Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 18
Hundrað og einn Íslendingur áaldrinum 30 ára og yngri hefur tekið sæti á framboðslist- um einhverra flokka fyrir næstu Alþingiskosningar. Það er 18% af öllum þeim sem hafa tekið sæti á lista. Horfur eru á að allt að sex einstaklingar 30 ára og yngri taki sæti á þingi, sá yngsti 25 ára. Þegar meðalaldur allra fram- bjóðenda allra flokka um allt land er skoðaður kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn er með yngsta framboðið. Þar er jafn- framt að finna flesta frambjóð- endur á aldrinum 18 til 30 ára. Níu af tuttugu og tveimur á lista flokksins í Reykjavík suður eru 30 og yngri. Næstflestir fram- bjóðendur á því aldursbili eru í Vinstri grænum. Þess ber þó að geta, þegar þetta er skoðað, að Frjálslyndi flokkurinn hefur að- eins lagt fram lista yfir 10 efstu frambjóðendur, auk heiðurs- sæta, í öllum kjördæmum enn sem komið er. Samkvæmt þeim listum er hann með næstyngsta framboðið á landsvísu. Framsókn yngst Yngsti listinn í kosningunum í vor, samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins, er listi Framsókn- arflokksins í Norðausturkjör- dæmi. Meðalaldur á honum er 40,1 ár. Þar er jafnframt að finna 7 frambjóðendur á aldursbilinu 18 til 30 ára, sem þýðir að 35% frambjóðenda flokksins í kjör- dæminu teljast vera ungt fólk. Þó er hlutfall ungra frambjóðenda hærra á lista flokksins í Reykja- víkurkjördæmi suður. Ríflega 40% frambjóðenda flokksins í því kjördæmi eru 30 ára og yngri. Meðalaldur þar er 41 og hálft ár. Meðalaldur frambjóðenda Fram- sóknarflokksins í það heila, í öll- um kjördæmum, er 41,3 ár. Af 126 frambjóðendum flokksins á land- inu öllu er 31 frambjóðandi 30 ára og yngri. Tæpur fjórðungur af frambjóðendum Framsóknar- flokksins telst því vera ungliðar í pólitík. Yngsti frambjóðandi flokksins er 19 ára og heitir Helgi Pétur Magnússon og býður sig fram í Norðvesturkjördæmi. Samfylkingin elst Meðalaldur frambjóðenda Sam- fylkingarinnar er rétt rúmlega 47 ár. Hún er því með elsta framboðið í það heila. Þar er jafnframt að finna fæsta frambjóðendur 30 ára og yngri, eða 15 manns, sem þýðir að 12% af frambjóðendum flokksins eru í yngri kantinum. Þó ber að geta þess að allt að þrír ungir frambjóð- endur í röðum Samfylkingarinnar gætu ratað á þing. Yngsti frambjóð- andi fylkingarinnar er 18 ára, býður sig fram í Suðvesturkjördæmi og heitir Dagbjört Hákonardóttir. Elsti einstaki framboðslistinn er listi Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík suður, en meðaldur frambjóð- enda þar er 52 ár. Meðalaldur allra frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins er 45 og hálft ár. Yngsti sjálfstæðis- maðurinn á lista heitir Vilhjálmur Árnason og býður sig fram í Norð- vesturkjördæmi. Hann er 19 ára. Alls eru 20 frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins á aldrinum 30 ára og niður úr, eða 16% af heildartölu frambjóðenda. Margir ungir í Vinstri grænum og Frjálslyndum Tuttugu og fimm ungir fram- bjóðendur hafa fundið skoðunum sínum farveg í Vinstri grænum og ákveðið að taka sæti á lista. Það er tæpur fimmtungur af öllum fram- bjóðendum hreyfingarinnar. Yngsti frambjóðandinn heitir Ísak Sigurjón Bragason, býður sig fram í Norðvesturkjördæmi og er 18 ára gamall. Meðalaldur fram- bjóðenda Vinstri grænna er rétt rúmlega 46 og hálfs árs. Meðalaldur frambjóðenda Frjálslynda flokksins, eða þeirra 60 sem hafa verið tilkynntir í 10 efstu sætum flokksins í kjördæm- unum