Fréttablaðið - 06.09.2003, Side 10

Fréttablaðið - 06.09.2003, Side 10
Í Fréttablaðinu á föstudag ergreint frá því að æðsti yfirmað- ur löggæslu í Kína sé væntanleg- ur til landsins á sunnudagskvöld ásamt 40 manna föruneyti. Þessi maður stjórnaði aðgerðunum á Torgi hins himnes- ka friðar árið 1989 og er talinn bera ábyrgð á ofsóknum kínverskra stjórn- valda á hendur meðlimum Falun Gong auk ann- ara Kínverja sem framið hafa þann glæp að hafa aðra afstöðu til lífsins en kínversk stjórnvöld geta sætt sig við. Hvað er þessi maður að gera til Íslands? Hverjum datt í hug að bjóða honum? Þessi maður er fjöldamorðingi og það er ekki nokkur ástæða til að efast um að stór hluti þeirra 40 sem honum fylgja eru af sama sauðahúsi, líf- verðir hans, væntanlega þeir sem best hafa staðið sig í morðum, nauðgunum og pyntingum á sak- lausu fólki. Þessir menn koma hingað væntanlega undir alvæpni eins og þegar Kínaforseti kom hingað um árið. Viljum við fá svona menn til landsins, vopnaða og þjálfaða til að drepa þá sem eru ósammála þeim og yfirmönn- um þeirra? Mótmæli á Netinu Þar sem naumur tími er til stefnu gæti reynst erfitt að efna til mótmæla vegna komu hans en ég hvet alla þá sem ósáttir eru við þetta til að fjölmenna á http://www.kjosa.is og taka þátt í umræðu þar um hvort þetta sé virkilega eitthvað sem við viljum búa við, hvenær sem ráðamönnum dettur í hug svona rugl. Hvort við getum ekki gert eitthvað sem veitir þeim slíkt aðhald til frambúðar að þeir hugsi sig tvisvar um áður en þeir bjóði fleiri fjöldamorðingjum hingað til lands. Ég krefst þess að fá að vita hver bauð þessum manni og hans föruneyti hingað og í hvers nafni. Það er ekki gert í mínu nafni. ■ Auglýst hefur verið eftir hús-næði nýrrar heilsugæslu- stöðvar fyrir Voga- og Heima- hverfi. Það eru ánægjuleg tíðindi. Þessi grónu hverfi hafa allt of lengi verið án heilsugæslu þrátt fyrir þrjátíu ára lagaskyldu þess efnis. Þverpólitísk samstaða var raun- ar um það við setn- ingu þeirra tíma- mótalaga 1973 að heilsugæsla í hin- um dreifðu byggð- um hefði forgang. Það gekk eftir. Það segir meira en mörg orð um furðustíga ís- lenskra stjórnmála að hverfi þar sem hlutfallslega flestir eldri borgarar búa bíði læknislaus ára- tugum saman. Hvort það segir meira um áhugaleysi fjárveiting- arvaldsins um hagsmuni höfuð- borgarinnar, heilsugæslunnar eða málefni aldraðra veit ég ekki. Hvorki þingmenn né borgarfull- trúar eiga að láta slíkt óátalið. Grunnþjónusta Heilsugæsla er grunnþjón- usta. Augljóst er að enginn getur án hennar verið á landsbyggðinni þar sem langt er á næstu heil- brigðisstofnun. Allt of fáir átta sig hins vegar á hversu dýrt er að beina sjúklingum milliliðalaust á hátæknisjúkrahús. Ekki aðeins vegna lengri biðtíma, komu- gjalda eða vinnu starfsfólks sem hefur veikari sjúklingum að sinna. Mestur kostnaður liggur líklega í rannsóknum sem komast má hjá. Hátæknisjúkrahús eru mikil- vægur hlekkur í heilbrigðisþjón- ustunni. Þau eru hins vegar óheppilegur fyrsti viðkomustaður annarra en bráðveikra sjúklinga. Ástæðan er sú að læknir sem þekkir sjúkling og sögu hans er undir flestum kringumstæðum betri til að leggja á ráðin með hon- um um þörf fyrir rannsóknir, meðferð eða hvenær leita þarf álits annarra sérfræðinga. Nýir Vogar og Heimar Ástæða er til að hvetja heil- brigðisráðherra til að fylgja fast eftir ársgamalli yfirlýsingu sinni um uppbyggingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sam- kvæmt henni á að búa rótgrónum heilsugæslustöðvum í Kópavogi og Árbæ nýtt og stærra húsnæði á næsta ári. Gangskör í stækkun Árbæjarstöðvarinnar er löngu tímabær. Hún hefur verið for- gangsverkefni Heilsugæslunnar í Reykjavík í meira en áratug. Nú er hún brýnni en nokkru sinni fyrr þar sem henni er ætlað að þjóna íbúum í hinum nýju hverf- um í Norðlingaholti og Grafar- holti. Enginn vill að þar rísi nýir Vogar og Heimar í heilsugæslu- málum. Enginn vill nýtt þrjátíu ára stríð. ■ Einföld, mjúk og áhrifarík, meðferð