Fréttablaðið - 06.09.2003, Page 4
4 6. september 2003 LAUGARDAGUR
Hvernig fer landsleikur Íslands
og Þýskalands?
Spurning dagsins í dag:
Viltu að ríkisstjórnin taki áskorun
Grænfriðunga um að fá til landsins
ferðamenn úr þeirra hópi í stað hval-
veiða?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
51,5%
26,9%
Þýskaland sigrar
21,5%Jafntefli
Ísland sigrar
Kjörkassinn
■ ÍrakUtanríkisráðuneytið segir enga ástæðu til að óttast GATS:
Ekki frjáls aðgangur að þjónustu
STJÓRNMÁL Íslensk sendinefnd,
með Halldór Ásgrímsson utanrík-
isráðherra í fararbroddi, mun
halda á lofti sjónarmiðum Íslands
á ráðherrafundi Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar sem hefst í
Mexíkó á miðvikudag.
Á viðskiptaskrifstofu utanrík-
isráðuneytisins fengust þær upp-
lýsingar að svokallaður GATS-
samningur, sem fjallar um við-
skipti með þjónustu, verði lítt eða
ekki ræddur í Mexíkó. Þar verði
megináhersla lögð á landbúnaðar-
vörur annars vegar og aðra vöru-
flokka hins vegar. Þess utan væri
engin ástæða til að óttast að
GATS-samningurinn yrði látinn
ná til opinberrar þjónustu eins og
Páll Hannesson hjá BSRB hefur
haldið fram.
Í landbúnaðargeiranum er hug-
myndin sú að iðnveldin slaki á
styrkja- og verndartollastefnu og
auðveldi þar með þróunarríkjum
aðgang að mörkuðum sínum. Gert
er ráð fyrir að samningum um þetta
verði lokið á árinu 2005. Íslenska
sendinefndin mun leggja sitt lóð á
vogarskálarnar til að hægt verði
farið í þessar sakir. Hvað snertir
iðnaðarvörur og sjávarafurðir muni
Íslendingar mæta til leiks með opn-
um huga enda felist hagsmunir
þjóðarinnar í auknu frelsi í þeim
efnum. ■
Ráðherra vonsvikinn
vegna Norðlingaöldu
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir stjórnvöld ekki ráða við
kringumstæður vegna Norðlingaölduveitu. Segir samninga við Norð-
urál hafa verið með fyrirvara.
VIRKJANIR „Þetta eru mikil von-
brigði í því ljósi að Norðlingaöldu-
veita er mjög hagkvæmur virkjun-
arkostur og sú lausn sem hafði
verið fundin í sam-
bandi við umhverf-
ismatið var að mínu
mati viðunandi,“
segir Valgerður
Sverrisdóttir, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, vegna
þeirrar ákvörðunar stjórnar
Landsvirkjunar að fresta Norð-
lingaölduveitu sökum þess hve
óhagkvæmt er að virkja miðað við
leyfilega lónhæð.
Landsvirkjun hafði óskað eftir
því að lónið yrði tveimur metrum
hærra en gert var ráð fyrir í úr-
skurði Jóns Kristjánssonar, setts
umhverfisráðherra, en hrepps-
nefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps
hafnaði þeirri ósk. Landsvirkjun
vildi fá að hafa breytilega lónhæð
sökum ísingarhættu og í ljósi fyr-
irstöðu hreppsnefndarinnar féllst
stjórn Landsvirkjunar á þá tillögu
Friðriks Sophussonar forstjóra að
verkinu yrði frestað. Þar með ríkir
fullkomin óvissa um það hvort
tekst að útvega næga orku til þess
að álverksmiðja Norðuráls geti
aukið afköst sín úr 90 þúsund tonn-
um á ári í 180 þúsund tonn. Val-
gerður er ekkert sérstaklega bjart-
sýn á að viðræður við Hitaveitu
Suðurnesja og Orkuveitu Reykja-
víkur um virkjun jarðvarma vegna
stækkunar Norðuráls skili árangri.
