Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 30
Allt of mikið er gert úr því aðrígur sé milli hreinræktunar og svo blendinga – enda væri slíkur rígur mikill misskilning- ur. Hundaræktarfélag Íslands stendur auðvitað vörð um hrein- ræktun og á að gera það. En öll- um er velkomið að starfa með félaginu – hvort heldur þeir eiga hreinræktaða hunda eða blend- inga,“ segir Emilía Sigursteins- dóttir, sem oftast er kölluð Milla. Í upphafi mánaðar var haldin glæsileg alþjóðleg hundasýning í Reiðhöll Gusts á vegum HRFÍ. Milla var sýningarstjóri en því starfi hefur hún gegnt í tuttugu ár. Hún segir tilviljun hafa ráðið því að hún byrjaði, eitt leiddi af öðru. Hún fór sjálf að sýna hunda í sinni eign, var svo beðin að taka að sér stjórnarsetu í fé- laginu, fór í framhaldi af því á sýningarritaranámskeið og var skömmu síðar valin af stjórn HRFÍ til að vera sýningarstjóri. „Já, þetta er orðinn svolítið lang- ur tími,“ segir Milla hugsandi en hún hefur horft upp á róttækar breytingar í hundahaldi hér á landi sem og í ræktun. „Fyrir tuttugu árum voru hér mun færri tegundir, kannski fimm eða sex: Íslenski fjárhund- urinn, Labrador Retriever, Golden Retriever, Írskur Setter og Poodle. Það var þessi gamla ræktun sem hér var. Kannski mátti sjá einn og einn af annarri tegund en þetta var það sem til var þá í meginatriðum.“ Íslenskt ónæmiskerfi lélegt Á þessum árum var HRFÍ að- allega með útisýningar sem haldnar voru uppi í Kjós, á skólalóðinni í Garðabæ og Álfta- mýrarskóla til að nefna eitthvað. „Já, og á túnbleðlinum við Gálgahraun á leið út á Álftanes. Síðan fengum við inni í Laugar- dalshöllinni, sem var stórglæsi- leg aðstaða, og þaðan fórum við í önnur íþróttahús, til dæmis Vík- ingsheimilið og Digranes í Kópa- vogi. Svo kom að því að okkur var úthýst úr íþróttahúsum. Það þarf ekki nema eitt foreldri til að kvarta undan ofnæmi og þá verðum við að víkja.“ Að sögn Millu fór vel um HRFÍ og sýningar félagsins í Digranesi þar sem haldnar voru vel heppnaðar sýningar og naut fyrirbærið velvilja bæjaryfir- valda. En eitt foreldri kvartaði og heilbrigðisnefnd Kópavogs tók þetta fyrir. „Sjálf létum við gera rándýra ofnæmisrannsókn og útkoman var sú að það væru minni ofnæmisvakar sem rekja mátti til okkar en voru í sjálfum skólastofum barnanna. Prufa var tekin áður en við komum inn í húsið, meðan við vorum í hús- inu og eftir að við vorum búin að taka saman. Staðreyndin var sú að þetta átti ekki við rök að styðjast – þetta er til marks um að við eigum oft undir högg að sækja.“ Hundasýningar máttu sem sagt víkja og lá leiðin yfir í Reið- höll Gusts og þar hafa sýning- arnar verið síðan. „Lengi vel vorum við reyndar með sumar- sýninguna á Akureyri. Þar er ekkert mál að vera með hunda alls staðar. Engin bannskilti úti um allan bæ eða þessir sér- íslensku fordómar sem við meg- um enn glíma við á höfuðborgar- svæðinu. Nema þá að ónæmis- kerfið íslenska sé svona ofboðs- lega lélegt? En ég held að þetta sé nú að verulegu leyti það sem heitir að lifa sig inn í sjúkdóm- inn.“ Nýtt blóð var nauðsynlegt Fyrir daga einangrunarstöðv- arinnar í Hrísey var ástandið í hundarækt sérkennilegt. Þær tegundir sem Milla nefndi hér áður voru mest áberandi en að auki fengu nokkrir einstaklingar leyfi til innflutnings á hundum ásamt því að sendiráðin fengu einnig að flytja inn hunda. „Það var einfaldlega gert upp á milli, sumir fengu leyfi, aðrir ekki. Þetta er á árunum frá 1980 eða allt þar til einangrunarstöð- in í Hrísey tekur til starfa í kringum 1990. Um leið og hún opnaði verður mikil breyting til batnaðar í ræktun enda ekki vanþörf á að fá nýtt blóð inn í þá stofna sem við áttum hér, sem þá voru orðnir mikið skyldleika- ræktaðir. Þá koma smáhunda- tegundirnar, eða selskapshundar sem tilheyra tegundahópi 9, sterkar inn. Þeir eru ekki rækt- aðir með neina sérstaka vinnu- eiginleika