Fréttablaðið - 12.02.2004, Page 41

Fréttablaðið - 12.02.2004, Page 41
41FIMMTUDAGUR 12. febrúar 2004 Re/max-deild kvenna: ÍBV vann toppslaginn HANDBOLTI ÍBV vann Val 25-23 í toppslag Re/max-deildar kvenna í gær. Eyjastúlkur voru ávallt skrefinu á undan og voru yfir í hálfleik 11-10. Leikurinn ein- kenndist af einstökum klaufaskap beggja liða og fjölmörg mistök voru gerð. Anna Yakova var markahæst hjá ÍBV með 8 mörk, Birgit Engl skoraði 6, Guðbjörg Guðmanns- dóttir skoraði 4, Sylvia Strass og Anja Nielsen 3 og Alla Gorkorian 1. Julia Gantumirova varði 15 skot í markinu. Sigurlaug Rúnarsdóttir var markahæst hjá Val með 5 mörk. Drífa Skúladóttir, Gerður Jónsdóttir og Díana Guðjónsdóttir skoruðu 4 mörk. Bergljót Hans- dóttir varði 11 skot í markinu. ■ Kvennakarfan: Enn sigrar Keflavík KÖRFUBOLTI Keflavíkurstúlkur treystu stöðu sína á toppi 1. deild- ar kvenna í körfuknattleik í gær- kvöld þegar þær lögðu Grindavík- urstúlkur, 79-72, í Grindavík. Heimastúlkur höfðu yfirhöndina lengst af og leiddu með fimm stig- um í hálfleik, 41-36. Þær leiddu einnig eftir þriðja leikhluta, 63-56, en þá fór Keflavíkurhraðlestin í gang. Keflavíkurstúlkur fóru hamförum í síðasta leikhluta, unnu hann 23-9 og leikinn 79-72. Birna Valgarðsdóttir átti frábær- an leik í liði Keflavíkur, skoraði 36 stig og hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Erla Þor- steinsdóttir skoraði 13 stig og María Ben Erlingsdóttir skoraði 10 stig og hitti úr öllum fimm skotum sínum. Kesha Tardy skor- aði 37 stig fyrir Grindavík og tók 17 fráköst og Sólveig Gunnlaugs- dóttir skoraði 11 stig. KR-stúlkur unnu stórsigur á ÍR, 83-49, í DHL-höllinni í gær- kvöld. KR-stúlkur höfðu mikla yfirburði allan tímann og höfðu 17 stiga forystu, 39-22, í hálfleik. Munurinn á liðunum var þó ekki svo gríðarlega mikill. Það eina sem skildi liðin að var KR-ingarn- ir Katie Wolfe og Hildur Sigurðar- dóttir en þær voru algerir yfir- burðaleikmenn á vellinum. Hildur Sigurðardóttir skoraði 32 stig og Katie Wolfe skoraði 20 stig auk þess sem þær tóku báðar aragrúa frákasta. Hólmfríður Sigurðar- dóttir skoraði 11 stig og Tinna B. Sigmundsdóttir skoraði 8 stig. Kristín Þorgrímsdóttir skoraði 11 stig fyrir ÍR, Hrefna Dögg Gunn- arsdóttir skoraði 9 stig og Eva María Grétarsdóttir skoraði 7 stig. Með sigrinum komst KR í annað sæti deildarinnar en ÍR- stúlkur eru á botni deildarinnar. ■ Afríkubikarnum að ljúka: Úrslitaliðin klár FÓTBOLTI Túnis og Marokkó mætast í úrslitum Afríkubikarsins í fótbolta á laugardag. Túnis vann Nígeríu 5-3 eftir vítaspyrnukeppni í undanúr- slitum í gær. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1. Jay-Jay Okocha, leikmaður Bolton, kom Nígeríu yfir úr víta- spyrnu en Khaled Badra jafnaði metin fyrir Túnis. Marokkó vann Malí með fjórum mörkum gegn engu í hinum undanúrslitaleiknum. Youssef Mokhari skoraði tvö mörk í leiknum en Youssef Hadji og Nabil Baha skoruðu hin tvö. ■ BIRGIT ENGL Skoraði sex mörk fyrir ÍBV gegn Val. HANDBOLTI KA-menn tryggðu sér sæti í úrslitaleik SS-bikars karla í handknattleik í gærkvöld þegar þeir lögðu Víking að velli, 27-26, í undanúrslitaleik liðanna á Akur- eyri. KA-menn höfðu yfirhöndina nær allan leikinn, leiddu með tveim- ur