Fréttablaðið - 28.03.2003, Side 36

Fréttablaðið - 28.03.2003, Side 36
■ ■ FUNDIR  8.00 Morgunmálþing um áhrif um- bóta í ríkisrekstri 1991-2000 verður haldið Grand Hótel í Reykjavík. Aðalfyr- irlesari verður Ómar H. Kristmundsson, sem nýverið hefur skrifað doktorsritgerð um efnið. Friðrik Sophusson, Magnús Pétursson, Sigurður Þórðarson, Þor- kell Helgason og Birgir Björn Sigur- jónsson taka þátt í umræðum.  9.00 Örverufræðifélag Íslands efnir til ráðstefnu um örverur og þorsk í Norræna húsinu. Fjallað verður um mikilvægi þorsks fyrr og nú, um örverur og sníkjudýr í þorski og örverur í fiskiðn- aði.  12.00 Ólafur Þ. Harðarson, pró- fessor, flytur fyrirlestur um samkyn- hneigð og breytingar á gildismati al- mennings á Vesturlöndum. Fyrirlesturinn er haldinn í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, í röð hádegisfyrirlestra sem Samtökin 78 efna til í samvinnu við fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands, Mann- réttindaskrifstofu Íslands og FSS, Félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra stúdenta.  12.00 Á friðarstund í Neskirkju í hádeginu munu Martin Frewer, fiðlu- leikari, Dean Ferrell, bassaleikari og Steingrímur Þórhallsson, organisti flytja Rósakranssónötur eftir Biber. Séra Örn Bárður Jónsson, flytur ritningarorð og leiðir bænagjörð. Fólk er hvatt til að sýna samstöðu með saklausum fórnar- lömbum stríðsins í Írak og biðja fyrir þeim og deiluaðilum beggja vegna víg- línunnar.  13.00 Faghópur leikskólasérkenn- ara og Félag leikskólakennara standa fyrir námstefnu um fötluð börn í leik- skólum á Hótel Sögu í Reykjavík. Aðal- fyrirlesari verður Ulf Janson, heimspek- ingur og prófessor í menntunarfræðum við Stokkhólmsháskóla. Hrönn Pálma- dóttir lektor við Kennarháskóla Íslands flytur einnig erindi við upphaf námstefn- unnar.  15.00 Ráðstefna um Evrópusam- bandið og byggðamál verður haldin í stofu L201 á Sólborg á Ísafirði. Valgerð- ur Sverrisdóttir, Halldór Halldórsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flytja er- indi. Búist er við líflegum umræðum um borgarmál og byggðamál.  16.30 Kanadíski sagnaþulurinn Ruth Christie heldur fyrirlestur í Þjóðar- bókhlöðunni, þar sem hún segir frá fjölskyldu sinni og samskiptum hennar við íslensku innflytjendurna sem settust að á „Nýja Íslandi“ árið 1875. Langa-lan- gafi hennar var indíáninn John Ramsey sem reyndist íslenskum innflytjendum mjög vel. ■ ■ KVIKMYND  17.15 Heimildarmyndin Dagsverk eftir Kára Schram verður sýnd á sýningu helgaðri Degi Sigurðarsyni í Nýlista- safninu. ■ ■ LEIKSÝNINGAR  14.00 Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir gamanleikritið Forsetinn kemur í heimsókn í Ásgarði, Glæsibæ. Sýningum fer fækkandi.  20.00 Rauða spjaldið eftir Kjartan Ragnarsson og Sigríði Mar- gréti Guðmundsdóttur er sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Rakstur eftir Ólaf Jóhann Ólafsson á Litla sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Veislan eftir Thomas Vinter- berg og Mogens Rukov á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins.  20.00 Söngleikurinn Sól og Máni eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins.  20.00 Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Nýja sviði Borgarleikhússins.  