í huga. Þá förum við að sjá tegundir á borð við Cavalier King Charles Spaniel, Papillon, Tíbet Spaniel, Pomera- inian, lágfætta Terriera, Chihu- ahua – minnstu hunda í heimi – og fleiri. Og þar með erum við að fá inn hundategundir sem henta fleira fólki. Áður var al- gengara að fólk væri að fá sér hund sem ekki hentaði þeirra lífsstíl sem tengist því að búa í borg. Mikið stökk fram á við. Ólíkt meira mál er að annast um ÍSLENSKI FJÁR- HUNDURINN Fyrir um það bil tuttugu árum voru aðeins nokkrar hundategundir á Íslandi í ræktun. Sá Ís- lenski, Labrador Retriever, Golden Retriever, Írskur Setter og Poodle. 30 22. mars 2003 LAUGARDAGUR Gríðarleg gróska er í hundarækt og hundahaldi á Íslandi. Fyrir tuttugu árum voru hérlendis fimm til sex hundategundir en nú eru skráðar hér um sextíu tegundir. Á spássitúrum má nú mæta stoltum hundaeigend- um með í bandi Shih tsu-, Shar-Pei-, Basenji-, Bichon frise-, Pug-hunda ... Allt frá Snata gamla til Japanese Chin ÞÝSKUR POINTERAuk smáhundanna komu fleiri veiði- og vinnuhundar fram á sviðið á borð við Boxer, Briard, Enskan point- er og Þýskan fjárhund eða Schäefer. Nú veit hann að verið er að talaum hann. Hann er svo mont- inn,“ segir Finna Birna Steinsson, eigandi boxersins sem gegnir nafninu Maurer. Hann er reyndar skráður sem Intuch Isch Bjarkeyjar-Patrick Joe í keppni og var kosinn besti hundur sýn- ingar á síðustu hundasýningu HRFÍ. Nafnið Maurer var honum hins vegar gefið sem hvolpi í tilefni þess að húsbóndinn á heimilinu, Baldur Hafstað, hafði nýlokið við þýðingu Ferðabókar Konrads Maurers. „Ég eignaðist hann sem hvolp, keypti hann af Bjarkeyjar- ræktuninni í Landeyjum. Þau þar fluttu inn par frá Bretlandi og er Maurer úr fyrsta gotinu.“ Maurer er fyrsti hundurinn sem Finna eignast og segir hún að börnin hafi suðað um að fá hund en eins og oft vill verða lendir umönnunin svo á foreldrunum. „Ég er ekki óánægð með það. Maurer er góður heimilishundur og hentar vel í þéttbýli. En eig- andinn verður náttúrlega að nenna að fara með hann tvisvar á dag í góða göngu. Þá líður honum vel, og verður fallegur – vöðva- byggingin góð. Ég þarf ekki að kaupa mér kort í heilsurækt, hann heldur mér við efnið. Út á hverjum degi, hvernig sem viðr- ar.“ Finna fór með Maurer á hlýðninámskeið þegar hann var hvolpur og hann hefur áður verið kjörinn besti hundur sýningar. „Hann er greinilega svona vel byggður og svo hefur hann ákaf- lega góða lund.“ Boxerar eru slagsmálahundar eins og nafnið gefur til kynna og Finna segist verða að passa upp á að hann lendi ekki í aðstæðum þar sem aðrir karlhundar eru. Hún kvart- ar ekki undan því að hann sé aggressívur eða dýr á fóðrum. Hann á ekki afkomendur ennþá en þeir eru væntanlegir. „Rækt- endurnir sem seldu mér hundinn fluttu inn tík nýlega og þau hitt- ust fyrir um tveimur vikum. Hvolpar eru á leiðinni. Meðgang- an mun vera níu vikur.“ Finna Birna er listamaður, fæst við umhverfislist, skúlptúra og innsetningar, og segir Maurer hafa ýmis áhrif á list sína. „Ég hef verið að vinna með lykt og þar gætir ugglaust áhrifa frá Maurer,“ segir Finna og aðspurð um karakter hunds síns segir hún hann mikinn húmorista, hann hlær á sinn hátt og kann vel að meta ef eigandinn finnur upp á einhverjum skringilegheitum. „Hann fær að klára þetta sýn- ingarár en það eru þrjár sýningar á ári. Maurer var ekkert sýndur á síðasta sýningarári. Þá fékk hann frí. Hann er orðinn alþjóðlegur meistari, besti hundur sýningar í júlí 2001 og um haustið það ár var hann stigahæstur. Hann er á besta aldri og við ákváðum að leyfa honum að taka þátt núna í keppni um stigahæsta hundinn. Svo er þetta orðið gott.“ ■ MAURER Stórglæsilegur boxer, en hann var kjörinn hundur síðustu alþjólegu hundasýningar HRFÍ. Boxerinn og verðlaunahundurinn Maurer: Montinn húmoristi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.