Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 22. mars 2003 Ég heiti Svanfríður Inga Jónas-dóttir. Ég tek Ingunafnið upp stundum og minni á það. Svanfríð- ur heiti ég eftir ömmu minni og Inga eftir langömmu minni sem var móðir Svanfríðar. Þetta voru miklir kvenskörungar úr Gríms- ey, en þangað á ég ættir að rekja,“ segir þessi ágæta þingkona, sem senn hverfur til annarra starfa. Svanfríði kom nokkuð á óvart þegar hún uppgötvaði hvað þetta nafn er algengt. Nokkrar eru þær fyrir norðan, tvær heita eftir ömmu Svanfríðar Ingu og þar er nafnið úr Þingeyjarsýslunni. Síð- an er annar Svanfríðarleggur í Dalvíkurbyggðinni. „Skólastjórinn minn frá í gamla daga sagði að Svanni þýddi kona og Fríður væri sögnin að frjá, sem þýddi að elska. Þannig að annað hvort þýðir nafnið: Kona sem elskar eða kona sem er elskuð.“ Nú er Svanfríður stolt af nafn- inu og ánægð með bæði nöfnin. „Gott að bera nöfn þessara kvenna áfram. En mér fannst það svolítið erfitt þegar ég var yngri, nafnið langt og kannski óþjált. Það kom mér svo í opna skjöldu þegar hljómsveitin Svanfríður kom fram á sjónarsviðið en mér fannst það ágætt og sættist betur við nafnið þegar ég var unglingur. Þá var ég með ljósan krulluþyril sem ég sættist líka við þegar ég var ung- lingur og sá hárið á Robert Plant. Maður þarf sem unglingur stöðugt að geta samsamað sig einhverju viðurkenndu í umhverfinu.“ ■ Kona sem elskar – eða kona sem er elskuð ■ NAFNIÐ MITT ■ ÉG ÁTTI MÉR DRAUM Þegar ég var lítill, svona sjö eðaátta ára, átti ég mér þann draum að verða afburða hand- knattleiksmaður. Ég fékk þetta svo sterkt á heilann að ég sótti nánast alla leiki sem í boði voru,“ segir Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður. Á þessum tíma var Laugardalshöllin að rísa og margir leikir fóru fram í Hálogalandi. Guðjón var svo æst- ur yfir draumi sínum að hann sótti jafnvel leiki í 2. deildinni, sem fáir aðrir sáu. „Ég man eftir fullt af leik- mönnum sem léku í þeirri deild. Til dæmis Árna Sam, forstjóra Sambíóana. Hann lék með Ár- manni og var fínn línumaður,“ segir Guðjón. Guðjón hafði útbúið lítinn handboltavöll í kjallaranum heima hjá sér. Þar hélt hann heilu heimsmeistaramótin og lék alla leikmennina. „Þarna var háð hörkukeppni. Þetta var mjög ímyndaður en raunverulegur heimur hjá mér. Ég heyrði fagnaðarlæti og menn voru reknir út af.“ Guðjón segist muna eftir því þegar Jón Ásgeirsson heitinn hóf að lýsa handboltaleikjum. Guðjón heillaðist svo af lýsingum Jóns að hann tók upp á því að lýsa sínum eigin leikjum með frösum frá Jóni. Guðjón lék handbolta um alla yngri flokkana en segist aldrei hafa verið meira en meðaljón í greininni. „Þetta greip mig heljar- tökum og ég losnaði ekki við bakteríuna fyrr en mjög seint. Þegar ég fermdist, 7. apríl 1968, þá fór ég beint úr Dómkirkjunni í Laugar- dalshöllina og sá Íslend- inga vinna Dani 15-10. Ég mætti síðan of seint í veisl- una,“ segir Guðjón hlæj- andi. „Ég gat dundað mér við þetta aleinn og þurfti enga hjálp. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt en líklega þætti einhverjum þetta mjög undarlegt í dag og myndu vilja láta athuga viðkomandi.“ Það má kannski segja að draumur Guðjóns hafi ræst að hluta til því hann fór að starfa sem þjálfari, bæði hjá yngri flokkum og með kollega sínum, Bogdan Kowalcyk, hjá Víkingi og landsliðinu. Guðjón segist einnig hafa upplifað drauminn á ákveðinn hátt í gegnum börnin sín. „Þau eru í handbolta og hefur gengið prýðilega. Þessi draumur er því kannski enn viðvarandi þó að ég hafi verið bölvaður skussi í íþróttinni.“ ■ GUÐJÓN GUÐMUNDSSON Átti sér draum um að verða afburða handknattleiks- maður. Upplifir nú drauminn í gegnum börnin sín. Hélt heilu heimsmeistara- mótin í kjallaranum SVANFRÍÐUR INGA JÓNASDÓTTIR Sætti sig betur við nafnið sem unglingur þegar hljómsveitin Svanfríður kom fram á sjón- arsviðið – og hvítu lokkana þegar hún sá Robert Plant.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.