Fréttablaðið - 28.03.2003, Page 26

Fréttablaðið - 28.03.2003, Page 26
26 28. mars 2003 FÖSTUDAGUR KLESSTUR VIÐ GLERIÐ Það er oft hart barist í bandarísku NHL- deildinni í íshokkí. Það sannaðist í leik Phoenix Coyotes og Calgary Flames á dög- unum þegar Shane Doan, leikmaður Flames, ýtti Steve Montador hjá Coyotes harkalega upp við glerið. Hvorugum varð þó meint af enda teljast slíkar hrindingar aðeins eðlilegur hluti af leiknum. Íshokkí BT Skeifunni • BT Hafnarfirði • BT Kringlunni BT Smáralind • BT Akureyri • BT Egilsstöðum #2 #3 #4 Pizza frá Domino´s 2 Lítrar af kók og 6 glös Bíómiði á Final Destination Áskrift að Sýn til 7. apríl 2003 fylgir með 500 fyrstu leikjunum* 4.999 Kaupauki #1 Sjáðu Man. Utd. og Liverpool í beinni! laugardaginn 5. apríl Ótrúlegirkaupaukarfylgja! *Gildir aðeins fyrir þá sem eru nú þegar með afruglara frá ÍÚ KAPPAKSTUR David Coulthard, liðs- maður McLaren í Formúlu 1 kappakstrinum, hefur fulla trú á því að hann geti barist um heims- meistaratitilinn á þessari leiktíð svo lengi sem nýi bíllinn frá Mc- Laren sé álíka góður og nýi bíllinn frá Ferrari. „Ef við mætum til leiks í góðu formi og bíllinn er fljótur getur allt gerst,“ sagði Coulthard í ný- legu viðtali. Nýju bílar beggja liða verða kynntir til sögunnar á næstunni. Búist er við því að bíllinn frá Ferrari verði tilbúinn í næsta mánuði en bíll McLaren ekki fyrr en í maí í fyrsta lagi. ■ David Coulthard: Allt getur gerst COULTHARD David Coulthard ætlar ekkert að gefa eftir á þessu keppnistímabili í Formúlu 1. FÓTBOLTI Þýska knattspyrnufélagið Schalke sagði þjálfaranum Frank Neubarth upp störfum á miðviku- dag. Neubarth tók við Schalke í fyrra en tókst ekki að fylgja eftir góðu gengi félagsins á sex ára valdatíð Huub Stevens. Neubarth er sjötti þjálfarinn í Búndeslígunni þýsku sem missir starf sitt í vetur og sá 266. frá stofnun deildarinnar árið 1963. Þar með hafa uppsagnir vetrarins náð meðaltalinu í 40 ára sögu deildarinnar. Marc Wilmots, leik- maður Schalke, var ráðinn eftir- maður Neubarth. Schalke er í 6. sæti Búndeslíg- unnar og efst þeirra félaga sem hafa rekið þjálfara sinn í vetur. Schalke hefur ekki unnið leik frá því um miðjan febrúar og mögu- leikarnir á sæti í Meistaradeild- inni hafa minnkað verulega. Auk þess var Schalke slegið snemma út úr UFEA-bikarnum og þýsku bikarkeppninni. Andreas Brehme var rekinn frá Kaiserslautern þegar eftir 3. umferð í haust, Wolfgang Wolf frá Wolfsborg og Hans Meyer frá Borussia Mönchengladbach í byrjun mars og Austurríkismað- urinn Peter Pacult frá 1860 München um miðjan þennan mán- uð. Klaus Toppmöller kom Bayer Leverkusen í hæstu hæðir í fyrra og keppti félagið um veigamestu titlana í Evrópu og heima fyrir. Framhaldið var ekki á sömu nót- um og lauk þeirri raunasögu með því að félagið sagði Toppmöller upp störfum um miðjan síðasta mánuð. Klaus Augenthaler, þjálfari Nürnberg, fékk stuðningsyfirlýs- ingu stjórnar eftir 0:3 tap gegn Hertha fyrir tíu dögum. Þannig yfirlýsingar hafa oftar en ekki reynst undanfari uppsagnar. Andstaðan við örlög þessara manna er staða Eduard Geyer, þjálfara Energie Cottbus. Félagið hefur verið í neðsta sæti deildar- innar í allan vetur en engu að síð- ur framlengdi félagið samninginn við Geyer í upphafi árs og mun hann halda starfinu hvort sem Energie heldur sæti sínu í deild- inni eða ekki. ■ Þriðjungur rekinn og einn í hættu Frank Neubarth var rekinn frá Schalke á miðvikudag. Sex af átján þjálfurum í þýsku Búndeslígunni hafa misst starf sitt í vetur. SCHALKE Leikmenn Schalke hafa ekki staðist álagið í vetur eftir velgengni undanfarin ár. AP /M YN D FÓTBOLTI Liechtenstein og England leika í undankeppni Evrópumeist- arakeppninnar 2004 á laugardag. Leikið verður á Rheinparkstadion í höfuðstaðnum Vaduz og er uppselt á leikinn fyrir löngu. Völlurinn rúmar 3.548 áhorfendur eftir end- urbyggingu sem lauk árið 1998. Andstæðurnar verða varla meiri í evrópskri knattspyrnu en í viðureign þessara þjóða. Englend- ingar léku fyrsta landsleik knatt- spyrnusögunnar gegn Skotum árið 1872 en viðureignin gegn Liechten- stein verður 800. leikur þeirra. Liechtenstein leikur hins vegar sinn 62. landsleik. Liechtenstein hefur sigrað Kína, Azerbaídsjan, Indónesíu og Malasíu og gert jafn- tefli í sjö landsleikjum, þar á með- al gegn Írlandi, Makedóníu og Ungverjalandi á heimavelli. Liechtenstein hefur tapað 50 leikj- um og markatalan er þegar orðin óhagstæð um 200 mörk. Engin deildakeppni er í Liechtenstein en bikarkeppnin hófst árið 1946. FC Vaduz hefur 31 sinni orðið bikarmeistari og er um þessar mundir sterkasta félag Liechtenstein. Sjö leikmanna byrj- unarliðs Liechtenstein leika með FC Vaduz. Félagið, sem var stofnað árið 1932, keppir í svissnesku deildinni eins og önnur félög frá Liechten- stein. Vaduz á góða möguleika á sæti í efstu deild á næsta tímabili. Góður árangur í B-deildinni dugar þó ekki einn og sér því samkomulag Sviss og Liechtenstein gerir ekki ráð fyrir að félög frá smáríkinu megi leika í efstu deild. ■ Liechtenstein - England: Þegar andstæðurnar verða mestar MICHAEL OWEN Liechtenstein og England leika í Vaduz á morgun. Enskir veðbankar telja góðar líkur á því að Owen og félagar skori tíu mörk í leiknum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.