa Vinstri græna 2% ætla ekki að kjósa 29% eru óákveðin Ferðalag fylgisins SKOÐANAKÖNNUN Samfylkingin á tryggustu kjósendurna sam- kvæmt könnunum Fréttablaðsins þar sem skoðaðar eru hreyfingar kjósenda frá síðustu kosningum. 70 prósent þeirra sem kusu Sam- fylkinguna í síðustu kosningum ætla að gera það aftur í vor. Næstir koma sjálfstæðismenn, en 61 prósent kjósenda Sjálfstæð- isflokksins skilar sér aftur til flokksins. Tryggðin er ekki jafn augljós í fylgi annarra flokka. Rúmlega helmingur kjósenda Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins skilar sér áfram frá kosningum til kannana. Hið marg- umtalaða Framsóknargen er sam- kvæmt könnununum víkjandi. Einungis 48 prósent þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn síðast segjast ætla að gera það aftur nú. Reikandi stjórnarkjósendur Þegar hreyfing fylgisins frá flokkunum er skoðuð kemur í ljós að stór hópur kjósenda ríkis- stjórnarflokkanna í síðustu kosn- ingum er óákveðinn nú. Af þeim sem kusu Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum eru 29 prósent nú óákveðin. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur tapað 21 prósenti kjós- enda sinna í síðustu kosningum yfir í hóp óákveðinna. Þetta hlýtur að vekja þessum flokkum nokkrar vonir um að hægt sé að smala hjörð óákveðinna heim. Sex prósent kjósenda Fram- sóknarflokksins í síðustu kosning- um fara yfir á Sjálfstæðisflokk- inn. Hins vegar fara þrjú prósent frá Sjálfstæðisflokki yfir á Fram- sóknarflokk. Stærðarmunur flokkanna gerir það að verkum að prósenturnar segja ekki allt. Þannig eru framsóknarmenn að stela fleiri atkvæðum frá Sjálf- stæðisflokki en sjálfstæðismenn frá Framsóknarflokki. Sá flokkur sem stelur mestu fylgi frá stjórn- arflokkunum er Samfylkingin. Ellefu prósent þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn síðast ætla að kjósa Samfylkinguna nú og tíu prósent þeirra sem kusu Sjálf- stæðisflokkinn. Sama gildir um þetta og hreyfinguna milli Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks. Samfylkingin tekur mikl- um mun fleiri atkvæði frá Sjálf- stæðisflokki en Framsóknar- flokki. Nælt í nýtt fylgi Flokkunum gengur misvel að ná til sín nýju fylgi. 88 prósent þeirra sem segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn kusu hann einnig í síðustu kosningum. 72 prósent þeirra sem ætla að kjósa Framsóknarflokkinn gerðu það einnig í síðustu kosningum. Hlutfallið er mun minna hjá öðrum flokkum. Stjórnarflokkun- um gengur því illa að fá þá sem kusu aðra eða kusu ekki síðast í sinn hóp. Tryggðin kemur þá til góða, en mikið fylgistap Fram- sóknarflokksins skýrist af því að tryggð við flokkinn er á undan- haldi um leið og ekki tekst að næla í nýja kjósendur. Sjálfstæð- isflokkurinn stendur betur að vígi þrátt fyrir að honum gangi illa að laða til sín nýja kjósendur. Hann heldur betur í gamla kjósendur sína. Fjórtán prósent fylgis Sam- fylkingarinnar koma frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn síð- ast. Langmest af nýju fylgi Sam- fylkingarinnar kemur frá kjós- endum Sjálfstæðisflokksins. Miðjusækni Samfylkingarinnar skilar henni hópi kjósenda frá Sjálfstæðisflokki, en á sama tíma fer vinstrisinnaðri hluti flokksins yfir á Vinstri græna. Hreyfing er á milli kjósenda Samfylkingar og Vinstri grænna. Báðir flokkar tapa og vinna fylgi frá hinum. 22 prósent kjósenda Vinstri grænna kusu Samfylkinguna síðast. Nýtt fylgi Vinstri grænna kemur að mestu leyti frá Samfylkingunni. Á sama tíma er 21 prósent þeirra sem kusu Vinstri græna síðast komið í herbúðir Samfylkingar- innar. Vinstri grænir tapa óveru- legu fylgi yfir til annarra flokka en Samfylkingarinnar. Nýir og óákveðnir Um 38 prósent nýrra kjósenda hafa ekki gert upp hug sinn. Af þeim sem gert hafa upp hug sinn ætla 39 prósent að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn, tæp 32 prósent Samfylkinguna og tæp fimmtán prósent kjósa Vinstri græna og Framsóknarflokkinn. Enginn nýr kjósandi ætlaði að kjósa Frjáls- lynda flokkinn. Tæp 40 prósent þeirra sem