„Það er ekkert útséð um það
hvernig þeim viðræðum mun lykta.
Tímaramminn er orðinn þröngur og
það verður að koma í ljós hvernig
þessu lyktar,“ segir Valgerður.
Hún segir að frá hendi stjórn-
valda sé allt klárt hvað varðar
stækkun Norðuráls. Lagahliðin sé
ljós og fullur vilji hafi verið hjá
stjórnvöldum til þess að liðka fyrir
stækkun álversins.
„Norðurál er gott fyrirtæki sem
mikilvægt er að fái að stækka og
dafna. En það veltur allt á því að
það fái raforku og við ráðum ekki
við þessar kringumstæður,“ segir
Valgerður.
Hún segist ekki óttast að til
þess komi að íslensk stjórnvöld
verði gagnrýnd á alþjóðavettvangi
vegna samningsbrigða, verði ekki
hægt að útvega raforkuna sem
þarf.
Árið 1997 skrifuðu íslensk
stjórnvöld undir samninga við
Norðurál um að útvega raforku til
stækkunar álversins.
„Stjórnvöld lofuðu aðeins að
fara í gegnum umhverfismat.
Þessir samningar voru með þeim
fyrirvara að framkvæmdir yrðu
samþykktar,“ segir Valgerður.
rt@frettabladid.is
VANTAR MEIRA FÉ Bandarísk
stjórnvöld hyggjast á næstunni
fara fram á allt að 70 milljarða
Bandaríkjadala aukafjárveitingu
vegna stríðsrekstrar í Írak. Upp-
hæðin er sögð tvöfalt hærri en
áður hafði verið gert ráð fyrir og
því mikill álitshnekkir fyrir Bush
Bandaríkjaforseta og stjórn hans.
RÚSSAR Á LEIÐ TIL ÍRAKS Sergei
Ivanov, varnarmálaráðherra
Rússlands, segir hugsanlegt að
rússneskt herlið verði sent til
Íraks sem hluti af fjölþjóðlegu
friðargæsluliði. Yfirlýsingunni er
að mati fréttaskýrenda ætlað að
milda andrúmsloftið í samskipt-
um Rússa og Bandaríkjamanna
fyrir heimsókn Pútíns, forseta
Rússlands, til Bandaríkjanna síð-
ar í mánuðinum.
ANDERS FOGH RASMUSSEN
Talar líkt og fleiri fyrir auknu hlutverki Sam-
einuðu þjóðanna í Írak.
Forsætisráðherra
Danmerkur:
Vill aukið
hlutverk SÞ
BÚLGARÍA, AP „Danmörk styður
heilshugar að Sameinuðu þjóðirn-
ar fái aukið hlutverk í uppbygg-
ingarstarfinu í Írak,“ sagði And-
ers Fogh Rasmussen, forsætisráð-
herra Dana.
Nú eru 400 danskir hermenn í
Írak og segir Fogh Rasmussen
engar breytingar fyrirhugaðar á
herliði Dana í Írak fyrr en meiri
stöðugleiki ríkir í landinu. Danir
taka myndarlegan þátt í Íraks-
stríðinu, hyggjast meðal annars
senda 14 lögregluforingja til
landsins til að þjálfa íraska lög-
gæslumenn. Þá hefur danska
þingið samþykkt að leggja ríflega
3,5 milljarða króna í uppbygginar-
starfið í Írak. ■
HORFT UM ÖXL
Kínverskir hjúkrunarfræðingar skoða ljós-
myndir sem teknar voru þegar faraldur
bráðalungnabólgu geisaði í Kína.
HABL-veiran:
Lifir enn
í dýrum
WASHINGTON, AP Veiran sem veldur
bráðalungnabólgu í mönnum er
náskyld annarri veiru sem finnst í
villtum spendýrum sem Kínverj-
ar leggja sér til munns. Flest
bendir til þess að veiran hafi
borist í menn úr dýrunum og lík-
legt er að hún muni gera það aft-
ur, að sögn kínverskra vísinda-
manna.
