Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 26
Þvert á skoðanir margra um aðraunveruleikaþættir væru að renna sitt skeið horfðu um 18 milljónir manna á fyrsta þátt Fox- sjónvarpsstöðvarinnar, Joe Milli- onaire. Í þættinum, sem enn er ókominn hingað til lands, er fjöldi kvenna fenginn til að reyna við huggulegan karlmann. Konunum er talin trú um að hann sé millj- ónamæringur á meðan hann er í raun og veru byggingaverkamað- ur. Á sjónvarpsstöðinni ABC hef- ur þátturinn um einhleypu stúlk- una, eða The Bachelorette, slegið heldur betur í gegn, en sá þáttur er einnig ókominn í íslenskt sjón- varp. 17,4 milljónir manna fylgd- ust með fyrsta þættinum í syrp- unni og sló áhorfið auðveldlega út áhorf að þættinum West Wing, sem er leikin þáttaröð um starfs- lið Hvíta hússins í Bandaríkjun- um. Veðjað á raunveruleikann Fyrr á þessu ári ákváðu stjórn- endur ABC að færa til sýningar- tíma lögfræðiþáttanna The Pract- ice vegna gríðarlegra vinsælda Joe Millionaire, sem sýndur var á sama tíma hjá Fox. Vakti ákvörð- unin litla kátínu höfundarins Dav- id E. Kelly. Miðað við ofantaldar stað- reyndir kemur ekki á óvart að stjórnendur bandarískra sjón- varpsstöðva hætta nú í auknum mæli við framleiðslu á rándýrum leiknum framhaldsþáttum og veðja í staðinn á raunveruleik- ann. Samtök handritshöfunda í Bandaríkjunum óttast mjög þró- unina. „Það er töluverð hræðsla vegna þessara þátta, sem eru ódýrir í framleiðslu á sama tíma og miklir peningar fara í að fram- leiða nýjar leiknar þáttaraðir,“ sagði Victoria Riskin, forseti samtakanna, í viðtali við BBC. Staðreyndin er nefnilega sú að raunveruleikaþættir kosta um helmingi minna í framleiðslu en hefðbundnir þættir. Launakostn- aður er til að mynda langtum minni. Framleiðendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af stórstjörnum eins og til dæmis leikurum Friends-þáttanna, sem taka um 80 milljónir króna hver fyrir þátt- inn. Þess í stað stendur almenn- ingur í biðröðum um að komast að í raunveruleikaþáttum fyrir eng- an pening, enda allar líkur á að frægð og frami manna aukist stórlega verði þeir fyrir valinu. Lítill undirbúningskostnaður Önnur staðreynd er sú að um leið og raunveruleikaþættir ná vinsældum mega framleiðendur þeirra eiga von á dágóðri summu í kassann. Þetta er nýlunda í sjón- varpsbransanum því í gegnum tíðina hafa framleiðendur hefð- bundinna þátta þurft að leggja í mikinn kostnað við undirbúning þeirra og um leið setja sig í stór- an mínus áður en nokkur þáttur hefur farið í loftið. Málið horfir öðruvísi við í raun- veruleikaþáttunum: „Við getum pantað átta raunveruleikaþætti og jafnað þá upphæð eða jafnvel grætt undir eins,“ sagði David Poltrack, varaforseti hjá CBS. „Við eyðum ekki miklu í gerð þeir- ra.“ Vinsældir slíkra þátta leiða af sér miklar auglýsingatekjur eins og gefur að skilja. Til að mynda horfðu 40 milljónir áhorfenda á Jóa milljónamæring velja sér konu í lokaþætti syrpunnar. Sjón- varpsstöðin Fox rukkaði rúmar 30 milljónir króna fyrir 30 sekúndna auglýsingu í þættinum, sem ekki telst lítill peningur. Á bólan eftir að springa? „Þetta snýst allt um auglýsinga- tekjurnar,“ sagði Sandy Grushow hjá Fox. „Þegar einn af þessum þáttum slær í gegn er um gríðarleg- ar upphæðir að ræða.“ Randy Falco, forseti hjá NBC- sjónvarpsstöðinni, segist ekki vera undrandi á vinsældum raunveru- leikaþátta. „Þú getur fengið þessa þætti á skjótan hátt. Þeir eru vand- aðir, þeir eru ódýrir og þeir eru orðnir meira en bara staðgenglar fyrir aðra þætti á sumrin. Þeir eru algjört áhorfsvopn.“ Riskin, hjá samtökum hand- ritshöfunda, er á því að raun- veruleikabólan eigi eftir að springa. „Á síðasta ári náði þát- turinn Viltu vinna milljón gríð- arlegum vinsældum á ABC-stöð- inni þegar hann var sýndur fjög- ur kvöld í röð. Hann féll síðan um sjálfan sig því áhorfendur fengu nóg af honum. Ég er viss um að það eigi líka eftir að ger- ast með þætti eins og The Bachelor, The Bachelorette og Survivor.“ Það verður tíminn einn að leiða í ljós. Eins og er hefur raunveruleikinn yfirhöndina og virðist hann síður en svo ætla að sleppa takinu í bráð. freyr@frettabladid.is 26 22. mars 2003 LAUGARDAGUR FRIENDS Launakostnaður við þætti á borð við Friends er gífurlegur. EYJA FREISTINGANNA Hinn almenni borgari sem fær að spreyta sig í raunveruleikaþáttum á borð við Temptation Island öðlast frægð og frama fyrir þátttöku sína. Kostnaður framleiðenda vegna þáttanna er ekki mikill enda keppist fólk um að komast á skjáinn án þess að taka nokkuð fyrir það. Vinsældir bandarískra raunveruleikaþátta virðast ekki dvína. Handritshöfundar hefðbundinna sjónvarpsþátta óttast verkefnaskort enda kostar raunveruleikinn helmingi minna í framleiðslu en skáldskapurinn. Raunveruleikinn borgar sig

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.