Fréttablaðið - 04.06.2003, Síða 19

Fréttablaðið - 04.06.2003, Síða 19
Hildur Helga Sigurðardótt-ir, fréttamaður og fram-bjóðandi Nýs afls í nýaf- stöðnum alþingiskosningum, segir Þingvelli vera þann stað á landinu sem hún hefur hvað sterkastar taugar til. „Þingvellir eru náttúrlega engu líkir. Bæði er það sagan, náttúran, stemmn- ingin og birtan. Mér finnst Þing- vellir vera svona töfrastaður,“ segir hún. Hildur Helga dvaldist löngum á Þingvöllum sem barn og þekkir staðinn vel á öllum árstíðum. „Pabbi var alltaf í Þingvallanefnd og nefndin hafði aðgang að íbúð í prestbústaðnum, sem er reyndar núna orðinn sumarbústaður for- sætisráðherra. Bærinn var auð- vitað miklu minni þá en þar bjuggu nú samt séra Eiríkur og frú Kristín með mikinn barna- skara. En mér finnst sumsé alltaf yndislegt á Þingvöllum, sama hvernig viðrar, og hver árstíð hefur sína töfra. Nálægðin við vatnið, þó það sé djúpt og kalt, er einhvern veginn svo seiðandi og engu lík.“ Vötn sem glampa eins og óteljandi silfurdiskar Hildur Helga viðurkennir að hún sé ekki mikið fyrir tjaldferð- ir, það sé ekki alveg hennar deild. „En mér finnst ofsalega gaman að fara á hesbak og reyni að fara á hverju sumri í nokk- urra daga hestaferðir. Að ríða út með góðu fólki er mín uppáhalds- útivist í íslenskri náttúru.“ Hild- ur Helga hefur riðið á Þingvöll og talsvert í Borgarfirðinum og reið yfir Arnarvatsnheiði, sem hún segist verða að telja upp sem eina af perlunum í íslenskiri náttúru. „Við riðum heiðina þvers og kruss, veiddum okkur til matar í vötnunum og gistum í sæluhúsi efst á heiðinni. Að vera einn um sumarnbótt á Arnar- vatnsheiði að veiða fyrstu bleikj- una slær allt út.“ Vötnin eru eitt af því sem er óteljandi á Íslandi og glampa eins og þúsund silfurdiskar.“ Hildur tók sem kunnugt er þátt í kosningaslagnum í vor fyr- ir Nýtt afl og var þar af leiðandi á ferð um sitt kjördæmi í vor. „Ég komst því miður ekki yfir að heimsækja nema takmarkað- an hluta af kjördæminu, en það sem ég fór um Vestfirðina var al- veg stórkostlegt. Hrikaleg og dramatísk fegurð. Mér finnst meira að segja Þorskafjarðar- heiðin fögur.“ það er ekki skrýtið að Hildur Helga telji Vestfirðina með sem einn af uppáhaldsstöðunum því hún er ættuð að vestan. „Pabbi er fæddur og uppalinn í Vigur og frændur mínir búa þar ennþá. Fjölskyldan er líka með sumar- hús í Vigur og þangað reyni ég að komast á hverju sumri. Þarna er mikil paradís fyrir börn og bara frábært að vera.“ Nú er Hildur Helga komin á flug og vil endilega nefna Snæ- fellsnesið. „Að ógleymdum ynd- islegum stöðum í Húnavatnssýsl- um og Skagafirði,“ segir hún og skellihlær. „Ísland er bara slíkt undraland.“ ■ Uppáhalds staðurinn minn 4. júní 2003 g g ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 12 61 05 /2 00 3 Smáralind mán.-fös. kl. 11-19 lau. kl. 11-18 sun. kl. 13-18 Glæsibæ mán.-fös. kl. 10-18 lau. kl. 10-16 OPIÐ Smáralind - Glæsibæ Sími 545 1550 og 545 1500 ...fyrir kröfuharða Meindl Island eru einna mest seldu gönguskór í Evrópu síðastliðin 10 ár. Lesendur Outdoor í Þýskalandi völdu Meindl Island bestu gönguskóna 2001. Eigum úrval af Meindl gönguskóm, allt frá léttum og þægilegum til sterkra og öflugra. Komdu og prófaðu. Þeir henta þér líka. Meindl Island. Sérlega gott lag fyrir íslenska fætur. Vatnsvarið nubuk leður. Heil tunga og sérlega vandaður frágangur. Frábærlega léttir! Aðeins 830 g (stærð 42). Vatnsvörn og útöndun með Gore-Tex. Úrvals vibram veltisóli með fjöðrun. Mjög góður stuðningur við ökkla. Fáanlegir í herra- og dömustærðum. Góðir gönguskór... ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S U TI 2 12 61 05 /2 00 3 ...fyrir kröfuha ða Meindl Island eru einna mest seldu gönguskór í Evrópu síðastliðin 10 ár. Lesendur Outdoor í Þýskalandi völdu Meindl Island bestu gönguskóna 2001. Eigum úrval af Meindl gönguskóm, allt frá léttum og þægilegum til sterkra öflugra. Komdu og prófaðu. Þeir henta þér líka. Meindl Island. Sérlega gott lag fyrir íslenska fætur. Vatnsvarið nubuk leður. Heil tunga og sérlega vandaður frágangur. Frábærlega léttir! Aðeins 830 g (stærð 42). Vatnsvörn og útöndun með Gore-Tex. Úrvals vibram veltisóli með fjöðrun. Mjög góður stuðningur við ökkla. Fáanlegir í herra- og dömustærðum. HILDUR HELGA Hefur taugar til margra staða á landinu sínu góða, en nefnir þó sérstaklega Þing- velli, Vestfirði og Arnarvatnsheiðina. Undralandið Ísland www.utilif.is Góðir gönguskór...

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.