Veiran hefur fundist í nokkrum
tegundum smárra spendýra sem
seld eru á mörkuðum í Kína.
Rannsókn vísindamannanna
leiddi meðal annars í ljós að stór
hluti sölumannanna hafði myndað
mótefni gegn veirunni. Lagt hefur
verið til að eftirlit með sölu dýr-
anna verði hert verulega. ■
SADDAM HUSSEIN
Á nú yfir höfði sér ákæru frá þýskum yfir-
völdum vegna morða sem hann framdi á
Kúrdum í norðurhluta Íraks fyrir 16 árum.
Dómsmálayfirvöld í
Þýskalandi:
Íhuga kæru
á Saddam
BERLÍN, AP Þjóðverjar íhuga nú að
gefa út ákæru á hendur Saddam
Hussein, fyrrum forseta Íraks,
fyrir morð sem hann framdi á
Kúrdum fyrir 16 árum. Þýskur
saksóknari tilkynnti þetta í gær.
Ákvörðun um rannsókn var
tekin eftir að kúrdísk kona, búsett
í Þýsklandi lést af völdum áhrifa
sinnepsgass sem Saddam er sagð-
ur hafa dælt á Kúrdahérað í Norð-
ur-Írak 6. júní 1987. Konan lifði
árásina af og komst til Nürnberg í
Þýskalandi. Konan lést í vor og
segja réttarlæknar í Nürnberg að
krufning og læknaskýrslur kon-
unnar gefi sterklega til kynna að
dánarorsökin sé krankleiki af
völdum sinnepsgass. Ríkissak-
sóknari í Þýskalandi hefur nú tek-
ið við málinu og mun að lokinni
rannsókn taka ákvörðun um
ákæru á hendur Saddam. ■
ÍSRAEL Háttsettur liðsmaður Ham-
as-samtakanna féll þegar ísra-
elski herinn gerði áhlaup á fjöl-
býlishús í borginni Nablus á Vest-
urbakkanum. Einn ísraelskur her-
maður lést og fjórir særðust þeg-
ar til skotbardaga kom við vopn-
aða Palestínumenn sem höfðust
við inni í byggingunni.
Ísraelski herinn hafði rekið
íbúa hússins út og sprengt það í
loft upp. Þegar hermennirnir fóru
að rannsaka rústirnar sátu palest-
ínskir vígamenn fyrir þeim.
Að sögn ísraelskra yfirvalda
féll Mohammed Hanbali, leiðtogi
herskárra Hamas-liða í Nablus, í
árásinni. Hanbali er sakaður um
að hafa skipulagt fjölda sjálfs-
morðsárása á Ísraela. ■
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
Íslenska sendinefndin hjá Alþjóðavið-
skiptastofnuninni mun leggja sitt lóð á
vogarskálarnar til að hægt verði farið í til-
slökunum í landbúnaðarmálum.
ÖRLAGAFUNDUR
Stjórn Landsvirkjunar samþykkti á fundi sínum í gær að fresta Norðlingaölduveitu. Þar með ríkir óvissa um stækkun á Norðuráli.
■
„Stjórnvöld lof-
uðu aðeins að
fara í gegnum
umhverfismat.“
HEIMILISLAUS FEÐGIN
Fjöldi palestínskra borgara missti heimili
sitt þegar ísraelski herinn sprengdi fjölbýl-
ishús í Nablus í loft upp.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Hamas-leiðtogi drepinn:
Fjölbýlishús
jafnað við jörðu
SELDI OG KEYPTI Kjartan Gunn-
arsson, varaformaður bankaráðs
Landsbankans, færði hlutabréf í
einkaeign í Landsbankanum yfir í
eignarhaldsfélag sitt Skipholt.
Samkvæmt fyrstu tilkynningu til
Kauphallar Íslands mátti skilja
viðskiptin sem sölu Kjartans. Svo
var ekki, heldur var um að ræða
millifærslu 148 milljón króna
eignar að markaðsvirði, yfir í
eignarhaldsfélagið.
■ Viðskipti