Fréttablaðið - 04.06.2003, Síða 34

Fréttablaðið - 04.06.2003, Síða 34
F í t o n / S Í A F I 0 0 6 3 3 9 www.lambakjot.is Tómatkarríréttur 7–800 g beinlaust lambakjöt, t.d. læri eða framhryggur 2 msk. olía 1 laukur, saxaður 2 hvítlauksgeirar, pressaðir 2–3 cm bútur af engifer, saxaður smátt 3 msk. rautt indverskt karrímauk (einnig má nota 2 msk. af karrídufti) salt 1 dós tómatar, grófsaxaðir 1 rauð og 1 græn paprika, fræhreinsaðar og skornar í bita 150 ml kókosmjólk Kjötið fituhreinsað að mestu og skorið í gúllasbita. Olían hituð í potti og laukurinn látinn krauma í henni í nokkrar mínútur. Hvítlauk og engifer bætt út í og steikt í um 2 mínútur í viðbót. Þá er karrímauki og salti hrært saman við, látið malla í nokkrar mínútur og hrært oft á meðan. Kjötið sett út í og hrært vel. Tómötunum bætt í pottinn ásamt vökvanum úr dósinni, hitinn hækkaður og þegar sýður er hann lækkaður aftur og látið malla í 10–15 mínútur. Þá er papriku og kókosmjólk hrært saman við, lok sett á pottinn og látið malla við mjög vægan hita í um 1 klst. Hrært öðru hverju og svolitlu vatni bætt við ef uppgufun verður mikil svo að sósan brenni ekki við. Borið fram með hrísgrjónum og/eða grænu salati.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.