Fréttablaðið - 06.09.2003, Side 17

Fréttablaðið - 06.09.2003, Side 17
17LAUGARDAGUR 6. september 2003 LEXUS IS200 MONTGOMERIE ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 22 06 6 8 /2 00 3 LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS SPECIAL EDITION IS200 MONTGOMERIE LEXUS STYRKIR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS. IS 200 MONTGOMERIE ER GLÆSILEGA ÚTBÚINN LÚXÚSBÍLL. TÆKNI OG FÁGUN Á HEIMSMÆLIKVAR‹A. GULLI‹ TÆKI- FÆRI FYRIR fiÁ SEM VILJA NJÓTA VELGENGNI Á VEGUM MEISTARANNA. HÖFUM TAKMARKA‹ MAGN TIL SÖLU NÚ fiEGAR. VERI‹ VELKOMIN Í REYNSLU- AKSTUR. Það er vegna þess að móðurminni fannst það við hæfi,“ svarar Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra spurningunni: Hvers vegna heitir þú Siv? En þarna hangir lengri saga á spýtunni. Umhverfisráðherra vor heitir fullu nafni Björg Siv Juhlin Friðleifsdóttir. „Þannig var að þegar mamma var ung stúlka í Noregi var hún mikill náttúruunn- andi, var í skátunum og svo fram- vegis,“ segir hún. „Með henni í menntaskóla var maður að nafni Sverre Martin Fjellstad sem seinna varð einn þekktasti fugla- ljósmyndari Noregs. Hann var með náttúrupistla í sjónvarpi – einskonar David Attenborough þeirra Norðmanna. Hann eignað- ist dóttur sem hann gaf nafnið Siv og þaðan má segja að hugmyndin sé fengin. Þetta er nokkuð algengt nafn í Noregi.“ Faðir Sivjar vildi að hún héti jafnframt Björg í höfuðið á móður hennar og afi Sivjar á ættir að rekja til Svíþjóðar og þaðan er ættarnafnið Juhlin – þannig að til- urð þessa mikla nafns má heita nokkuð flókin. „Að auki tengist þetta goðafræðinni, því kona þrumuguðsins hét Sif eða Siv.“ Siv fékk endalausar ákúrur fyrir að kunna ekki að skrifa nafn- ið sitt þegar hún var stelpa og not- aði hún þá ritháttinn Sif. En nafn hennar er í öllum skírteinum með vaffi og þegar hún óx úr grasi tók hún þann rithátt upp aftur. „Ég hef ekki lent í sérstæðum atvikum tengdu nafni mínu. Þó má nefna að við vinkonurnar vorum einhvern tíma, á mínum sokkabandsárum, að labba rúnt- inn niðri í bæ. Við sátum á bekk á Austurvelli og það kemur ungur maður og sest við hliðina á mér. Hann var búinn að fá sér í aðra tána og ekki viðlit að losna við hann – hvað þá þegar ég sagði honum hvað ég héti. Hann hét sem sagt Þór og taldi þetta einhvers konar goðfræðilega forsjá eða teikn að við skyldum hittast.“ Maður Sivjar heitir ekki Þór heldur Þorsteinn – steinn Þórs. „Það gerði reyndar ekki útslagið á sínum tíma. Svo getur Siv einnig þýtt sef á norsku, en það er önnur saga.“ ■ ■ NAFNIÐ MITT Sögð ekki kunna að rita nafn sitt Sverrir Þór Sverrisson, eðaSveppi dagskrárgerðarmaður á PoppTívi, á um 200 vínylplötur sem hann getur ekki hlustað á. Hann á engan spilara og hefur því lengi ætlað sér að fara í gegnum þær og reyna að selja eitthvað. „Einhverju vil ég halda því inni á milli leynist snilld,“ segir Sveppi. „Til dæmis á ég Kinks eins og þeir leggja sig á vínyl og mér er sagt að ég eigi ekki að selja það.“ Hann á svipað magn af geisla- diskum og þar eru rúmlega þrjátíu stykki með sömu hljómsveitinni, The Rolling Stones. „Ég varð harð- ur Stónsari 12 ára eftir að eldri bróðir minn leyfði mér að hlusta á „Sympathy for the Devil“. Mér fannst það alveg frábært lag og fór að safna Stonesdiskum. Ég varð að eiga allt og á því líka sólóplötur með Keith Richards og Bill Wym- an. Fullt af alls konar viðbjóði sem maður varð að eignast.“ Sveppi segir bestu plötuna vera Sticky Fingers en hann er einnig hrifinn af December’s Children og Beggar’s Banquet. Hann er ekki ýkja hrifinn af nýrri plötum Stones en kaupir þær þó til þess að svala safnaraáráttunni. Mikið er af hljómsveitarokki í safni Sveppa og glittir þar í plötur Verve, R.E.M, Queen og U2. Eitthvað er að finna af ís- lenskri tónlist í safninu og segist Sveppi hrifinn af Megas, Brimkló og eldra efni Bubba Morthens. „Núna er svo Lög unga fólksins með Hrekkjusvínunum í spilar- anum. Ef maður hlustar á barnarásina 102,2 heyrir maður oft lög af þessari plötu. Svo þeg- ar maður fer að hlusta á textana á plötunni er þar smá ádeila á þjóðfélagið. Svona gleðipólitískir textar.“ Aðspurður um hvaða tónlistar- stefna sé honum minnst að skapi segir hann það vera sykurpoppið sem umlykur hann allan daginn í vinnunni. „Ég myndi aldrei kaupa mér disk með Britney Spears, Beyoncé Knowles eða Christinu Aguilera. Mér finnst þetta leiðin- leg tónlist. Ég er svolítið gamal- dags. Ég hef t.d. gaman af söng- leikjum á borð við Jesus Christ Superstar, Rocky Horror Picture Show, Little Shop of Horrors og Grease,“ segir Sveppi að lokum. ■ ■ PLÖTUKASSINN MINN Mikill Stónsari FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T H O R ST EN BJÖRG SIV JUHLIN FRIÐLEIFSDÓTTIR Á sokkabandsárunum hitti hún ung- an mann á rúntinum sem hét Þór. Hann taldi það goðfræðilegt teikn að þau hefðu hist.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.