21.00 Einleikurinn Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur í NASA við Austur- völl.  21.00 Leikritið Beyglur með öllu verður sýnt í næst síðasta sinn í Iðnó í kvöld. ■ ■ SKEMMTANIR  24.00 Hollenska hjómsveitin Instil leikur á Grand Rokk ásamt Changer og Dys.  Sálin hans Jóns míns skemmtir á Gauk á Stöng í kvöld.  Á Broadway verður í kvöld frumsýnd Eurovision söngskemmtun í beinni, þar sem farið verður yfir þekktustu vinn- ingslögin úr keppninni og nokkrum ís- lenskum skotið inn á milli. Söngvarar eru Davíð Olgeirsson, Hafsteinn Þórólfs- son, Hjördís Elín Lárusdóttir, Guðrún Árný Karlsdóttir og Guðbjörg Magnús- dóttir. Hljómsveitarstjóri er Gunnar Þórð- arson.  Le’ Sing á litla sviðinu í Broadway.  Rally-Cross verður á miðhæðinni á 22.  DJ Andri rokkar á Laugavegi 11.  DJ Kúreki og Valkvíði skemmta á Vídalín.  Þór Óskar trúbador skemmtir á Kránni.  Óskar Einarsson trúbador leikur á hollenska staðnum De Boomkikker við Hafnarstræti.  Hljómsveitin Víkingasveitin leikur á Fjörukránni í Hafnarfirði.  Hljómsveitin Hunang spilar á Champions Café.  Dúettinn Acoustic skemmtir á Ara í Ögri.  Ókeypis inn í kvöld á Johnny Dee í Leikhúskjallaranum.  DJ. Master heldur uppi stuði langt fram á morgun á Café Amsterdam.  Hljómsveitin Á móti sól leikur á stórdansleik að lokinni krýningu Fegurð- ardrottningar Suðurlands á Hótel Örk í Hveragerði.  Hljómsveitin Í svörtum fötum skemmtir í Félagsheimilinu á Hnífsdal.  Hljómsveitin 3some spilar á Celtic Cross. ■ ■ SÝNINGAR  Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús- inu, stendur yfir sýning á sovéskum veggspjöldum úr eigu safnsins, sem hafa ekki komið áður fyrir almennings- sjónir. Heilbrigði, hamingja og friður er yfirskrift sýningarinnar.  Í Hafnarhúsinu stendur yfir einka- sýning Patrick Huse sem nefnist Penetration. Sýningin er síðasti hluti trílógíu sýninga listamannsins, sem fjalla um samband manns og náttúru á norð- urslóðum.  Hlutabréf í sólarlaginu nefnist sýn- ing helguð Degi Sigurðarsyni, sem hófst um síðustu helgi í Nýlistasafninu.  Sýningin Undir fíkjutré: Alþýðu- listir og frásagnarhefðir Indlands stendur yfir í Listasafninu á Akur- eyri. Þetta er í fyrsta sinn sem ind- versk myndlist er kynnt með jafn víð- feðmum hætti hér á landi. 36 28. mars 2003 FÖSTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 25 26 27 28 29 30 31 MARS Föstudagur Vestur-Íslendingar hafa talaðmikið um samskipti sín við frumbyggja Kanada, og jafnan lagt áherslu á hve þau samskipti voru góð. Frægar eru sögurnar af indjánahöfðingjanum John Ramsey, sem reyndist íslensku innflytjendunum afar vel. „Ég er fyrsti afkomandi John Ramseys, sem kemur til Ís- lands,“ segir kanadíski sagnaþul- urinn Ruth Christie. Ramsey var langalangafi hennar. Hún þekkir hina hliðina á samskiptum frum- byggja við íslensku innflytjend- urna. Og frá þeirri hlið er sagan ekki alveg samhljóða þeirri sem sögð hefur verið í hópi Íslend- inga. Til dæmis kom upp smitfar- aldur sem dró flesta úr hópi langalangafa míns til dauða. „Þegar þeir báðu um hjálp, sem þeir þurftu mjög á að halda, fengu þeir enga nema hafa ein- hver verðmæti til að gefa í stað- inn. Þetta var virkilega sorglegt. Í raun og veru voru Íslending- arnir að ræna frumbyggjahóp- inn.