Fréttablaðið - 04.06.2003, Side 22

Fréttablaðið - 04.06.2003, Side 22
Fyrstu helgina í júlí verðursérstakur dagur á Bakkaflötí Skagafirði helgaður Birni Gíslasyni, Bassa, sem var braut- ryðjandi í gúmmíbátasiglingum á íslenskum ám ásamt Villu, konu sinni. Þau komu fyrst að Bakka- flöt árið 1993 og prófuðu að sigla Vestari- og Austari-Jökulsárnar með vini og kunningja með sér í bátunum. Þegar árnar höfðu ver- ið prófaðar við mismunandi að- stæður og starfsfólk verið þjálf- að var loks farið að bjóða upp á fastar ferðir niður þessar ár . Síð- an hafa þúsundir manna notið þeirrar upplifunar sem dró þau Bassa og Villu að þessum skemmtilegu ám. Á Bassadegi er vinum, kunn- ingjum og öðrum velunnurum Bassa boðið upp á að koma á Bakkaflöt og í siglingar niður Austari- og Vestari-Jökulsár. Öll innkoma af siglingum þessum á Bassadegi rennur óskipt í ferða- sjóð fjölskyldu Bassa. Allar upp- lýsingar og bókanir hjá Bátafjöri á Bakkaflöt í síma 453-8245 eða bakkaflot@islandia.is. ■ 4. júní 20038 Ferðalög innanlands Í 40 ár hefur Avis gert betur – Það er betra. Við erum í 170 löndum og á 5000 stöðum. Minnum á tilboð Visa og Avis. Barcelona, Milano og Verona. Hringdu í síma 591 4000 Póstfang: avis@avis.is - heimasíða: www.avis.is We try harder – Við gerum betur Avis auglýsing frá árinu 1963 enn í fullu gildi Brautryðjandi í gúmbátasiglingum Ari Trausti Guðmundsson erekki bara þekktur veður-fræðingur og skáld heldur líka mikill náttúruunnandi sem hefur yndi af að ferðast og klífa fjöll. Aðspurður um uppáhalds- stað kemur hik á Ara Trausta, sem segir það vissulega fara eftir því hvort hann er einn á ferð eða með fjölskyldunni. „Ef ég ætlaði að gera eitthvað bara fyrir sjálfan mig og klifra færi ég til dæmis inn í Kálfafellsdal í Suðursveit. Það er mjög flottur staður og sem betur fer ekki bílvegur nema hluta leiðarinnar inn í dalinn, sem er mjög langur og mjór. Dalurinn skerst inn í suðurhlíðar Vatnajök- uls og allt í kringum hann eru fjöll sem eru á bilinu 1.000-1.500 metr- ar. Í endann fellur skriðjökull sem mjög fáir þekkja og heitir Brókar- jökull. Heillandi staður,“ segir Ari Trausti. „Ef ég ætti hins vegar að nefna stað sem er aðgengilegri flestum yrði það örugglega Langisjór inn á Suðuröræfum. Langisjór gengur upp af Suður- landinu og nær inn undir Vatna- jökul fyrir norðan Eldgjá. Þetta er einhver fallegasti staður á land- inu.“ Ari Trausti segir einhverja jeppaslóð að suðurenda vatnsins, en ekki sé fært fólksbílum. „Það geta þó flestir komist þarna inn eftir og þar er gríðarleg náttúru- fegurð. Til að nefna svo einn stað sem er aðgengilegur öllum nefni ég Arnarstapa og svæðið í kringum Snæfellsjökul. Þangað er auðvelt að komast og eitthvað fyrir alla til að njóta.“ Ari Trausti kveðst ekki vera mikil tjaldmaður núorðið. „Ég er búinn að liggja í tjaldi meira og minna alla ævi frá þremur og upp í fjórar vikur í senn og er búinn að fá nóg af því.“ Hann segist þó enn gista í tjaldi af og til, en aðallega sæluhúsum. ■ Íshestar hafa boðið upp á ævin-týraferðir um innsveitir og há-lendið í rúm 20 ár og í sumar bjóða þeir upp á ferð um Eyja- bakka og Dimmugljúfur. Að sögn Ingvars Jónssonar hjá Íshestum er lagt af stað á sunnudegi og komið aftur til byggða á laugardegi sex dögum síðar. Hann segir Íslend- inga einhverra hluta vegna sjald- séða í þessum ferðum, en það sé hins vegar ólýsanleg upplifun að ferðast um landið á baki íslenska hestsins. „Þátttakendur þurfa ekk- ert að taka með sér nema reiðfatn- að og góða skapið því að Íshestar sjá um allt annað, eins og hesta, reiðtygi, regngalla, svefnpoka, fæði og húsnæði,“ segir Ingvar. „Þetta mun verða í síðasta skipti sem tækifæri gefst til að skoða þetta umtalaða svæði á hest- baki áður en því verður sökkt und- ir vatn. Íshestar munu þó að sjálf- sögðu halda áfram ferðum um Austurland og hver veit nema að nýr áningarstaður ferðarinnar verði kaffi og kleinur í stjórnstöð Landsvirkjunar við Eyjabakka?“ segir Ingvar. ■ BJÖRN GÍSLASON Sérstök hátíð verður til- einkuð Birni, eða Bassa, á Bakkaflöt í Skagafirði í byrjun júlí. Dagur helgaður Bassa Uppáhalds staðurinn minn FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON Sækir helst á fáfarna staði þar sem hann getur klifið fjöll. Hann nefnir þó Snæfells- nesið sem frábæran stað sem er aðgengi- legur öllum. Nennir helst ekki í tjald lengur HESTAR Í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU „Að ferðast um landið á hestbaki er ólýsanleg upplifun,“ segir Ingvar. Hestaferð um Eyjabakka: Síðustu forvöð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.