öllum, er 43 og hálfs árs. Tíu frambjóðendur af þessum 60 eru 30 ára og yngri, eða 16%. Sex manns á þrítugsaldri á leið á þing Sex ungir frambjóðendur eiga raunhæfa von um það að komast á þing. Sigurður Kári Kristjánsson, 29 ára, má heita nokkuð öruggur með þingsæti í Reykjavíkurkjör- dæmi norður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Eins er Ágúst Ólafur Ágústsson, 26 ára, mjög líklega inni í Reykjavík suður. Hann skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar þar. Brynja Magnúsdóttir, 25 ára, sem skipar 5. sæti á lista Samfylkingar- innar í Suðurkjördæmi, er á leið á þing samkvæmt skoðanakönnunum Fréttablaðsins, en verður þó að telj- ast tæp. Hún yrði þá yngsti þing- maðurinn á næsta kjörtímabili. Katrín Júlíusdóttir, 28 ára, í fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, á góða mögu- leika á þingsæti. Þá er spurning hvort Dagný Jónsdóttir, 27 ára, komist á þing fyrir Framsóknar- flokkinn í Norðausturkjördæmi sem uppbótarþingmaður, en hún skipar þar þriðja sæti. Kolbeinn Proppé, 30 ára, leiðir lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi og með góðri baráttu gæti hann sloppið inn. Hann er jafnframt einn af yngstu frambjóðendunum til að leiða lista í þessum kosningum, ásamt Brynjari S. Sigurðssyni, 30 ára, sem leiðir lista Frjálslyndra í Norðaustur og Gunnari Örlygssyni, 31 árs, sem leiðir lista sama flokks í Suðvestur. Mögulega 11 þingmenn á aldrinum 25-35 ára Af þessu sést að líkur eru á að Samfylkingin eigi flesta unga þing- menn, eða þrjá, þrátt fyrir að hún sé með hæsta meðalaldur frambjóð- enda. Þess má einnig geta að nokkr- ir væntanlegir þingmenn, í það heila, eru rétt yfir 30 ára aldri. Björgvin G. Sigurðsson, sem skipar 3. sæti Samfylkingarinnar í Suður- kjördæmi, er 32 ára. Bjarni Bene- diktsson, í 5. sæti hjá Sjálfstæðis- flokknum í Suðvestur, er 33 ára. Helgi Hjörvar, í 4. sæti Samfylking- arinnar í Reykjavík norður, er 35 ára og sömuleiðis Guðlaugur Þór Þorvaldsson, í 3. sæti Sjálfstæðis- flokksins í sama kjördæmi. Þá er Birgir Ármannsson, í 5. sæti Sjálf- stæðisflokks í Reykjavík suður, 34 ára. Af þessu sést að horfur eru á að 11 þingmenn, sem taka sæti á þingi eftir kosningarnar í vor, verði á ald- ursbilinu 25 til 35 ára gamlir. Það yrði ríflega 17% af þingliðinu. 18 22. mars 2003 LAUGARDAGUR Ekkert kemur í stað hreyfingar og heilbrigðra lífshátta. Engar töfralausnir! Og allra síst þessi magaþjálfi. En ef þú ert svo glórulaus að kaupa magaþjálfann þá finnur þú hann hjá okkur. Hann kostar ekki 19.500 kr. heldur $16.94 eða 2.800 kr. með flutningi, tryggingu, tollum og VSK. Þú sparar stórfé, en ert samt að henda peningnum. Við mælum alls ekki með þessum magaþjálfa ! allar vörur beint frá Bandaríkjunum Ríflega hundrað Íslendingar 30 ára og yngri bjóða sig fram í kosningunum í vor. Flestir þeirra eru á lista hjá Framsóknarflokknum, sem er yngsta framboðið. Yngsta fólkið virðist vita hvað það vill. Á máli þess verður ekki annað séð en að skýr munur sé á stefnu flokkanna. Pólitíska kynslóðin geysist fram á völlinn Ég er sammála áherslumflokksins á einstaklingsfrelsi og á einkaframtak. Ég tel það heil- brigðara að ríkið setji almennar leikreglur og skipti sér lítið af borgurunum,“ segir Helga Árna- dóttir um ástæður þess að hún býður sig fram fyrir hönd Sjálf- stæðisflokksins í komandi kosn- ingum. Helga er yngsti frambjóð- andi flokksins í Reykjavík, 23 ára að aldri, og skipar 13. sætið í Reykjavík suður. Hún hefur setið á