“ Hún segir móður sína hafa alist upp fyrir norðan bæinn Riverton, þar sem Íslendingar voru fjölmennir. „Þegar fólk gerði sér ferð í bæinn fór það í sín bestu föt, var nýstrokið og með peninga á sér. Móðir mín sagði mér að íslenskir karlmenn hefðu þá komið út úr bjórkránum, gert hróp að frumbyggjakon- um og jafnvel hrækt á þær. Hún sagði reynd- ar að þetta hefði svo snúist við, því sumir íslensku karlmenn- irnir fundu sér eig- inkonur úr hópi frumbyggja.“ Sjálf segist Ruth Christie hafa verið alin upp við að vera stolt af uppruna sínum. Sam- skiptin við Íslendinga voru líka oft á tíðum mjög góð. Hún segist muna vel eftir Íslendingi, Árna Jónssyni, sem var fjölskyldu- vinur á heimili hennar í æsku. „Hann reyndist mér mjög vel, setti mig oft á hné sér og ég man að ég togaði í eyrun á hon- um.“ Ruth Christie forðast eins og heitan eldinn að nota orðið „ i n d j á n a r “ , enda er það sprottið af misskilningi K r i s t ó f e r s Kólumbusar forðum daga. Hún flytur fyrirlestur í Þjóð- arbókhlöðunni í dag, þar sem hún segir frá samskiptunum við Vestur-Íslendinga. Á morgun klukkan tvö ætlar hún að segja frá tungumáli Cree-ættbálksins á sama stað. Næstu vikurnar verður hún svo á ferð um landið að segja sögur í skólum og sam- komuhúsum. ■ ■ SAGNAÞULUR Vestur-Íslendingar og frumbyggjarnir SAGNAÞULURINN RUTH CHRISTIE Hún hefur margar sög- ur að segja af sam- skiptum Vestur-Íslend- inga við frumbyggja Kanada. Í dag má hlýða á mál hennar í Þjóðarbókhlöðunni klukkan 16.30. KRISTJÁN BJARKI JÓNASSON Ég væri sannarlega til í að fara áráðstefnu um byggðamál og Evrópusambandið,“ segir Krist- ján Bjarki Jónasson, útgáfustjóri Forlagsins. „En því miður er hún haldin á Ísafirði og þangað er of langt. Enn er ég ekki búinn að sjá hina rómuðu sýningu Beyglur með öllu og vegna þess að nú eru allra síðustu sýningar ætla ég að skella mér. Og ef einhver dugur væri í manni færi maður á krýn- ingu Fegurðardrottningar Suður- lands á Hótel Örk til að sjá sætar stelpur.“  Val Kristjáns Bjarka Þetta lístmér á! Þetta er bestaleikrit Ólafs Jóhanns til þessa,“ segir Gísli Marteinn B a l d u r s s o n þáttastjórnandi. „Persónurnar eru vel skrifaðar og samtölin áreynslulaus. Jóhann Sigurðarson fer á kostum í sýn- ingunni og leikritið er oft fyndið. Maður hefur svo sem séð verk með flóknari fléttu en á heildina litið er Rakstur góð skemmtun.“ Mittmat Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ Laugard. 22 mars kl:14 og 17 Sunnud. 23 mars kl:14 og 17 Laugard. 29 mars kl:14 Sunnud. 30 mars kl: 14 Laugard. 5. apríl kl:14 Laugard. 12 apríl kl:14 Miðasala allan sólarhringinn í s í m a 5 6 6 - 7 7 8 8 Laugavegi 32 561 0075 ✓ ✓ ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.