mörkum, 13-11, í hálfleik og höfðu síðan náð sjö marka forystu, 27-20, þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Þá misstu þeir tvo menn af velli, Víkingar gengu á lagið, skoruðu sex mörk í röð og minnk- uðu muninn í eitt mark, 27-26. Þeir fengu síðan tækifæri til að jafna metin á lokasekúndunum en Hafþór Einarsson, markvörður KA, varði skot Þrastar Helgasonar. Andreus Stelmokas var markahæstur hjá KA með átta mörk, Jónatan Magnússon og Einar Logi Friðjónsson skoruðu sex mörk hvor og Arnór Atlason skoraði fjögur mörk. Hafþór Ein- arsson varði átján skot í marki KA og átti fínan leik. Benedikt Jónsson var markahæstur hjá Víkingum með sex mörk, Bjarki Sigurðsson skoraði fimm mörk, Tomas Kavoli- us skoraði fjögur mörk og þeir Andri Berg Haraldsson, Karl Grön- vold og Brjánn Bjarnason skoruðu tvo mörk hvor. ■ ANDREUS STELMOKAS Andreus Stelmokas var markahæstur hjá KA-mönnum í gærkvöld með átta mörk. KA-menn komnir í úrslit SS-bikars karla: KA marði Víking með einu marki HANDBOLTI Það verða Framarar sem mæta KA-mönnum í úrslita- leik SS-bikars karla í handknatt- leik eftir að þeir lögðu Valsmenn í hörkuleik, 23-22, á Hlíðarenda í gærkvöld. Það var Valdimar Þórs- son sem skoraði sigurmark Fram- ara sjö sekúndum fyrir leikslok. Valsmenn höfðu yfir í hálfleik, 10-9, en frábær varnarleikur Framara í síðari hálfleik ásamt góðri markvörslu Egedius Pet- kevicius lagði grunninn að sigrin- um. Það fór lítið fyrir fallegum sóknartilþrifum í leiknum en varnarleikur beggja liða var stór- fínn. Guðlaugur Arnarsson, fyrirliði Framara, var kampakátur þegar Fréttablaðið ræddi við hann í leikslok. „Það var gríðarlega öfl- ugur varnarleikur og skynsamur sóknarleikur sem gerði gæfumun- inn í þessum leik. Við misstum aldrei trúna á að við gætum unnið þennan leik og það var mikilvægt. Mér líst rosalega vel á að mæta KA-mönnum í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni. Það verður hörkuleikur og við ætlum okkur að sjálfsögðu sigur í þeim leik eins og öðrum sem við spilum,“ sagði Guðlaugur. Hjalti Gylfason var marka- hæstur hjá Val með sex mörk, Heimir Árnason og Baldvin Þor- steinsson skoruðu fjögur mörk hvor og Markús Máni Michaels- son skoraði tvö mörk. Pálmar Pét- ursson varði sextán skot í marki Vals. Stefán Baldvin Stefánsson og Jón Björgvin Pétursson voru markahæstir hjá Fram með fimm mörk, Valdimar Þórsson skoraði fjögur mörk, Hjálmar Vilhjálms- son og Arnar Þór Sæþórsson skor- uðu þrjú mörk hvor og Martin Larsen skoraði tvö mörk. Egedius Petkevicius varði átján skot í marki Fram ■ Undanúrslit SS-bikars karla í handknattleik: Vörn Framara gerði gæfumuninn VALDIMAR ÞÓRSSON Framarinn Valdimar Þórsson brýst hér í gegnum vörn Vals í leiknum á Hlíðar- enda í gær og skorar sigurmark leiksins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T PE D RO M YN D IR FÓTBOLTI Brasilíumaðurinn Jun- inho kom Middlesbrough yfir eft- ir hálftíma leik og bætti öðru marki við nokkrum mínútum síð- ar, áhorfendum á Old Trafford til mikillar skelfingar. Hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy minnkaði muninn fyrir United skömmu áður en flautað var til hálfleiks. Ryan Giggs jafnaði metin fyrir United um miðjan síðari hálfleik. Það