annað ár í stjórn Heimdallar, nú sem varaformaður, en hefur verið skráð í flokkinn í sex ár. Að henn- ar sögn vaknaði pólitískur áhugi hennar í Menntaskólanum í Reykjavík. Hún og vinkona henn- ar fóru saman og skráðu sig í Sjálfstæðisflokkinn í kjölfarið á pólitískum umræðum sem áttu sér stað á þeim tíma. „Ég held að hagsmunir ungs fólks fari saman við markmiðið um stöðugt og gott efnahagslíf með fjölbreyttum tækifærum í at- vinnulífinu,“ segir Helga. „Ég get ekki séð annað en að það hafi ver- ið haldið nokkuð vel á spöðunum síðustu 12 ár.“ Helga segir gott að starfa inn- an Sjálfstæðisflokksins og að stærð flokksins sé styrkur. „Heimdallur er til dæmis stórt og öflugt félag og mjög virkt,“ segir Helga. „Það eru margir sem gegna embættum þar og sitja í stjórn.“ Helga segir ungliða- hreyfinguna aldrei hafa verið feimna við að láta forystu flokks- ins heyra það og að hreyfingin hafi oft veitt forystunni strangt aðhald frá hægri. Hún segist hlakka til kosningabaráttunnar og ekki síst þeirra rökræðna sem henni fylgja. „Það er alltaf gaman að takast á,“ segir hún. ■ Ég vil hafa áhrif til þess að gerasamfélagið betra fyrir ungt fólk. Það þarf að uppfæra þjóðfé- lagið,“ segir Egill Arnar Sigur- þórsson, 21 árs, sem skipar 4. sæt- ið á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Ég að- hyllist þá stefnu sem blandar saman öflugu velferðarkerfi og öflugu atvinnulífi, án þess að hall- ast að öfgunum. Frjálslynd miðju- stefna höfðar sterkast til mín.“ Egill er úr Garðabæ og byrjaði snemma að fylgjast með pólitík. „Ætli ég hafi ekki verið um 10 ára þegar ég var að klippa út myndir af stjórnmálamönnum fyrir verk- efni í skólanum,“ segir hann. „Þá klippti ég aðallega út myndir af Denna. Ég var mjög sáttur við hann. Ætli hann eigi ekki stóra sök á því að ég er kominn í þetta núna.“ Egill segist vera í Framsóknar- flokknum til þess að hafa áhrif á stefnu flokksins. „Ungir flokks- menn eiga náttúrlega ekki að éta allt hrátt upp eftir flokksforyst- unni,“ segir Egill. „Flokkurinn hefur líka verið að endurskipu- leggja sig. Hann er að verða meiri borgaraflokkur á miðjunni, í hefð- bundnum skilningi.“ Hugsjón Egils er í hnotskurn sú að gera samfélagið fjölskyldu- vænna. Hann nefnir tillögu ungra framsóknarmanna um niðurfell- ingu virðisaukaskatts á barnaföt sem dæmi um viðleitni í þá átt. Hann mun taka fullan þátt í kosn- ingabaráttunni og er bjartsýnn á gott gengi. „Ég er viss um að við munum taka tvo hér í kraganum,“ segir hann. Aðspurður um hvort frekari pólitísk þátttaka komi til greina í framtíðinni er Egill fljót- ur til svars: „Ég ætla að verða for- sætisráðherra.“ ■ HELGA ÁRNADÓTTIR Aðhyllist stefnu Sjálfstæðisflokksins um lítil ríkisafskipti og einstaklingsfrelsi. Hún stundar tölvunarfræðinám við Háskóla Ís- lands og stefnir í framhaldsnám þegar fram í sækir. Helga Árnadóttir, 23 ára, skipar 13. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður Það er alltaf gaman að takast á EGILL ARNAR SIGURÞÓRSSON Aðhyllist frjálslynda miðjustefnu sem blandar saman áherslum á öflugt velferð- arkerfi og öflugt atvinnulíf. Er borgarbarn í húð og hár og vinnur í hugbúnaðar- og tölvufyrirtæki, en stefnir í háskólanám. Egill Arnar Sigurþórsson, 21 árs, er í 4. sæti fyrir Framsóknarflokkinn í Suðvesturkjördæmi Ég ætla að verða forsætisráðherra KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR, 28 ÁRA Góðar líkur á að hún hljóti þingsæti fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.