Fréttablaðið - 28.03.2003, Síða 33

Fréttablaðið - 28.03.2003, Síða 33
LJÓÐ „Ég er mikill aðdáandi Megas- ar,“ segir Helle Degnbol, sem vinnur við forníslenska orðabók í Kaupmannahöfn. „Þetta er mjög góður og skemmtilegur kveðskap- ur,“ bætir Helle við á ágætri ís- lensku. „Það er einhver Íslending- ur í mér og Megas höfðar til mín. Ég þýddi „Spáðu í mig“ í ferjunni á leiðinni heim frá Íslandi eftir að hafa hitt Megas á Galdrahátíð á Ströndum.“ „Spáðu í mig“ heitir „Sats på mig“ í þýðingu Helle og hefur að hennar sögn gert mikla lukku þar sem það hefur verið sungið í Danaveldi. „Lagið var meðal ann- ars sungið á stúdentagarði þar sem mikið er um Íslendinga og þar var tekið hástöfum undir á dönsku.“ Helle segist telja kveð- skap Megasar eiga fullt erindi við Dani og efast ekki um að hann myndi falla í frjóan jarðveg. „Ég held samt að það ætti einhver ann- ar að þýða hann. Ég hef gert það meira mér til gamans og vildi gjarnan gera meira af því en tel samt að þetta verkefni væri betur komið hjá einhverjum öðrum.“ Megas kannast vel við þýðingu Helle og er afar sáttur við hana. „Það sem hefur verið þýtt eftir mig á önnur tungumál hefur yfir- leitt komið vel út,“ segir Megas. Hann rámar í að hafa hitt Helle á Galdrahátíðinni. Hann kannast einnig við að Krókódílamaðurinn hafi verið þýddur á ensku en man ekki hvernig það kom til. „Þá hef- ur eitthvað verið þýtt á sjaldgæf- an díalekt á Spáni.“ ■ 33FÖSTUDAGUR 28. mars 2003 HELLE DEGNBOL Þýddi Spáðu í mig um borð í Norrænu eft- ir að hafa hitt Megas á Galdrahátíð á Ströndum. DANSKT-ÍSLENSKT SATS PÅ MIG Aftnerne er ensomme på Ama’r, vindene med sne er blevet vilde, kulderamt med kufferten på nakken kommer jeg til dig og beder stille: Sats på mig, så satser jeg på dig, Sats på mig, så satser jeg på dig. Natten den har öjne lissom fluen, fölger mine fjed på Fælledvej, ser mig, hvor jeg kravler op ad trappen og gi’r min flaske og mig selv til dig: Sats på mig, så satser jeg på dig, Sats på mig, så satser jeg på dig. Syn’s du ikke, Söerne er syge? ser du ikke, byen smiler fjoget? Så hvis jeg spör’, om du ta’r med til Omdurman, så må du ikke sige: Hvaffornoget? Sats på mig, så satser jeg på dig, Sats på mig, så satser jeg på dig.. SPÁÐU Í MIG Kvöldin eru kaldlynd úti á nesi, kafaldsbylur hylur hæð og lægð, kalinn og með koffortið á bakinu kem ég til þín segjandi með hægð: Spáðu í mig, þá mun ég spá í þig. Spáðu í mig, þá mun ég spá í þig. Nóttin hefur augu eins og flugan og eflaust sér hún mig þar sem ég fer heimullega á þinn fund að fela flöskuna og mig í hendur þér. Spáðu í mig, þá mun ég spá í þig. Spáðu í mig, þá mun ég spá í þig. Finnst þér ekki Esjan vera sjúkleg og Akrafjallið geðbilað að sjá? En ef ég bið þig um að flýja með mér til Omdúrman þá máttu ekki hvá. Spáðu í mig, þá mun ég spá í þig. Spáðu í mig, þá mun ég spá í þig. Danska fræðikonan Helle Degnbol hefur þýtt kveðskap Megasar að gamni sínu og telur víst að þessi íslenski menningararfur tuttugustu aldarinnar eigi fullt erindi við Dani. Spáð í Megas á dönsku MEGAS Hið stórgóða lag hans „Spáðu í mig“ heitir „Sats på mig“ í danskri þýðingu Helle Degnbol og þá eru „aftnerne ensomme pa Ama’r“ en ekki kaldlynd úti á nesi. Megas er ánægður með útkomuna, sem gert hefur stormandi lukku þar sem hún hefur verið sung- in í Danmörku.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.