sem farið hefur sigurför um Evrópu. Virkar vel á hverskon- ar vandamál. Kennt á Íslandi 17. okt. - 20. okt. Íslenskt námsefni og íslenskur kennari Námskeið í Bowen Tækni Upplýsingar og skráning: Margeir S. 897-7469 og 421-4569 jmsig@simnet.is www.thebowentechnique.com Helgina 30. til 31. ágúst var það helst í fréttum að óhugur er í erfingjum Halldórs Laxness eftir að Hannes Hólmsteinn Gizurar- son ákvað að skrifa hispurslausa ævisögu Nóbelskáldsins. Talið er að erfingjarnir láti krók koma á móti bragði og ráði til starfa grimman rannsóknarblaðamann til að skrifa ævisögu prófessors- ins í þremur bindum um embætt- isframa dr. Hannesar, ástir og ferðalög. Mánudaginn 1. september spurðist hingað að áfrýjunarrétt- ur í Dúbæ hefði ákveðið að stytta fangelsisvist Íslendingsins sem handtekinn var þar í landi í vor með byssu og skotfæri. Dúbæing- ar tóku loks gilda þá skýringu að manninum hefði blöskrað rjúpna- veiðibannið á Íslandi og hefði hann tekið byssuhólkinn með sér í ferðina til að ganga til rjúpna á Arabíuskaga. Þriðjudagur 2. september. Upphlaup varð hjá Trygginga- stofnun þegar 1.800 öldungar hringdu samtímis til að kvarta undan árvissri skerðingu á ellilíf- eyri. Ellilífeyrisþegar mega hafa rúmar 124 þúsund krónur í tekjur á mánuði án þess að til skerðingar komi á grunnlífeyri, sem er yfir- leitt rúmar 20 þúsund krónur óskertur. Svo getur farið að skatt- framtal síðasta árs leiði í ljós að tekjur ellilífeyrisþega hafi verið of miklar. Það leiðir til skerðingar á lífeyri. Með þetta í huga er því ástæðulaust að hafa áhyggjur af þessu upphlaupi gamla fólksins. Miðvikudag 3. september kom það fram að líðandi sumar er það hlýjasta í Reykjavík frá upphafi mælinga árið 1871. Meðalhitinn frá júní til ágústloka var 12,1 gráða í borginni, en var áður mestur 11,7 gráður árið 1880. Fimmtudagur 4. september. Bankakjöt er nú orðið aðalfæða landsmanna, en lambaket er notað sem uppfyllingarefni við vega- gerð. Bankakjöt er hvítt á litinn og framleitt úr svínum og hænsn- um sem bankarnir hafa gert að gæludýrum sínum. Mikill aragrúi útlendra barna er nú staddur við Kárahnúkavirkjun. Impregilo heldur því fram að börnin séu þangað komin til að ganga í skóla, en það vekur grunsemdir laun- þegasamtaka að hvorki er að finna kennara né skóla í námunda við virkjunina. Baugsfeðgar og Sullenberger hafa nú hætt mála- ferlum sínum og gert drengskap- arsamkomulag um að hvorugur aðilinn skuli í framtíðinni rifja upp fylleríssögur af hinum. Föstudagur 5. september. Um hádegi á fimmtudag lagði Regn- bogahetjan, flaggskip grænfrið- unga, að bryggju í Reykjavík. Strax daginn eftir var boðað til fundar í stjórn Landsvirkjunar og ráðgert að slá á frest framkvæmd- um við Norðlingaölduveitu. ■ 10 6. september 2003 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í Fréttablaðinu mátti lesa þauóvæntu tíðindi að á morgun, sunnudag, væri væntanlegur til Ís- lands með fríðu föruneyti Luo nokkur Gan er einn æðsti maður „alþýðulýðveldisins“ Kína og „yfir- maður löggæslu“ þar í landi. Hann er í „kynnisferð“ til þess að „kynna sér dómstóla og réttarfar á Ís- landi“. Ferð hans er á vegum kín- verska ríkisins en Luo Gan hefur óskað eftir því að heimsækja dóms- málaráðuneytið, Alþingi og Hæsta- rétt. Forsetar Alþingis munu t.d. bjóða Luo Gan að snæða með sér á mánudaginn kemur. Þar verður Guðmundur Árni Stefánsson gest- gjafi í fjarveru Halldórs Blöndals. Og maður hlaut að hugsa: Afsakið, en er ekki eitthvað í lagi?! Stýrir aðgerðum gegn Falun Gong Að vera „yfirmaður löggæslu“ í Kína er ekkert puntuverkefni. Luo Gan stjórnaði m.a. aðgerðum á Torgi hins himneska friðar 1989 þegar þúsundir friðsamra mótmæl- enda voru stráfelldar. Undanfarið hefur hann stýrt aðgerðum kín- verskra yfirvalda gegn t.d. góð- kunningjum okkar í trúarsamtök- unum Falun Gong. Í því felst að meðlimir samtakanna eru fangels- aðir, pyntaðir, drepnir. Þarf að rifja upp söguna frá í fyrrasumar þegar Jiang Zemin Kínaforseti kom í heimsókn