Fréttablaðið - 18.12.2003, Side 62

Fréttablaðið - 18.12.2003, Side 62
Eina ósk 58 18. desember 2003 FIMMTUDAGUR Þetta eru sundgleraugu meðstyrkleika í sundglerinu,“ segir Sigurður Óli Sigurðsson, eigandi gleraugnarverslunarinnar Ég C í Kópavogi sem selur sundgleraugu fyrir sjóndapra. „Þessi gleraugu eru mjög sniðug fyrir fólk sem er með háan styrkleika og notar þar af leiðandi dýr gleraugu. Það er mikið af steinefnum í heita vatninu sem er notað í sundlaugunum og þá getur myndast flekkur á gleraugun sem þau nota dags daglega.“ Sigurður, sem hefur selt sund- gleraugun frá 1996, segir ekki alltof marga vita af sundgleraugunum þó selur hann alltaf slatta af þeim á hverju ári. Sundgleraugu fyrir sjón- dapra kosta tæpar fjögur þúsund krónur. „Gleraugun endast ágætlega,“ segir Sigurður Óli. „Þau eru ekki í súpergæðum en eru góð fyrir fólk sem er mjög fjær- eða nærsýnt. Þau þurfa þá ekki að nota gleraugun sem þau nota dagsdaglega.“ ■ „Ef ég ætti eina ósk myndi ég útrýma hungri og styrjöldum í heiminum,“ segir Pétur Blöndal þingmaður. Hrósið ... fær Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari fyrir að gefa ungum og efnilegum handknatt- leiksmönnum tækifæri með landsliðinu. Fréttiraf fólki Sundgleraugu fyrir sjóndapra í dag Dorrit bölvað í Flugleiðavél Ólafsvíkingurinn keypti ekki ástina Davíð vill drepa Saddam Fallegt stálúr með Sircon steinum Kosið um jólalag ársins Rás 2 og Skífan standa samanað jólalagakeppni sem hófst 1. desember. Ríflega fjörutíu jólalög skiluðu sér inn í keppnina og sex þeirra voru valin til að keppa til úrslita en lögin hafa verið í spilun á Rás 2 að undanförnu. Hægt er að kjósa í jólalaga- keppninni með því að fara á heimasíðurnar www.jol.is eða www.ruv.is og á heimasíðu Rásar 2 er hægt að hlusta á öll lögin. Mikill fjöldi hefur nú þegar kosið í netkosningu og í gegnum Texta- varpið en hægt er að kjósa á síðu 255. Dómnefnd skipuð dagskrár- gerðarfólki Rásar 2 hefur endan- legt úrslitavald í keppninni ásamt þeim atkvæðum sem falla í net- kosningu. Dómnefndina skipa þau Hrafnhildur Halldórsdóttir, Guðni Már Henningsson og Freyr Eyjólfsson. Jólalag ársins verður gert op- inbert á Rás 2 um hálffjögurleytið á morgun en sigurvegarinn hlýtur að launum PlayStation-leikja- tölvu, ársmiða fyrir tvo í Sambíó- in, úttekt í Skífunni og það er aldrei að vita nema útgáfusamn- ingur fylgi í kjölfarið á sigrinum. ■ HELGI HRAFN JÓNSSON Er orðinn vel þekktur í djasssenunni í Austurríki. Hann flytur frumsamið lag í keppninni sem hann nefnir Jólalag. ÞÓREY HEIÐDAL Þekktust fyrir að syngja í undankeppni Eurovision en nú syngur hún ásamt Kungfú og þau flytja lagið Gemmér jól. JOE JOE Trúbadorast ósjaldan í Austurstræti og flyt- ur jólalagið Jólasveinn í keppninni. BUFF Buffararnir er þekktir fyrir almennan hress- leika og Jólaboð er framlag þeirra í jóla- lagaflóruna. BREIÐBANDIÐ Hvað er það við jólin? nefnist jólalag Breiðbandsins en það hljóta að vera með- mæli með bandinu að það á rætur að rekja til bítlabæjarins Keflavíkur. GUNNLAUG R. SIGURÐARDÓTTIR Hún kemur frá Vestmannaeyjum og syngur Jólastjörnuna. Lagið er eftir Sigurð Óskarsson. SUNDGLERAUGU MEÐ STYRK Sundgleraugu fyrir sjóndapra hafa fengist á Íslandi síðan 1996. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Charles Cullen. Gamli Lóðsinn. It’s a Wonderful Life. Lárétt: 1 þvaður, 5 málmi, 6 öfug röð, 7 tveir eins, 8 gerast, 9 í lagi, 10 bensínfyr- irtæki, 12 verkfæri, 13 ónotaður, 15 tónn, 16 flenna, 18 stofnun. Lóðrétt: 1 mjög reiða, 2 fataefni, 3 fimmtíu og einn, 4 tignarmaðurinn, 6 hlíf, 8 sjáðu til, 11 á heima, 14 blóm, 17 átt. 1 7 8 9 10 11 13 16 17 18 14 15 12 2 3 4 5 6 Lausn. Lárétt: 1bull,5ál,6sr, 7ll,8 ske,9ókei,10ob,12orf, 13nýr, 15mi, 16drós,18safn. Lóðrétt: 1bálvonda,2ull,3li,4greifinn, 6skerm,8sko,11býr, 14rós,17sa. Um fátt er meira rætt en viðtalsem þeir Sigmar Guðmundsson og Kristján Kristjánsson áttu við Davíð Oddsson forsætisráðherra í Kastljósinu á dögunum. Þóttu þeir óvenju beinskeyttir í spurningum sínum og mun það hafa fallið í mis- jafnan jarðveg í röðum harðra Davíðssinna. Það sem menn hins vegar gantast með á kaffistofum nú er að Davíð notaði orðið förtidspen- sjón „eins og Daninn segir“ um hið umdeilda eftirlaunafrumvarp. Þeir sem eru forframaðir í Danmörku segja að orðið förtidspensjón þýði örorkubætur þar í landi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.