var síðan Joseph-Desire Job sem skoraði sigurmarkið fyrir Middlesbrough tíu mínútum fyrir leikslok. Þar með er ljóst að Arsenal heldur fimm stiga for- ystu sinni á toppi deildarinnar. Liverpool skaust í fjórða sæti með 2-1 sigri gegn Manchester City. Michael Owen kom heima- mönnum yfir strax á þriðju mín- útu en Shaun Wright-Phillips jafn- aði fyrir City í upphafi síðari hálf- leiks. Þetta var áttunda mark kappans á þessari leiktíð. Steven Gerrard kom Liverpoool yfir tveimur mínútum síðar og þar við sat. Chelsea vann mikilvægan sig- ur á Portsmouth 2-0. Scott Parker, sem er nýkominn í raðir Chelsea frá Charlton, skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið í fyrri hálfleik og varamaðurinn Hernan Crespo innsiglaði sigurinn þegar skammt var til leiksloka. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea en var tekinn út af um miðjan síðari hálfleik fyrir Jimmy Floyd Hasselbaink. Tottenham vann góðan 4-2 úti- sigur á Charlton. Simon Davies kom Tottenham fyrir á 10. mínútu og Jermain Defoe bætti öðru marki við skömmu fyrir leikhlé með góðum skalla. Ledley King skoraði þriðja mark Tottenham í byrjun síðari hálfleiks en Graham Stuart minnkaði muninn fyrir Charlton skömmu síðar. Chris Perry skoraði annað mark Charlton þegar tíu mínútur voru til leiksloka en Johnny Jackson innsiglaði sigur Tottenham skömmu fyrir leikslok. Hermann Hreiðarsson spilaði allan leikinn fyrir Charlton. Aston Villa vann Fulham á úti- velli með tveimur mörkum gegn einu. Luis Boa Morte kom Fulham yfir strax á fyrstu mínútu en Juan Pablo Angel jafnaði aftur á 13. mínútu. Darius Vassell skoraði síðan sigurmarkið eftir hálftíma leik. Þess má geta að Carlos Bocanegra var rekinn út af í liði Fulham um miðjan síðari hálfleik. Birmingham vann góðan sigur á Everton 3-0. Damien Johnson skoraði fyrsta mark Birmingham í byrjun leiksins og Stan Laza- ridis bætti öðru marki við undir lok fyrri hálfleiks. Finninn Mikael Forssell skoraði síðan þriðja og síðasta markið í byrjun síðari hálfleiks. Blackburn gerði 1-1 jafntefli við Newcastle. Craig Bellamy kom Newcastle yfir í byrjun síð- ari hálfleiks en Jonathan Stead skoraði jöfnunarmarkið þegar skammt var til leiksloka. ■ JUNINHO Skoraði tvö mörk fyrir Middlesbrough gegn United. Hér fagnar hann fyrra markinu. STAÐAN Arsenal 25 18 7 0 61 Man. United 25 18 2 5 56 Chelsea 26 17 4 4 55 Liverpool 25 10 8 7 38 Newcastle 25 9 11 5 38 Charlton 25 10 7 8 37 Aston Villa 25 10 6 9 36 Fulham 25 10 5 10 35 Birmingham 24 9 8 7 35 Bolton 25 8 10 7 34 Tottenham 25 10 3 12 33 Southampton 25 8 7 10 31 Middlesbrough 24 8 7 9 31 Blackburn 25 7 6 12 27 Everton 24 6 7 12 25 Man. City 25 5 9 11 24 Portsmouth 25 6 5 14 23 Leicester 25 4 9 12 21 Leeds 25 5 5 15 20 Wolves 25 4 8 13 20 ÚRSLIT Í GÆR Birmingham - Everton 3-0 Blackburn - Newcastle 1-1 Charlton - Tottenham 2:4 Fulham - Aston Villa 1-2 Liverpool - Man. City 2-1 Man. United - Middlesbrough 2-3 Portsmouth - Chelsea 0-2 Óvænt tap United á Old Trafford Sjö leikir voru í enska boltanum í gærkvöld. Manchester United tapaði mikilvægum stigum í toppslag deildarinnar þegar liðið tapaði 2-3 fyrir Middlesbrough á Old Trafford. AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.