Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.06.2003, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 04.06.2003, Qupperneq 15
Kristjana Kristjánsdóttir göngugarpur . . . . . . . . . . .2 Frá Berlín í Svarfaðardalinn . . . . . . . . .4 Nennir ekki í tjald . . . . . . .8 Norðurland . . . . . . . . . . .14 Suðurland . . . . . . . . . . . .17 Austurland . . . . . . . . . . . .16 Vesturland og Vestfirðir . . . . . . . .12 og 13 Fossahopp . . . . . . . . . . . .9 Hvalaskoðun frá Reykjavík . . . . . . . . . .18 Einar Stefánsson verkfræðingurog eiginkona hans, Sigurlaug Þórðardóttir hárgreiðslukona, eru dugleg við ferðalög innanlands. Þau eiga þrjár dætur, Arndísi, Stefaníu og Katrínu, sem eru sjö, fjögurra og hálfs árs gamlar. Fjöl- skyldan hefur mikið dálæti á tjaldútilegum hvers konar og vílar ekki fyrir sér að fara um hálendið og á jökla. „Áhuginn vaknaði strax þegar ég var strákur,“ segir Einar, „fjöl- skyldan mín ferðaðist mikið og svo er ég búinn að vera í hjálparsveit mörg ár.“ Þau hjónin og dæturnar þrjár ferðast með tjald yfir sumar- tímann, „og stundum gamlan tjald- vagn,“ segir Einar. „Sú yngsta hefur reyndar enn ekki farið í tjald, en ég hef farið með þær allar litlar á jökla. Við för- um í jeppatúra á veturna, en þegar stelpurnar eru með reynum við að þræða skála. Þeim finnst þetta mjög gaman. Það var kannski tíma- bil hjá hverri þeirra sem þær urðu hálf órólegar í bíl, en við höfum verið á ferðinni allt upp í 18 tíma án þess að það hafi verið vandamál.“ Nenna ekki á ferðamanna- staði yfir sumartímann Einar segir engan stað í sér- stöku uppáhaldi. „Við fórum Vest- firðina þrjú ár í röð og langar að fara Austfirðina núna, sem við höfum reyndar farið áður. En við eigum svona okkar prívat staði þar sem við komumst út úr túrismanum. Við viljum gjarnan komast inn í einhverja dali svona til hliðar, þar sem við höfum læki og vötn út af fyrir okkur. Ég er ekki mikið fyrir dæmigerða ferðamannastaði eins og Skafta- fell eða Landmannalaugar, ég nenni því ekki yfir sumarið.“ Utanlandsferðir að vori eða hausti Einar segir þau stundum fara í Þórsmörk en þá bara í þeim tilfell- um þegar um sérstakar uppákom- ur er að ræða. Fjölskylda ferðast jafnt ein og í hóp. „Það er mjög stór vinahópur í kringum okkur, bæði er ég búnn að vera í hjálparsveit í 15 ár og þar er stór hópur, og svo erum við í ferðaklúbbi. En okkur finnst líka ljúft að vera ein einhvers staðar.“ Þau fara úr bænum nánast hverja helgi og tvisvar yfir sum- arið í tveggja vikna ferðalag. Einar segist þó ekkert hafa á móti utanlandsferðum. „Við fór- um til Danmerkur fyrir tveimur árum, en mér finnst persónulega skemmtilegra að ferðast innan- lands. Konunni minni og stelpun- um finnst auðvitað mjög gaman að fara utan af og til, en við tímum helst ekki að eyða sumrinu í það. Við förum þá frekar snemma að vori eða þegar líður að hausti. Þannig framlengjum við líka sum- arið.“ ■ Á ferð um landið allt sumarið Börnin hin rólegustu í 18 tíma bílferð FJÖLSKYLDA Á FARALDSFÆTI Einar Stefánsson og Sigurlaug Þórðardóttir víla ekki fyrir sér langar bílferðir með börnin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Ferðalög innanlands Sérblað um ferðalög 4. júní 2003 ÖRN ÁRNASON Mikill tími í át bls. 6 BRAUTRYÐJANDI Björn „Bassi“ Gíslason bls. 8 Á „STOLNU SKIPI“ Hvalaskoðun frá Reykjavík bls. 18 Meðal efnis:

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.