og ís- lensk stjórnvöld brugðust við væntanlegum mótmælum Falun Gong-félaga með algerlega ein- stæðum hætti? Vonandi ekki. En stjórnvöld hafa greinilega ekkert lært af þeirri „uppákomu“. Ekki fyrst nú á að taka með viðhöfn á móti yfirmanni aðgerða gegn Falun Gong og öðrum sem dirfast að vera á móti kommúnistastjórn- inni í Beijing. Manni sem hægt er að segja án þess að vera sekur um nokkra tilfinningasemi eða öfgar í málflutningi að hafi blóði drifnar hendur. Talsmenn þess að Íslend- ingar hafi gott og náið samband við stjórnvöld í Kína, þrátt fyrir hræðilegt orðspor þeirra í mann- réttindamálum, segja venjulega sem svo að þótt skoðanir kunni að vera skiptar sé mikilvægt að skera ekki á tengsl milli ríkja, það geri bara illt verra. Mismunandi hefðir séu í hverju landi og helst sé hægt að hafa áhrif á ríki sem stunda mannréttindabrot með því að ræða málin, mótmæla og diskútera á „réttum vettvangi“ – altso ráðamenn við ráðamenn. Vinkað kurteisislega á tröppunum? Ojæja. Mun Guðrún Erlendsdóttir for- seti Hæstaréttar ávíta Luo Gan stranglega fyrir að standa fyrir réttarkerfi sem við Íslendingar hljótum að fyrirlíta – þar sem þús- undum manna er haldið í fangelsi fyrir skoðanir sínar? Ætli það. Ætli hún sýni honum ekki bara Hæstaréttarhúsið, lýsi starfshátt- um stuttlega og kynni hann svo fyrir hinum dómurunum? Og vinki honum svo kurteislega á tröppunum þegar hann fer? Eða Guðmundur Árni? Ætli hann leggi frá sér gaffalinn eftir vel heppn- aða máltíð, þurrki sér um munn- inn og segi svo: „Heyrðu Mister Luo, er það rétt að þið í Kína haf- ið sagt löggæslumönnum ykkar að heimilt sé að fara út fyrir lög og rétt ef við er að eiga meðlimi Falun Gong? Og að þeir sem berji Falun Gong-félaga til bana í fang- elsum þurfi ekki að óttast máls- sókn?“ Ég veit ekki. Vissulega trúi ég því og treysti að Guðmund- ur Árni muni drepa á óánægju Ís- lendinga með ástand mannrétt- indamála í Kína. En ég efast samt um að því verði leyft að skyggja á það ágæta lambakjöt eða íslenska fisk sem Mister Luo verður boðið upp á. Björn Bjarnason? Ja, það verð- ur að minnsta kosti forvitnilegt að fá að heyra á heimasíðunni hvern- ig hann hagar mótmælum sínum þegar Luo Gan kemur að skoða dómsmálaráðuneytið. „Ég er fínn maður“ Satt að segja efast ég ekki um að allir þeir sem þurfa að hitta Luo Gan í „kynnisferð“ hans vildu gjarnan geta látið eitthvað gott af sér leiða í sambandi við mannrétt- indamál í Kína. En ég efast heldur ekki um að Luo Gan verður hinn ánægðasti þar sem hann situr í flugvélinni og Keflavíkurflugvöllur hverfur í mistrið: „Kurteist fólk, Ís- lendingar. Tók vel á móti mér. Og ég er fínn maður.“ En Luo Gan er ekki fínn maður. Sjálfur hefur hann eflaust aldrei barið neinn til bana. En undirmenn hans gera það og hafa til þess sérstakt leyfi. En ef við ætlum að halda því til streitu að taka vel og kurteislega á móti hvaða sendingu sem er frá Kína, af hverju bjóðum við ekki bara böðl- unum sjálfum? Og gefum þeim líka eitthvað gott að borða? ■ ■ Bréf til blaðsins JÓN KRISTJÁNSSON Ástæða er til að hvetja heilbrigðisráðherra til að fylgja fast eftir ársgamalli yfirlýsingu sinni um uppbyggingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt henni á að búa rót- grónum heilsugæslustöðvum í Kópavogi og Árbæ nýtt og stærra húsnæði á næsta ári. Arabískar rjúpur Fjöldamorð- ingjar í boði Íslendinga Gunnar Grímsson skrifar: Eitt eilífðarsmáblóm ÞRÁINN BERTELSSON ■ hraðspólar fréttir vikunnar. ILLUGI JÖKULSSON ■ skrifar um heimsókn Luo Gan til Íslands. Um daginnog veginn Bjóðum bara böðlunum sjálfum LUO GAN Að vera „yfirmaður löggæslu“ í Kína er ekkert puntuverkefni. ■ Það segir meira en mörg orð um furðustíga ís- lenskra stjórn- mála að hverfi þar sem hlut- fallslega flestir eldri borgarar búa bíði læknis- laus áratugum saman. Þrjátíu ára stríð Skoðun dagsins DAGUR B. EGGERTSSON læknir og borgarfulltrúi skrifar um uppbyggingu heilsugæslu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.