eru óákveðnir kusu ekki í síðustu kosningum. Fimmtán prósent gefa ekki upp hvað þeir kusu. Ef teknir eru þeir óákveðnu sem segjast hafa kosið flokk í síðustu kosningum segist tæpur helming- ur hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn. 24 prósent kusu Framsóknar- flokkinn og rúm 20 prósent kusu Samfylkinguna. Sex prósent kusu Vinstri græna og eitt prósent Frjálslynda flokkinn. Vonir og væntingar Nú þegar formleg kosninga- barátta er að hefjast eru eflaust margir að spá í hver þróunin verði fram að kjördegi. Vandi er um slíkt að spá. Fylgi næst ekki nema með tvennum hætti. Annars vegar að ná gamla fylginu sínu og hins vegar að laða til sín nýtt fylgi. Annað hvort með því að næla í nýja kjósendur eða stela fylgi annarra flokka. Stjórnarflokkarn- ir hljóta samkvæmt þessum könn- unum að horfa til þess hóps sem hefur horfið frá þeim yfir í hóp óákveðinna. Þessi óákveðni hópur fyrrum kjósenda stjórnarflokk- anna ætti einnig að skapa sóknar- færi fyrir Frjálslynda flokkinn og Til að vinna kosningasigur þarf bæði að halda gamla fylginu og ná í nýtt. Sóknarfæri flokkanna eru mismunandi. Þeir sækja fylgi sitt í ólíka hópa. Kjósendur þeirra eru líka mistryggir og þeim gengur líka misvel að laða til sín nýja kjósendur. - þar sem þú finnur fagmanninn Í dag laugardaginn 22. mars kynna félagsmenn í Meistarafélagi bólstrara glæsilega íslenska húsgagnaframleiðslu og bólstrun. Verið velkomin í opið hús milli 13 og 16 í dag. Þið finnið allt um Dag iðnaðarins og bólstrara á Meistarinn.is og í laugardagsblaði Morgunblaðsins. Sjálfstæðis- flokkurinn AF ÞEIM SEM VELJA SJÁLF- STÆÐISFLOKK Í KÖNNUNUM: 3% kusu Framsóknarflokkinn síðast 88% kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast 0% kusu Frjálslynda 2% kusu Samfylkinguna 1% kaus Vinstri græna 3% voru ekki með kosningarétt 3% kusu ekki eða neituðu að svara AF ÞEIM SEM KUSU SJÁLF- STÆÐISFLOKKINN Í SÍÐUSTU ALÞINGISKOSNINGUM: 3% kjósa Framsóknarflokkinn 61% kýs Sjálfstæðisflokkinn 2% kjósa Frjálslyndaflokkinn 10% kjósa Samfylkinguna 1% kýs Vinstri græna 2% ætla ekki að kjósa 21% er óákveðið Frjálslyndi flokkurinn AF ÞEIM SEM VELJA FRJÁLS- LYNDA Í KÖNNUNUM: 7% kusu Framsóknarflokkinn síðast 26% kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast 37% kusu Frjálslynda 12% kusu Samfylkinguna 4% kusu Vinstri græna 0% voru ekki með kosningarétt 14% kusu ekki eða neituðu að svara AF ÞEIM SEM KUSU FRJÁLS- LYNDA Í SÍÐUSTU ALÞINGIS- KOSNINGUM: 6% kjósa Framsóknarflokkinn 6% kjósa Sjálfstæðisflokkinn 55% kjósa Frjálslyndaflokkinn 22% kjósa Samfylkinguna 3% kjósa Vinstri græna 0% ætla ekki að kjósa 9% eru óákveðin Samfylkingin AF ÞEIM SEM VELJA SAM- FYLKINGUNA Í KÖNNUNUM: 5% kusu Framsóknarflokkinn síðast 14% kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast 1% kaus Frjálslynda 56% kusu Samfylkinguna 5% kusu Vinstri græna 2% voru ekki með kosningarétt 11% kusu ekki eða neituðu að svara. AF ÞEIM SEM KUSU SAMFYLK- INGUNA Í SÍÐUSTU ALÞINGIS- KOSNINGUM: 1% kýs Framsóknarflokkinn 3% kjósa Sjálfstæðisflokkinn 1% kýs Frjálslyndaflokkinn 70% kjósa Samfylkinguna 7% kjósa Vinstri græna 1% ætlar ekki að kjósa 15% eru óákveðin Vinstri grænir AF ÞEIM SEM VELJA VINSTRI GRÆNA Í KÖNNUNUM: 5% kusu Framsóknarflokkinn síðast 4% kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast 1% kaus Frjálslynda 22% kusu Samfylkinguna 53% kusu Vinstri græna 4% voru ekki með kosningarétt 11% kusu ekki eða neituðu að svara. AF ÞEIM SEM KUSU VINSTRI GRÆNA Í SÍÐUSTU ALÞINGIS- KOSNINGUM: 3% kjósa Framsóknarflokkinn 2% kjósa Sjálfstæðisflokkinn 1% kýs Frjálslyndaflokkinn 21% kjósa Samfylkinguna 56% kjósa Vinstri græna 1% ætlar ekki að kjósa 15% eru óákveðin DAVÍÐ ODDSSON 88% þeirra sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn kusu hann síðast. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Framsóknarflokknum helst mun verr á kjósendum en samstarfsflokknum í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokknum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.